Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 2
FLOSI \iiku skammtur af leikdómi Ég hef oft, sérstaklega uppá síðkastið, verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að gerast krítikk- er, eða leiklistargagnrýnandi, eins og það er stund- um kallað. Ég hef verið að kíkja í fræðin að undan- förnu, þ.e.a.s. „gagnrýnir" þeirra sem við leikdóma fást, og ég sé ekki betur en ég sé talsvert vel í stakk búinn að taka að mér að skrifa um það sem starfandi listamenn eru að fást við hverju sinni. Ég held að ég sé einmitt sú manntegund, sem ætti að leggja fyrir sig að skrifa gagnrýni. Ég átti mér stóra drauma í æsku, um mikil afrek á andlega svið- inu. Þeir draumar hafa ekki ræst. Samt veit ég uppá hár hvernig á að fremja list. Veit það, held ég, betur en flestir aðrir. Við það að hafa ekki náð frama í heimi bókmennta og lista, hef ég fyllst beiskju og hatri útí hina sem betur gengur, bæði stofnanir og einstaklinga. Slíkur sálarskítur er betra veganesti en flest annað fyrir góðan krítikker og gerir mig eiginlega sjálfkjörinn sem slíkan. En það sem gerir þó gæfumuninn er að í þrjá áratugi hef ég lesið „gagnrýnir" íslenskra krítikkera í blöðunum og veit þess vegna fullvel, hvernig þær eiga að vera, þ.e.a.s., ef þær eiga að vera eins og þær hafa alltaf verið. Um síðustu helgi var ráðskona Bakkabræðra sýnd úti á landi. Nú ætla ég að skrifa um þessa sýningu dæmigerðan leikdóm, eins og leikdómar hafa álltaf verið hérlendis, eru, og eiga að vera. Leikdómur Ráðskona Bakkabrœðra Að mínum dómi er óhugsandi að njóta sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra, nema vera vel heima í heimspekiumræðunni í Evrópu um miðbik nítjándu aldar. Ráðskona Bakkabræðra á sér rætur í hinum frjósama jarðvegi, sem nærður er af heimspekium- ræðu og deilum Sörens Kierkegaard og Hegels, félagshyggju Grundvigs og hugmyndum Goethes og Scopenhauers, byggðum á heimspeki Kants. Þegar maður horfir á Ráðskonu Bakkabræðra getur ekki farið hjá því að í hugann komi hin fleyga setning, sem Kierkegaard segir um Hegel í ritinu Philosophiske Smuler: „Hegel har nemlig ikke nogensinde begrebet det simple, at det er ikke muligt at forstaa Til- verdelsen intellektuelt“. Lengi hefur verið um það deilt hvort Ráðskona Bakkabræðra sé sama marki brennd og tilveran, sem sagt að hana sé ekki hægt að skilja „intellektu- elt“ og hallast ég helst að því að boðskapur verksins falli um sjálfan sig, ef þeim þætti er sleppt. Ráðskona Bakkabræðra er, sem kunnugt er, seinni gerð höfundar á leikritinu „Bakkabræður" og tel ég að skemmtilegra og forvitnilegra hefði verið að taka „Bakkabræður" til sýningar en „Ráðskonu Bakkabræðra". Leikurinn á sér uppruna í Skrapar- ótspredikun í Hólavallaskóla, en þar voru við nám piltar einir. Það að ráðskonunni var bætt í leikinn er talinn fyrsti ávöxtur kvennabaráttunnar á Islandi. Það var vel til fundið að fela Álfrúnu Jóhannsdóttur titilhlutverkið í þessum ástsæla alþýðuleik. Hún kom þægilega á óvart, þó túlkun hennar væri full keimlík túlkun Arníar Sveinsdóttur í hlutverki Olgu í fyrra. Álfrún er vaxandi leikkorra menntuð og gáfuð, en ófríð og illa vaxin. Gaman hefði verið að sjá Soffíu Guðlaugsdóttur í þessu hlutverki, en því varð ekki við komið þar sem hún er látin. Þrenninguna Gísla, Eirík og Helga léku þeir Hallur Sveinsson, Grímur Pétursson og Aron Nielsen, vel að vanda. Raddbeiting og framsögn Arons er þó enn mjög ábótavant. Hinn jóski málhreimur leynir sér ekki, en það hlýtur að skrifast á kostnað leikstjórans. Gaman hefði verið að sjá þá Alfreð Andrésson, Bjarna Björnsson og Grím Thomsen í sínum gömlu hlutverkum. Pétur Sveinsson lék vel að vanda en þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á leik Hergeirs Níels- sonar í hitteðfyrra. Pétur tók þann kostinn að taka hlutverkið öðrum tökum en Hergeir í hitteðfyrra og fannst mér það Ijóður á verkinu. Ný tónlist hefur verið samin við verkið og orkar sú ráðstöfun mjög tvímælis þar sem hún er að mörgu leyti frábrugðin gömlu tónlistinni. Gamla