Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Undiralda á ASÍ þingi Þing Alþýðusambands íslands sem stendur yfir þessa dagana er haldið við einstakar að- stæður í þjóðfélaginu. Við lýði er ríkisstjórn sem frá valdatöku sinni hefur sýnt án alls vafa að hún er fyrst og fremst vörður hagsmuna þeirra sem ráða fjármagninu í þjóðfélaginu. Þessari hagsmunagæslu hefur hún sinnt af þvílíku of- forsi að á einu og hálfu ári hefur hún rænt sem svarar fjórðu hverri krónu úr vösum almenn- ings! Með gengisfellingunni í síðustu viku sýndi ríkisstjórnin ennfremur svo ekki verður um villst, að hún hefur fráleitt í hyggju að láta af sókn sinni á hendur launafólki í landinu. Það er Ijóst að einungis samstillt og kjörkuð verkalýðshreyfing getur sett hnefann í borðið og sagt: hingað og ekki lengra! í ræðum manna um kjaramál á þinginu hefur komið fram gífurleg og uppsöfnuð óánægja með hinar grimmilegu fórnir sem launafólk hef- ur fært á síðasta einu og hálfu ári. Menn hafa hingað til bitið í skjaldarrendur án þess þó að hafa lagt til atlögu en það er hins vegar Ijóst, að það er þung undiralda meðal manna. Mörgum er tekin að leiðast biðin, og beri ríkisstjórnin fram fleiri kjaraskerðingar á silfurfati sínu er mögulegt að óánægja fólks brjóti sér leið eins og óstöðvandi fljót í leysingu. Þessu þarf verka- lýðshreyfingin að verða viðbúin. Það er nauðsynlegt að á þingi ASÍ miði menn út leiðir og leggi línur sem geta gagnast baráttufólki í verkalýðsfélögunum útí héruðunum. Það er jafnframt Ijóst að það er ákveðinn sam- hugur og samheldni sem hefur vaxið fram millum stjórnarandstæðinga úr ólíkum flokkum á þinginu. Það blandast engum hugur um að straumurinn liggur í átt til aukinnar samvinnu milli stjórnarandstæðinga í verkalýðshreyfing- unni. Þetta sést meðal annars af róttækri tillögu um efnahags- og kjaramál sem borin var fram á þinginu og undirrituð af vel þekktu forystufólki úr bæði Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. í þeirri tillögu er lagt til að ASÍ lýsiyfir að brýnt sé að pólitískum valdahlutföllum á Islandi verði breytt, meðal annars með því að knýja þá stjórnmálaflokka og samtök sem aðhyllast hug- sjónirfélagshyggju að myndafylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyfinguna nýtt land- stjórnarafl. Þessi tillaga slær í takt við þann samvinnuanda sem nú er að finna meðal stjórn- arandstæðinga í verkalýðshreyfingunni. í dag er hins vegar við lýði nokkurs konar þjóðstjórnarfyrirkomulag í Alþýðusambandi ís- lands. Þar eru til að mynda Sjálfstæðismenn í valdastólum. Þetta finnst mörgum eðlilega skjóta skökku við á sama tíma og Sjálfstæðis- flokkurinn er í fylkingarbrjósti í hverri atlögunni á fætur annarri á hendur verkalýðshreyfingunni. Á sínum tíma átti þetta fyrirkomulag sér ákveðnar pólitískar forsendur. En á tímum eins og nú, með Sjálfstæðisflokk í herskárri ríkis- stjórn og þegar augljós samvinnuvilji blasir við meðal grasrótar stjórnarandstöðunnar í verka- lýðshreyfingunni, þá er einfaldlega kominn tími til að menn spyrji sjálfa sig: hvaða pólitísk rök hníga að slíku samstarfi í dag? Krafa dagsins er um samvinnu stjórnarand- stæðinga innan verkalýðshreyfingarinnar og barátta næsta árs hlýtur að verða borin uppi af henni. KLIPPT OG SKORIÐ Fyrir sex árum: nýkjörinn þingflokkur Alþýöuflokksins kemur saman á fund. Til fiskiveiða fóru Jón Baldvin Hannibalsson, ný- kjörinn formaður Alþýðuflokks- ins var hinn errilegasti í sjónvarpi ádögunum. Hann var greinilega í mikilli uppsveiflu eins og krakk- arnir segja þar sem hann sat fyrir fram vélarnar með hina táknrænu grasafræði heimskratismans í barminum. Og aldrei seinn til svars. Það var helst að Jóni Baldvin fataðist þegar annar spyrillinn var að stríða honum á samlíkingu Jóns Baldvins sjálfs um Alþýðu- flokkinn og fiskveiðar. Spyrillinn sagði sem svo, að ef það væri rétt hjá Jóni Baldvin, að þegar illa fískaðist eins og hjá Alþýðu- flokki á atkvæðaveiðum, þá væri eina ráðið sem dygði að reka karlinn í brúnni. Semsagt Kjart- an Jóhannsson. En hvað mætti þá segja um Jón Baldvin, sem var stýrimaður á Reykjavíkurskútu krata í síðustu kosningum - og fór lengra niður tiltölulega með fylgi Alþýðuflokksins í höfuðstaðnum en öðrum tókst að koma því nið- ur á landinu öllu? Væri þá ekki rökrétt að losa sig við skip- stjórnarmanninn í Reykjavík? Jón Baldvin átti ekki betra svar við þessu en að hann hefði þó náð betri árangri hér í höfuðstaðnum en von var á samkvæmt skoðana- könnun Dagblaðsins, sem spyrill- inn einmitt