Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 19
// Seði Hallgrímskirkja / orqelsjóð // Fjársöfnun til kaupa á orgeli í kirkjuna Hafin er nú fjársöfnun til kaupa á orgeli í Hallgríms- kirkju. Forgöngumenn söfn- unarinnar eru Sigurbjörn Ein- arsson biskup, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, KnutÖdegárd, forsjóri og skáld, Salóme Þkelsdóttir alþingismaðurog Ingólfur Guðbrandsson forstjóri og söngstjóri. Þessir fimmmenningar hafa hafið söfnunina með því, að hver þeirra leggur fram 1000 kr. og skorar síðan hver um sig á tvo eða fleiri að leggja fram sömu upp- hæð eða lægri eftir vild og þannig koll af kolli. Nöfn gefenda verða birt vikulega í blöðum og innfærð í sérstaka bók, sem varðveitt verður í Hallgrímskirkju. Þeim, sem taka áskorun, verða sendir giróseðlar. Miðstöð söfnunarinn- ar verður í Hallgrímskirkju, sínii 10745. Kjörorðsöfnunarinnar er: Seðill í orgelsjóð. Nú þegar séð er að kirkjan verður nothæf innan tveggja ára er þessari söfnun hrint af stað með það að markmiði, að sam- eina þjóðina um að gefa Hall- grímskirkju orgel, sem henni hæfir og verður höfuðprýði henn- ar og þjóðarstolt. Hugmyndin er að fá sem flesta landsmenn til að eiga hlutdeild í þéim stórkostlega hljómi, sem innan skamms getur heyrst og eyru komandi kynslóða eiga eftir að heyra í Hallgríms- kirkju. Ennþá vantar aðstöðu hérlendis til þess að flytja mikils- háttar tónverk, einkum frábær skáldverk kirkjulegrar tónlistar. Ekkert orgel er til í landinu, sem fullnægir kröfum um túlkun þeirra meistaraverka, sem mest hafa verið samin fyrir kirkjuorg- el. Því geta íslenskir orgelleikarar ekki notið sín sem skyldi. Og fremstu snillingum erlendum í þeirri grein verður ekki boðið hingað til tónleikahalds. Hallgrímskirkja í Reykjavík, þjóðarhelgidómur íslands, þarf að eignast orgel, sem bætir að fullu úr þeirri vöntun og samsvar- ar kröfum menningarþjóðar. Hún er reist með það í huga m.a., að styrkjasamband listarog kirkj- u. Hún er helguð minningu eins mesta listamanns, sem þjóðin hefur átt. Hún er, sakir stærðar og yfirbragðs, ágætlega til þess fallin, að verða musteri göfugrar tónlistar og skila stórbrotnustu kirkjutónsmíðum. Takist vel til með lokafrágang Hallgrímskirkju, standa vonir til að hún verði musteri æðri hljóm- listar á heimsmælikvarða, þar sem hin fegursta lofgjörð í tónum mun hljóma um aldir. Auk góðs hljómburðar er vandað orgel ein af meginforsendum þess, að sá draumur rætist. -mhg ÞESSIR MENN STANDA Á MEININGU SINNI. . . . . .ENDA Á m SKÓM Þeír eru hlýir enda pelsfóðraðir • Þeir eru sterkir enda framleiddir úr besta fáanlega leðri, sem auk þess er sérstaklega vatnsvarið • Sólarnir veita viðnám á hálum fleti, þola olíur, sýrur og hita • ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.