Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 8
MANNLIF
Garðrœkt
Hugarflugið og augað
hefur ráðið
Garðurinn að Starhólma 2 var tilnefndur til
heiðursverðlauna afFegrunarnefnd Kópavogs
Garðurinn hefur mótast hjá
okkur hægt og sigandi. Við höf-
um látið hugarflugið og augað
ráða ferðinni og gert þetta sjálf á
síðustu árum, sögðu hjónin Ingi-
björg Hafberg og Leifur E.N.
Karlsson, Starhólma 2, sem
hlutu heiðursverðlaun Kópa-
vogsbæjar fyrir fegursta garðinn í
bænum árið 1984.
„Við fluttum hingað í Starhólm-
ann sumarið 1975. Þá tyrfðum
við aila lóðina. Á garðinum byrj-
uðum við svo næsta sumar“,
sögðu hjónin. Ingibjörg sagðist
hafa haft meiri áhuga á garð-
ræktinni til að byrja með, en
Leifur „fékk bakteríuna síðar.
Tilfellið er að þetta er smitandi",
sagði hann.
Þau segjast byrja garðvinnuna
í mars eða apríl. „Þá förum við að
taka mesta draslið“. Ingibjörg
hefur þá vinnuna í gróðurhúsi
sem er í garðinum. Þar sáir hún
sumarblómum og ræktar auk
þess tómata og fleira góðgæti.
Jarðarber ræktar hún í reit undir
gleri og rifsberjarunni er um-
hverfís matjurtagarðinn.
„Sumarblómin eru svo dýr að
ekki er annað hægt en að reyna
að rækta þau sjálf. Þau prýða
garðinn en verst er hvað sumarið
er stutt. Við erum einnig með
fjölda fjölærra plantna sem við
höfum ýmist fengið hjá vinum
okkar og einnig höfum við keypt
eitt og eitt“.
Leifur lagði rafmagn um garð-
inn og þegar rökkva tekur er
gróðurinn upplýstur. Einnig hafa
þau gert lítinn gosbrunn bak við
húsið. Lóðin að Starhólma 2 er í
halla, brekkan meðfram húsinu
lögð hraunhellum. Ingibjörg
sagði mikla vinnu við að hreinsa
mosa og illgresið sem festir rætur
milli hraunhellnanna og vill helst
fá að yfirgnæfa blómahafið.
„Við höfum sjaldan verið jafn
undrandi og þegar okkur voru
veitt þessi verðlaun. Áttum eng-
an veginn von á þessu. Þetta er
fyrst og fremst okkar áhugamál
og engir sérfræðingar hafa komið
nálægt garðinum nema við
hleðslu á vegg meðfram götunni.
Við erum vissulega ánægð og
stolt“, sögðu eigendur fallegasta
garðsins í Kópavogi árið 1984.
-JP
Ingibjörg og Leifur í garðinum sem þau byrjuðu að móta fyrir 9 árum síðan. Mynd: eik.
\ 7 1 ' í i f i
M \ 4,1,1 ~~ i *~**ÆrÁ WÍ../F" 1
Kópavogur
Fegurstu garðarnir 1984
Garðurinn að Starhólma 2 í
Kópavogi fékk heiðursverðlaun
Bæjarstjórnar Kópavogs í ár.
Fegrunarnefnd bæjarins veitti
verðlaun og viðurkenningar fyrir
garða og snyrtingu húsa í lok síð-
ustu viku.
Ingibjörg Hafberg og Leifur
E.N. Karlsson Starhólma 2 fengu
heiðursverðlaun „fyrir fegursta
garðinn í Kópavogi 1984 sem ein-
kennist af alúð og snyrti-
mennsku“. Unnur Agnarsdóttir
og Óskar H. Gunnarsson, Birki-
grund 45 hlutu verðlaun „fyrir
fagran garð í nýju hverfi“, Elín
Jakobsdóttir og Oddur Brynj-
ólfsson, Borgarholtsbraut 30
fengu einnig verðlaun „fyrir sér-
staklega snyrtilegan garð“.
Viðurkenningar Fegrunar-
nefndar Kópavogs hlutu eftir-
taldir aðilar:
Sunnubraut 23, eig.: Jónas
Halldór Haralz, fyrir frumlegan
og hlýlegan garð. Birkigrund 71,
eig.: Anna Asgeirsdóttir og Sig-
urjón G. Sigurjónsson, fyrir
snyrtilegan garð í nýju hverfi.
Kastalagerði 9, eig.: Hólmfríður
Jóhannesdóttir og Ellert Finn-
bogason, fyrir steinaborg og
snyrtilegan garð. Mánabraut 16,
eig.: Rósa Sveinsdóttir og Jó-
hannes Tómasson, fyrir frum-
legan og skemmtilegan garð.
Skjólbraut 12, eig.: Sigrún V. Ól-
afsdóttir og Hreinn Erlendsson
og Erla Erlendsdóttir og Hilmir
Sigurðsson, fyrir snyrtilegan garð
við tvíbýlishús. Borgarholtsbraut
19, eig.: Elísabet Jónsdóttir og
Sverrir Sigþórsson, fyrir fjöl-
breytni í garði. Sunnubraut 25,
eig.: Hildur Þorbjarnardóttir og
Agnar Tryggvason, fyrir fjöl-
breytni í garði. Hlíðarvegur 8,
eig.: Gríma Sveinbjarnardóttir
og Stefnir Helgason, fyrir utan-
húss klæðningu. Skólagerði 5,
eig.: Kristjana Sigurðardóttir og
Tómas B. Þórhallsson, fyrir utan-
húss klæðningu. Skólagerði 7,
eig.: Fríða Klara Guðmundsdótt-
ir og Páll Valmundarson, fyrir
utanhúss klæðningu. Hamraborg
9, eig.: Búnaðarbanki íslands,
fyrir endurbætur á gömlu húsi.
Nýbýlavegur 22, eig.: Guðrún
Hjaltadóttir og Óskar Ingvason
fyrir stétt og blómaker við fram-
hlið húss.
-JP
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ápúst 1984