kom frá. En í þeirri könnun hefði Alþýðuflokkurinn verið horfinn af þingi með öllu. Þú hefur semsagt sigrað skoð- anakönnunina en tapað kosning- unum? sagði spyrillinn. Þetta var bara gaman. Ekki síst vegna þess, að nú hermir DV það í gær, að Jón Baldvin hafi í sjón- varpinu farið rangt með úrslit fyrrnefndrar skoðanakönnunar. Samkvæmt henni átti Alþýðu- flokkurinn ekki að detta út af þingi, heldur fá altént eina fjóra þingmenn í síðustu kosningum. En nóg um það. Prósentu- reikningar Samt skal nú enn um stund haldið áfram með smérið, það er að segja kosningatölur og álykt- anir af þeim um stjórnmálafor- ingja og flokka. Jón Baldvin sendi fjandvinum sínum í Al- þýðubandalaginu kveðjur eins og hans er vandi og lagði á það blý- þungar áherslur, að sá flokkur gæti aldrei orðið sameiningarafl vinstri manna. Eitt af þeim dæm- um sem hann tók var það, að Al- þýðubandalagið hefði lengst af, síðan það var stofnað, verið flokkur upp á svosem sautján prósent kjósenda. Þarna sjáið þið, sagði Jón Baldvin. Enginn árangur á tæpum tuttugu árum. Þeir standa í stað. Það er nú svo. Ef að svipaðan mælikvarða ætti að leggja á þróun Alþýðu- flokksins, sem fyrir sex árum reif sig upp í um það bil fimmtung atkvæða og hefur tapað því mest- öllu aftur síðan, þá er heldur bet- ur hætt við því að mönnum þyki draumar Jóns Baldvins um að einmitt í Alþýðuflokki eigi vinstrimenn eða jafnaðarmenn að sameinast vera í vafasömum tengslum við þá jörð, sem við öll erum dæmd til að ganga á. Og reyndar mundi margur góður gjörbyltingarsinni vera sannfærður um að í Alþýðu- bandalaginu séu miklu fleiri krat- ar sameinaðir en í Alþýðuflokkn- um. Kratar út um allt Hitt getur svo verið, að menn eigi ekki að vera að hengja sig í prósentur í þessu tali Jóns Bald- vins, - eins þótt honum sjálfum hætti til þess. Heldur flytja umræðuna upp á vettvang hinna hreinu hugsjóna sem ekki verða mældar í prósent- um frekar en hamingja íslend- inga - hvað sem Hagvangsmenn segja. Ein helsta röksemd Jóns Bald- vins fyrir Alþýðuflokki sem sam- einingarafli er sú, að það sé hér og þar allt fullt af jafnaðar- mönnum. í Bandalagi jafnaðar- manna og Sjálfstæðisflokki og meira að segja í Alþýðubanda- laginu. Manni skilst að háska- legur skortur á bindiefni kratism- ans í pólitíkinni sé aðeins í Fram- sóknarflokknum. Jón Baldvin segir verkefnið vera að smala þessum krötum allra flokka saman og þá verður slegið upp balli á vorri götu, eins og Stalín sagði. Pólitíkin ein sam- felld jafnaðarmannakeðja, öflug og gild, en til hægri standa nokkr- ir fésýslumenn til að menn hafi einhverja til að rífast við, og til vinstri nokkrir kommar sem taka á sig syndir byltinganna. Þetta er að sönnu ekki ný hugs- un. Þetta var stefna sem Hanni- bal Valdimarsson gerði oftar en ekki grein fyrir og fleiri hafa þar um tekið til máls. Gekk ekki upp En einhvernveginn hefur þetta ekki gengið upp. Hægrikratafylg- ið heldur haldið áfram að leita sér skjóls hjá þeim ríku og voldugu í Sjálfstæðisflokknum. Og þeir sem reyna að láta loga á hug- sjónatýrunni hafa kosið að halla sér að stórsyndugum Allaballa, eða einhverjum nýframboðum. Og á meðan rýrnar sameiningar - táknið hans Jóns Baldvins jafnt og þétteinsog hvert annað íslenskt lánstraust. Það er kannski ekki nema von á því, að formaðurinn nýbakaði hafi fitjað upp á því í sjónvarps- viðtalinu, að það væri vel hugsan- legt að leggja Alþýðuflokkinn niður. Slík ráðstöfun myndi gefa þrautseigum krötum enn betra tækifæri en áður til að koma sér fyrir í öðrum flokkum og þá vænt- anlega útbreiða jafnaðarmennsk- una hægt og bítandi út um allt þjóðlífið. Hefði flokkur Jóns Baldvins þá framið það snjallræði sem Steinn Steinarr orti um eitt sinn: „að lokum kemst maður aftan að fjandmanni sínum“ ÁB Útkeyrsla, afgreiðala, auglyaingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. pjðmnuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann. Ossur Skarphéðinsson. Rttatjómarfulttnjl: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjórl: Valþór Hlöðversson. Bleðemenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljóemyndir: Atli Arason, Einar Karisson. Utllt og hónnun: Filip Franksson. Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdestjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Auglýsingaatjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgrelðslustjórl: Ðaldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir. Sigriður Kristjánsdóttir. Husmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.