Þjóðviljinn - 28.10.1984, Síða 17

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Síða 17
Þröstur Ólafsson Dagsbrún Semja þarf sem fyrst - Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að semja sem allra fyrst. Verkfall opinberra starfsmanna er farið að hafa mjög alvarlegar afleiðingar, bæði á atvinnu annarra og tekjur þeirra sem standa í verkfallinu, sagði Þröstur Ólafsson. Það er nauðsynlegt að semja, en ég hef ekki neina formúlu fyrir því hvern- ig þeir samningar eiga að líta út. Eins og nú er komið tel ég það skipta meira máli að samið verði fljótt, heldur en hvor leiðin verði farin. Ég er ekki mjög trúaður á að menn nái nokkrum samning- um með þessari skattalækkunar- leið, en ég óttast það líka mjög að hin leiðin leiði ekki til mikilla eða batnandi lífskjara fyrir fólk, því það nást engin þau verðtrygging- arákvæði inn í slíka samninga nema reynt yrði að negla ákvarð- anir ríkisvaldsins niður. Það er því ekki hægt að vera með neina spádóma á þessari stundu um hvað muni gerast, við þurfum að vinna að því að samið verði sem allra fyrst áður en á- standið verður enn alvarlegra og atvinnuleysi fer að gera vart við sig. BSRB hefur nú staðið í þess- ari baráttu í 4 vikur og að ýmsu leyti staðið sig með fádæmum vel. Ég held að það hefði enginn trúað því að þeir gætu haldið út svona löngu verkfalli með svona mikilli samstöðu. Það út af fyrir sig er ákaflega merkilegur hlutur nútildags, burtséð svo frá því hvort menn hafa einhverjar minni háttar athugasemdir við einstök mál sem upp hafa komið. ólg Mólhildur Sigurbjörnsdóttir fiskvinnslukona Vildi óska okkur jafn mikillar samheldni „Ég vildi óska að samheldni verkafólks innan ASÍ væri jafn mikil og hún er hjá BSRB. Við þurfum að ná mikilvægum kjara- bótum því misréttið sem verka- konur í Framsókn búa við er geysimikið", sagði Málhildur Sig- urbjörnsdóttir fiskvinnslukona hjá BÚR og trúnaðarmaður á staðnum. „Ég er dálítið smeyk um að far- ið verði á bak við okkur og samið undan okkur. Þá er ekkert annað fyrir fiskvinnslufólk að gera en að rísa upp og berjast fyrir bættum kjörum. Til þess höfum við stofnað Fé- lag verkafólks í fiskiðnaði. Við eigum í erfiðleikum með að miðla. upplýsingum til fólksins en þurf- um þess þó nauðsynlega. Upplýs- ingar frá verkalýðsfélögunum mættu einnig vera meiri inni á vinnustaðnum. Við verður að fá tvöfalda launakerfið í burt og sambæri- legan uppsagnarfrest og er hjá öðrum verkaiýðsfélögum. Per- sónulega get ég alveg farið í verk- fall eins og að láta arðræna mig svona ár eftir ár. Stéttarvitund fólks er aftur á móti ekki mikil, svona almennt. Það nennir ekki einu sinni á fundina, gerir sér ekki grein fyrir krafti síns valds“. -ÍP Ágúst Valtýsson verkamaður Hafsklps Vantar meira af upplýsingum „Mér virðist alger eymd fram- undan eftir þetta langdregna verkfall BSRB“, sagði Ágúst Valtýsson verkamaður hjá Haf- skip. „Stjórnin kemur engan veg- inn á móti ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir lág laun þeirra. Laun Dagsbrúnarmanna eru jafn lág og trúlega fylgja okkar samning- ar því sem aörir ná. Það er þó alls ekki nóg og ég verð ekki ánægð- ur nema einnig komi til skatta- lækkunar." „Það er mikill hugur í verka- mönnum hjá Hafskip", sagði Ág- úst í gær. „Maður er bara allt of lítið inni í málum. Vinnustaða- fundi og meira af upplýsingum vantar. Mér finnst forystan kann- ski ekki nógu vakandi. Ég er hræddur um að veruleg kjarabót fáist ekki nema með því að sýna hörku og ég er tilbúinn í slag ef með þarf til að ná mannsæmandi launum.“ -jP Ágúst Vernharðsson verkamaður og „Eins og stendur er ekkert annað að gera en bíða eftir BSRB og fá síðan rneira", sagði Ágúst Vernharðsson formaður Félags verkafólks í fiskiðnaði og verkamaður hjá BÚR. „Ekki skiptir öllu máli hvað við gerum því þjóðfélagið er komið í ræki- Bíða eftir BSRB fá síðan meira aðarmaður á sínum vinnustað. „Við erum sá hópur íslensku þjóðarinnar sem langt er að baki lægstu viðmiðunarmörkunum í launum og hljótum að fá verulega kjarabót nú“. jp lega köku og við ættum ekki að þurfa að fara í harðar aðgerðir til að ná bættum kjörum". „Samheldni er meðal fólks og það er tilbúið að standa að baki forystunni til að góðir samningar náist“, sagði Ágúst sem er trún- Sunnudagur 28. október 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.