Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 6
MINNING Lokað Lokað eftir hádegi í dag föstudaginn 7. sept. vegna útfarar Péturs Jökuls Pálmasonar. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMUU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Frá Menntamálaráðuneytinu Laus staða. Staða skólameistara við Fjölbrautaskóla Garðabæjar er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu fullnægja ákvæðum laga um embættisgengi kennara og skólastjóra. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal sendatil menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík fyrir 30. september. Menntamálaráðuneytiö. Bifvélavirkjar. Bifreiðaeftirlit ríkisins í Hafnarfirði óskar eftir að ráða bifvélavirkja. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá stofnun- inni að Helluhrauni 4. Hafnarfirði 5. sept. 1984. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Félagsfundur Verkamannafélagið Dagsbrún heldur félagsfund í Iðnó laugardaginn 8. sept. kl. 15 e.h. Dagskrá: Heimild til verkfallsboðunar. Stjórn Dagsbrúnar. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Námskeið veturinn 1984-85 I. Saumanámskeið 6 vikur. 1.1 Kennt þriðjud. og föstud. kl. 14-17 1.2 Kennt mánud. og fimmtud. kl. 19-22 1.3 Kennt þriðjudaga kl. 19-22 1.4 Kennt miðvikudaga kl. 19-22 II. Vefnaðarnámskeið 7 vikur. Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-17. III. Matreiðslunámskeið 5 vikur. Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30-22. IV. Matreiðslunámskeið 5 vikur. Kennt verður fimmtudaga og föstudaga kl. 18.30-22. Ætlað karl- mönnum sérstaklega. Stutt matreiðslunámskeið Kennslutími kl. 13.30-16.30. Gerbakstur 2 dagar Smurt brauð 2 dagar Sláturgerð og frágangur í frystigeymslu 3 dagar Glóðarsteiking 2 dagar Fiski- og síldarréttir 3 dagar Grænmetis- og baunaréttir 3 dagar Jólavika 5.-11. des 7. janúar 1985 hefst 5 mán. hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá nemendur sem þess óska. Upplýsingar og innritun í síma 11578 mánud.-fimmtud. kl. 10-14. Skólastjóri. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhannes Dagbjartsson bifvélavirki Álfhólsvegi 43, Kópavogi verður jarðsunginn frá Aðventukirkjunni, mánudaginn 10. september n.k. kl. 13.30. Halldór Laufland Jóhanness. Rannveig Skaftadóttir Kolbrún Sigríður Jóhannesd. Guðmundur Sigurðsson og barnabörn. Þorvaldur Skúlason mannaskálanum. Sá viðburður var áreiðanlega tímamótamark- andi fyrir marga. Ég hafði áður séð nokkur málverka Þorvalds, t.d. á stóru samsýningunni í Garðyrkjuskálanum við Garða- stræti og verk í eigu Péturs í Mál- aranum, en hann hafði þann skemmtilega sið um það leyti að stilla út málverkum ýmissa höf- unda í glugga verslunar sinnar um helgar. Á laugardagskvöldum og sunnudögum urðu ferðir að glugga Málarans í Bankastræti að eins konar ferðum í Louvre. Það var okkar Louvre. Þaðan man ég enn vel eftir Húsafellsmálverkum Þorvalds, sennilega máluðum á Húsafelli þegar hann var þar ásamt Ásgrími Jónssyni 1941. Sýningin í Listamannaskálan- um 1943 varð til þess að ég og félagi minn, Jens Guðjónsson gullsmiður, en við vorum og höfðum verið að föndra við að mála, tókum þá ákvörðun að banka upp á hjá Þorvaldi sem þá bjó við Skothúsveg og fara þess á leit við hann að líta á það sem við vorum að gera. í stuttu máli: þá og þar hófst kunningsskapur sem staðið hefur í fjörutíu ár. Og öll þessi ár var hann að „líta á það sem ég var að gera“ með velvilja og prúð- mennsku. Margar síðdegisstundir með Þorvaldi líða seint úr minni, einkanlega þegar talið barst að Cézanne og ýmsum öðrum mál- urum frönskum þess tíma. Bréf Pissarros til sonar síns, Lucien, held ég að Þorvaldur hafi kunnað utanað, enda vitnaði hann oft til þeirra til útskýringar á því sem hann var að tala um. Þannig var minni hans einnig nær óbrigðult svo að undrum sætti á óbundið mál alls konar. Verk Halldórs Laxness, sem hann dáði, voru honum tiltæk í umræðu; þó minnist ég þess að oftast vitnaði hann í Bjart í Sumarhúsum. Hemingway var og hans mað- ur, enda skrifaði hann af skyn- semi um Cézanne í „Veislu í far- angrinum", sem Halldór Laxness þýddi. Við vorum eitt sinn fjórir málarar á ferð í Feneyjum í tilefni af Biennal sýningu, þar sem þeir sýndu saman Þorvaldur og Svav- ar Guðnason. Auk þeirra vorum við Sigurður Sigurðsson. Eitt sinn bauð ég þeim herrunum í herbergi mitt á Hótel Flora upp á drykk fyrir mat. Þorvaldur kom strax auga á bók sem ég hafði tekið með að heiman og lá á borði við rúmið í herberginu. Mér er minnisstætt að hann sagði þá: „Þessa bók hef ég áreiðanlega lesið tíu eða tuttugu sinnum, en aldrei í Feneyjum. Viltu ekki lána mér hana?