tónlistin var búin að öðlast sess í íslenskri þjóðarsál. Gaman hefði verið að fá gömlu lögin aftur. Leikstjórnin bar það með sér að leikstjórinn hefur ekki séð hinafrábæru sýningu á verkinu í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði um árið. Að ósekju hefði mátt fara aðrar ieiðir en farnar voru í uppfærslu verksins og sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna ekki var valið annað leikrit og önnur leið. Slíkt er ófyrirgefan- legt. Það verður að finna sýningunni það til foráttu, og sýnir raunar hvað illa er hér að verki staðið, að gestir á frumsýningunni skemmtu sér mjög vel. Slíkt eru ófyrirgefanleg mistök og verða að skrifast á kostnað leikstjóra, eða hvað sagði ekki sjálfur Nitze: Listin á að vera leiðinleg. KK-sextettinn í plast Um þessar mundir er að koma út tveggja plata albúm með hinum gamalkunna KK- sextett, önnur sungin og hin leikin. Á þeirri leiknu er meðal annars „instrúmental jazz“, sem er merkileg fyrir þá sök / T B 1 K. V'*'- u * 1Þ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN : Sunnudagur að Andrés heitinn Ingólfsson tenórsaxófónleikari á þar mjög góða spretti, en hann hefur aldrei heyrst jazza áður á plast. Gunnar Ormslev, annar látinn tenórsaxófón- leikari er einnig á plötunni. Það eru Steinar h/f sem gefa plöturnar út í umboði Menningar- og styrktarsjóðs KK. En þetta mun hafa komist í kring sökum þess að einn af starfsmönnum Steinars h/f er Pétur Kristjánsson, gamal- kunnur poþþari, sem er ein- mitt sonur KK, þess sem var með sextettinn góða... ■ Persónurnar ótrúlega margar Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni var Svavar Gests hljómplötu- útgefandi heiðraður vegna þess að hann var fyrsti félagi klúbbsins. Hann þakkaði fyrir sig og sagói gamansögu sem hans er von og vísa. Hann sagði frá manni sem kom í hverri viku á Borgarbókasafn- ið og fékk lánaðar 15-20 bækur. Starfsfólki safnsins þótti með ólíkindum að mað- urinn kæmist yfir að lesa allar þessar bækur og einu sinni ákvað einn starfsmaðurinn að prófa þennan bókelska mann. Hann laumaði símaskránni í bókabunkann þegar hann !. desember 1984 kom að sækja sinn vikulega skammt. Að viku liðinni kom maðurinn að skila bókunum og bókavörðurinn spurði hvernig honum hefði þótt þessi og benti á símaskrána. Sá bókelski svaraði að bragði: Mér þótti efnisþráður- inn ansi rýr en persónurnar voru ótrúlegar margar. ■ Albert og gengisfellingin Fyrir skömmu sögðu fjölmiðl- arfrá því að Dagsbrúnarmenn hefðu hyllt Albert Guð- mundsson fyrir að leggja fram frumvarp um að tekjur skyldu skattlausar hjá fólki árið sem það færi á eftirlaun. Þá barst þessi vísa inná blaðið, undir- rituð Dagsbrúnarmaður: Verkalýður vininn sinn, virða skal og muna. Cuð þér launi góðurinn gengisfellinguna. Bók/eða spólu? Vídeóöldin er sannarlega gengin í garð. Á mánudaginn kemur samtímis út hjá bóka- forlaginu Sjón og sögu, bók og vídeósnælda sem heitir Hrossin í Kirkjubæ. Það er Hjalti Jón Sveinsson sem hef- ur sett saman textann um þessi landsfrægu hross en kvikmyndafyrirtækið Sýn sér um vinnslu spólunnar. Og nú geta menn valið um að kaupa bók ellegar spólu um hrossin í Kirkjubæ...B Vextir og ávextir Ekert lát virðist á vaxtastnði bankanna. Ýmislegt spaugi- legt hefur komið uppá í bessu auglýsingastríði. Til að mynda hefur einn bankanna auglýst mikið nýja sparibók með sér- vöxtum. Eitthvað var þulur ríkisútvarþsins orðinn ruglað- ur á þessum vaxtaþulum á dögunum því auglýsingin sem hann las upp hljómaði svo: Nýja bókin okkar heitir spari- bók með ávöxtum. Prentun úr landi Ekki er ólíklegt að prentara- verkfallið í haust eigi eftir að hafa ýmsar breytingar í för með sér. Þannig hefur f rést aö ýmis tímarit sem hingað til hafa verið prentuð hérlendis en voru unnin erlendis, aðal- lega í Hollandi og Belgíu í I verkfallinu, verði prentuð áfram erlendis vegna ódýrari vinnslu. Til að mynda var nú í vikunni flogið með filmur af jólablaði Mannlífs til Hollands til prentunar. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.