Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Karlarnir eru ekki œviráðnir Tvær ungar og hressar konur, Jónína Jónsdóttir og Elísa- bet Arnarsdóttir voru komn- ar alla leið norðan frá Sauðár- króki á þing ASÍ. Þær voru þar sem fulltrúar fyrir Verka- kvennafélagið Ölduna, og báðar eiga tvö börn. Þær voru sammála um að nú til dags ætti það ekki að vera erfitt fyrir áhugasamar konur að starfa ötullega í verkslýðshreyfingunni. „Tímarnir eru breyttir" sagði Jónína. „Karlmenn eru orðnir miklu meiri þátttakendur í heimilishaldi og barnapössun en áður. Eiginmenn okkar beggja sjá til dæmis um börnin þegar við erum að stússast í verkalýðsmál- um einsog núna. Það er ekki vandamál. Og hafi konur raun- verulegan áhuga á að taka þátt í störfum stéttarfélaga, þá er það hægt“. „Hins vegar er konum stund- um haldið niðri í verkalýðshreyf- ingunni af körlunum“, bætir Elísabet við og báðar segjast þær vera ósammála hvernig staðið er að því að fjölga konum í mið- stjórninni. „Þetta er heldur lúa- leg aðferð. Það er ekki reynt að fækka körlunum heldur er bætt við fulltrúum svo hægt sé að koma konum aö!! Þetta er hálf- gerð svívirðing." Elísabet bætir við, að þetta sé nokkuð einkenn- andi fyrir vinnubrögð sem stund- um sjáist: „Karlarnir vilja ekki fara. Þeir vilja ekki sleppa sínum stöðum, og halda oft að þeir séu æviráðnir." -ÖS Jónína Jónsdóttir og Elísabet Arnarsdóttir frá Öldunni á Sauðárkróki: Tímarnir eru breyttir. Mynd-eik. Konur orðnar kröfuharðari Sigurbjörg Jónsdóttir, frá Verkalýðsfélaginu Fram á Seyðisfirði hefurveriö virk um talsverðan tíma í stéttarfé- lagi sínu fyrir austan. Hún er jafnframt fjögurra barna móð- Sigurbjörg Jónsdóttir, Fram á Seyðisfirði: Konur vinna tvöfaldan vinnudag. ir, hið yngsta er sjö ára, og hún vinnur úti allan daginn. „Það er vissulega mjög erfitt fyrir konur að starfa af fullum krafti innan stéttarfélaganna meðan börnin þeirra eru mjög ung. Sérstaklega auðvitað ef kon- an þarf líka að vinna utan heimil- isins allan daginn eða hluta úr degi. En tekjumar eru nú víðast hvar þannig, að konur þurfa þess til að framfleyta fjölskyldunni." „Auðvitað ætti ástandið að vera þannig að konur ættu að eiga jafna möguleika á því að starfa í stéttarfélögum á borð við karl- ana. En það er náttúrlega stað- reynd að það lendir mun meira á konum að sjá um heimilin en körlunum. Þetta er hins vegar að breytast, konur eru orðnar kröfu- harðari og láta ekki segja sér fyrir verkum lengur. Mennimir eru líka orðnir miklu skilningsríkari en áður. Sjálf á ég mann sem vinnur í vélsmiðju allan daginn. Hann kemur heim klukkan hálf- fimm og sér þá um kvöldmatinn fyrir fjölskylduna. En líklegast er ég heppin. Hann hefur alltaf hvatt mig fremur en latt til að fara á fundi í verkalýðsfélaginu og ævinlega tekið góðan þátt í heimilishaldinu". -ÖS LEIÐARI Konur í sókn Á þingi ASÍ var Guðríður Elíasdóttir kosin annar af varaforsetum sambandsins og er þar með fyrsta konan sem gegnir jafn þýðingar- miklu embætti innan verkalýðshreyfinaarinnar. Enn hefur engin kona verið forseti. A þinginu gerðist það jafnframt að sjö konur voru kosnar inn í miðstjórnina og mynda nú þriðjung hennar í fyrsta sinn. Þetta er auðvitað gleðileg þróun og jákvæð og sýnir það að Alþýðusamband íslands breytir sér í takt við kröfur tímans. Það opnar sig fyrir þeirri þróun sem hvarvetna á sér stað í þjóðfé- laginu í dag: konur stígafram á sviðið og heimta rétt sinn og engar refjar. Þriðjungsaðildin er auðvitað einungis skref í átt að þeim helminga- skiptum kynjanna sem endanlega hlýtur að verða stefnt að. í bili er staðan þó sú, að konur eru einungis þriðjungur fulltrúa á þingi ASÍ og hlutföll miðstjórnar endurspegla það á eðlilegan máta. En hvernig er fyrir konur að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar, - eiga þær örðugar uppdráttar en karlmennirnir? Á ASÍ þingi leitaði Þjóðviljinn álits nokkurra einstaklinga. Þrátt fyrir mismunandi svör var það efnislega samdóma álit flestra að sökum þess hlutverks sem konur lenda yfirleitt í á heimilum þjóðarinnar, þá ættu þær tiltölulega erfiðar með að vera virkar í stétt- arfélögum. Þannig sagði Ólína Halldórsdóttir úr Iðju í Reykjavík: „Ungar konur hafa mjög takmarkað- an tíma. Það er nú einu sinni svo, að launin í dag eru svo afskaplega lág og skattarnir svo háir að bæði hjónin þurfa alltaf að vinna, ef þess er mögulegur kostur. Þegar konan kemur dauðþreytt heim, þá bíður hennar að sjá um heimilið í flestum tilvikum, elda, staga og sinna börnum. Auðvitað hefur hún þá hvorki tíma né þrek til að vera utan heimilisins virk í stéttarfé- laginu sínu“. Þetta er að líkindum í hnotskurn sá vandi sem konur búa við í dag varðandi þátttöku í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Það ergamla sagan: sökum stöðu sinnar í endurnýjunarferli mann- skepnunnar lenda þær í ákveðnu hlutverki innan fjölskyldunnar sem hamlar þátttöku þeirra oftar en ekki í námi, starfi utan heimilis og leik. Þessu þarf auðvitað að breyta, en það verður líka að segjast að sökum markvissrar baráttu kvenna sjálfra hefur átt sér stað hæg þróun til hins betra. Þannig lýsa stöllur tvær frá Sauðárkróki því yfir, að „tímarnir eru breyttir. Karlmenn eru orðnir miklu meiri þátttakendur í heimilishaldi og barnapössun en áður... Og hafi konur raun- verulegan áhuga á að taka þátt í störfum stétt- arfélaga, þá er það hægt“. Sé svo, þá er það auðvitað afskaplega gott. Hins vegar er að líkindum töluvert í að konur njóti sín til jafns við karlmenn í starfi innan stétt- arfélaga. Við skulum ekki gleyma því að þær fá ekki alltaf hlýjar viðtökur, og í því sambandi skal minnt á þær kveðjur sem Bjarnfríður Leósdóttir fékk á frægum fundi í verkalýðssamtökum í vor leið. Verkalýðshreyfingin verður jafnfamt að styðja baráttu kvenna á annan veg en þann einn að kjósa fleiri konur til trúnaðarstarfa. Aukið rými fyrir dagvistun barna, samfelldari skólar, störf inni á heimilum verði metin sem starfsreynsla úti á vinnumarkaðnum; allt eru þetta mál sem verkalýðshreyfing, sem ekki vill láta kalla sig gelda karlastofnun, þarf að láta taka til sín. Baráttan fyrir jafnrétti kynja er ekki bara einkamál kvenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.