Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 11
leim í dalinn minn Við Nautabúsána hafði brú- argerðarflokkur Jónasar Snæ- björnssonar slegið tjöldum sínum og skúrum. Þar var áð um stund og í þann mund bar þar að í bíl við annan mann Pál Sigurðsson, sem lengi var kenndur við Forna- hvamm, síðar Varmahlíð og er nú orðinn Hólaráðsmaður. Hann átti okkar von til Hóla en þótti förinni hafa seinkað óeðlilega og var nú kominn tilað grennslast eftir hvað orðið hefði til tafar. Við kenndum veðrinu um sein- læti okkar og mátti það að sumu leyti til sanns vegar færa. Var nú settur hestur undir Pál, enda af nægu að taka í þeim efnum, og riðið beint á Hólastað. Engar rœður en mikill söngur Hinn nýi skólastjóri, Gunnar Bjarnason, stóð fyrir dyrum úti og bauð flokkinn velkominn í ríki sitt. Fylgdust þeir Páll og fleiri raunar, með okkur ofan að fjár- húsum en þar skyldu hestarnir geymdir í girðingarhólfi. Bauð Gunnar síðan mannskapnum til borðstofu heima í skóla. Var það vel þegið því þótt allir væru nest- aðir í betra lagi var þó alltaf hres- sing í því að fá góðan kaffisopa. I Hólaborðstofu var setið að góðum veitingum hátt á annan klukkutíma, engar ræður fluttar, sem betur fór en á hinn bóginn sungið svo hressilega að heyra mátti á næstu bæjum. Gekk Ottó fararstjóri hraustlegast fram við sönginn enda raddmaður drjúg- um meiri en almennt gerist. Aft- ur á móti gerðist Pétur fararstjóri fljótlega ókyrr nokkuð í sæti. Varð honum tíðgengið til eldhúss á fund griðkvenna, sem þar voru margar, blómlegar og broshýrar. Kvaðst Gunnar skólastjóri ekki skipta sér af slíkum samfundum meðan hvorugur aðili kvartaði undan hinum, og mæti enda mik- ils sjálfsbjargarviðleitni manna. Leið nú að háttatíma. Hafði karlfólkið náttstað í annarri kennslustofunni. Voru þar inni hlaðar miklir af teppum og dýn- um svo að ekki skorti sængurbún- að, enda luku allir upp einum munni að morgni um ágæta gist- ingu og ekki síður kvenfólkið, en hvar það hefur annars eytt nótt- inni hef ég ekki hugmynd um og veit ekki betur en það sé óráðin gáta enn í dag. Að morgni var komið blíð- skaparveður, logn og hreinviðri og hélst svo þann dag allan heima í dölunum. Byrjað var að því að hyggja að hestunum og láta út tvo eða þrjá, sem inni voru, en þeir eru þann veg íþróttum búnir, að þeim heidur engin girðing og þótti því ekki annað vogandi en hýsa þá. Um kl. 10 var enn boðið til kaffidrykkju. Skólastjóra fund- um við ekki. Hann þurfti að heiman snemma um morguninn. Nokkru síðar bauð Páll okkur öllum í sitt einkaríki. Sýndi hann þar enn, sem engum mun þó hafa verið ókunnugt um í þessum hópi, að hann er örlátur vr.iandi. í Kolbeinsdal Um 12-leytið var haldið úr hlaði á Hólum. í hópinn höfðu nú bæst tveir Hólamenn, Ásgeir Gestsson frá Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi og Hallgrímur Snorrason, læknis Hallgrims- sonar. Og á Víðineseyrum komu til móts við okkur Hallgrímur Pétursson á Kjarvalsstöðum Svava Antonsdóttir kona hans og tveir krakkar þeirra hjóna. Þann- ig var þetta orðinn 17 manna flokkur og máttu fararstjórarnir teljast fullsæmdir af, þar sem allt var þetta einvalalið. Kolbeinsdalur liggur austan Hjaltadals og samhliða honum til að byrja með, en sveigir síðan til austurs. Upp úr honum liggur forn og fyrrum fjölfarinn vegur yfir Heljardalsheiði til Svarfaðar- dals. Lágur háls deilir dölunum fram að Hólum en þá tekur Byrð- an við. Greiðfærar götur liggja upp frá Víðinesi og yfir hálsinn. Var bráðlega riðið í hlað á Skriðulandi en þar var nú enginn Kolbeinn fyrir til að fagna gest- um. Samt áðum við um hríð þar í hlaðvarpanum og tókum fram nesti, en hestarnir hámuðu í sig safaríkt túngresið. Eftir eru tvö af tíu Kolbeinsdalur er nú eyðilegur orðinn og sér þar að jafnaði lftt til mannaferða. Þar voru lengst af 8 býli í byggð og um eitt skeið 10 en tvö ein eru nú eftir. Eru þá Sleitu- staðir talin ein jörð en þar hefur nú raunar myndast merkilegur vísir að þorpi. Sleitustaðir eru neðsti bærinn í dalnum og er þar staðarlegt heim að líta. Þar hafa þau