Þjóðviljinn - 22.08.1984, Qupperneq 2
FRETTIR
Kartöflurcekt
Vanhugsuð gagnrýni á landbúnaðinn
Sigurjón Gunnarsson á Hofi í Örœfum: Neytendur fá verri vöru en efni standa til
afþví kartöflurnar fara í gegnum hendur svo margra.
Guðbjörg Magnúsdóttir: Bœtt aðstaða í Skaftafelli léttir mjög á sveitinni.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Fyrir 10-15 árum gat fjölskylda
lifað sæmilega af 250 rollum, en
það er útilokað í dag. Það er eins
og stærri bú komist ekkert betur
af. Með aukinni stærð kemur
aukinn tilkostnaður.
Þau Guðbjörg og Sigurjón eru
með 270 fjár, auk þess sem þau
hafa ræktað kartöflur á um 4 ha.
lands síðustu sex til sjö árin.
Kartöflurœktin
gengur vel
- Kartöfluræktin hefur gengið
ágætlega, og líklega hefur aldrei
sprottið eins vel og nú, svo upp-
skeran verður góð ef við sleppum
við frostnætur í ágúst. Hér hefur
ekki verið svona hlýtt sumar í
mörg ár, segir Sigurjón. Við
erum með góða framleiðslu, en
hún fer í gegnum hendur svo
margra áður en hún kemst í hend-
ur neytenda. Það veldur því að
þeir fá verri vöru en efni standa
til.
Fyrst flytjum við kartöflurnar á
bfl að Svínafelli, þar sem þeim er
pakkað í neytendaumbúðir. Það-
an fara þær með bfl á Höfn, frá
Höfn fara þær með skipi, jafnvel
kringum land, til Austfjarða og
Vestmannaeyja. Þetta er við-
kvæm vara og flutningarnar taka
alltof langan tíma. Betra væri t.d.
að keyra kartöflurnar sem fara
eiga tii Vestmannaeyja beint
héðan í Herjólf.
- Hvað segirðu um frjálsa sölu?
Ragnheiður Þórarinsdóttir minjavörður tekur við gjafabréfinu úr hendi Hjörleifs, eins Guttormssona.
Minjasafni berst stórgjöf
Börn Guttorms Pálssonar afhenda minningargjöf
á 100 ára afmœli skógarvarðarins á Hallormsstað.
Atta börn Guttorms Pálssonar
komu saman á Hallormsstað
hinn tólfta júlí síðastliðinn og af-
hentu Ragnheiði Þórarinsdóttur
minjaverði á Minjasafni Austur-
lands gjafabréf um muni úr búi
Guttorms. Var þá liðin rétt öld
frá fæðingu Guttorms.
í gjafabréfi því er gjöfinni fylg-
ir segir svo m.a.: „Munir þessir
eru að hluta til frá 19. öld, úr búi
séra Sigurðar Gunnarssonar og
Bergljótar Guttormsdóttur móð-
urforeldra Guttorms skógarvarð-
ar, svo og úr búi foreldra hans,
þeirra Páls Vigfússonar og Elísa-
betar Sigurðardóttur á Hallorms-
stað. ... Sá er hugur okkar, sem
að minningargjöfinni stöndum,
að hana megi nýta til að þeir, sem
safnið skoða, fái nokkra mynd af
bænda- og embættismannahei-
mili í sveit á Austurlandi frá
síðari hluta mtjándu aldar og
fyrri hluta þeirra tuttugustu".
Munir þeir er hér um ræðir eru
húsgögn og húsmunir, auk ým-
issa lausamuna, alls um 110 grip-
ir, stórir og smáir. Að auki fylgja
gjöfinni 8 málverk og eftirprent-
anir, tæplega 30 innrammaðar
Ijósmyndir og um 200 aðrar ljós-
myndir, aðallega mannamyndir.
í fréttatilkynningu frá Minjasafn-
inu segir að hér sé um stórgjöf að
ræða. Með henni opnist nýir
möguleikar fyrir Minjasafnið að
sýna hluti í sínu rétta samhengi og
gefa ljósari mynd af mektar-
heimilitil sveita frá fyrri hluta ald-
arinnar. Ljósmyndirnar eru einn-
ig kærkomin viðbót við Ljós-
myndasafn Austurlands, er kom-
ið var á fót fyrir ári.
Guttormur Pálsson fæddist á
Hallormsstað 12. júlí 1884. Hann
stundaði skógræktarnám í Dan-
mörku 1904—1908 og nam við
Lýðháskólann í Askov veturinn
1905-1906. Guttormur varð
skógarvörður á Austurlandi 1909
og bjó á Hallormsstað. Vann
hann mikið brautryðjendastarf
og dafnaði Hallormsstaðaskógur
mjög í tíð hans. Árið 1955 lét
hann af störfum skógarvarðar en
stundaði búskap nokkur ár eftir
það. Guttormur lést 5. júní 1964.
Guttormur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sigríður
Guttormsdóttir (1887-1930) og
áttu þau fjögur börn. Seinni kona
hans var Guðrún Margrét Páls-
dóttir (1904-1968) og varð þeim
fimm bama auðið. Af börnum
fiuttorms eru átta á lífi og voru
þau'öll stödd á Hallormsstað 12.
júh' sl. ásamt fjölskyldum sínum
og ekkju bróðurins, sem látinn
er.
