Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 20
_________Ólétt í stað þunguö Nú í vikunni kom út ný Ijós- prentuð útgáfa af Guðbrands- biblíu og var efnt til blaða- mannafundaraf þvítilefni. Þar var m.a. staddur sr. Eiríkur J. Eiríksson en hann á sæti í út- gáfustjórn Guðbrandsbiblíu. Hann var beðinn um að lesa smákafla úr þessari 400 ára gömlu bók og tók hann þann kost að lesa upphaf jóla- guðspjallsins. Það vakti at- hygli fáfróðra blaðmanna að orðalag í þessari gömlu biblíu var að sumu leyti skýrara og nútímalegra en í nýrri biblíuút- gáfum. Þar stendur til dæmis að María hafi verið ólétt en ekki þunguð og þar stendur að öll heimsbyggðin skyldi skattskrifast en ekki skrásetj- ast en fyrra orðið lýsir auðvit- að mun betur tilgangi Ágúst- usar keisara með skrásetn- ingunni. ■ Kálhausinn og ráðherrann Tíðindamaður okkar heyrði á tal þriggja manna nýverið, Bandaríkjamanns, Rússa og íslendings. Bandaríkjamaður- inn kvað það til vitnis um læknisfræðileg afrek þar vestra að körfuboltamaður einn hefði misst báða hand- leggina en þeir verið græddir á aftur og körfuboltakappinn aldrei betri en eftir þá aðgerð. Rússinn gortaði af fótbolta- manni einum frá Úkraínu sem hefði misst annan fótinn ofan við hné, limurinn saumaður á í sovésku sjúkrahúsi og væri þessi maður \ dag þeirra snjallasti sóknarmaður. Þetta er nú ekkert, sagði íslendin- gurinn. Við áttum einu sinni ráðherra sem varö fyrir því óhappi að missa höfuðið og þeir á Borgarspítalanum græddu á hann kálhaus í mis- gripum en hann hefur aldrei verið betri en einmitt nú! ■ Þjóðviljinn dýrafræðirit? Fyrr í vikunni birti Þjóðviljinn forsíðufrétt af sjóblautum erni sem hafði lent í grút vestur á fjörðum. Þessari frétt fylgdi vigaleg mynd af erninum. Daginn eftir var mynd af grimmdarlegri uglu á baksíðu. Þessu fylgdi svo frétt af hreist- urslosi í laxi. Þetta varð til þess að einn af lesendum blaðsins hafði samband og hafði á orði að Þjóðviljinn liti út einsog hálf- gert dýrafræðirit eftir að lif- fræðingur settist í ritstjórastól! Seinheppnir blaðamenn Það er ekki hægt að segja annað en blaðamenn Morg- unblaðsins og NT hafi verið ansi seinheppnir á dögunum. Málsatvik eru þau að Þjóðvilj- anum höfðu borist fregnir um að haförn væri væntanlegur til Reykjavíkur með áætlunar- flugi frá Patreksfirði. Er blaða- menn mættu tímanlega á flug- völlinn urðu þeir hálfhvumsa við er þeir sáu að í f lugstöðinni voru fyrir blaðamenn og Ijósmyndarar frá Mogga og NT. Við eftirgrennslan kom fram að starfsbræðurnir voru á leið til Þingeyrar í boði Flug- málastjórnar og höfðu ekki neina hugmynd um komu arn- arins. Þögðu Þjóðviljamenn þunnu hljóði og létu sem þeir væru á leið til Þingeyrar einn- ig- Hitt var verra að von var á vélinni frá Patró nokkru áður en Þingeyrarvélin átti að fara í loftið. Því voru góð ráð dýr að halda arnarfréttinni leyndri. ( millitíðinni fjölmenntu sjón- varpsmenn í flugstöðina en þeir höfðu haft fregnir af komu arnarins. Þrátt fyrir að þeir Búið að loka Þlngeyrarvélinnl í baksýn og örnlnn teklnn fram á ný. Mynd: E.ÓI. stilltu upp sínum tækjum á miðri flugbrautinni eftir að vél- in frá Patró var lent, sátu Mogga- og NT-menn sem fastast í flugstöðinni og biðu eftir sínu útkalli. Með góðri samvinnu við starfsmenn flugvallarins var örninn síðan hafður afsíðis á vellinum rétt á meðan blaða- mennirnir sem beðið höfðu í flugstöðinni gengu um borð í Þingeyrarvélina sem var stað- sett rétt í námunda við amar- búrið. Þegar vélin var tilbúin í flugtak, var arnarbúrið tekið aftur fram og sett um borð í sendibíl sem beðið hafði álengdar og ekið með örninn beinustu leið á Náttúrufræði- stofnun, en yfir borginni kli- fraði Þingeyrarvélin með blaðamenn stjórnarblaðanna.B — Þessi orö eru í Orðabók Menningarsjóðs, en þar eru einnig þúsundir af öðrum íslenskum orðum. — Orðabók Menningarsjóðs, ný og endurbætt, ómissandi „Ólsari, Ólsari, mi^ vantar Ólsara!' „Hvar sl<yldu Mundíufjöll vera?" „Hvenær er Krossmessa?" „En snióugtvitió þió hvaó ma^áll Þýóir?" „Þaó eru mörg mannanöfn í ORÐABÓK MENNINGARSJÓDS ORDABÓK MENNINGARSJÓDS ■bók full af oróum Bókaúfgáfa /V1ENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVlK • SfMI 621822

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.