“ Bókin var Veisla í farangrinum. Seinni árin kom ég oft til Þor- valds, stundum án þess að vika liði á milli. Þá átti hann til að segja: „Það var gott þú komst; ég er búinn að mála nógu lengi í dag, enda of mikið til af vondum mál- verkum“. Það var eitt af einkenn- um hans að tala aldrei illa um menn, og þess vegna sagði hann ekki „vondum málurum“. Ég sagði stundum að ég væri með „aðgöngumiða“ þegar ég kom til hans. Hann skildi hvað ég átti við; blik kom í augu hans og hann sagði: „Emile Bemard hef- ur það eftir Cézanne að gott rauðvín sé hollt andlegri heilsu manna, enda sendi Cézanne Emile Zola öðru hverju rauð- vínskút“. Nú vona ég að Þorvaldur sitji á tali við Cézanne í eilífri birtu lit- anna og dularfulli blái liturinn í málverkum Cézannes frá L’Est- aque sé umræðuefnið. Jóhannes Jóhannesson Maður þurfti ekki að vera í sama herbergi og Þorvaldur, ekki í sama húsi, ekki í sömu borg til að vita af honum nærri. Hann þurfti ekkert að segja til þess að nærveranværi kærkomin,notaleg og örvandi. Kringum hann var vitsmunalegt andrúmsloft sem glæddi skýra hugsun hjá þeim sem nutu samvista við hann, og þótt hann hverfi sjónum hlýtur hann að vera ljóslifandi í hugum þeirra sem hann þekktu. Fyrir myndlistarmönnunum af minni kynslóð, og sumum nokk- uð eldri og yngri mönnum lfka, varð Þorvaldur fyrst og fremst le maitre, lærimeistari sem vísaði veginn og varð fyrirmynd um vönduð vinnubrögð, heiðarleika og það að reyna að hugsa skýrt. Kennari sem alltaf mátti treysta. Vitsmunir hans og lærdómur voru sú gulltrygging sem allir vissu hann eiga hvort sem hann sagði fleira eða færra. Hann varð ekki sízt minni kynslóð mikilvæg- ur og öruggur brautryðjandi og leiðsögumaður þótt hann væri lengi vanmetinn almennt, svo ég tali nú ekki um ráðamenn sem helstil oft kjósa sér leiðitama hirðmenn og hávaðameiri í um- svifum eða þá sem fara með ærsl- um. Þorvaldur var ljúfur og mildur í sinni hógværu reisn, stórlátur í kröfum um vinnubrögð og heiðarlega framgöngu undir hels- til fátalaðri kurteisi sem stundum mátti misskilja. Ókunnugum gat virzt Þorvaldur tillátur í samræðu þar sem hann vék sér stundum undan þeim leiðindum að and- mæla ýmsum óþarfa í tali og lét fram fara sem vildi á bak við pípu sína með smáyrðum og dulráðu brosi. Þó var hann flestum fastari fyrir í öllu sem máli skipti, heill í afstöðu sinni, afdráttarlaus þegar reyndi á. Svipur hans var hýr, ljós af björtum vitsmunum kímni og mannúð. Hann var skarpur og skjótur til skiinings. Hugsun hans af þeirri ætt sem gerir hina vænztu menn meðal franskra menntamanna og andans manna svo eftirsóknarverða til samneyt- is. Þaðan kemur orð sem mér fannst alltaf einkenna Þorvald: Clarté - ljós hugsun, andlegur tærleiki, að leita kjamans. Hann var fjandmaður belgings þokuglamurs ófyrirleitni og þess að hafa rangt við. Ég hugsa að hann hafi ekkert verið fyrir Wagner. Maður gæti nefnt Bach og Vivaldi, Debussy, þeim megin var Þorvaldur. Sem betur fer átti Þorvaldur það sem kalla mætti sína hirð, holla vini sem bám djúpa virð- ingu fyrir honum, og dáðu list hans, nutu vitsmunanna eins og þeir birtust í dagfari hans og list, fólk sem þótti vænt um hann. Um þennan milda mann stóð fyrr á árum styrr; og menn sem nutu hins hverfula valds hömuðust gegn honum af heift með afli sínu en komu aldrei á hann höggi. Og ef hann beitti brandi á móti var hann hvass og skar að því er virt- ist fyrirhafnarlaust gegnum margfalda vafninga af heimsku og steigurlæti sem þeir bardaga- menn sem oft bjóðast hafa sér til hlífðar. Þorvaldur lifði það að þau ill- indi duttu niður, og kvöld hans var friðsamt hið ytra og fagurt; en hver veit hvaða stormar kunna að hafa farið um í geði hins dula manns sem var fráhverfur að tala um hagi sína; í list hans sást árangurinn af átökunum haminn og hreinsaður með vitsmunum sem létu ekkert ódýrt frá sér fara. Thor Vilhjálmsson VIÐSKIPTI Meðal þess sem er að finna í bás L.M. Jóhannsson og Co. á heimilissýningunni í Laugardalshöllinni eru sórstakar eldvamarplötur, sem hafa vakið athygli víða um heim. Þær eru framleiddar úr sórstöku sementi og tróspæni og eru þær meðhöndlaðar eins og venjulegar spónarplötur við uppsetningu. L.M. Jóhannsson flytur inn efni til smíða oq bygginga. Ljósm.: eik. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.