Þjóðviljinn - 22.08.1984, Síða 11
MINNING
Hólmfríður Eysteinsdóttir
F. 18.4. 1919 - D. 5.8. 1984
„Ad heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga“.
Hólmfríður hóf störf í Löngu-
hlíð 3, íbúðum aldraðra, árið
1981 með aðstoð við þá íbúa
hússins er þess þurftu með. Með
alúð og starfsgleði rækti hún þau
störf eins og ég tel að hún muni
hafa rækt öll önnur störf, er hún
tók að sér á lífsleiðinni, sú var
manngerð hennar.
Hólmfríður var fædd í Meðal-
heimi í A-Húnavatnssýslu, og
stóðu að henni sterkir stofnar.
Hún ólst upp í sveit við öll venju-
leg störf þar sem talið var sjálf-
sagt að allir skiluðu sem mestu og
bestu dagsverki og eftir þeirri
lífsreglu mun Hólmfríður hafa
lifað og gert fyrst og fremst kröf-
ur til sjálfrar sín og á leið til vinnu
steig hún sín síðustu spor.
Hólmfríður var greind kona,
ias mikið og var fróð, í umræðum
lágu henni svo létt á tungu snögg
og skemmtileg tilsvör og
meiningar sínar lét hún ávallt ein-
arðlega í ljós, enda var hún hrein-
skiptin persóna.
Hólmfríður mín, við vinir þínir
í Lönguhlíð 3 þökkum þér sam-
fylgdina; að okkar dómi hefði
hún átt að verða lengri en óskir
okkar mannanna barna virðast
stundum mega sín svo iítils.
Okkar bestu óskir og þakkir
fylgi þér yfir landamærin miklu.
Við vottum ættingjum okkar
dýpstu samúð.
L.F.
í minningu Haralds Sigurðssonar píanóleikara
prófessors við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn
F. 5. maí 1892 - D. 14. ágúst 1984
Úr bréfi 17. apríl 1896 frá séra
SœmundiJónssyni (1832-nóv.
1896) í Hraungerði til séra Da-
víðs Guðmundssonar (1834-
1905) á Hofi í Hörgárdal.
„...Sigurður (Ólafsson 1855-
1927) sýslumaður í Kaldaðarnesi
er búinn að verja eitthvað yfir
10.000 kr. í byggingar á eignar-
og ábúðarjörðu sinni, stórt og
vandað íbúðarhús og fleiri úthýsi,
mest úr aðfluttu grjóti, timbri og
járni. Sumum þykir þetta of
mikið íborið, því hann er orðinn
stórskuldugur, er fremur heilsu-
tæpur og á 5 börn fyrir innan
fermingu, verður líka fyrir mikilli
gestanauð, en hann vill þjóna
lund sinni í því efni; hann er ágæt-
ismaður og allra hugljúfi.
Og nú skaltu heyra sögu, sem
þig skal furða á. Ég var nýlega
staddur í Kaldaðarnesi og heyrði
yngsta son Sigurðar, Harald, á 4.
ári*), spila á harmonium bæði
sálmalög og ýmisleg sönglög al-
veg rétt; hann lærir að spila lögin
af því að sjá föður sinn gjöra það;
enga nótu þekkir hann á bók, en
af hljóðinu getur hann nefnt rétt
nafn hverrar nótu á hljóðfærinu,
sem hann heyrir, þó hann sé í
öðru herbergi en hljóðfærið og
sjái því ekki, á hvaða tangent
slegið er; hvaða lag, sem spilað
er, getur hann sagt í hvaða tón-
tegund það er, hvort sem er dur
eða moll, ekki eftir umhugsun,
heldur undireins og hann er
spurður. Auðvitað á hann bágt
með að troða og ná yfir oktövur,
því hendur eru smáar og fætur
stuttir, en það tekst þó. Þegar
faðir hans spilar óviljandi rangt,
leggur hann hendina á handlegg
honum og segir: hvað er þetta?
Því heyrnin er svo næm og fín, að
hún þolir ekki disharmóníur.
