Þjóðviljinn - 22.08.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Side 7
bdda Þórarinsdóttir leikkona, mun syngja „Þjóðvísu" Tómasar Uuðmunds- sonar og „Bréf til forseta" (Mr. President") í þýð. Þorsteins Valdimarssonar. Undirbúningsnefnd grafíksýningartnnar og aðstandendur Fnðardaga og Friðarráðstefnunnar. Ljósm. eik. UMSJÓN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Mi&vikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 pau ætia ao spiia Mozart i kvold. Frá vinstri: Bryndis, Kolbeinn, Svava og Ornólfur. Ljósm. eik. Friðardagar hefjast í „Þvi rangsnúnari sem heimurinn verður, þeim mun þýðingarmeiri verður Mozart. Stundum langar mig til að ger- ast áróðursmaður og berjast beint gegn óréttlæti og hern- aðarbrölti, en þegar ég hugsa mig betur um skil ég að falleg tónlist er líka áróður, - áróður fyrir lífinu. Og þessi tónlist sem við ieikum í kvöld er ein- hver fallegasta tónlist sem samin hefur verið“, sagði Kol- beinn Bjarnason flautuleikari en hann er í N.Y. kvartettnum, sem í kvöld leikur saman í fyrsta sinn á Friðardögum í Félagsstofnun. Þau sem skipa kvartettinn hafa öll verið við nám í New York og eru á förum þangað aftur utan Kolbeinn, sem verður hér í vetur. Þau eru auk hans Örnólfur Krist- jánsson, sellóleikari sem var við Mannes skólann, Svava Bern- harðsdóttir, lágfiðluleikari, var í Julliard og Bryndís Pálsdóttir, fiðluleikari, sem var að ljúka ein- leikaraprófi hér við Tónlistar- skólann. Þau hafa ekki leikið saman áður og munu leika aðeins í þetta eina skipti, þar sem þau Svava og Örnólfur fara utan næstu daga. „En vonandi eigum við eftir að leika saman einhvem tíma seinna“, sagði Kolbeinn. Af öðrum atriðum á Opnu húsi í Félagsstofnun í kvöld í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu Friðar- sambands Norðurhafa má nefna erindi dr. Jan Williams, lífeðlis- fræðings frá Bretlandi, ljóð Söru Brownsberger frá Bandaríkjun- um og söng Ingunnar Simonssen frá Færeyjum. Þá syngur Edda Þórarinsdóttir leikkonaviðundir- leik Bjarna Jónatanssonar. Lög- in sem hún syngur æfði hún fyrir Friðarvikuna í Norræna húsinu í vor, en veiktist þá svo lögin voru aldrei flutt. Nú fá friðarsinnar tækifæri til að heyra Eddu syngja þau, en annað þeirra er „Bréf til forseta“ (Mr. President) í þýð- ingu Þorsteins Valdimarssonar og hitt Þjóðvísa Tómasar Guð- mundssonar við lag Gylfa Þ. Gíslasonar. Kynnir á dagskránni, sem hefst kl. 21.00, verður Viðar Eggertsson. Idag kl. 17.00 verður svo opn- uð í Féiagsstofnun myndlistar- sýning norrænna grafíklista- manna til stuðnings baráttu gegn kjarnorkuvopnum. Þeir sem sýna eru Helmtrud Nyström, Nils Stenqvist, Jordi Arkö, Leif Elg- gren, Pentti Kaskipuro, Esa Pi- ippa, Outi Heiskanen, Ulla Rantanen, Marjatta Nuoreva, Björn-Willy Morthensen og Palle Nielsen. Þau em öll í fremstu röð grafíklistamanna á Norður- löndum og verk þeirra sem hér verða sýnd hafa ekki verið á sýn- ingu erlendis. Þrír listamannanna eru núverandi eða fyrrverandi prófessorar við akademíurnar í Stokkhólmi, Helsinki og Kaup- dag mannahöfn, þeir Nils Stenqvist (sænskur), Pentti Kaskipuro (finnskur) og Palle Nielsen (danskur). Á morgun verður sýning á myndbandi frá finnska sjónvarp- inu um myndlistarsýninguna „Flyttbara Tuonela" eftir Outi Heiskanen og fleiri. Grafík sýn- ingin verður opin frá kl. 14-22, en sýningin á myndbandinu hefst sem fyrr segir kl. 21.00. Á föstu- dag verður svo fyrsta sýning á „The last talk-show“ sem sænski leikarinn Jan Bergquist flytur og verður þessi sýning á ensku, en seinni sýningin, á sunnudag, á sænsku. þs

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.