Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 1
ASÍ-þingið ÞJÓÐMÁL Fiskvinnslufólk Vinnuslys ekki tilkynnt Tveir afhverjum tíu árlega í vinnuslysi. Atvinnurekendur brjóta lög með að tilkynnaþau ekki. Mikið bónusslit hjá fiskvinnslufólki. Fimmtungur kvenna með vöðvabólgu sem er rakin til vinnunnar. Lœknar vanrœkja að tilkynna vinnusjúkdóma til Vinnueftirlitsins Tveir af hverjum tíu sem vinna í fiskvinnslu verða fyrir einu eða fleiri vinnuslysum á ári hverju. Tíundi hluti þeirra sem slasast verður frá vinnu í viku eða minna, en tvö prósent þeirra í meir en mánuð. Þeir sem á annað borð verða óvinnufærir eru að meðaltali frá vinnu í 15 daga. Þetta kemur fram í gagnmerkum bæklingi um heilsufar og vinnutil- högun fískvinnslufólks, sem dreift var á ASÍ þingi í gær. Annar af höfundum bæklings- ins, Gyjfí Páll Hersir, sagði í við- tali við Pjóðviljann að það hefði jafnframt komið í ljós, að þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda vinnuslysa, þá bærust Vinnueft- irlitinu ekki nema 30 tilkynningar um vinnuslys í fiskiðnaði á því ári sem könnunin náði til. „Samt ber atvinnurekendum tvímælalaust lagaskylda til að tilkynna þau til Vinnueftirlitsins", sagði Gylfi Páll Hersir. I bæklingnum kemur líka fram að 71 prósent kvenna og 55 pró- sent karla leita læknis sökum sjúkdóma. Vöðvabólgaerlangal- gengust meðal kvennanna en þriðjungur þeirra þarf til læknis útaf henni. Gylfi benti á, að fimmta hver kona hefði fengið staðfestingu læknis á að vöðva- bólgu hennar hefði mátt rekja til starfsins. Hins vegar hefðu á könnunartímanum ekki verið til- kynnt nema fjögur tilfelli um sjúkdóma af svipuðu tagi til Vinnueftirlitsins. Engu að síður sagði í lögum um hollustuhætti að læknum beri tafarlaust að til- kynna til Vinnueftirlitsins fái þeir „grun um að einstaklingar eða hópar manna hafi orðið fyrir skaðlegum verkunum vegna vinnu sinnar“. Hvers vegna gera læknar þetta ekki? spurði Gylfi Páll. „Þetta eru svakalegar upplýs- ingar“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brún á blaðamannafundi um út- gáfu bæklingsins í gær, „og líklegt að þær leiði til breytinga á bónus- kerfi eða að það verði hreinlega lagt niður“. - ÖS/S.dór Sjá bls. 5 Á Isamningurinn Brestur r i Framsókn Magðalena M. Sigurðardóttir sat hjá Þrátt fyrir mikla tilburði for- ystumanna stjórnarflokkanna og þá einkum Framsóknarflokksins til að berja í brestina og reka sitt lið ósundrað inn á þá niðurlæg- ingarbraut sem samningur Sverr- is Hermannssonar við Alusuisse markar, tókst þeim ekki að ná öllum sínum sauðum í hús. Magðalena M. Sigurðardóttir, eina konan í þingliði Framsókn- arflokksins, sem nýkomin er á þing sem varaþingmaður Vest- fjarðakjördæmis, sýndi það hug- rekki að neita að taka ábyrgð á samningnum með hjásetu við at- kvæðagreiðslu í Neðri deild AI- þingis í fyrrakvöld. ólg. sjá bls. 7. Dagvistarmál Framlög lækka! Framlög til dagvistarmála eru lægri samkvæmt fjárlagafrum- varpi en í fyrra. Þau lækka úr 31.6 miljónum í fyrra í 30 miljón- ir, þrátt fyrir allmikla verðbólgu. Þetta kemur fram í grein sem Sól- rún Gísladóttir borgarfulltrúi rit- ar í Þjóðviljann i dag. „Það er niðurskurður á öllum sviðum", sagði Guðrún Helga- dóttir þingmaður í gær, „ekki bara til dagvistarmála, heldur til fatlaðra og margra annarra þurft- armála. Þetta er auðvitað skand- all, það er eina orðið sem nær yfir þetta“. - m Sjá bls. 11 ASÍ þingið Flokks böndin bmstu Karl Steinar féll í kjöri vara- manna í miðstjórn Þau tíðindi gerðust á þingi ASÍ í gær, að Karl Steinar Guðnason varaformaður VMSÍ féll við kjör varamanna í miðstjórn sam- bandsins en þar hefur Karl átt sæti. í hans stað var kjörin Valdís Kristinsdóttir frá Stöðvarfírði. Karl steinar hlaut 36.150 atkvæði en Valdís 37.150. „Ég hef engar skýringar á þessu aðrar en þær að hér gengur yfir mikil kvennabylting. Nafn mitt var neðst á seðli, sem upp- stillingarnefnd lagði fram, en næst á eftir kom svo nafn Valdís- ar, það gefur líka haft eitthvað að segja.“ Telur þú að flokksböndin hafi brostið? „Það má vera, en ég held þó að kvennabyltingin eigi stærri hlut að máli“. / gcer héldu flestir þeirra sem í kjöri voru til miðstjórnar fram- boðsræður ef svo má að orði komast, þú lést ekkert íþér heyra, getur það haft eitthvað að segja? „Ég veit það ekki, en ég hafði bara engan tíma til að standa í ræðuhöldum, ég var á fullu allan daginn í nefndarstörfum. Mér sýnist á því, hverjir náðu kjöri að það skipti ekki máli hvort fólk heldur ræður, er í nefndarstörf- um, eða hreinlega situr ekki þing- ið“. Ertu sár útaf þessu? „Þetta kom mér á óvart“ Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ sagði um fall Karls, að það væri afar óheppi- legt. „Ég tel það í raun mjög al- varlegt mál að fella varaformann Verkamannasambandsins í þessu kjöri“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson. _ S.dór Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.