Tregur er hann á að spila fyrir
gesti, en faðir hans hefur ráð við
því: spilar lagið viljandi rangt; þá
kemur sá litli að, bægir honum frá
og spilar sjálfur lagið rétt. Ég
varð alveg agndofa af að sjá þetta
og heyra, og er hér eitt dæmi
þess, að skaparinn í útbýtingu
gáfna sinna hefur ekki sett hjá
þessa litlu þjóð norður við íshaf-
ið.
Mér datt að sönnu í hug, að
þetta „Vidunderbarn“ mundi
ekki verða langlíft, en gjöfin er
eins vel gefin fyrir það og getur
orðið gjafaranum til lofs og dýrð-
ar, ef ekki hér niðri, þá þar uppi á
síðan. ..."
x) er nærri fjögurra ára.
Landsbókasafn, handritadeild
Lbs. 1621a,4to.
N.Ól.
________FBÁ LESENDUM_
Fjölskyldupólitík
Ágæta blað.
Nokkuð hefur verið ritað og
rætt um aðstæður einstæðra for-
eldra, en lítið á hinn bóginn um
aðstæður fjölskyldna. Á íslandi
virðist vera úr tísku að reka fjöl-
skyldupólitík. Það er t.d. alveg
órannsakað af hverju fólk er ein-
stæðir foreldrar. Manni dettur oft
í hug að einstæðir foreldrar séu
svona margir vegna þess að ekki
er hlúð að fjölskyldunni í þessu
landi, hvorki af yfirvöldum né af
fólkinu sjálfu. Skilnaðir verða því
fleiri. Ungt fólk í dag á við mikla
erfiðleika að etja ef það vill koma
sér upp þaki yfir höfuðið, það
hefur aldrei verið eins erfitt og
nú. Leigumarkaðurinn hefur
aldrei verið eins erfiður og nú (ef
hann er þá nokkur). Skattabyrði
fjölskyldu með eina fyrirvinnu er
erfiðari en ef bæði vinna úti. En
fæstir hafa efni á að hafa eina
fyrirvinnu, bæði hjónin verða að
fara út á vinnumarkaðinn hvort
sem þeim líkar það betur eða
verr. Börnin fara í gæslu, oft
heilsdagsgæslu. Allir skulu út úr
þessu fokdýra húsnæði sem fólk
þrælar sér út fyrir, löngu fyrir
aidur fram. Notist aðeins á kvöld-
in og um helgar (ef þá það). Sem
sagt, þá virðist allt miða að því að
leggja fjölskylduna niður. Hún á
sér líka formælendur fáa í dag.
Það sem þó aðallega vakir fyrir
mér með þessum skrifum eru um-
ræðumar um hækkuð barnsmeð-
lög.
Það vill svo til að ég er gift
manni sem borgar með 3 börnum
frá fyrra hjónabandi. Eitt af þess-
um börnum er í fullri vellaunaðri
vinnu. Við hjónin eigum tvö börn
saman og höfum verið að reyna
að koma þaki yfir höfuðið en ekki
tekist. Éinnig fékk maðurinn
minn allar lausaskuldir af fyrrver-
andi húsakaupum úr fyrra hjóna-
bandi í sinn hlut og þeim neyddist
hann til að breyta í verðtryggt
lán. Fyrri konan hans býr í ein-
býlishúsi sem keypt var fyrir
verðtryggingu, losnar við verstu
skuldirnar (þ.e. skammtímalán-
in) og fær auk þess barnsmeðlög.
Ég veit fjölmörg dæmi um
svona skilnaðarmál. Ég veit um
karlmenn sem labba út með fötin
sín undir hendinni og konan situr
eftirí húsi eða íbúð. Þessi dæmi
vantaði í skýrsluna sem Þjóðvilj-
inn birti um daginn og var niður-
staða úr könnun á högum ein-
stæðra foreldra gerð samkvæmt
beiðni Svavars Gestssonar er
hann var félagsmálaráðherra.
Halla Pálsdóttir hafði þetta að
segja um umfjöllunina um Ólym-
píuleikana:
„Mér fannst alltof mikið gert
Ég hef áhyggjur af samninga-
gerð verkalýðsfélaganna um
þessar mundir. Hvernig er hægt
að gera samning við launþega
þegar vitað er örugglega að
gengið verður fellt? Mér skilst að
nú sé það einmitt nærtækur
möguleiki.
