Þjóðviljinn - 28.10.1984, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Qupperneq 19
Tíðindalaust jafntefli Pað var heldur tíðindalaust á austurvígstöðvunum er 18. skák- inni lauk með jafntefli í gær. Eftir þekkta leikjaröð í drottning- ar-indverksri vöm upphófust mikil uppskipti þar sem heimsmeistarinn jafnaði taflið ömgglega með svörtu. Og í 22. LÁRUS JÓHANNESSON leik sá Kasparov sitt óvænna og þvingaði fram jafntefli, enda ekki eftir neinu að slægjast. Svo virðist sem hin afdrifaríka 16. skák hafi tekið mjög á kepp- endur því hvomgur hættir nú á neitt og upp er komin hálfgerð biðstaða. Þeir virðast vera að undirbúa sig fyrir næstu lotu og vonandi fer hún nú að líta dagsins ljós. Við skulum líka gera okkur það ljóst að það er Kasparov sem verður þar í aðalhlutverki. Hann, getur vart leyft sér að gera tut- tugu leikja jafntefli öllu lengur, eða hvað? Vel má vera að hann vilji reyna á úthald Karpovs sem er 12 ámm eldri. Og áskorandinn veit líka hvað skeði í Bagio fyrir 6 ámm en þar var Karpov 5-2 yfir gegn Kortsnoj en skyndilega hafði Korstnoj jafnað 5-5 og ein- vígið opið upp á gátt. Einmitt þegar allir höfðu afskrifað Korts- noj hjó hann til baka, svipuð staða gæti nú komið upp þó mað- ur verði að draga þá ályktun að Karpov hafi ýmislegt af þessu lært. Eitt atriði enn gæti rennt stoðum undir það að Kasparov ætli sér ekki að fara óðslega en það er þáttur aðstoðarmann- anna. Vitað er fyrir víst að flestir sterkustu skákmenn Sovétríkj- anna leggja Karpov lið og verða Þreytumerkl i Moskvu eflaust sendir á Ólympíumótið. Þetta þýðir það að holur munu myndast í liði Karpovs og fyrir þær sakir mun hann eiga erfiðara með að mæta nýjum leikjum í byrjunum o.s.frv. 18. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov. Svart: Anatoly Karpov. Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rf6 2. c4 - eó 3. RÍ3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Bg2 - c6 8. Bc3 - d5 9. Rbd2 - Rbd7 10. 0-0 (í sextándu skákinni lék Kaspar- ov 10. Re5, sem er hvassari leikur, og náði mjög góðri stöðu. Á textaleiknum sést að einhverj- ar endurbætur hafa litið dagsins Ijós). 10. - 0-0 11. Hel - c5 12. e4 - dxe4 13. Rxe4 - Bb7 14. Rfg5 - cxd4 15. Bxd4 - Dc7 (Karpov hefur tekist að einfalda stöðuna á miðborðinu og enn em uppskipti fyrirsjáanleg). 16. Rxf6+ - Bxf6 17. Bxb7 - Dxb7 18. Re4 - Bxd4 19. Dxd4 - Had8 20. Hadl • Da8! (Einfaldur og sterkur leikur sem hótar t.d. 21. - Rc5). 21. Dc3 - Rb8 22. Rf6+ og jafntefli var samið því eftir 22. - gxfó 23. Dxf6 þrá- skákar hvítur. Byggingasamvinnu- félag Kópavogs óskar eftir umsóknum félagsmanna í byggingu raö- húsa við Vallarbraut í Hafnarfirði. Áætlað er að af- henda húsin í okt. 1985, uppsteypt og fullfrágengin að utan ásamt frágenginni lóð. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrif- stofu félagsins. Umsóknarfrestur er til 9. nóv. n.k. Byggingasamvinnufélag Kópavogs Nýbýlavegi 6, Kópavogi. Sími 42595. Heimiiishjálp Kópavogskaupstaðar óskar eftir að ráða nú þegar starfsmenn til aðstoðar á heimilum. Möguleikar eru á hlutavinnu. Upplýsingar veitir forstöðumaður Heimilishjálpar í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. FLUTTIR innan veggja VARAHLUTAVERSLUN okkar er flutt í glæsilegt húsnæði i sömu byggingu og viö hötum verið í að Ármúla 3, inngangur frá Hallarmúla. Næg bílastæði. Opiðfrá kl. 8.30 til kl. 18.00 alla virka daga frá mánudegi til föstudags. BÚNADARDEILD Hvenær þarft þú á penineum að halda í framtíóinni ? * I Kjörbók Landsbankans verða ekki kaflaskil við úttekt. Það getur verið býsna erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvenær þörf er á handbæru fé í framtíðinni. Þá er lítið öryggi fólgið í því að eiga peninga undir innlánsformi þar sem ávöxtunin lyppast niður við hverja úttekt. Kjörbók Landsbankans rís undir úttektum, ávöxtun hennar er örugg og stígandi. Berðu Kjörbókina saman við tilboð annarra banka. Hafðu í huga að innstæður eru ávallt lausar til úttektar og að allt, sem eftir stendur við úttekt, fær stighækkandi ávöxtun. Þú þarft ekki að stofna margar bækur eða reikninga þó að þú þurfir að hreyfa hluta innstæðunnar á sparnaðartímanum. Leitaðu til Landsbankans. Starfsfólk Landsbankans veitir þér skýrar upplýsingar um hvaða sparnaðarform hentar þér best. KJÖRBÓK LANDSBANKANS EINFÖLD BÓK — ÖRUGG LEIÐ LANDSBANKINN Grœddur er geymdur eyrir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.