Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 11
______________VIDHORF __________ „Mannlegt félag á öll böm“ eftir Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur „Er hægt að vera auðvaldssinni ef maður sér kornabarn í slag- viðri bak við hús?... Af hverju megum við ekki hafa þjóðfélag sem sé hagkvæmt fyrir mín börn jafnt og yðar börn?“. Þó liðin séu tæp 40 ár síðan hún Ugla spurði Búa Árland þessara spurninga þá halda þær enn fullu gildi. Við búum enn í þjóðfélagi sem er ekki hagkvæmt börnum, sérstak- lega ekki bömum þess fólks sem þarf að vinna hörðum höndum fyrir kjaraskertum og gegnis- felldum krónum. Við búum enn í þjóðfélagi sem hampar auðnum en ekki afkvæmum sínum. Við búum enn í þjóðfélagi sem lítur á börn sem einkamál foreldra, en skirrist ekki við að hrifsa foreldr- ana frá börnunum. Ráðamenn þjóðarinnar, með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar, hafa marglýst því yfir við alþjóð að nú þurfi tvo til að vinna fyrir heimili. Þeir vita sem er að einstaklingur sem er að basla við að halda heimili getur það í raun og veru ekki. Hitt virð- ast þeir hins vegar ekki vita að á flestum heimilum eru börn sem ekki geta gengið sjálfala fremur en lömbin á vorin. Þau þurfa að- hlynningu, umönnun og uppeldi. En kannski þeim standi bara á sama? Svo mikið er víst að þeim er það ekki meira hjartans mál en svo, að nú ætla þeir að skera nið- ur framlagið til dagvistarstofnana á fjárlögum næsta árs. Þeir ætla að skera það úr 31.6 milljónum á þessu ári, sem var niðurskurður frá árinu þar á undan, niður í 30 milljónir á næsta ári. Þeir sýna ekki einu sinni lit. Biðlistarnir lengjast Um veimeinandi konur og kvennahreyfingar hefur oft verið sagt í hæðnistón að þær væru með dagvistarmál á heilanum. Hefur sá málaflokkur yfirleitt verið veg- inn léttur og metinn lítils í dægur- þrasi stjórnmálanna. Stjórnmála- menn hafa í besta falli lofað nokkrum dagheimilum upp í ermina á sér rétt fyrir kosningar, til að friða kvenfólkið, en aldrei hrist þau fram úr erminni aftur. Enda hefur aldrei verið gert átak í dagvistarmálum eins og áfeng- ismálum eða malbikun gatna eða efnahagsmálum eða skattamál- um eða flugstöðvarbyggingar- málum o.s.frv. Konur í Reykja- vík söfnuðu 10 þúsund undir- skriftum árið 1979 til að knýja fram þetta átak og verkalýðs- hreyfingin lét ríkisstjórnina og sveitarfélögin lofa sér því í samn- ingum haustið 1980 að fullnægja þörfinni fyrir dagvistarþjónustu á næstu 10 árum, en allt kom fyrir ekki. Líklegast stöndum við verr að vígi nú en t.d. fyrir 10 árum. Vissulega hafa verið byggð dag- heimili og leikskólar um land allt á þessum tíma, en þeim hefur ekki fjölgað jafnmikið og þörfin hefur aukist. í Reykjavík hefur að meðaltali verið byggt eitt dag- heimili og einn leikskóli á undan- fömum 10 árum en biðlistarnir hafa engu að síður lengst jafnt og þétt. Um áramótin 1974-’75 vom 259 börn á biðlista eftir dag- heimilisplássi í Reykjavík, nú eru þau 495. í árslok 1983 vom u.þ.b. 3190 rými á dagvistarstofnunum borg- arinnar sem vill segja að 37% bama á forskólaaldri eiga kost á einhverri dagvistun. Stærstur hluti þessara barna á kost á hálfs- dagsvistun á leikskólum borgar- innar, eða 24.5%, en aðeins 12.5% þeirra fær inni á dag- heimilunum og er þar nær ein- göngu um að ræða böm hinna s.k. forgangshópa, einstæðra mæðra og námsmanna. Sú stað- reynd, að 67% kvenna og 87% karla vinna utan heimilis hálfan dag eða meira, sýnir svo ekki verður um villst að enn vantar mikið á að þörfinni fyrir dagvist- arpláss hafi verið mætt. Dagmæður ekki framtíðarlausn Sjálfsagt detta þá ýmsum í hug dagmæðurnar og vissulega af- kasta þær miklu. Samkvæmt tölum Félagsmálastofnunar eru nú 977 börn