Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Iðnaðarráðherra
Uppsagnir á Orkustofnun
Þrjátíu störf undir hnífinn í kjölfar Hagvangsskýrslu. Ekki upplýst hvar á að skera.
Lagt til að hœkka taxta á þjónustu við ríkisfyrirtœki og hitaveitur.
Starfsmenn segja að Hagvangur skilji ekki rannsóknarstarf ogfari ódrengilegar leiðir.
Verður Orkustofnun að hlutafélagi?
Igær hélt Sverrir Hermannsson
fund með biaðamönnum og
kynntu skýrsiugerðarmenn Hag-
vangs þar hugmyndir sínar um
„umfangsminnkun mannaflalega
séð“ á Orkustofnun. Iðnaðar-
ráðuneytið hefur ákveðið að
segja upp 16 starfsmönnum og
vinna að uppsögnum 5 til við-
bötar auk þeirra 9 sem hafa hætt
síðan í fyrra. Jónas Elíasson
stjórnarformaður stofnunarinn-
ar sagðist „eftir atvikum ánægð-
ur“, en hvorki hann, orkumála-
stjóri né Hagvangsmenn vildu
upplýsa hvar hagræðingarhníf-
inn bæri niður. Reikningur Hag-
vangs fyrir skýrsluna er
1.779.079 krónur.
Sverrir Hermannsson sagði að
Orkustofnun væri traust og góð
stofnun, en sitthvað mætti betur
fara. Hann kvað samstarf um
hagræðinguna hafa verið með
ágætum og að samvinna Hag-
vangs, ráðuneytis og yfirstjórnar
stofnunarinnar væri hrósverð.
Á fundinum las formaður
starfsmannafélags Orkustofnun-
ar upp álit starfsmanna á skýrslu
Hagvangs og afleiðingum hennar
og kvað þar við annan tón: fé-
lagið telur Hagvang hafa farið
„ódrengilegar leiðir við fram-
kvæmd tillagna um fækkun
starfsmanna“, álítur að Hagvang-
ur „skilji ekki eðli langtíma-
rannsókna" og séu tillögurnar
þessvegna ekki marktækar, efast
um tæknilega getu Hagvangs til
að endurskoða rannsóknarstofn-
anir, segir að úttektin hafi raskað
vinnufriði og starfsgleði,- og tel-
ur tillögur um uppsagnir og sam-
drátt í engu samræmi við niður-
stöður skýrslunnar sjálfrar! í
Orkustofnun starfa nú um 150
manns.
Hagvangsmenn telja tillögur
sínar geta sparað 15-20 milljónir.
Meðal tillagna þeirra er að hækka
taxta á útseldri vinnu frá stofnun-
inni, en helstu viðskiptavinir eru
önnur ríkisfyrirtæki (Landsvirkj-
un, Rarik) og almenningshita-
veitur. Þeir vilja athuga um að
flytja nokkrar deilda yfir til ann-
arra ríkisstofnana og gera úr
sumum hlutafélög. Raunar gera
QL-skák
Sovét
tapar
Okkar skákir
flestar í bið
Sovétmenn töpuðu í gær í
fyrsta sinn á þessu ólympíumóti
og það fyrir Bandaríkjamönnum
sem þeir hafa unnið hingað til.
Þrátt fyrir ósigurinn (IV2-2V2)
hafa þeir trausta forystu í karla-
flokknum, og raunar í kvenna-
flokki líka.
Þrjár skáka íslensku karla-
sveitarinnar gegn Kínverjum
fóru í bið. Stöður Helga og Mar-
geirs eru tvísýnar en jafntefli er
sennilegt í skák Jóhanns. Jón L.
vann skák sína á fjórða borði.
Fengur kvennanna varð ekki
mikill gegn Sviss, og er þó enn
von á einum í biðskák Ólafar.
Guðlaug og Sigurlaug töpuðu
sínum skákum.
Hagvangsmenn tillögu um að
breyta Orkustofnun sjálfri í
hlutafélag en hugmyndir um hlut-
hafa komu ekki fram á blaða-
mannafundinum.
Hagvangsmenn gagnrýna
stofnunina fyrir áhuga á „fag-
verkefnum“ og telja stjórnina
ekki hafa beitt „gagnrýnismati“ á
verkefni. Yfirmenn á Orkustofn-
un sátu hljóðir á blaðamanna-
fundi Sverris en voru þó ekki
sammála Hagvangi um þetta og
töldu að hagnýtar rannsóknir
yrðu að fá að haldast í hendur við
grundvallarrannsóknir.
Starfsmönnum á að segja upp
„með tillitssemi“ að sögn orku-
málastjóra, og fá sumir að vera
uppundir þrjú ár enn í starfi.
Fram kom á fundinum að starfs-
menn vita ekki hverjum verður
sagt upp á Orkustofnun.
KRON-FURUGRUND
í dag, föstudaginn 30. nóvember, opnum við nýja matvöru-
verslun KRON að Furugrund 3, Kópavogi.
Hið glæsilega nýja verslunarhús er hannað með áherslu á
að allur aðbúnaður sé sem bestur - að vel fari um
viðskiptavini, starfsfólk og fjölbreytta matvöru.
Um leið og við bjóðum ykkur velkomin í þessa nýju verslun
vonum við að hún eigi eftir að þjóna ykkur vel og Iengi.
M Rúmgott og vel skipulagt húsnæði____________________
Glæsilegt kjöt- og fiskborð
Við bjóðum sérlega
fiagstætt kynningarverð
á fjölda vörutegunda
vegna opnunarinnar
Allar mjólkurvörur í kæliskápum
2 djúpfrystar fullir af matvælum
Avaxta- og grænmetisborð
Greið aðkeyrsla
Malbikuð bílastæði með hitalögnum
Opnunartími: 9-18 mánudaga til fimmtudaga
9-20 föstudaga
9-16 laugardaga
FURUGRUND3
KÓPAVOGI