Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 18
BRIDGE Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-84025. Byggja og innrétta skrifstofuhús svæðisstöðvar í Stykkishólmi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins Austurgötu 4 Stykkishólmi og Lauga- vegi 118 Reykjavík frá og með mánudegi 3. desember 1984 gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu RARIK- 84025, skrifstofuhús RARIK Stykkishólmi, á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík, kl. 14.00 miðvikudaginn 2. janúar 1985 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavík 29. nóvember 1984 Rafmagnsveitur ríkisins Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-84024. Byggja og innrétta skrifstofuhús svæðisstöðvar á Hvolsvelli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins Austurvegi 4 Hvolsvelli og Laugavegi 118 Reykjavík frá og með mánudegi 3. desember 1984 gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu RARIK- 84024 skrifstofuhús RARIK Hvolsvelli, á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík, kl. 14.00 miðvikudaginn 2. janúar 1985 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavík 29. nóvember 1984 Rafmagnsveitur ríkisins tækniskóli islands Rekstrarnam fyrir iðnaðarmenn og aðra með mikla starfsreynslu í framleiðsluiðnaði Ákveðið er að hefja í janúar n.k. kennslu á nýrri 2V2 árs námsbraut í rekstrarfræði. Umsóknarfrestur er fram- lengdur til 10. desember n.k. Rektor Hlutavelta Frjálsíþróttadeildar Ármanns verður haldin sunnudaginn 2. des. kl. 14 í félagsheimili Ármanns við Sigtún. Margt góðra muna. Engin núll. Vinningar: ökukennsla, matvara, ullarvara, fatnaður, leikföng, ýmsar jólavörur að ógleymdum ágætum kökubasar. UTBOÐ Tilboð óskast í að leggja jarðvegslagnir í 2. áfanga af kirkjugarði í Gufunesi fyrir Borgarverkfræðinginn í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 12. des. n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi Markús Benjamín Þorgeirsson björgunarnetahönnuður, Hvaleyrarbraut 7, Hafnarfirðl verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag- inn 4. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnarfélag Islands. Helena Rakel Magnúsdóttir Katrín Markúsdóttir Pétur Th. Péturssor María Markúsdóttir Birgir Kjartanssor María Magnúsdóttir og barnabörn. Vel heppnað ársþing Ársþing Bridgesambands ís- lands var haldið laugardaginn 24. nóvember sl. í veitingahúsinu Kvosinni í Reykjavík. Þingið sóttu fulltrúar frá 15 félögum og samböndum innan Bridgesam- bandsins, alls um 30 manns. Er það hvergi næg þátttaka hjá að- ildarfélögum, miðað við að 43 fé- lög eiga aðild að landssamband- inu. Þingið fór fram með hefð- bundnum hætti, samkv. dagskrá aðalfundar. Stjórn BSÍ var endurkjörin með litlum breyting- um. Hana skipa nú: Björn Theó- dórsson forseti, Örn Árnþórsson varaforseti, Guðbrandur Sigur- bergsson gjaldkeri, Esther Jak- obsdóttir ritari. Kjörnir til 2 ára voru: Jón Baldursson og Guð- mundur Eiríksson. Til 1 árs: Júl- íus Thorarensen. í varastjórn eiga sæti: Kristján Már Gunnars- son, Ragnár Björnsson og Þórar- inn Sófusson. Endurskoðendur eru: Stefán Guðjohnsen og Jón Þ. Hilmarsson. Og til vara: Jón Páll Sigurjónsson og Sigfús Þórð- arson. Það helsta markverða á þessu þingi, var samþykkt á tillögu frá Sigurði B. Þorsteinssyni og Magnúsi Aðalbjörnssyni