Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 7
MANNLIF Til vinstri er Halla Margrét Árnadóttir fimleikakona úr Gerplu. Ásamt því að taka þátt í dansatriðum og sýna leikfimi syngur hún „Móðir mín í kví kví“ við undirleik Sigurðar Rúnars og Sighvats Sveinssonar íþróttamanns. Bryndís Kristjánsdóttir er með Höllu á myndinni. mynd - eik R HÓPUR FRÁ UPPHAFI „Ég hef aldrei lent í öðru eins púli“, sagði Ágústa Sigfúsdóttir úr Kópavogi við Þjóðviljann. „Við höfum æft þrisvar í viku og alla laugardaga síðan í vor. Þetta var töluvert sundurleitur hópur í upphafi. Ég datt til dæmis bara inn í þetta fyrir tilviljun. Var þátt- takandi í trimmprógrammi hjá Gerplu og einhver stakk upp á því að ég kæmi inn í Brasilíuhóp- inn. Þetta hefur verið ofsalega skemmtilegt. Það er með ólíkind- um hvað Diddi fiðla getur fengið okkur til að gera. Öll syngjum við og það meira að segja raddað. Ég spila meira að segja smávegis á píanó, án þess að geta á nokkurn hátt talið mig kunna slíkt.“ Ág- ústa er sjúkraþjálfi og sér um leikfimi fyrir verðandi mæður í Kópavogi. Margrét Bjamadóttir þjálfari fimleikadeildar Gerplu hefur haft veg og vanda að undirbún- ingi fararinnar ásamt þjálfurun- um Heimi Gunnarssyni og Jódísi Pétursdóttur. Hún sagði hópinn allan hafa unnið mjög vel saman. Sigurður Rúnar Jónsson samdi tónlist við sýningaratriðin sem samanstanda af leikfimi og dansi. Spilaði hann inn á segulband ásamt Pétri Hjaltested. Stór- skemmtileg tónlist fannst okkur Þjóðviljamönnum þegar við vor- um við lokaæfinguna. Sigurður Rúnar æfði einnig söng hópsins en fæstir kórfélaga hafa áður tekið lagið utan heimilis. -JP Þjóðdansar eru meðal dagskráratriða. Hefðbundin landkynning en gefur ekki endilega mynd af því hvernig við dönsum nú til dags. mynd - eik. Föstudagur 17. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.