Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 4
„Stór hópur
manna hefur
atvinnu af
dreifingu
fíkniefna
hér ó
landi"
Arngrímur ísberg
fulltrúi lög-
reglustjóra
tekinn á beinið
Fíkniefnamálin hafa verið í
brennidepli að undanförnu.
Sögur ganga um stóraukna
amfetamínneyslu og nýlega
lagði fíkniefnalögreglan hald
á stóran skammt af ofskynj-
unarlyfinu LSD. Þjóðviljinn tók
Arngrím ísberg fulltrúa lög-
reglustjóra tali af þessum
sökum og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar.
Er innflutningur fíkniefna til
landsins stundaður með skipu-
lögðum hætti eða er meira um
það að kunningjar slái saman í
skammta til cigin nota?
Á síðustu árum hefur meira
borið á því að um skipulegan
innflutning sé að ræða og það er
orðið nokkuð stór hópur manna
sem hefur það að atvinnu að
flytja inn og dreifa fíkniefnum.
Það virðist jafnframt vera reglan
að þeir sem flytja efnin til lands-.
ins neyti þeirra jafnframt sjálfir.
Hvað náið þið stórum hluta af
innflutningnum?
Það er útilokað að segja nokk-
uð til um það. Skrá okkar yfir
haldlögð fíkniefni gefur fyrst og
fremst til kynna hvaða efni eru á
markaðnum. Þar er mest áber-
andi hvað amfetamínnotkun hef-
ur stóraukist á síðustu tveim
árum.
Nú sýnir skráin að magn þeirra
efna sem iögreglan hefur lagt hald
á fer vaxandi ár frá ári. Bendir
það til vaxandi innflutnings eða
bættrar löggæslu?
Hún gæti sýnt hvort tveggja, en
þó held ég að muni mestu um
breytt vinnubrögð lögreglunnar
og stórbætta samvinnu lögreglu
og tollgæslu síðustu tvö árin. Við
hjá lögreglunni leggjum nú aðal-
áherslu á að komast fyrir rætur
vandans samkvæmt þeim Ieiðum
sem okkur er gert að starfa eftir.
Við leggjum megináherslu á að
komast að höfuðlausnum, stoppa
sjálfan innflutninginn.
Haflð þið orðið varir við heró-
ín í umferð?
Við höfum einu sinni tekið 0.3
grömm af heróíni af manni sem
var að koma til landsins frá Am-
sterdam. Annars höfum við ekki
orðið varir við að heróín sé í um-
ferð hér á landi. Þeir íslendingar
sem hafa ánetjast heróíni hafa
sest að erlendis. Við vitum dæmi
þess að íslendingar hafi flutt úr
landi til þess að stunda fíkniefna-
misferli.
Hvað hafa margir fengið dóm
fyrir flkniefnamisferli?
Frá 1974 til 1983 hafa verið
gerðar 2022 dómssættir og felldir
191 dómar. Dómssættirnar felast
alltaf í fjársektum, en dómarnir
felast flestir í óskilorðsbundinni
fangelsun og sekt að auki. Af
skýrslum má sjá að bæði dóms-
sáttum og dómum hefur farið
fjölgandi á tímabilinu, en dóms-
sættir eru að meðaitali 235 síð-
ustu 4 árin og dómar 35 á ári.
Hvernig refsingum er beitt
gegn dreiflngu fíkniefna?
Það eru sektir eða fangelsi. Við
beitum sektum meira hér en í
nágrannalöndunum. Refsingin
fer bæði eftir því hvaða efni um er
að ræða, hvaða magn og í hvaða
tilgangi það hefur átt að notast.
Þyngsta refsing sem hér hefur
verið dæmd var 3 1/2 árs fangels-
isdómur, sem mildaður var í 2 1/2
ár fyrir hæstarétti. Sá aðili hafði
aðallega gerst brotlegur erlendis.
Nýlega voru tveir íslenskir strák-
ar teknir með 150 grömm af hassi
í Svíþjóð. Þeir fengu mánaðar-
fangelsi hvor. Hér hefðu þeir
fengið háa fjársekt, 35-40 þúsund
krónur í staðinn. Norðmenn
beita enn strangari fangelsisdóm-
um en Svíar, svo dæmi sé tekið.
Hvar fer dreifíng eiturlyfjanna
helst fram hér í Reykjavík?
