Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Launin verða að hækka!
Samningslotan er hafin og kröfur Verka-
mannasambandsins hafa þegar veriö lagðar
fram. Einsog vænta mátti hafa atvinnurekend-
ur strax rekiö upp ramakvein, lýst yfir aö þeir
hafi ekki nokkur efni á neinum kauphækkun-
um og hafnað kröfum Verkamannasam-
bandsins algerlega. Framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins, Magnús Gunn-
arsson, hefur ennfremur lýst því yfir að kröf-
umar þýði í reynd 40 til 50 prósent kauphækk-
un, sem myndi sliga til að mynda fiskvinnsluna
að hans dómi.
Þetta er hins vegar alrangt. Hinar „óhóf-
legu“ kröfur Verkamannasambandsins
ganga í höfuðdráttum út á það að lægstu laun
verði ekki lægri en 14 þúsund krónur. Þetta
jafngildir því, að þeir allra lægst launuðu
myndu hækka um 8.4 prósent. Og óhófið er
ekki meira en svo, að jafnvel þótt Vinnu-
veitendasambandið gengi orðalaust að kröf-
um Verkamannasambandsins, þáyrðu hæstu
mánaðarlaun verkamanns fyrir dagvinnu
samt sem áður ekki meiri en rúmar 19 þúsund
krónur!
Til að menn geti skoðað kröfur Verka-
mannasambandsins í réttu Ijósi skal bent á
það, að samkvæmt útreikningum Hagstofunn-
ar er framfærslukostnaður vísitölufjölskyld-
unnar nú kominn vel yfir 50 þúsund. Þó gengið
verði að öllum kröfum Verkamannasam-
bandsins þarf samt sem áður næstum þrenn
mánaðarlaun hæstlaunaða verkamannsins til
að afla þessa fjár. Jafnframt er rétt að benda á,
að tiltölulega nýleg könnun Hagvangs sýndi
að laun stjórnenda í fyrirtækjum hafa hækkað
svo nemur tugum prósenta og standa nú í milli
70 og 100 þúsund krónum á mánuði. Er þá
óhóf að fara fram á að kaup lægst launaða
verkafólksins hækki um 8.4 prósent og verði
14 þúsund krónur á mánuði?!
Fiskverkunarfólk hefur einkum borið
skarðan hlut frá borði og kröfur um leiðréttingu
á kjörum þess verið háværar allt frá því að
febrúarsamningarnir voru gerðir. Ekki einasta
er dagvinnukaup í fiskvinnslu vel fyrir neðan
það sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi, held-
ur eru bónus og yfirvinna miðuð við launataxta
sem eru langt fyrir neðan dagvinnutekjutrygg-
inguna. Verulegur partur af álagi vegna yfirtíð-
ar og bónuss tapast því.
Þetta er þeim mun nöturlegra þegar haft er í
huga að kannanir sem nú er verið að gera á
vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar sýna
að líkamlegt slit íslenskra fiskvinnslukvenna er
svo gífurlegt útaf álaginu sem fylgir bónus-
vinnunni, að hvorki meira né minna en 71
prósent kvennanna þarf að leita sér læknis-
hjálpar árlega af þeim sökum. Samt sem
áður er stórum hluta af bónusálaginu stolið af
þeim!
Harmkvælum aðila sem reka útgerð og fisk-
vinnslu um að kaupkröfur láglaunafólks í fisk-
vinnslu séu að sliga atvinnugreinina er best
svarað með því að benda á þetta:
Vinnulaun hafa yfirleitt verið í kringum fjórð-
ungur af kostnaði frystihúsanna. í fyrsta skipti í
sögunni er nú ástandið þannig að kostnaður
vegna launa starfsfólks í fiskvinnslu er orðinn
minni en fimmtungur af heildargjöldum þeirra,
enda er það staðreynd að fólk er á hröðum
flótta úr fiskvinnslu sökum þrælslegra kjara. í
Ijósi þessara staðreynda er það einfaldlega
hrein ósvífni að ætla að standa gegn því að
hækka lægst launaða fólkið um 8.4 prósent og
gera 14 þúsund krónur að lágmarkslaunum!
Atvinnurekendur sem ekki geta borgað
slíka kauphækkun eru einfaldlega ekki
hæfir til að reka fyrirtæki!!
KLIPPT OG SKORIÐ
ERU ÞESSI LAUN ÓEÐLILEGA MIKIL?
/UXíUi.l L)SI JJt-WXiK. t.Lll.
Mll>\SALA/t>JÓÐU:iKliOS. 7.1fl.
MÓJkióaiTaiui: 11. ‘174
ÍRrata LiSKU: 15.560
I HITVIÍJ'JSLA. 11. lfl.
Mimóarlaui: 13.008
Uraia ik>KB: 17.0‘X)
SlMAVÖRÐUR/SlORT UORÐ. 9. lfl. MYNUMtLINGARMAÐUR. 15. lfl.
MíiucaiTaui: 12.787 Máiuóarlaun: 15.843
Krala USH13: 10.023 Krafa liSHLi: 20.590
FótíTRA. 13. lfl.
Krafa liSHii: iv.odj
Eru
kröfur BSRB
óeðlilega háar?
Forsætisráðherra hefur viður-
kennt að laun opinberra starfs-
manna hafi dregist aftur úr
launum á almennum vinnumark-
aði. Fjármálaráðherra viður-
kenndi í vor með samningi sínum
við Dagsbrún að eðlilegt væri að
kjör Dagsbrúnarmanna væru
samræmd þeim kjörum sem
verkamenn hafa hjá ríkinu. Þeg-
ar svo þessir aðilar leggja fram
kröfur til þess að draga úr mis-
réttinu sem ráðherrunum finnst
ekki nema sjálfsagt að leiðrétta
hrópar Vinnuveitendasamband-
ið upp fyrir sig: Þessar
kauphækkanir þýða 80% verð-
bólgu - þessar kauphækkanir
þýða 100% verðbólgu. Undan-
sícilið er eða sagt lágum rómi að
þetta muni þýða 100% verðbólgu
ef þessar kauphækkanir ná til
allra. Vinnuveitendasambandið
talar um 40-50% kauphækkanir
og öllum finnst það voða mikið
og fæstir vilja óðaverðbólgu.
Verkalýðshreyfingin á ekki ann-
að svar við þessu en að benda á
hvaða upphæðir hér er um að
tefla. Þær eru ekki stórar í mán-
aðarlaunum talið eins og vel
kemur fram í félagstíðindum
Starfsmannafélags ríkisstofnana
frá 16. þessa mánaðar. Þar er
spurt: Eru þessi laun óeðliiega
mikil? og birtur myndalisti með
núverandi launum og kröfum
BSRB fyrir nokkur starfsheiti.
Eftir þann lestur á maður erfitt
með að trúa því að það sé þetta
fólk sem spennir upp verðbólgu
með kröfuhörku.
-ekh
T®u\lITLIKN/iRI. 10. lfl.
Mánaóariaun: 13.o72
Krafa BSRB: 10.993
mm ^x..PIT
BIFRLIÐALFITRLITSMIIIN. 12. lfl. VERÐI7LGSEFTIRLIT. 14. lfl.
Mónaóarlaun: 14.141 ítínaóarlaun: 15.311
Krafa 18.383 Krafa BSldi: 19.
mm
IVóaiillSMAÐUR. 0. lfl.
MiivtoaiTaun: ll. jol
Kraia BSRB: 15.053
UÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
héðinsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraidsson.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjólmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavík, aimi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lauaasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Ml&vikudagur 22. ágúst 1984