Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Polar-Cup Lífinu tekið með ró Lykilmenn hvíldir mikið er Island vann Italíu 25-15 ísland mætir Austur-Þýskalandi í kvöld íslenska landsliðið í hand- knattleik þurfti ekki að taka upp sparihanskana til að sigra fremur slakt lið ítala á Polar Cup í Töns- bergi í Noregi í gærkvöldi. Þó að- almenn íslenska liðsins væru langtimum saman utan vallar vann það öruggan sigur, 25-15. Jafnræði var með liðunum framanaf og staðan 6-6 eftir að- eins átta mínútur. Þá tók ísland af skarið og skoraði fimm mörk í röð, 11-6. Skömmu síðar stóð 12- 8 en ísland skoraði síðustu fjögur mörkin í fyrri hálfleik og staðan í hléi 16-8. í seinni hálfleik var líf- inu tekið með mikilh ró, burðar- ásarnir hvfldir fyrir átökin gegn Austur-Þjóðverjum í kvöld en þeir yngri fengu tækifæri, svo sem Júlíus Jónasson úr Val sem þama lék sinn fyrsta A-landsleik. ís- land skoraði níu mörk gegn sjö í seinni hálfleik og úrslitin 25-15. Helgar- sportið Handbolti Það er að sjálfsögðu frí í 1. deild karla en í 1. deild kvenna verða fjórir leikir um helgina. ÍA og KR leika á Akranesi kl. 20.30 í kvöld, Víkingur-ÍBV i Laugardalshöll kl. 14 á morg- un, laugardag, og á sunnudag eru tveir leikir í Seljaskóla. Valur-ÍBV kl. 14 og Fram-FH kl. 16.30. í 2. deild karla eru einnig fjórir leikir. Þór-Fylkir og Grótta-Ármann kl. 20 í kvöld, KA-Fylkir kl. 14 á morgun og Fram-HK í Seljaskóla kl. 15.15 á sunnudag. Körfubolti Tvö toppliðanna, UMFN og Valur, leika í úrvalsdeildinni í kvöld kl. 20. Á sunnudag leika Haukar og ÍR í Hafnarfirði kl. 14 og Valur-KR í Seljaskóla kl. 20. í 1. deild kvenna mætast Haukar og ÍR í Hafnarfirði kl. 15.30 á sunnudag og ÍS-KR í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans kl. 20 á mánudagskvöldið. í 1. deild karla leika Laugdæl- ir og ÍBK Selfossi kl. 14 á morgun og Fram-Reynir S. í Hagaskóla kl. 14 sunnud. Blak Þrír leikir fara fram á ís- landsmótinu um helgina, í Hagaskóla á sunnudagskvöld- ið. Kl. 19 Ieika ÍS og Vflcingur í 1- deild karla, kl. 20.15 Þróttur og HK í sömu deild og kl. 21.30 mætast b-lið Þróttar og HK í 2. deild karla. Fimleikar Kl. 16.30 á sunnudag fer fram fimleikasýning í Laugar- dalshöll. Ungmenni frá sex fé- lögum koma þar fram og sýna m.a. Rauðhettu og (fimleika) úlfinn og landsliðið leikur list- ir sínar. Badminton Reykjavíkurmót unglinga fer fram í TBR-húsinu um helgina, laugardag og sunnu- dag. Sund Bikarkeppni SSÍ, 1. deild, verður haldin í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppni hefst í kvöld, föstu- dagskvöld, og lýkur á sunnu- daginn. Þeir Kristján Arason, Þorberg- ur Aðalsteinsson og Páll Ólafs- son voru atkvæðamestir í íslenska liðinu og skoruðu 5 mörk hver þótt allir hvfldu þeir mikið. Jakob Sigurðsson átti mjög góðan leik og skoraði 4 mörk, Bjami Guð- mundsson lék einnig vel og gerði 2 mörk. Atli Hilmarsson skoraði 2, Júlíus 1 og Guðmundur Guð- mundsson 1. ísland mætir Austur-Þjóðverj- um í Drammen í kvöld og ef allt fer að óskum gæti það reynst vera úrslitaleikur mótsins. En á laug- ardag og sunnudag leikur ís- lenska