Þjóðviljinn - 28.10.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Page 7
verð ekki í hlutverki böðuls Markús Örn Antonsson nýskipaður útvarpsstjóri, tekinn á beinið. Markús Örn Antonsson, á- hrifamaður í Sjálfstæðis- flokknum.forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur og for- maður útvarpsráðs var í síð- ustu viku skipaður í embætti útvarpsstjóra, samkvæmttil- nefningu flokkssystursinnar, Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra. Embættisveitingin sætirtíð- indum, ekki einungis sökum pólitískra tengsla Markúsar Arnarog Ragnhildar, heldur einnig sökum þess að Markús örn hefur í ræðu og riti lýstsig fylgjandi því að einkaréttur ríkisins á útvarpi verði brotinn á bak aftur. Er verið að setja mann til höfuðs útvarpinu? Er Ragnhildur Helgadóttir að hyglaflokksgæðingi? Þessar spurningar og aðrar voru sett- ar fyrir Markús Örn í stuttu spjalli á skrifstofum borgar- innarvið Austurvöll síð- astliðinn fimmtudag. - Ef menntamálaráðherra væri Alþýðubandalagsmaður og hefði veitt flokksfélaga sínum embætti útvarpsstjóra, myndir þú ekki kalla það pólitíska veitingu? „Ekki nauðsynlega. Pað verð- ur að metast hverju sinni eftir því hvað viðkomandi hefði til brunns að bera og samanburði við aðra umsækjendur". - Nú ert þú flokksfélagi Ragn- hildar Helgadóttur og augljóst að flokkurinn vill hafa sinn mann i þessu embætti. Er skipun þín því ekki pólitísk veiting? „Ráðherra metur einfaldlega hver umsækjenda erhæfastur. Eg tel hiklaust að ég hafi staðíð að minnsta kosti jafnfætis öllum um- sækjendunum og get hiklaust sagt: nei - þetta var ekki pólitísk veiting“. - Núverandi útvarpsstjóri hef- ur markað þá stefnu að yfirmenn einstakra deilda séu einungis ráðnir til tiltekins tíma í senn. Þú ert hins vegar æviráðinn. Er Sjálfstæðisflokkurinn með þessu að tryggja sér áhrif til frambúðar í útvarpinu? „Ég vísa þvi algerlega á bug, að Sjálfstæðisflokkurinn sé aðili að þessu máli sem slíkur. Þarnæst bendi ég á, að samkvæmt út- varpslögum er útvarpsstjóri ævi- ráðinn og til að breyta því þarf lagabreytingar". - í verkfallinu sem nú stendur yfir spruttu upp útvarpsstöðvar. Ertu sammála því, að þær hafi verið ólöglegar? „Ég hefi lýst því yfir í útvarps- ráði, að samicvæmt núgildandi út- varpslögum þá fer ekki á milli mála, að Ríkisútvarpið á eitt rétt til að útvarpa efni. Fyrir verkfall- ið var ríkisútvarpið hinsvegar stöðvað fyrirvaralaust, og þar með var fólk svipt ákveðnu ör- yggisatriði, fólk úti á landi varð til dæmis sambandslaust við um- heiminn að verulegu leyti. í þess- um kringumstæðum komu út- varpsstöðvarnar fyrrnefndu upp. Þær voru réttlættar með neyðar- rétti, og það er hlutverk dómstól- anna að skera úr um réttmæti hans. Ég geri það ekki.“ - Þú ert með öðrum orðum ekki tilbúinn til að lýsa yflr að stöðvarnar hafi verið ólöglegar? „Þær urðu til við sérstakar kringumstæður og einsog ég sagði þá er það júridískt atriði að skera úr um það“. - En í útvarpsráði studdir þú ekki tillögu um að koma upp stuttum fréttatímum í útvarpinu. Má þá ekki segja að þú hafir verið að stuðla að þvi að koma í kring þeim sérstöku aðstæðum sem þú telur að kunni að réttlæta stöðv- arnar? „Nei, það get ég engan veginn sagt. Þessi atburðarás var eftir- farandi: á mánudegi lögðu út- varpsmenn fyrirvaralaust niður vinnu. Á miðvikudegi var fundur í útvarpsráði og þá lögð fram til- laga um þessar stuttu fréttir af Eiði Guðnasyni og Markúsi Ein- arssyni. Afgreiðslu hennar var frestað fram á föstudag. Þá voru útvarpsstöðvarnar sem þú nefnd- ir komnar á fót, en það hafði eng- in áhrif á afstöðu mína til tillögu- nnar. Ég sat hjá, og í bókun okk- ar