Fólk segir gjarnan að það hafí
keypt þetta á Hlemmi eða í
veitingahúsum eða annars staðar
þar sem fólk kemur saman. Það
getur verið auðveldast fyrir við-
komandi að segja slíkt, en ég held
að stór hluti dreifíngarinnar fari
einnig fram á heimilum stærstu
sölumannanna.
Hefur lögreglan einhver af-
skipti af ávana- og fíkniefnum
sem keypt eru út á lyfseðla frá
læknum?
Nei, við fáumst einungis við
þau efni sem eru bönnuð. Af-
skipti af sniffí eru til dæmis fyrir
utan okkar verkahring, þar sem
sniff er ekki bannað með lögum
með sama hætti og hassreykingar
t.d.
Tengist flkniefnadreifíngin hér
á landi öðrum afbrotum eins og
innbrotum eða ránum?
Okkur virðist lítil tengsl vera á
milli innbrota eða fjársvika og
fíkniefnabrota hér á landi.
Ástæðan er kannski sú að verðið
á fíkniefnum hér á landi er svo
hátt, að það þarf tiltölulega lítið
kapítal til þess að kaupa fíkniefni
erlendis og selja hér á landi með
hagnaði. Menn komast orðið
ódýrt til útlanda, jafnvel á víxl-
um, og fjármögnunin verður ekki
sú þraut fyrir fíkniefnasalana að
þeir þurfa að legjast í þjófnaði.
Það er innflutningurinn í gegnum
tollinn sem er þeim erfíðastur.
Nýlega hafa borist fréttir af því
að lögreglan hafí lagt hald á stór-
an skammt af ofskynjunarlyfínu
LSD. Er neysla þess að aukast aft-
ur eftir 10 ára hlé?
Já, LSD-neyslan datt niður
fyrir um það bil 10 árum vegna
hörmulegrar reynslu þeirra sem
urðu geðsjúkir af notkun lyfsins.
Það er svo langt um liðið, að þeir
sem eru í þessu núna muna ekki
eftir því sem gerðist. Þeir tengjast
þessu LSD-máli núna voru barn-
ungir þegar síðasta LSD-bylgjan
fjaraði út. Við höfum hins vegar
haft fréttir af því undanfama
mánuði að þetta lyf væri að stinga
sér niður aftur.
Telur þú að flkniefnaneyslan sé
vaxandi vandamál hér á landi?
Já, ég held að svo megi segja.
Á hverju ári bætast við nýir
neytendur, og þeir virðast vera
fleiri en þeir sem hætta. Ég held
að það fari ekki á milli mála að
neyslan fer vaxandi, sérstaklega á
amfetamíni. Annars ættu
heilbrigðisyfirvöldin að hafa
haldbetri upplýsingar um þetta.
Vinnur flkniefnalögreglan að
fyrirbyggjandi starfí?
Það er ljóst að þessum vanda
þarf meðal annars að mæta með
stórauknu fræðslustarfi, en það
ætti ekki að vera í verkahring lög-
reglunnar að sinna slíku. Það
kemur hins vegar fyrir að við
mætum á fundi eða í skólum til
þess að upplýsa um þetta vanda-
mál.
Eru fíkniefnamisferli skráð á
tölvuskrá?
Nei, en við höfum spjaldskrá
yfir þessi brot eins og önnur.
Þessi spjaldskrá er lokuð fyrir
öðrum en lögreglunni.
Hefur fíkniefnalögreglan gott
samstarf við almenning í landinu
um uppljóstrun flkniefnamála?
Við fáum lítið af beinum kær-
um vegna fíkniefnamisferlis eins
og tíðkast um önnur afbrot. Við
þurfum því að fara út í þjóðfé-
lagið og leita okkur upplýsinga.
Þess vegna er gott samband við
almenning okkur mikilvægt. Við
komum á sínum tíma upp síma-
númeri, þar sem hægt var að gefa
nafnlausar upplýsingar. Þetta var
gert að erlendri fyrirmynd en hef-
ur ekki borið mikinn árangur.
Það er hins vegar talsvert um það
að fólk hafi við okkur persónu-
legt samband, og það er í raun-
inni mun betra.
Er nægilega mikið unnið gegn
flkniefnavandanum hér á landi?
Finnst manni nokkum tímann
nóg að gert? Það má alltaf gera
betur. Þetta er eitt af því sem fólk
þarf að varast í nútímaþjóðfélagi,
og þessum vanda þarf að mæta
með stóraukinni fræðslu, fyrst og
fremst fyrir unga fólkið.
ólg.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1984