liðið við Noreg og ísrael. -VS Körfubolti - úrvalsdeild Erfitt fyrst KR vann síðan ÍS örugglega, 99-70 KR-ingar áttu í dálitlum erfið- lcikum með að hrista Stúdenta af sér í íþróttahúsi Kennarahá- skólans í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum nánast allan fyrri hálfleikinn en KR náði þó níu stiga forystu áður en honum lauk, 37-28. Snemma í seinni hálfleik kom síðan góður kafli þar sem KR tók af ÖU tvímæli, komst í 69- 40 og vann síðan leikinn með þeim mun, 99-70. Ólafur Guðmundsson var best- ur í liði KR og átti mjög góðan leik. Skoraði m.a. með nokkrum þriggja stiga skotum. Matthías Einarsson lék einnig ágætlega. Hjá ÍS var Valdimar Guðlaugs- son langbestur í fyrri hálfleiknum en hvarf alveg í þeim síðari. Þá átti hins vegar Ragnar Bjartmarz ágætan dag og Jón gamli Indriða- son laumaði inn nokkrum körf- um á gamalkunnan hátt. Stig KR: Ólafur 30, Guðni Guðnason 14, Þorsteinn Gunnarsson 12, Matthías 10, Birgir Jóhannsson 9, Birgir Mikaelsson 8, Ástpór Ingason 7, Kristján Rafnsson 5 og Ómar Guðmundsson 4. Stlg ÍS: Vaidimar 18, Guðmundur Jó- hannsson 13, Ámi Guðmundsson 10, Ragnar 8, Ágúst Jóhannesson 8, Jón Ind- riðason 8 og Sveinn Ólafsson 5. Kristinn Albertsson og Sigurð- ur Valur Halldórsson dæmdu ágætlega. -Logi/VS Jakob Sigurðsson átti góðan ieik gegn ftölum í gærkvöldi. Körfubolti Sigurkarfa Sturla Örlygsson landsliðs- maður og þjálfari Reynis skoraði sigurkörfu Sandgerðinga, 75-73, gegn Grindavík þremur sekúnd- um fyrir lok leiks hðanna í gær- kvöldi. Leikurinn fór fram í Sandgerði og var liður í 1. deild Ársþing KSÍ Tvær tillögur um kvennaflokkinn Nefndin vill 8 lið - Fylkir svœðaskiptingu Fá U-20 ára lið inngöngu í 4. deild? karla. Hann var hnífjafn allan tímann, staðan 36-36 í hálfleik. Gunnar Óskarsson átti stjörnu- leik með Reyni og skoraði 23 stig en Sturla gerði 17. Eyjólfur Guð- laugsson skoraði 26 stig fyrir Grindvíkinga og Hjálmar Hall- grímsson 24 _VS Ný bók Tvær tillögur um breytlngar á fyrirkomulagi Islandsmótsins í kvennaflokki í knattspyrnu verða lagðar fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður á Hótel Loftleiðum um helgina. Önnur tillagan er frá laga- og reglugerðanefnd KSÍ en hin frá Fylki. Nefndin leggur til að átta lið verði í 1. deild og leiki tvöfalda umferð. Önnur leiki í 2. deild og færist alltaf tvö Uð á milli deilda. Með þessu á að afnema svæða- Handbolti stungu af HK sigraði Fylki 18-12 í 2. deild karla í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Fyrri hálf- leikur var jafn, HK komst tveimur mörkum yfir fyrir hlé, 8- 6. í seinni hálfleik keyrðu Kópa- vogsbúamir upp hraðann og stungu af, vom komnir f 17-8 skömmu fyrir Ieikslok en Fylkir náði að rétta sinn hlut nokkuð í lokin. Staðan í 2. deild er þá þessi: KA............5 5 0 0 127-103 10 Fram..........6 4 1 1 142-127 9 HK............6 4 1 1 129-117 9 ÞórAk.........5 1 1 3 114-120 3 Fylkir........4 1 1 2 78-91 3 Grótta........4 0 2 2 77-87 2 Haukar........5 1 0 4 107-120 2 Ármann........3 0 0 3 57-86 0 -vs keppnina sem komið var á í fyrra og fækka liðum úr tíu í átta. Nefn- in leggur