Þjóðviljinn - 28.10.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Page 3
Sími 93-7370. Kvöld- og helgarsími: 93-7355. Afhendum vörur á byggingarstað á Stór- Reykjavíkursvæðinu kaupanda að kostnaðar- lausu. Framleiðsluvörur: EINANGRUNARPLAST OG PÍPUEINANGRUN SELUR AUK ÞESS: Glerull Þakpappa Steinull Útloftunarpappa Pipueinangrun Álfóliu Söluaðili í Reykjavík: Plastfólíu Múrhúðunarnet Spónaplötur Nethald Plaströr og tengi, PVC Borgarplast, Vesturvör 27. Sími 46966 Þarfekki aðsjá eftir bví Spjallað við Ingimund á Hnappavöllum Ég þarf ekki að sjá eftir því að hafa fylgt þessum flokki sem bóndi, þetta hafa verið miklir öndvegismenn, þessir þingmenn Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins hér í kjördæminu. Þetta voru orð Ingimundar Gíslasonar bónda á Hnappa- völlum í Öræfum þegar blaða- maður Þjóðviljans heimsótti hann á dögunum. Ingimundur hefur verið einlægur sósíalisti og ötull baráttumaður um langan aldur, oft á tíðum einn á báti innan um harðsnúið Framsókn- arlið. - Við spyrjum Ingimund um baráttu fyrri ára. - Ásmundur (Sigurðsson, þingmaður sósíalista) kom hér alltaf á veturna. Það var mikið fjör hér þegar þeir Páll (Þor- steinsson þingmaður Framsókn- arflokksins) héldu hér saman leiðarþing. Páll var fæddur og uppalinn hér í Öræfum og átti mikið fylgi, en Ásmundur átti fá atkvæði. Allir komu á fundinn og mikið líf í tuskunum get ég sagt þér. - Ingimundur hlær dátt við tilhugsunina. - Ásmundur gisti alltaf hjá mér, hver varð að vera á sínum bæ, þar sem hann átti fylgi. - Mér er minnistætt þegar ver- ið var að ræða um áburðarverk- smiðjuna, þá sagði Einar Olgeirs- son í útvarpinu að ríkið ætti að eiga meiri hlutann, annars myndu auðmenn Reykjavíkur kaupa upp öll bréfin. Það væri undirstöðuatriði fyrir bænda- stéttina að fá sem ódýrastan áburð. Ásmundur ræddi þessi mál hér á fundi og sagði að eftir því sem áburðurinn væri dýrari því dýrari yrðu afurðirnar. Verð- inu þyrfti að halda niðri. Páll vildi þá eitthvað malda í móinn. Hvernig voru undirtektir fundarmanna? - Það var ekkert hægt að taka mark á undirtektunum því allir voru þeir kjósendur Páls. Og nú hlær Ingimundur aftur dátt. - Ég man líka þegar Einar beitti sér fyrir því að kaupa togarana fyrir stríðsgróðann, hann sagði vera um að gera að kaupa tækin með- an þau væru ekki á hærra verði. Hinir vildu auðvitað helst geyma peningana, hafa þá svo fyrir sig og láta almenning aldrei fá neitt. - Fylgið jókst nú eftir að Al- þýðubandalagið var stofnað. Lúðvík var alltaf svo opinskár. Hann sagði sko hvað ætti að gera til þess að koma lagi á hlutina. Helgi og Hjörleifur eru líka prýð- ismenn, þeir komu báðir á árs- hátíð Alþýðubandalagsins á Mýr- um í fyrra, þar var fullt hús og alveg rosalega gaman. Hörmungastjórn í alla staði - Hvað flnnst þér um núver- andi ríkisstjórn? - Allir bændur, að minnsta kosti, hljóta að vera sammála um að þetta sé hörmungastjórn í alla staði. Það hefði nú aldeilis ekki verið peningalaust núna ef Al- bert hefði haft vit á að halda áfram stefnu Ragnars Arnalds. Við eigum auðvitað að selja okkar framleiðslu hér innan- lands. Það er svo vitlaust að flytja kjötið út handa útlendingum, nær væri að greiða niður verðið handa íslendingum sjálfum. Þá þyrfti að minnsta kosti ekki að greiða flutningskostnað. Og svo er étið útlent kjöt á hótelunum. Það verður gaman að sjá hvort Geir lætur Kanann éta íslenska kjötið. Bœndur fö ekkert nema skammir - Annars er fólk farið að skammast sín fyrir að vera í þess- ari atvinnugrein. Fólk leggur sig fram og reynir að hafa afurðirnar sem bestar og mestar og fær svo ekkert nema skammir fyrir. Ef bændur væru nú aumingjar og framleiddu ekki nóg fyrir landið, hvað þá? Bændafólk ætti frekar að vera stolt af framleiðslu sinni, í stað þess að skammast sín. Sagði Ingimundur Gíslason að lokum um leið og hann bauð undirrit- aðri í herlegar kræsingar í eldhús- inu hjá konu sinni Guðrúnu Bergsdóttui. -GGÓ Pú ákveður hvort, eða hvenær Bónusreikningur er verðtryggður eða óverðtryggður. Slíkt skiptir máli. Bónusreikning færðu bara hjá Iðnaðarbankanum. Iðnaðarbankinn Sunnudagur 28. október 1984 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.