o.fl., þess efnis að stofnaður verði sér- stakur ferðasjóður innan BSÍ, sem styrki spilara utan af landi tií þátttöku f íslandsmótum sem haldin eru í Reykjavík (eða öfugt ef landsmótið fer fram utan Reykjavíkur). Innheimt verður viðaukagjald á hvern spilara á hverju spilakvöldi félaganna frá og með næstu áramótum, kr. 5. Það þýðir að hvert félag verður að innheimta 20 krónur á hvern spilara á hverju kvöldi næsta keppnisár (félagsgjald til BSÍ var hækkað úr 12 kr. pr. kvöld í 15 kr. pr. kvöld á spilara). Síðan mun fjórðungur þessa gjalds renna í ferðasjóð Bridgesambands ís- lands. Þessi tillaga var samþykkt á þinginu með 14 atkvæðum gegn 8. Aðrir sátu hjá. A þinginu kom fram ánægja fundarmanna með fráfarandi stjórn og hinni nýkjömu óskað góðs gengis á þessu starfsári. Fram kom að tekjur BSÍ voru um 1.3 millj. kr. (miðað við 475 þús. kr. 1983) og gjöld voru samtals 1185 þús. kr. (miðað við 440 þús. kr. 1983). Hagnaður ársins var því 120 þús. kr. (miðað við hagn- að 1983 sem var 36 þús. kr.). Inn í þessar tölur vantar þó nokkra tekjuliði (svo sem uppg- jör 9 félaga innan BSÍ), hagnað af Stofnanakeppni o.fl. Má ætla að Bridgesambandið hafi skilað lág- markshagnaði upp á 250 þús. krónur síðasta starfsár. Einnig sést að heildarvelta BSÍ eykst um 200 prósent milli ára og hagnaður eykst um 700 prósent milli ára. Eignir Bridgesambands ís- lands eru nú um 370 þús. krónur (voru 157 þús. kr. 1983), skuldir eru samtals 173 þús. kr. eigið fé frá fýrra ári eru um 80 þús. kr. og til viðbótar því hagnaður ársins 117 þús. kr. samtals eigið fé því um 197 þús. kr. (eykst úr 79 þús. kr. frá fyrra ári, aukning um 125 prósent milli ára). Þetta voru niðurstöðutölur fundarins og voru félagsmenn að vonum ánægðir með fráfarandi stjórn, og þó sérstaklega Bjöm Theódórsson forseta Bridgesam- bands íslands. Fundargerð og skýrslur fund- arins verða sendar til allra félaga innan BSÍ, um leið og vinnslu á þeim lýkur. íslandsmótið í einmenning/ Firmakeppnin Eins og flestum mun kunnugt, verður íslandsmótið í einmenn- ing, sem jafnframt er Firmakepp- ni Bridgesambands íslands, spil- uð þrjá næstu mánudaga í Domus Medica. Öllum er heimil þátttaka í þessari spilamennsku án endur- gjalds. Þeir sem hafa staðið í því að útvega fyrirtæki/stofnanir til þátt- töku í þessari keppni, em vin- samlegast beðnir um að tilkynna þau til Ólafs Lámssonar hjá BSÍ (s: 18350) eða senda línu í póst- hólf 156 GARÐABÆ. Ekki er nándar nærri því sá fjöldi fyrirtækja sem æskilegur er í svona keppnir. Þrátt fyrir að 400 bréf hafi verið send út til fyrir- tækja hér á höfuðborgarsvæðinu, hafa aðeins borist svör frá örfáum þeirra. Einnig hafa spilarar sjálfir hér á höfuðborgarsvæðinu verið latir til vinnu, þó með nokkrum undantekningum. Og ekki hefur heyrst stafkrók- ur utan af landi, þó þetta eigi að kallast Firmakeppni Bridgesam- bands fslands. Vonandi mun vel verða staðið að þessu móti og keppendur hafa gaman af. ÓLAFUR LÁRUSSON Landsliðskeppni í maí? Fullvíst má telja að Bridgesam- band íslands muni standa fyrir landsliðskeppni í maí, vegna Evr- ópumótsins í opna flokknum sem verður á ftalíu. Einnig er talað um að halda úrtökumót í kvenna- flokki og síðan fari þessi landslið út til keppni. Það skýrist væntanlega síðar, hvernig fyrirkomulag verður not- ast við o.fl. