Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ámi Edda Gunnar Vemharður ABR Breiðholti 1. desember - List á laugardegi Samkoma haldin í Gerðubergi laugardaginn 1. desember og hefst hún kl. 14.30. Dagskrá: 1) Fiðlukvartett nemenda úr Tónlistarskóla Sigursveins leikur. 2) Árni Bergmann les úr nýrri skáldsögu sinni, með kveðju frá Dublin. 3) Edda Andrésdóttir les úr bók sinni og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini. 4) Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir flytja innlendar og erlendar söngvísur. Kynnir er Vernharður Linnet. Kaffistofan opin. Aðgangseyrir 50 kr. fyrir fullorðna. ABR Breiðholti. AB Hafnarfirði Fundi frestað Almenni félagsfundurinn sem vera átti fimmtudaginn 29. nóvem- ber kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41 erfrestaðtil fimmtudagsins 6. desember á sama tíma og sama stað með óbreyttri dagskrá vegna útvarpsumræðna um álmálið. HEIMUR I SPESPEGLI Á meðan við höfum ekki gen/itennur þá er allt í lagi. Guðrún AB Akranesi Sveinn Kristín Fullveldisvaka 1. desember verður haldin vullveldisvaka í Rein og hefst hún kl. 20.30. Guðrún Helgadóttir alþingismaður flytur ræðu. Kristín Ól- afsdóttir syngur við undirleik Valgarðs Skagfjörð. Sveinn Kristins- son flytur frumsamið efni. Léttar veitingar. Félagsmenn og stuðn- ingsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin Konur -1985 nálgast Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára- tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum '85 nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru: Gönguhópur, Listahátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhóp- ur, Atvinnumálahópur. Skráið ykkur tii starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. - Kvennafylkingin. AB Akureyri Félagsfundur Fundurinn verður haldin í Lárusarhúsi sunnu- daginn 2.des. kl.20.30. Fundarefni: 1. Sagt frá flokksráðsfundinum. 2. Stefnu-umræðan. 3. Önnur mál. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Umhverfismálahópur AB Fundur um álver við Eyjafjörð verður haldinnmiðvikudaginnl 2. desember að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur og starfsmaður Náttúrugripasafns Akureyrar segir frá baráttu áhug- asamtaka gegn álveri við Eyjafjörð og stöðu mála. Þessi umræðu- hópur um umhverfismál er opinn öllu áhugafólki og er flokksleg aðild að Alþýðubandalaginu ekki skilyrði fyrir þátttöku. Jæja, varðandi þessa ferðakostnaðaráætlun þína... © 1984 McNaught Synd., Inc. Þú þarft ekkert að kalla á strákinn. Ég þarf ekki hjálp við að bera vörurnar út. Mig vantar hjálp við að borga þær. AB-uppsveita Árnessýslu 1. Des hátíð verður haldin í Aratungu laugardaginn 1. des og hefst kl.21.30. Ávörp flytja Svavar Gestsson og Margrét Frímannsdóttir. Upplestur, söngur og fl. og fl. Að lokum þenur Garðar Olgeirsson nikkuna til kl.2. Allir velkomnir. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Kvennabarátta Jafnréttisbarátfa Æskulýðsfylkingin í Reykjavík og nágrenni heldur opinn fund um kvenna- og jafnréttisbaráttu, þriðjudaginn 4. des kl.20.30 að Hverf- isgötu 105. Dagskrá: Arna Jónsdóttir, Svavar Guðmundsdóttir og Márgrét Óskarsdóttir munu fjalla um ofangreint efni, og á eftir verða almennar umræður. Nánar auglýst siðar, fjölmennið. ÆFRON 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1984 Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 BRIDGE Við sáum í síðasta Spili dags- ins, að það einfalda í bridge-ein- leiknum er ekki endilega það augljósasta. Hér er annað dæmi um svipað efni: ÁG3 K5 ÁKD3 Á642 76 542 D1043 ÁG97 G976 105 DG10 KD1098 862 842 75 K983 Suður var sagnhafi í 4 spöðum og útspil Vesturs var laufadrott- ning. Hvernig færðu 10 slagi á þessi spil? Við skulum athuga hvað gerð- ist við borðið. Sagnhafi drap út- spiiið á ás, fór heim á tromp og spilaði hjarta að kóngnum. Er eitthvað athugavert við þetta? Heldur betur, því Austur drap á ás og spilaði trompi. Einn niður í afar einföldu spili. Og hver er svo lausnin? f 2. slag að spila hjarta úr borði, frá kóngnum. Þannig fáum við alltaf 6 slagi á tromp, 3 á tígul og 1 á lauf. Og þetta gerir jú 10, ekki satt? SKÁK Þetta er upphafsstaðan af einni frægustu fléttu Petrosj- ans og kom hún upp í skák hans við Pachman í Bled 1961. Petrosjan hafði hvítt og lék 1. Dxf6-H! Kxf6 2. Be5+ Kg5 2. Kf5 3. Re3 kemur svipað út. 3. Bg7!i og Pachman gafst upp því hann getur ekki svarað hótuninni 4. h4 og 5. Bh3 mát með einu móti. \1I N MM; MOJOHUK ÍSLEN/K It AK AI.I-S i»U SIGFÚS SIGURHJART4RSON Minningarkortin eru til sölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Pjóðviljans Munið söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins AKSTURS- SKILYRE3I Þau krefjast réttra viöbragða ökumanna. Þeir sem aö jafnaði aka á vegum meö bundnu slit- lagi þurfa tíma til þess aö venjast malarvegum og eiga því aö aka á hæfilegum hraöa. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. UMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.