vistuð hjá dagmæðr- um, þ.e.a.s. þeim dagmæðrum sem eru á skrá hjá stofnuninni. Það vita hins vegar allir að í Reykjavík er starfandi fjöldinn allur af dagmæðrum sem hvergi eru á skrá og ekki eru háðar eftir- liti af einu eða neinu tagi. Og þessum konum er nokkur vor- kunn. Sumar þeirra vilja hvorki né ætla að leggja það fyrir sig að verða dagmæður heldur lenda í því að passa annarra manna börn meðan þær eru bundnar yfir sín- um eigin. Þessar konur kæra sig oft á tíðum ekki um að vera á skrá hjá Félagsmálastofnun vegna þess þrýstings sem á þær er um að bæta við sig bömum til að fylla þann kvóta sem þeim hefur verið úthlutaður. Hinu er svo ekki hægt að neita, að sumar þeirra dagmæðra sem ekki em á skrá sjá sér hag í því að losna undan því eftirliti sem skrásetningu fylgir. Aðstæðum og bamafjölda eru þá engin takmörk sett. Dagmæður hafa vissulega leyst bráðan vanda margra foreldra, en þær eru ekki sú framtíðarlausn á vistunarmálum barna sem við hljótum að stefna að. Það er ekk- ert sem mælir á móti því að þær konur sem vilja leggja fyrir sig dagmóðurstörf haldi því áfram þó sérstakt átak verði gert í upp- byggingu dagvistarstofnana. Þá fyrst eiga foreldrar ólíkra kosta völ og geta tekið þann sem heníar þeim og þeirra börnum. Eins og ástandið er í dg eiga foreldrar hins vegar ekkert val. Dagheimi- lispláss standa þeim ekki til boða, þeir geta ekki fengið leikskóla - pláss fyrr en barnið er orðið 2 ára og í sumum hverfum borgarinnar er engar skráðar dagntæður að fá. Og þó maður sé svo heppinn að koma barninu sínu inn fyrir dyr hjá dagmóður þá er ekki þarmeð sagt að lausnin sé fundin. Dag- móðurinni getur fundist barnið of erfitt, barninu getur mislíkað vistin og svo getur dagmóðirin veikst eða hætt þegar síst skyldi. Það er varla tilviljun að 65% barna dvelur 6 mánuði eða skemur hjá sömu dagmóður. Það gerir sér enginn leik að því að þvæla barni sínu úr einni vistun í aðra ef allt er með felldu. Dagvístarstofnanir eru nauðsyn Við lifum í nútíma borgar- samfélagi og sú tíð er löngu liðin þegar börn gátu elt föður sinn úti við verk eins og sumir alþingis- menn íslendinga, ef dæma má af ræðu eins þingmanns Sjálfstæðis- flokksins nú nýverið. Sá þing- maður sagði líka að það væri nú svo „að mjög víða, þegar að kreppir, geta börn fengið vistun einhvers staðar." Kannski við eigum líka að vista gamalt fólk og sjúklinga „einhvers staðar"? Þessi þankagangur, sem þvf mið- ur er of algengur meðal ráða- manna í þjóðfélaginu, er tíma- skekkja. Hann er álíka mikil tímaskekkja og það væri að flytja alla menntun og umönnun sjúkra og aldraðra inn á heimilin aftur. Það er ekki einkamál hverrar fjölskyldu hvernig börnum er sinnt meðan foreldrarnir vinna og afla þjóðarbúinu tekna. Það er mál samfélagsins alls að búa í haginn fyrir börnin rétt eins og fullorðna. Þó efnahagsástandið og kjörin séu slæm núna og vinnuþrælkun rnikil, þá er ekki hægt að reikna með því að konur flykkist inn á heimilin aftur ef batnar í ári. Fjöldinn allur af kon- um vill og á skilyrðislausan rétt á því að vera fjárhagslega sjálf- stæðir einstaklingar á hinum al- menna vinnumarkaði rétt eins og karlar. Þess vegna eru dagvistar- stofnanir nauðsyn þótt við hljót- um að vona að sá tími komi, fyrr en síðar, að þjóðfélagið leggi ekki meiri vinnuskyldu á foreidra en svo, að þeir hafi tíma til að vera meira með börnum sínum en nú er. Það hlýtur því að vera krafa dagsins að kvennahreyfing- ar, verkalýðshreyfingin og félags- hyggjuflokkar, sem vilja standa undir nafni, setji dagvistarmál á oddinn og berjist fyrir þeim hvar sem því verður við komið. Það er ennþá tími til að bæta fyrir van- rækslusyndirnar. Að lokum vil ég svo bara gera þessi orð Uglu að mínum: „Mannlegt félag á öll börn. En auðvitað þarf að breyta mann- legu félagi til þess það fari betur með börn sín“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins. Svo mikið er víst að þeim er það ekki meira hjartans- ... i mál en svo, að nú œtla þeir að skera niður framlagið til dagvistarstofnana áfjárlögum næsta árs. Þeir * w œtla að skera það úr 31.6 milljónum á þessu ári, sem var niðurskurður frá árinu þar á undan, niður í30 milljónir á næsta ári. Þeirsýna ekki einu sinni lit. WBSm LESENDUR Loksins! Kona í Reykjavík skrifar: (Vegna skrifa konu frá Suður- bæjunum 20.11.’84). Hvenær í ósköpunum á að taka tillit til okkar, sem ekki reykjum?, það er næstum sama hvert maður flýr til að kómast hjá sígarettu- eða vindlareyk, hvergi gott loft. Nú er tími til kominn að tekið verði tilliti til okkar sem ekki reykjum. Loksins, það hefur hvergi verið gert hingað til. „...Svo einfalt er það“. „Hvernig er gert til sjós,.ef skipin ekki fiska? Skipstjórinn víkur sér ekki undan ábyrgð. Mistakist honum gerist annað af tvennu. Þeir, sem einhver döngun er í af áhöfninni, finna sér nýtt skiprúm eða það er skipt um karlinn í brúnni, svo einfalt er það“. (Jón B. Hanni- balsson, Morgunbi. 13. þ.m.). í krafti þessa boðskapar tókst honum að bola Kjartani Jóhanns- syni úr brúnni á farkosti krat- anna. Ef hann verður þar sama fiskifælan og í Reykjavík verður hann, þ.e.a.s. ef hann vill vera sjálfum sér samkvæmur, að taka pokann sinn á næsta flokksþingi. Ef litið er til „aflasældar" Jóns Baidvins á stjórnmálasviðinu má margt hafa breyst til betri vegar varðandi vinnubrögð og „sjó- sókn“, sé mikils varanlegs af- raksturs af verkum hans að vænta. Hann hefur m.a. leitað fanga á þrennum miðum: a) Hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík í borgarstjórnarkosn- ingum. b) Hjá Samtökum vinstri- manna á Vestfjörðum. c) Hjá Al- þýðuflokknum í Reykjavík, þar sem ritstjórnarferill hans á Al- þ.blaðinu og baráttan við Vil- mund Gylfason um forustuhlut- verkið í höfuðborginni tala skýr- ustu máli. Sameiginiegt með þessum „sjóferðarsögum” Jóns er, að þær einkennast af átökum, æsing- um og upplausn. Oft hefir verið af stað farið með trúðslegum sviðsetningum og uppákomum, en staðfestu- og stefnuleysið hef- ur fljótt sagt til sín, og allt endað í skötulíki. Tilvitnuð ummæli JBH í Mogg- anum hljóta að vekja eftirfarandi spumingar og svör í hugum Al- þýðuflokksmanna í Reykjavík: 1. Hvað heitir „karlinn í brúnni“ á ki;ataskipinu, sem gert er út í mikilvægustu veiðistöð lands- ins, Reykjavík? Svar: Jón Baldvin Hannibals- son. 2. Sýna skoðanakannanir að þar fari mikil aflakló? Svar: Nei, það er nú eitthvað annað. Fylgi flokksins fer sí- minnkandi, og virðist sú „út- gerð“ því dauðadæmd. 3. Hver er ástæðan fyrir þessum aflabresti í Rvík? Er hann út- gerðarstjóranum - Kjartani - eða áhöfninni - kjósendunum - að kenna? Svar: Illa dulin íhaldsviðhorf „karlsins í brúnni“ valda hér öllu um, samfara hrokafullri frekju og vinnubrögðum, er einkennast um of af því, að til- gangurinn helgi meðalið í við- skiptum á hinum pólitíska vettvangi. 4. Eru líkur á, að þessi pólitíska fiskifæla breyti eftir eigin kenningu og gangi í land? Svar: Eflaust ekki. Hvenær hefir JBH gert það, sem hann krefst af öðrum? 5. Hvað gerist þá? Svar: Þeir fáu af fyrri kjósend- um Alþýðuflokksins, „sem einhver dögun er í“ og sem enn húka þar innan borðs í von um umskipti í brúnni, leita sér að nýju skiprúmi, þar sem kraftar þeirra gagnast betur alþýðu landsins en undir skipstjórn einkapotarans, sem íhaldið í Reykjavík gerði að efsta manni á A-listanum í síðustu kosningum. Skipverji í biðstöðu. Föstudagur 30. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.