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Eftir 6 umferðir í aðalsveita- keppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: stig 1. sv. Úrvals 128 2. sv. Þóraríns Sigþórssonar 123 3. sv. Jóns Baldurssonar 108 4. sv. Ragnars Hermannssonar 101 5. sv. Estherar Jakobsdóttur 99 6. sv. Ólafs Lárussonar 93 Alls taka 18 sveitir þátt í keppninni og eru spilaðar 3x10 spila leikir á kvöldi, allir v/alla. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Baldur Árnason og Sveinn Sig- urgeirsson urðu ömggir sigurveg- arar í 36 para barometer- tvímenningskeppni félagsins. Úr- slit urðu þessi: , stig 1. Baldur Árnason - Sveinn Sigurgeirsson 368 2. Steingrímur Steingrímsson Öm Scheving 247 3. Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 244 4. Árni Alexandersson - Hjálmar Pálsson 192 5. Rúnar Lárusson - Sigurður Lárusson 188 6. Högni Torfason - Steingrímur Jónasson 183 7. Ingi Már Aðalsteinss. - Þórður Jónsson 168 8. Jón Viðar Jónm. - Sveinbjöm Eyjólfsson 158 Næsta þriðjudag hefst svo jóla- sveinakeppni félagsins, sem er með hraðsveitarfyrirkomulagi. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera með næstu þrjú kvöld, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Sigmar Jónsson í síðasta lagi á mánudag (s: 687070). Frá Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 26. nóvember var spiluð 2. umferð í Hraðsveita- keppni félagsins. Staða 8 efstu sveita er nú þann- »g: Sveit: stig 1. Ragnars Þorsteinssonar 1205 2. Gunnlaugs Þorsteinssonar 1163 3. Sigurðar ísakssonar 1112 4. Viðars Guðmundssonar 1107 5. Guðmundar Jóhannssonar 1071 6. Sigurðar Jónssonar 1026 7. Sigurðar Kristjánssonar 1004 8. Ingólfs LiUendahl 984 Hæstu skor í 2. umferð tók sveit Ragnars Þorsteinssonar 625 stig. 3. umferð verður spiluð mánudaginn 3. desember og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. Frá Bridgefélagi Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag lauk Hraðsveitakeppni félagsins með. yfirburðasigri sveitar Antons Gunnarssonar. Hlaut hún 1521 stig. Spilarar auk Antons: Friðjón Þórhallsson, Ragnar Ragnarsson, Stefán Odssson og Ríkharður Oddsson. stig 2. sv. Bergs Ingimundarsonar 1390 3. sv. Eyjólfs Bergþórssonar 1355 4. sv. Helga Skúlasonar 1330 Meðalskor 1296 Þriðjudaginn 4. desember hefst þriggja kvölda Butler- tvímenningur og eru allir velk- omnir meðan húsrúm leyfir. Spil- að er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Frá Bridgefélagi Selfoss og nágrennis Staðan í Höskuldarmótinu fyrir síðasta kvöld 29/11. 1984. Eftir er að spila 25 spil. (18 pör spila í keppninni). stig 1. Kristján Blöndal - Valgarð Blöndal 218 2. Kristján Gunnarsson - Gunnar Þórðarson 193 3. Sigfús Þórðarson - Villijálmur Pálsson 180 4. Brynjólfur Gestsson - Helgi Hermannsson 134 5. Þorvarður Hjaitason - Sigurður Hjaltason 102 6. Leif Österby - Runólfur Jónsson 97 7. Hannes Ingvarsson - Sigtryggur Ingvarsson 22 Önnur pör eru undir meðal- skor, sem er 0. Bridgefélag Sel- foss bar sigurorð af Bridgefélagi Kópavogs með 90 stigum á móti 88 stigum Kópavogsbúa. Fimmtudaginn 6. desember hefst einmenningskeppni og verður þá gott tækifæri fyrir nýja félaga að byrja að spila í félaginu. Þessi keppni er jafnframt firma- keppni og er stefnt að því að öll fyrirtæki á Selfossi og sem flest úr nágrenninu geti tekið þátt í þess- ari spennandi keppni. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.