Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA / verka ri naunn Dagheimili á vegum hreyfingarinnar? Sigurbjörg Lundholm: Konurnar vinna úti og bera líka þungann af heimilinu. Sigurbjörg Lundholm, úr Sókn í Reykjavík: „Þaðer ekki nokkur vafi á að það er mikið erfiðara fyrir konurnar en karla að taka virkan þátt í störfum verkalýðshreyfingar- innar. Og það tel ég aðal- ástæðuna fy rir því að þær eru yfirleitt færri á meðal þeirra sem eru í stjórnum og nefnd- um.“ „Það gefur auga leið að þær bera oftast nær ábyrgð á börnum og sjá um heimili. I dag er ástand- ið líka þannig, að flestar konur verða að vinna úti ef þær mögu- lega geta. Tekjur heimilanna bara leyfa ekki annað. Hvernig eiga þær svo að geta farið dauðþreyttar á fundi? En þær sem geta það mögulega, þær gera það oft. I mínu félagi er mikið af stéttvísum konum sem þykir virkilega vænt um félagið sitt og margar fara lítið út af heimilun- um nema á fundina.“ „En það er ef til vill líka önnur ástæða sem veldur því að konur eru minna áberandi en karlarnir í verkalýðshreyfingunni. Þær treysta sér minna til að tala á fundum og láta til sín taka þar. Og það á sinn þátt í að færri konur en karlar komast „upp“ í verkalýðshreyfingunni. Hvernig mætti bæta úr því? Það er erfitt. Við ættum að hvetja konur meira í okkar hópi. Kann- ski ættum við líka að reyna að beita verkalýðshreyfingunni meira í þeim málum sem lúta beint að konum. Ef þær sæju að stéttarfélögin tækju vel á málum sem snerta þær beinlínis þá gæti vel verið að þeim þætti meira til þeirra koma og yrðu fyrir bragðið virkariíþeim. Égtekdagvistar- mál sem dæmi. Auðvitað ætti verkalýðshreyfingin að beita sér í þeim, styðja það mál á alla vegu. Hvers vegna rekur verkalýðs- hreyfingin ekki dagheimili sjálf? Mér skilst það séu til aurar...“ -ÖS Ólína Halldórsdóttir, Iðju í Reykjavík: Erfitt fyrir ungar konur með böm. Konur eru hlédrœgari Ólína Halldórsdóttir úr Iðju í Reykjavík sagði að það væru ótrúlega margar góðar konur á vinnustöðunum sem því Karlarnir bölvaðir hrosshausar! Konur eiga tvímælalaust erf- iöar með að taka virkan þátt í starfi stéttarfélaganna en karlar. Þú tekur til dæmis eftir því ef þú lítur í kringum þig hérna á ASÍ þinginu að það er sáralítið af ungum konum. Þetta sagði Gísli Gíslason frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. „Það er fyrst og fremst þegar búið er að koma upp bömunum sem konumar fara að geta tekið virkan þátt í félögunum. Dagvist- Gísli Gíslason, verslunarmaður úr Reykjavík: Tvímælalaust erfiðar fyrir konumar. un náttúrlega leysir þetta mál ekki, því fundartími í stéttarfé- lögunum er yfirleitt alltaf á kvöldin.“ „Það er nefnilega þannig, að karlamir em bölvaðir hross- hausar. Þeir hafa ekki talið það sitt verk að passa börn og heimili. En það er nú sem betur fer dálítið að breytast og raunar að verða allt öðm vísi en þegar ég var sjálf- ur að ala upp. Nú skipta þeir um bleyjur og elda, svo konunum ætti auðvitað ekki að verða skotaskuld úr að taka jafn virkan þátt í starfi verkalýðshreyfingar- innar og karlamir. En hérna áður fyrr, þá vom nú karlmennimir alltaf að gera eitthvað, - ja, eitthvað annað skulum við segja...“ -ÖS miður sæjust ekki á samkom- um einsog ASÍ-þingum. „Ungar konur hafa mjög tak- markaðan tíma. Það er nú einu sinni þannig að launin í dag em svo afskaplega lág og skattarnir svo háir að bæði hjónin þurfa alltaf að vinna, ef þess er mögu- legur kostur. Þegar svo konan kemur dauðþreytt heim þá bíður hennar að sjá um heimilið í flest- um tilvikum, elda, staga og sinna bömum. Auðvitað hefur hún þá hvorki tíma né þrek til að vera utan heimilisins virk í stéttarfé- laginu sínu. Þess vegna eiga ung- ar konur að minnsta kosti erfiðar með að starfa í verkalýðshreyf- ingunni. Þú sérð það líka, ef þú skoðar þær konur sem vinna í stéttarfélögunum, að það eru annað hvort ungar stúlkur sem sinna félagsmálunum og em þá ekki búnar að eiga böm, eða kon- ur sem eru búnar að koma upp bömum. Málið er bara þannig, að þó konur vilji vera virkar þá komast þær bara ekki. Það er svo tímafrekt að sjá um bömin, væni minn.“ „En svo er ég líka á þeirri skoðun, að konumar séu hlé- drægari. Þær ota sér miklu minna fram. Og þá kemur af sjálfu sér að þær veljast í minna mæli en karlamir í hæstu trúnaðarstöð- umar í verkalýðshreyfingunni. En þú sérð þetta er nú að breytast, á ekki að fjölga konum bara talsvert mikið í miðstjóm ASÍ?“ _ÖS Sunnudagur 2. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.