Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 10
Greinarhöfundur á reiðhesti sínum Létti að afstaðinni sundreið yfir Héraðsvötn. Ferðin, sem hér er sagt frá, varfarin sumarið 1961 og ferðasagan skrifuð um ára- mófin næstu. Lesendur, ef einhverjirverða, eru beðnirað hafa þetta í huga, því að að- stæðurog viðhorf hafa íýmsu breyst f rá því að þessar línur voru festaráblað. Pað hefur komið í ljós síðan ísiendingum fór að gefast að- staða til þess að hreyfa sig eitthvað að marki af þeirri þúfu þar sem þeir voru bornir og bamfæddir, að þeir eru hinar mestu hamhleypur til ferðalaga. Ótal aðilar hafa það starf með höndum, að skipuleggja ferðalög um landið og úr landi, og virðast hafa nóg að gera. Petta er hin þarfasta starfsemi. Það er hverj- um manni hollt að fá tækifæri til þess að hleypa heimdraganum og þroskandi og menntandi að kynnast fögrum og frægum stöð- um utanlands sem innan. Ekki er því að leyna að það eru fyrst og fremst íbúar höfuðstað- arins og hinna stærri kaupstaða, sem skipa fylkingar ferðamanna. Heyrt hef ég menn halda því fram, að það sé ekki nema eðli- legt, þeir þurfi miklu fremur á slíku að halda en hinir, sem alltaf séu hvort sem er „í snertingu við jörðina“. Aldrei hef ég nú samt skilið rökin fyrir því, að sveita- fólki sé óbrýnni þörf upplyftingar en þeim, sem í þéttbýli búa, nema fremur væri. Með aukinni tækni til hey- skapar og annarra bústarfa hefur það líka færst í vöxt að bændur og búalið bregði sér í skemmtiferðir. Fæst sveitafólk beinir þó förinni úr landi, enn sem komið er, held- ur lætur sér nægja að litast um hér á hólmanum, og er raunar ekki að litlu lotið, því svo hafa sagt mér glöggir sjáendur, sem víða hafa faríð, að óvíða eða hvergi sé að finna slíka unaðsreiti sem hér á þessu úthafsskeri okkar, sem Hrafna-Flóki heitinn var svo heppinn að uppgötva endur fyrir löngu, að sagt er. Blessað veri nafn hans. Komdu I Stígandi hugsar sér til hreyfings Hestamannafélagið Stígandi í Skagafirði hefur tekið upp þann sómasið, að efna til skemmtiferðar á hestum fyrir fé- lagsmenn einu sinni á sumri. Ég átti þess kost að taka þátt í förinni í fyrra og aftur nú í ár. í fyrra var farið „fram í Dali“, þ.e. Vestur- dal og Austurdal, skemmtilegt ferðalag en nokkuð strangt því farnar voru þrjár þokkalegar dagleiðir á tveimur dögum. Nú var förinni snúið í aðra átt, farið heim í Hjaltadal og Kolbeinsdal, og frá því ferðalagi skal nú lítil- lega sagt. Áformað hafði verið að „Vest- anvatnamenn" skyldu leggja upp frá Varmahlíð um 3-leytið á laugardegi og mæta Fram-Blönd- hlíðingum við Grundarstokks- brú. Haldið yrði síðan út Blöndu- hlíð, svo Úthlíðingar féllu sjálf- krafa inn í skipulagið. Það lætur að líkum að ánægjan af slíku ferðalagi, sem hér var stofnað til, er að verulegu leyti komin undir veðurfarinu. Og er brottfarardagurinn rann upp var veður bjart og gott og hélst svo til hádegis. En þá brá líka mjög til hins verra. Gerðist himinn þoku- þrunginn og gengu yfir snarpar rigningarhryðjur af norðri. Mun illviðrið hafa sett ýmsa aftur, sem ella hefðu farið, enda reyndist flokkur „Vestanvatnamanna" þunnskipaður, einar 5 manneskj- ur: Ottó Þorvaldsson og Erla Ax- elsdóttir, Víðimýrarseli, Þor- valdur Árnason og Ingibjörg Halldórsdóttir, Vatnsskarði og Ingimar Sigurjónsson Holtskoti. Úr Fram-Blönduhlíðinni kom enginn en úr Út-hlíðinni bættust við aðrir 5: Pétur Sigurðsson, Hjaltastöðum, Frosti, Konráð og Magnús Gíslasynir og Jórunn Sigurðardóttir, Frostastöðum, og einn handan úr Hegranesi, Ámi Gíslason, Eyhildarholti, 11 manns. En hestakostur ar bæði mikill og góður, þrír til jafnaðar á mann og einn að auki. Hótað bróða- birgðalögum Klukkan að ganga 6 var farið frá Frostastöðum. Menn dreyptu á vasapelunum eins og til nokk- urskonar mótvægis við hina utan- aðkomandi vætu og riðu síðan greitt gegn rigningunni, ákveðnir í því að láta bleytu og vosbúð hagga sér í engu frá því setta marki að ná heim til Hóla með kvöldinu og skoða Kolbeinsdal- inn að morgni. Hjá Hofsstaðaseli var áð um stund. Kom þá fram uppástunga um að panta kaffi hjá þeim hjónum, Herjólfi Sveinssyni og Margréti Ólafs- dóttur í Hofsstaðaseli og súpa það þegar komið yrði til baka annað kvöld. Öllum þótti þetta góð tillaga en einhver hreyfði því, að naumast væri viðeigandi að allir færu að hópast heim í Sel, því þar fengi enginn að borga kaffi. Af því reis sú spurning hvort yfir- leitt væri hægt að finna þarna nokkurn bæ, þar sem menn fengju að borga fyrir sig. Og við riánari athugun sýndist öllum að hann væri hreint ekki finnan- legur. Fararstjórarnir, Ottó í Víðimýrarseli og Pétur á Hjalta- stöðum, skáru líka skjótt og ákveðið úr málinu og tilkynntu, að ef einhver ágreiningur væri uppi, (sem raunar ekki var), þá myndu þeir gefa út bráðabirgða- lög um að farið skyldi heim í Sel „enda hvergi ánægjulegra að drekka kaffi en í gömlum og elskulegum torfbaðstofum", sagði Pétur fararstjóri, „ekki síst ef menn eru blautir og hraktir“, bætti Ottó fararstjóri við. Og þar með örkuðu fararstjórarnir, gild- ir menn og vörpulegir, heim í Hofsstaðasel að panta kaffið. Heim að Hólum Var nú haldið sem leið liggur út fyrir Gljúfurárbrú, austur yfir Viðvíkursveitina og fram Hjalta- dalinn vestanverðan. Regn og stormur fóru rénandi eftir að inn kom í Dalinn. Enginn vissi um veðurfregnir en öllum kom sam- an um að blíðskaparveður yrði að morgni. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Sunnudagur 2. desember 1984 -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.