sjálfstæðismanna var það rök- stutt með því að tillaga þeirra gerði ekki ráð fyrir nægjanlega mikilli þjónustu og yrði síst til að tryggja til frambúðar það öryggi sem útvarpsþjónusta á að gera. En ég vil í þessu sambandi undir- strika að það var síður en svo að ég hafi verið með skemmdarverk í gangi gagnvart útvarpinu. Það komu upp gróusögur um að ég væri sjálfur að starfa að þessum stöðvum en það er hrein della og ekkert nema furðulegur tilbún- ingur“. - Telurðu að fréttamenn út- varpsins hafi gætt hlutleysis í starfi sínu meðan á verkfallinu hefur staðið? „Ég get ekki dregið neinar alls- herjar ályktanir af störfum þeirra því ég hef einfaldlega misst af of mörgum fréttatímum í verkfal- linu til að geta það. Hins vegar er ég viss um að þeir eru undir mikl- um þrýstingi af hálfu félaga sinna í BSRB. En þeir verða auðvitað að gæta að því að gagnaðilar BSRB fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri til jafns við BSRB“. - Teiurðu að misbrestur hafi orðið þar á? „Á síðasta útvarpsráðsfundi var ég með sjö eða átta atriði sem ég eða aðrir höfðu tekið eftir, þar sem svo var talið vera. Þar af snertu sum hlut BSRB í fréttum. Ég tek sem dæmi, að síðasta föstudag, þegar verið var að greiða atkvæði um Reykjavíkur- samninginn svokallaða, þá var í hádegisfréttum haft eftir orðrétt áskorun frá Kristjáni Thorlacíus þar sem skorað var á fólk að fella samninginn. Þetta er náttúrlega ekkert annað en áróður og það á kjördag. Það var svo ekki fyrr en í kvöldfréttatímanum sem Haraldi Hannessyni, formanni Starfs- mannafélags Reykjavíkur tókst að koma að athugasemdum um þessa íhlutun formanns BSRB“. - En fannst þér þá hinar út- varpsstöðvarnar sem störfuðu um tíma í verkfallinu gæta nægi- legs hlutleysis? „Ég hlustaði lítið á þær nema helst átta-fréttirnar að morgni hjá Fréttaútvarpinu. Ég gat ekki fundið nein merki um gróf brot þar. Og almennt fannst mér nokkuð fagmannlega að verki staðið hjá starfsmönnum þess“. - Þú ert stuðningsmaður þess að einkaréttur ríkisins á útvarpi verði afnuminn. Hvernig á frjálst útvarp að vera? „Ætli ég teljist ekki í hópi þeirra varkáru. Ég vil beita breska kerfinu, þar sem fyrir- komulagið er þannig að leyfi þarf fyrir stöðvum og þær fá síðan að starfa við hlið ríkisútvarpsins á ákveðnum svæðum, en þurfa hins vegar að sæta nokkru aðhaldi. En ég held að frjáls samkeppni í út- varpsrekstri sé nauðsynleg til að auka og efla þjónustuna við fólk- ið í landinu. Það ætti til dæmis að vera öllum ljóst að staðbundnar útvarpsstöðvar fyrir smærri byggðarlög eða stærri geta veitt mun betri staðbundna þjónustu en ríkisrekið útvarp fyrir alla landsmenn. Hins vegar hefur reynslan erlendis sýnt að slíkar stöðvar eru mest í því að útvarpa fréttum og léttu efni og það er því alveg ljóst að Ríkisútvarpið myndi áfram gegna miklu hlut- verki við gerð vandaðs, fjöl- breytilegs, menningarlegs dag- skrárefnis. Því verður að sjálf- sögðu haldið áfram. Hins vegar er það fjöldamargt sem þarf að skoða hjá Ríkisútvarpinu með til- liti til þeirrar samkeppni sem framundan er, fyrr eða síðar. Þetta er spurning um breytta þjónustu við hinar breiðu byggðir landsins, og raunar er það alveg ótalmargt sem er hægt að tala um sem verkefni hjá Ríkisútvarpinu í ljósi frjálsrar samkeppni. Að því verki mun ég ganga strax og ég hef störf'. - Þannig að með skipan þinni er Sjálfstæðisflokkurinn ekki að setja mann inní Ríkisútvarpið til að ganga milli bols og höfuðs á því? „Það hefur aldrei verið stefna Sjálfstæðisflokksins og ég hefði heldur aldrei tekið að mér slíkt böðulshlutverk“. -ÖS Sunnudagur 28. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.