Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 9
í tilefni sjónvarpsþátta Napóleonsdrauma - ætlaði að taka sjálfur völdin með nokkrum samstarfsmönnum sínum. En tvennt varð til þess að trufla þessi áform. Annarsvegar bana- tilræðið sem Lenín var sýnt í Moskvu, hinsvegar var Úritskí, einn af foringjum bolsévíka í Pét- urborg skotinn til bana. í báðum tilvikum voru að verki bráðlátir og hefnigjamir liðsmenn Þjóð- byltingarmanna. Þessum til- ræðum svaraði svo Tsekan með fjöldahandtökum og aftökum andstæðinga. Hvað hefði gerst? Sjónvarpsmyndaflokkurinn breski fer mjög nálægt atburðum, þótt ýmislegt sé einfaldað og fært til. Það er til dæmis rétt, að breski flotamálafulltrúinn í Pétursborg, Cromie, varði breska sendiráðið fyrir mönnum Tsekunnar með tvær skammbyssur í hendi - og felldi nokkra menn áður en hann væri skotinn sjálfur. Hitt er svo rangt að á meðan væri Reilly að hlaupa með morð fjár út um bakglugga sendiráðsins. Sidney Reilly hefur sjálfsagt verið einn þeirra sem trúðu á möguleika áræðinna einstaklinga til að grípa fram í fyrir gangi sög- unnar. Og víst var hann uppi á tímum, þegar tilviljanir ýmis- konar í samsærisfléttum sýnast geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hitt er svo víst, að spil þessa fyrir- rennara James Bond tókst ekki. Og að líkindum hefði hann í mesta lagi getað orðið til bráða- birgða einræðisherra í Rússlandi, sem hefði veltst úr sessi í uppgjöri miili sterkra andstæðra afla, sem var hvergi nærri lokið haustið 1918. ÁB tók saman. Njósnarinn sem cetlaði að steypa Lenín Undanfarnar vikur hefur sjónvarpið flutt framhalds- þœtti sem byggja á ferli breska njósnarans Sidney Reillys. En það er haft fyrir satt, að lan Fleming hafi haft þennan njósnara í huga þegar hann bjó til James Bond, þann mann sem um tíma varð einhver helstur huggari því saklausu fólki sem var nokkur eftirsjá í breska heimsveldinu. Altént áttu þeir það sameiginlegt Reilly og James Bond reyfar- anna að vera kvensamir, fffldjarfir og hafa fullan hug á að breyta gangi sögunnar upp á eigin spýtur. Sidney Reilly var fæddur í Odessu árið 1874 og segja sumar heimildir að móðir hans hafi ver- ið gyðingur en faðirinn írskur skipstjóri. Hann var málagarpur mikill og það kom fljótt í ljós að hann var snjall við að villa á sér heimildir - fór svo að hann varð snemma eftirlæti leyniþjónust- unnar bresku, sem sendi hann víða ýmissa erinda. í fyrri þáttum sagði meðal ann- ars frá því, að Reilly var orðinn milligöngumaður milli rúss- neskra innflytjenda og þýskra skipasmíðastöðva og notaði að- stöðu sína til að koma mikilvæg- um upplýsingum til bresku flota stjómarinnar um herskipasmíði Þjóðverja. Þetta mun allt eiga við rök að styðjast. þýddu m.a. að Okraína yrði gerð að þýsku leppríki. Bolsévíkar sættu ámæli m.a. af hálfu Þjóð- byltingarmanna, sem var öflugur og reyndar mjög róttækur bylt- ingarflokkur, sem boðaði eins- konar bændasósíalisma og átti sér alllanga hefð í hermdarverkum gegn pótintátum keisarans. En Lenín og hans menn vörðu sig með því, að dagur kæmi eftir þennan dag og innan tíðar myndi bylting öreiganna í Þýskalandi sjálfu sópa út úr sögunni þessari nauðungarfriðargerð. Úr mörgum þráðum Það er í þessu andrúmslofti sem Reilly spinnur sinn samsæris vef. Sjálfsagt hefur verkefni hans fyrst og fremst verið fólgið í að koma í veg fyrir