Gripirnir munu verða í
geymslu þar til þeim verður kom-
ið fýrir í safnahúsi því, er nú er
verið að byggja á Egilsstöðum.
Landbúnaðurinn hefur orðið
fyrir. mjög ósanngjarnri og
vanhugsaðri gagnrýni, þeir sem
skrifa þetta þekkja ekkert til. Þeir
mættu skrifa eitthvað svipað um
aðrar greinar, það er t.d. ekki
skrifað um kaupmenn og banka-
starfsmenn á sama hátt. En þetta
gengur í fólkið, sem hlustar á
- Hvað ætli gerðist t.d. ef
bændum fækkaði um helming?,
heldur Sigurjón áfram, það skorti
þá ekki aðeins landbúnaðar-
vörur, heldur hefur fjöldi fólks
atvinnu sína af þjónustu við land-
búnaðinn og úrvinnslu afurð-
anna.
Við spyrjum Sigurjón um bú-
Neskaupstaður
Skólinn, félagsheimilið og heilsugæsiuselið í Öræfum.
- Það myndi valda mikilli mis-
munun og margir yrðu útundan.
Bændur þurfa öflug samtök.
- Við spyrjum Guðbjörgu um
félagslífið í sveitinni. - Núna
erum við að byggja nýtt fé-
lagsheimili og skóla, sem auk
þessrúmarheilsugæslusel. Lækn-
ir kemur hingað einu sinni í mán-
voru hátt í tuttugu á öllum aldri.
Þau hjón dásama mjög upp-
bygginguna í Skaftafelli og segja
að aðstaðan þar hafi létt mjög á
sveitinni. - Áður var fólk að
tjalda hér um alla sveit, segir
Guðbjörg.
Við spyrjum að síðustu um
gróðureyðingu á svæðinu. -
Gvöð hvað hann Hjölli er sætur.
80 ára
Stefán
Guðnason
Stefán Guðnason, fyrrv. trygginga-
yfirlæknir, Áifheímum 70, á átt-
ræðisafmæli í dag, 22. ágúst. Kona
hans er Elsa Kristjánsdóttir hjúkrun-
arfræðingur. Þau taka á móti gestum í
Borgartúni 17, 3. hæð, kl. 17-19 í
dag.
bullið um að flytja allt inn, og
blöðin seljast, sagði Sigurjón
Gunnarsson bóndi á Hofi á
Oræfum, þegar Þjóðviljinn heim-
sótti hann og konu hans Guð-
björgu Magnúsdóttur.
!T0RGIÐ!
skapinn. - Það er alltaf að
minnka, það sem maður hefur
upp. Afurðaverðið fylgir ekki
öðrum hækkunum og tilkostnað-
urinn eykst. Það er vel að verð-
bólga lækki, en það gengur ekki
að halda kaupinu niðri endalaust.
Guðbjörg Magnúsdóttir og Sigurjón Gunnarsson á Hofi í Öræfum ásamt syni
sínum Björgvin Óskari. (Mynd G.Ó.)
uði. Kvenfélagið og ung-
mennafélagið sjá um ákveðnar
árlegar skemmtanir og svo eru
kvöldvökur nokkrum sinnum á
vetri. Torfi á Hala kom hér fjór-
um sinnum í vetur og kenndi
gömlu dansana. Þátttakendur
Sandarnir hér fyrir framan eru að
gróa upp eftir að Skeiðará var
brúuð, og mikið land hefur bæst
við síðustu 10 ár. Ég held að það
sé engin gróðureyðing hér í sýsl-
unni, segir Sigurjón að lokum.
GGÓ
Verulegur
afla-
samdráttur
Fiskafli á Neskaupstað hefur
dregist saman um 38% frá því í
fyrra og er þá miðað við tímabilið
frá 1. janúar til 31. júlí - í ár eru
það 5.100 lestir sem hafa borist á
land (undanskilin loðna) en í
fyrra voru það tæpar 8.200 lestir,
að því er kemur fram í nýjasta
tölublaði Austurlands.
Helstu ástæður þessa sam-
dráttar eru miklar fjarvistir tog-
aranna frá veiðum, einkum
vegna vélaskipta. Norðfjarðar-
togararnir eiga óveidd 3.730 tonn
af kvóta sínum og Norðfirðingar
óttast því ekki atvinnuleysi í fisk-
vinnslunni á þessu ári, nema tog-
ararnir stöðvist af öðrum orsök-
um.______________-gat
Hrepps-
nefnd
vill álver
,dlreppsnefnd Grýtubakka-
hrepps skorar á stjórnvöld að
hraða svo sem hægt er rannsókn-
um og öðrum undirbúningi vegna
hugsanlegs álvers við Eyjafjörð“,
segir í bókun hreppsnefndarinar
frá 15. ágúst.
Hreppsnefndin mælist einnig
til að „næsta stóriðjufyrirtæki á
íslandi verði byggt á Eyjafjarðar-
svæðinu, svo framarlega sem
rannsóknir leiði í ljós að lífríki
héraðsins stafi ekki hætta af
væntanlegum rekstri þess“.
-gat