Þjóðviljinn - 22.08.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Qupperneq 3
Hrossasmölun: Pappírspressan sem Hringrás hf. keypti frá Hollandi getur pressað 6000 tonn á ári. Mynd -eik. Pappír Endurvinnsla á pappír Morgunblaðið notað til áburðar á íslandi. Endurvinnsla á notuðum papp- og notaði sem bindiefni í áburð til ír er hafín í Borgartúni. Sindra- uppgræðslu á landinu. stál hf. hefur stofnað dótturfyrir- Hringrás hf. keypti tætara, tæki, Hringrás hf., sem tætir og færiband og pressu frá Hollandi. þjappar úrgangspappír. Frekari Tætarinn afkastar 2000 tonnum á vinnsla fer að lang mestu leyti klst. og 1800 vinnustundum á ári. fram í Hollandi en þangað verður , Pressan getur annað 6000 tonn- pappírinn fluttur. Ásgeir Einars- um á ári. Ásgeir Einarsson sagði son forstjóri Sindra-stáls sagði að til að byrja með væri ráðgert Þjóðviljanum í gær að fyrsta sala að vinna 2000 tonn fyrsta árið og í endanlega úrvinnslu hefði farið síðar meira. Pappírinn er flokk- fram. Það var fyrirtækið Sáning aður í 10 höfuðflokka og síðan í hf. sem keypti tætt Morgunblöð undirflokka. Bylgjupappír, dag- blaðspappír og tölvupappír fara t.d. hver í sinn flokk. Sagði Ás- geir að fyrirtækið fengi betra verð fyrir pappírinn eftir því sem hann er nákvæmar flokkaður. Úr hon- um er umbúðapappír, eldhúsrúll- ur og margt fleira unnið. „Við söfnum pappír saman í fyrirtækjum eins og prentsmiðj- um og stórmörkuðum. Enn sem komið er greiðum við ekki fyrir vöruna. Það hlýtur að koma að því að við getum það þegar vinnslan er orðin meiri og við sjáum hvemig varan er verðlögð úti. Okkur reiknast til að hér á landi verði hægt að safna 15-20 þúsund tonnum af afgangspapp- ír. Þá er reiknað með ákveðnu magni á íbúafjölda auk fyrirtækj- anna“. Ásgeir Einarsson sagði að fyrsta sending fari fljótlega til Hollands. -jp Radarstöðin Hörð mót- mæli Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt fyrir skömmu af Alþýðu- bandalagsfélaginu í Bolungarvík: „Almennur félagsfundur í Al- þýðubandalaginu í Bolungarvík haldinn þann 14. ágúst mótmælir harðlega öllum hugmyndum og áformum um radarstöð eða aðrar hernaðarframkvæmdir á Stiga- hlíð, eða annars staðar í nágrenni Bolungarvíkur. Ennfremur átelj- um við harðlega þá leynd sem hvílt hefur yfir málinu“. FRÉTTIR Fullar sættir í hrossadeilum - Þetta verður skoðað á morgun, segir Sigurjón Sigurbergsson, fjallskilastjóri, um hross Skagfirðinga á Eyvindarstaðaheiði. - Húnvetningar œtla líka að smala á Auðkúluheiði. að eru líkur til þess að hross- unum verði smalað næstu daga, sagði Sigurjón Sigurbergs- son, bóndi og fjallskilastjóri í Hamrahlíð í Skagafírði. „Það hefur ekki verið talið fært að reka hrossin yfír Ströngukvísl vegna þess hve mikið er í henni. Veður er heldur svalara núna, svo það ætti að fara að sjatna í ánum, en það tekur alltaf sólarhring. Þetta verður skoðað á morgun“. Nú er liðinn sá frestur, sem bændum í Skagafirði var settur með samkomulagi við sýslu- mannsembættið og landbúnaðar- ráðuneytið, til þess að ná í hross á Eyvindarstaðaheiði. Sagði Sigur- jón að bændur hefðu fullan hug á að standa við það samkomulag og hrossin yrðu sótt strax og fært þætti. Hann kvað fimm eða sex menn verða senda í þessa smala- mennsku og búist við að hún tæki þrjá daga. Yfir Ströngukvísl er raunar brú, en hún laskaðist síðastliðinn vetur, handriðið tók af. „Það þykir ekki fært að reka hross þarna yfir, þetta er slétt