Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 14
Jólin nálgast # # # # # # # # # # # # # # 0§D c§3 Viö erum byrjuð að pósta jólagjafirnar til ættingja og vina erlendis. Ullarvaran er alltaf lang vinsælust Værðarvoðir jakkar hyrnur sjöl húfur vettlingar Við sendum um alian heim. Allar póstsendingar eru tryggðar. Úrval gæði þjónusta íslenskur heimilisiðnaður sími 11785 Viðskiptafræðingur Búvörudeild Sambandsins óskar eftir að ráða við- skiptafræðing af endurskoðunarsviði. Starfssvið hans er umsjón með rekstri og áætlanagerð deildarinnar. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra er veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 12. des. n.k. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Menningar-aðventa í Gerðubergi Nemendur Leiklistarskóla íslands flytja: Þorpið eftir Jón úr Vör, sunnudaginn 2. desember kl. 15.30. Gerðuberg BÆJARRÖLT Píanóflutningar er eitt hið hvimleiðasta fyrirbæri sem um getur og er leitt að geta ekki borið fyrir bakverk í hvert sinn sem kunningi eða ættingi biður um aðstoð í þá veru. Eg lenti rétt einu sinni í píanóflutningi sl. fimmtudag og eini ljósi punktur- inn við flutninginn var að ekki var um flygil að ræða. Ég hef nefni- lega líka lent í flygilsflutningum og það er stórfenglegasta puð sem ég hef komist í um ævina. lenda / r pianor uming Ég gat illa skotið mér undan þátttöku á fimmtudag þar sem engin önnur en sjálf konan mín var að fá lánað píanó hjá vinkonu sinni. Ég hringdi í mág minn sem er stór og stæðilegur maður og hann féllst á að hjálpa til og bar ekki við bakverk. Svo var haldið upp í Árbæjarhverfi og treyst á heimamann þar sem píanóið var og sendibflstjórann sem þriðja og fjórða mann. Heimamaðurinn reyndist hins vegar bakveikur og sendibflstjóranum leist ekki á blikuna, spurði hvort við værum vanir píanóflutningum. Við mágur minn létum alldrjúglega yfir því en hann mældi oickur út og hristi höfuðið. Þar að auki sagði hann að þyrfti að setja pía- nóið upp á endann til að koma því út úr herberginu sem það var í og það væri ábyrgðarhluti með svo dýran grip. Éftir nokkurt japl og jaml og fuður lýsti hann yfir að hann treysti sér ekki í píanóið með okkur afarmennunum. Við- báðum hann í guðanna bænum að kalla út nettan mann sem treysti sér af stöðinni. Hann gerði það en ekki veit ég hvað hann hefur sagt í talstöðina því að hann tjáði okkur að enginn af stöðinni treysti sér til verksins. Það var nú það. Þetta leit ekki björgulega út og voru góð ráð dýr. Mágur minn hringdi neyðarhringingu í syni sína, unga og stælta og skipaði þeim að koma hið snarasta og bregðast ekki liðstón sinni.Kon- an mín hringdi í aðra sendibfla- stöð og þar var ekkert að vanbún- aði. Brátt komu drengimir og gamall og vaskur sendibflstjóri sem tók létt á málunum. Sá sem gafst upp var ungur. Það kom auðvitað í Ijós að ekki þurfti að setja píanóið upp á endann til að koma því út úr herberginu og svo var bmgðið böndum á gripinn og síðan hófst erfiðið. Eldrauðir, másandi og blásandi bárum við stykkið niður tvo stiga og alla leið út í bfl og sama sagan var svo endurtekin heima hjá mér þegar það var flutt þar inn. Seinna um kvöldið sat ég hreykinn, rjóður og feginn við eldhúsborðið með rauðvínsglas í hendi og naut aðdáunar konu minnar fyrir krafta og dugnað. Ég lét lítið yfir þreytu og bakverk en auðvitað var ég búinn að vera. Svo tók konan létta æfingu á píanóið en ég hlustaði á Hjölla Gutt, Sverri og fleiri kappa takast á um álmálið í útvarpinu. Kjartan Jó, fallkandidat úr Alþýðu- flokknum, sagði að við þyrftum að hafa samvinnu við útlendinga til að minnka áhættu. Þá datt mér í hug að ég hefði kannski átt að kalla út „Vamarliðið“ til aðstoð- ar við píanóflutninginn. Það hefði sannarlega minnkað áhætt- una. En þá hefði ég hvorki setið hreykinn, rjóður né feginn við eldhúsborðið. En kannski fullur. - Guðjón AB Akranesi Fullveldisvaka 1. desember verður haldin fullveldisvaka í Rein og hefst hún kl. 20.30. Guðrún Helgadóttir alþingismaður flytur ræðu. Kristín Ól- afsdóttir syngur við undirleik Valgarðs Skagfjörð. Sveinn Kristins- son flytur frumsamið efni. Léttar veitingar. Félagsmenn og stuðn- ingsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin Árni Edda Gunnar Vemharður ABfí Breiðholti 1. desember - List á laugardegi Samkoma haldin í Gerðubergi laugardaginn 1. desember og hefst hún kl. 14.30. Dagskrá: 1) Fiðlukvartett nemenda úr Tónlistarskóla Sigursveins leikur. 2) Ámi Bergmann les úr nýrri skáldsögu sinni, með kveðju frá Dublin. 3) Edda Andrésdóttir les úr bók sinni og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini. 4) Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir flytja innlendar og erlendar söngvísur. Kynnir er Vernharður Linnet. Kaffistofan opjn. Aðgangseyrir 50 kr. fyrir fullorðna. ABR Breiðholtl. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1984 AB Akureyri Félagsfundur Fundurinn verður haldinn í Lár- usarhúsi sunnudaginn 2. des. kl. 20.30. Fundarefr.i: 1. Sagt frá flokksráðsfundinum. 2. Stefnu-umræðan. 3. Önnur mál. Félagar, mætið vel og stundvís- lega. - Stjórnin. ÆFfíON: Kvenna- og jafnréttisbarátta Æskulýðsfylkingin í Reykjavík og nágrenni heldur opinn fund um kvenna- og jafnréttisbaráttu, þriðjudaginn 4. des. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Arna Jónsdóttir, Svava Guðmundsdóttir og Margrét Óskarsdóttir munu fjalla um of- angreint efni, og á eftir verða al- mennar umræður. Nánar auglýst síðar. Fjölmennið. - ÆFRON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.