til að ÍA, Þór, Valur, KA, Breiðablik, ÍBÍ, ÍBK og KR eða Súlan (sem leiki aukaleik um áttunda sætið), skipi 1. deildina að ári. Þar með kæmust Fylkis- stúlkurnar sem unnu sér 1. deildarsæti sl. sumar ekki uppí 1. deild! Fylkir leggur til að lögð verði niður skipting í 1. og 2. deild en í staðinn verði spilað í riðlum eftir landshlutum. Úrslitakeppni verði síðan milli sigurvegaranna í riðlunum. Tillagan er lögð fram til að minnka kostnað við kvennaknattspymuna. KR-ingar leggja fram nokkuð róttæka breytingartillögu á keppni í 2. flolcki. Þeir leggja til að í 2. flokki leiki piltar 17-18 ára en ekki 17-19 ára eins og verið hefur. í staðinn fái þau félög sem eiga Uð í 1. og 2. deild að senda í 4. deildarkeppnina lið 20 ára og yngri. Þau geti þó aldrei leikið ofar en í 3. deild. KR-ingar benda á að þetta tíðkist t.d. á Spáni og að þetta haldi piltum sem komnir séu uppúr 2. flokki en ekki alveg inní meistaraflokkinn betur við efnið en 1. flokkur gerir í dag. -VS BikarKKI Dregið verður í bikarkeppninni í körfuknattleik laugardaginn 1. des- ember, kl. 11.30. Fyrir þann tíma þurfa þátttökutilkynningar að berast skrifstofu KKI, ásamt þátttökugjaidi fyrir 1. umferð (kr. 100 fyrir meistaraflokka og kr. 500 fyrir aðra flokka). Knattspyrna Guðmundur og Gunnar leikmenn ársins 1984 Guðmundur Steinsson var fyrir skömmu kjörinn knatt- spymumaður Fram 1984. Hann hlaut í verðlaun helgarferð til London í boði Fram og Samvinnuferða/Landsýn. Guð- mundur varð markahæsti leik- maður 1. deildar sl. sumar og hlaut Gullskó Adidas fyrir vikið. Gunnar Gíslason var fyrir stuttu kjörinn knattspymumaður KR, Varta-leikmaður ársins 1984. Hann fékk til varðveislu giæsilegan farandbikar, gefinn af Þýsk-íslenska verslunarfélaginu. Þeir Gunnar og Guðmundur léku báðir með landsliði íslands á árinu og það vom einmitt þeir tveir sem skomðu mörkin í 2-1 sigrinum í Saudi-Arabíu í sept- ember. IKAGAJggNN SKORUÐU M0RKIN Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina ,JSkaga- menn skoruðu mörkin“ sem er saga hins fræga knattspyrnuliðs Akurnesinga. Reyndar er aðeins um að ræða fyrra bindi þessarar umfangsmiklu sögu, hið síðara Iftur væntanlega dagsins (jós næsta haust. Höfundar bókarinn- ar eru Sigurður Sverrisson, Sig- tryggur Sigtryggsson og Jón Gunnlaugsson. Miklu rými er eytt í leiki Akra- nessliðsins, frá upphafi fram til ársins 1969. í bókinni em fjöl- mörg stutt viðtöl við ýmsa leik- menn liðsins á þessum árum þar sem þeir vitna til eftirminnilegra og oft umdeildra atvika. í þessu fyrra bindi knatt- spymusögunnar á Akranesi er að finna gnótt mynda, nálega 90 talsins, og margar þeirra hafa aldrei fyrr birst á prenti. Þá er að finna í bókinni skrá yfir alla Ieiki liðsins og mörk einstakra leik- manna þess, allt frá árinu 1946. Er hæpið að nokkurt annað félags liö íslenskt geti státað af iafn fullkominni „statistflc“ og ÍA í þessu efni. Bókin er 201 bls. og er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf., Kápu hannaði Auglýsinga- stofa Emsts J. Bachman. Föstudagur 30. nóvember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.