trégólf, ekkert handrið og beljandi jökul- fljót fyrir neðan“, sagði hann. - Samkvæmt þeim skýrslum, sem sýslumaður Skagfirðinga lét taka af bændum vegna málaferlanna, sem urðu í sumar út af upprekstr- inum, eru 154 hross á heiðinni. Að sögn Sigurjóns eru þau vel framgengin, svo og féið, sem þarna er. „Það er nógur hagi þarna", sagði hann. - En styrinn hefur einmitt staðið um beitina og hversu mikið af skepnum heiðarnar þola. Bændur í Húnaþingi hafa einn- ig fallist á að sækja hross sín á Auðkúluheiði einhvern næstu daga. Jón fsberg, sýslumaður á Blönduósi, og Páll Pétursson, al- þingismaður og bóndi á Höllu- stöðum, stóðu að þessu samkomulagi og verður það væntanlega borið undir upp- rekstrarmenn í Húnaþingi og neðri hluti heiðarinnar smöluð nú á næstunni, en þau hross, sem efst eru á Auðkúluheiði, verða ekki rekin í réttir fyrr en með göngum í haust. Þar með er hrossadeilum norðan heiða lokið í bili. JH. Sjónvarpið: íslenska tónlist fyrir fréttir - Áskorun þekktra tuttugumenninga. Sjónvarpið hefur legið undir ámæli fyrir að leika einna helst erlenda slagara meðan klukkan tifar síðustu mínúturnar fyrir fréttirnar, þegar þjóðin bíð- ur þess að myndin lifni á skján- um. Fyrir þetta hafa sjónvarps- menn sætt ákúrum, meðal annars frá Pétri Péturssyni útvarpsþuli. Hann hefur nú fengið nokkra val- inkunna menn til liðs við sig í bar- áttunni gegn poppdýrkun sjón- varpsins. Þjóðviljanum bárust í gær tilmæli þessa efnis, og undir þau eru rituð 20 þekkt nöfn. Til- mæli tuttugumenninganna hljóða svo: „Við undirrituð beinum þeim tilmælum til Sjónvarpsins, að það velji íslenska söngva í ríkara mæli en nú er gert milli táknmáls og kvöldfrétta. Auk -þess verði leikin sígild lög eða nútímatón- list, enda sé kostað kapps um að vanda val hverju sinni. Þá má einnig benda á að vel kæmi til greina, að útvarpa ljóða- og sagnalestri íslenskra skálda á fyrrgreindum tíma: Fjöldi þeirra hefur lesið ljóð, ritgerðir og sögur á hljómplötur og hljóm- bönd. Af því má velja. íslensk tunga á við í íslensku sjónvarpi og útvarpi. Ölafur Jóhann Sigurðsson, Hannes Pétursson, Pórhallur Vilmundarson, Björn Bjarnason ritstj., Þórarinn Þórarinsson, Jak- ob Jónsson, pastor emeritus, Þor- steinn Gylfason, Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Pétur Pétursson, þulur, Jónas Kristjánsson, hand- ritavörður, Gylfi Gíslason, pró- fessor, Þorkell Sigurbjörnsson, tónlistarmaður, Sigurbjörn Ein- arsson, biskup emeritus, Helgi Hálfdanarson, Árni Kristjáns- son, Hulda Á. Stefánsdóttir, Snorri Hjartarson, Björn Bjarna- son, cand. mag., Tryggvi Emils- son, Áslaug Sveinsdóttir". JH. Jan Mayen Kröfur um viðræður Danir og Færeyingar hœttir að moka upp af íslenska loðnustofninum. Utanríkismálancfnd Alþingis samþykkti í gær að Norðmönnum yrðu sendar kröfur um viðræður um loðnuveiðar við Jan Mayen. Þá var samþykkt ályktun um að umræðum um að markalínur milli Grænlands og Jan Mayen yrði ekki ráðið til lykta nema ís- land eigi aðild að þeim við- ræðum. Danir og Færeyingar eru hættir loðnuveiðum eftir að hafa veitt 15 þúsund lestir af íslenska loðnustofninum við Jan Mayen. Færeyingar veiddu 7 þúsund lest- ir og voru þá búnir með kvóta. Danir veiddu 8 þúsund lestir og hættu veiðunum til að snúa sér að makrílveiðum. Það gera þeir m.a. til að geta haldið makríl- kvóta sínum fyrir næstu úthlutun. -óg/JH. Miðvikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.