Eitt er það sem verkalýðsfröm-
Þar vantaði líka tölur um aldur
einstæðra foreldra sem eru enn
heima hjá pabba og mömmu (þau
voru þar kannski fyrir barnsfæð-
inguna?). Þar vantaði tölur um
hlutfallið milli fjölda barna ein-
stæðra foreldra og hjóna, á
barnaheimilum og leikskólum.
En eins og allir vita fá börn ein-
stæðra foreldra umsvifalaust
pláss á slíkum stofnunum, á með-
an hjón verða að bíða von úr viti.
Það er heldur ekki hægt að ein-
angra svona könnun við hagi ein-
stæðra foreldra eingöngu.
Vandamálið er miklu stærra og
úr Ólympíuleikunum sem nú eru
nýbúnir. Þegar keppendur okkar
íslendinga komu heim var tekið á
móti þeim með mikilli viðhöfn og
uðir ættu að taka alvarlega. Það
er að ef gengið er fellt verði
gengið þannig frá samningum að
þeir falli um leið úr gildi. Ekki
kemur til greina að launþegar láti
hafa sig að fífli enn einu sinni í
þessum skrípaleik sem nú er mál
að linni.
Reynir Finnbogason.
víðfeðmara. Hvernig reiðir t.d.
fólki af sem giftir sig afur með
svipaðan skuldabagga á herðun-
um og að framan greinir?
í sambandi við þetta allt mætti
einnig skrifa heila ritgerð um sið-
ferðið í landinu. Þar kæmu upp
spurningar sem þessar: Hve
margir eru einstæðir foreldrar af
einnar nætur eða nokkurra nátta
ævintýri? Hve margir af ótrúnaði
og slælegri frammistöðu í hjóna-
bandi? Ég hætti mér ekki lengra
út í þá sálma hér, það væri of
viðamikið í greinarkorni sem
þessu. En það er augljóst að þetta
ráðherrar voru mættir á staðinn
með blómvendi og tilheyrandi.
Það var heldur ekki gert svo lítið
úr því að einn af keppendunum
hlaut bronsverðlaun á leikunum,
þó auðvitað hafi ekki verið nema
gott eitt að segja um það. En það
er dálítið kaldranalegt í þessu
sambandi að það eru nýbúnir
aðrir Ólympíuleikar, Ólympíu-
leikar fatlaðra. Þegar keppend-
urnir komu heim af þeim höfðu
þeir hvorki meira né minna en
níu verðlaunapeninga meðferðis.
En það tók enginn ráðherra á
móti þeim og engir opinberir
blómvendir biðu þeirra. Mér
finnst það því hræsni hjá Ragn-
hildi Helgadóttur menntamála-
ráðherra að láta mynda sig í bak
og fyrir með keppendunum á Ól-
ympíuleikunum úti á Keflavíkur-
flugvelli á dögunum en láta hins
vegar ekki sjá sig þegar þátttak-
endur í Ólympíuleikum fatlaðra
komu heim.“
er mál sem þarf að skoðast frá
mörgum sjónarhornum, ef nokk-
ur sanngirni á að nást. Það mætti
kannski vera næsta skref að rann-
saka aðstæður fjölskyldna.
Og að lokum. Upp með fjöl-
skyldupólitíkina. Hefjum hjóna-
bandið til vegs og virðingar svo
hægt sé að tala um raunverulega
heilagt hjónaband. Er það ekki
öllum fyrir bestu?
Með þökk fyrir birtinguna.
Eiginkona.
Aðvífandi
vísa um
stærsta
vandann
Þótt fleytum á fjörur skoli
og fjárhagsgrundvöllinn bresti
er asninn í Arnarhvoli
útgerðarvandinn mesti.
Er valmúinn
ræktaður
hér á landi?
Lesandi Þjóðviljans hringdi:
Ég hef mikinn áhuga á að vita
hvort valmúi sé ræktaður hér á
landi. Ég hef alltaf haldið að
hann vaxi villtur en þegar ég
heyrði í fréttunum að í Dan-
mörku væri hann ræktaður og
seldur til Þýskalands og Frakk-
lands og þar búinn til úr honum
eiturlyf, þá vildi ég fá að vita
hvemig þetta er hér á landi.
Hræsni Ragnhildar
Skrípaleiknum
linni
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11