að Þýska- land gæti sent það herlið sem bundið hafði verið á austurvíg- stöðvunum til að berjast í Frakk- landi. Og mátti þá stjórn bolsé- víka fjúka í leiðinni ef ekki vildi betur. (Óttinn við hugsanleg áhrif hinnar rauðu byltingar utan Rússlands mun hafa komið nokkru seinna mestan part). En Sidney Reilly hugsaði ekki þann- ig. Hann hafði hið naprasta hatur á bolsévíkum og allri róttækni Sidney Reilly sjálfur með þrjár af sínum mörgu konum. Hann er einatt talinn fyrirmyndin að James Bond. Mikið lagt undir En hæst tefldi Sidney Reilly í rússnesku byltingunni. Nokkrum mánuðum eftir valdatöku bolsévíka var hann kominn til Pétursborgar, sem þá iðaði og kraumaði af allskonar undarlegum samsærum. Hann kallaði sig fyrst M. Massino og kvaðst vera tyrkneskur kaupsýslumaður. Þegar ráð- stjórnin óttaðist að þýski herinn gæti náð Pétursborg á sitt vald flutti hún til Moskvu sumarið 1918 og Reilly hélt á eftir. Nú var hann kominn í leðurjakka bols- évískra kommissara og var búinn að verða sér úti um skjöl á nafn Sidney Relinskís og átti svo að heita að hann starfaði í sakamála- deild Tsekunnar (hinnar nýju lögreglu byltingarstjórnarinnar sem bæði átti að berjast við gagn- byltingarmenn og glæpamenn). Þessi fölsku plögg opnuðu hon- um margar dyr og þá fyrst að lett- neskum varðsveitum, sem áttu að gæta öryggis Leníns og annarra leiðtoga Ráðstjórnarinnar. En eins og menn muna, sem horfðu á þættina, var það mikilvægur liður f samsæri Reillys gegn sovét- stjórninni að fá til fylgis við sig ýmsa foringja lettnesku sveitanna. Flókin staða Á þessum misserum höfðu Bretar og önnur Vesturveldi mestar áhyggjur af því, að Lenín og samráðsmenn hans voru að semja sérfrið við Þýskaland (sem kenndur er við Brest-Litovsk). Lenín hafði heitið stríðsþreyttri rússneskri alþýðu friði, en friður þessi var dýrkeyptur. Sovét- stjórnin varð að ganga að afarkostum Þjóðverja, sem Lenín: sjónvarpsþættirnir ekki fjarri sanni. yfir höfuð. Þetta hér er haft eftir honum um þau mál: „Hér í Moskvu er að þróast erkióvinur mannkynsins. Ef siðmenningin verður ekki fyrri til að merja ófreskjuna í tæka tíð, mun skrímslið hvolfast yfir sið- menninguna." Því reyndi Reilly, eins og allvel kom fram í sjónvarpsþáttunum, að spinna samsæri úr mörgum þráðum. Hann notar sér óánægju Þjóðbyltingarmanna og þá ekki síst Borisar Savinkovs, til að espa þá til uppreisnar gegn bolsévík- um með fyrirheitum um breska aðstoð (sem varð svo í skötulíki). Þar fyrir utan stóð hann í sam- bandi við kunningja sína í hópi keisarasinna og í margnefndum sjónvarpsþáttum er hann að auki farinn að leggja snörur sínar fyrir kirkjuhöfðingja. Uppreisnartilraunir Þjóðbylt- ingarmanna í Moskvu og Jarosl- avl voru gerðar í júlí, en voru bældar niður. Snemma í ágúst gengu breskar, franskar og bandarískar sveitir á land í Ark- hangelsk, í Bakú og Wladivost- ok. Um leið vinnur Reilly af kappi að því að fá lettnesku sveitirnar til að handtaka alla helstu foringja bolsévíka á einu bretti, á fundi sem halda átti í Stóra leikhúsinu í Moskvu 28. ág- úst. Þeim fundi var svo frestað til 6. september, en Reilly vonaðist engu að síður til þess að þetta ævintýri gæti tekist. Þá bjóst hann við því að ráðstjórnin hryndi eins og spilaborg og hann - sem var enganveginn laus við Sunnudagur 2. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.