Sigurður Þorvaldsson og Guðrún Sigurðardóttir búið síð- an 1914 og svo börn þeirra og tengdafólk svo þar eru nú sex fjölskyldur. Um 1850 reistu sunn- lensk hjón nýbýli í landi Sleitu- staða, er Kringlugerði nefndist. Byggð hélst þar að mestu í aldar- fjórðung en síðan ekki söguna meir. Næsti bær við Sleitustaði er Smiðsgerði, snotur jörð og ágæt- lega hýst. Þar bjuggu í 12 ár (1864-1876), Guðmundur Pét- ursson, föðurbróðir dr. theol. Friðriks Friðrikssonar og kona hans, Þorbjörg Finnbogadóttir. Síðan 1920 hafa búið í Smiðsgerði Guðmundur Benjamínsson og Anna Jónsdóttir. Þá tekur við Sviðningur. Þar gerðist sá hörmulegi atburður 23. des. 1925 að snjóflóð féllst á bæ- inn og fórst þar annar bóndinn, Sölvi Kjartansson, ásamt tveimur öðrum. Síðan hefur Sviðningur ekki byggst en er nytjaður frá Smiðsgerði. í fjallinu fyrir ofan Sviðning er klettur einn sérkenni- legur, er nefnist Hreðuklettur og er talinn hafa tekið nafn af Þórði hreðu. Innan við Sviðning tekur Saurbær við. Þar er fjölbreyttari gróður en annarsstaðar í Kol- beinsdal og þótt víðar væri leitað. Meðal annars vex þar einir. Saurbær er falleg jörð og búsæld- arleg. Samt sem áður hefur hún verið í eyði síðan 1942. Þá er það Skriðuland. Nafnið bendir til þess að þar sé hætt við skriðuhlaupum, enda er fjallið ofan við bæinn klettótt og bratt hið efra. Ekki veit ég þó til þess að skriður hafi fallið þar til veru- legra skemmda síðan 1858, en þá var líka svo nærri gengið, að jörð- in fór í eyði. Að vísu þurfti hún ekki að bíða nema eitt ár eftir nýjum ábúanda en langur tími leið þó þar til kalla mátti að nokk- urnveginn greri um heilt. Seinast bjó á Skriðulandi Kolbeinn Krist- insson, ljóngáfaður fræðaþulur. Hann flutti til Akureyrar og síðan hefur ekki verið búið á Skriðu- landi. Næst koma Bjamastaðir. Þar bjó í 5 ár Jósef J. Bjömsson, fyrram skólastjóri á Hólum, frá 1887 til 1892, ásamt konu sinni, Hólmfríði Björnsdóttur. Jósef seldi jörðina Hóla- og Viðvíkur- hreppum, sem lögðu hana til afréttar, og mun ekki hafa verið búið þar síðan 1895. Fremst í landi Bjarnastaða, frammi við Heljará, voru beitarhús frá Bjarnastöðum og nefndust Bjarnastaðasel. Þar voru bæjar- hús byggð 1873 og hélst byggð þar til 1887. Hafa nú verið taldir upp þeir bæir, sem voru austan- og norðan-megin Kolbeinsdalsár. Tvær jarðir voru byggðar vestan ár og heitir sú fremri Fjall. Þar hefur ábúð verið slitrótt síðan 1936 og nú gengur þar enginn lengur um garða. - Loks koma svo Unastaðir. Þar hélst byggð lengur ená flestum jörðum öðr- um í Kolbeinsdal en nú eru Una- staðir einnig komnir í eyði. Nýtt landnöm? Ekki get ég að því gert,að ég sé eftir þessum býlum. Veit ég þó vel, að til auðnar þeirra liggja að ýmsu leyti eðlilegar orsakir. Þessi býli hafa verið með þeim ann- mörkum að þau fullnægja engan veginn þeim kröfum, sem maður 20. aldarinnar gerir um afkomu- möguleika. En eins og nú háttar orðið um margvíslega tækni er til- tölulega auðvelt úr þeim ann- mörkum að bæta, sumum hverj- um a.m.k. Kolbeinsdalur er falleg sveit. En hann er meira. Hann er vafinn kjarnmiklum gróðri. Sauðfjár- Iand er þar með ágætum. Rækt- unarmöguleikar eru þar misjafnir að vísu, en þó hygg ég að á öllum jörðunum séu þeir töluverðir og sumsstaðar mjög miklir. Veiði ætti að vera unnt að koma upp í ánni. Hvað er þá að? Jú, snjó- þyngsli munu vera í Kolbeinsdal. En þau eru víðar og hafa ekki allsstaðar leitt til landauðnar. Ég hygg að samgönguleysið hafi reynst dalbúum þungbærast. Ak- fær vegur er ekki fram dalinn. Og það er borin von nú til dags að menn uni þeim margháttuðu erf- iðleikum, sem af vegleysinu leiða. Það blæs að vísu ekki byrlega fyrir bændum nú. Skammsýn og óbilgjörn stjórn- og verðlagsyfir- völd leggjast á eitt um að þrengja kosti þeirra með margvíslegu móti.En úr þrengingunum kann að rætast fyrr en varir. Landið er nú þrátt fyrir allt ekki stærra en svo að þjóðin mun koma til með að þurfa á því öllu að halda. Þá verður tekið að nema landið á ný. Þá ætti „nýbýlastjórn" þeirra tíma að bregða sér heim í Kol- beinsdal. Eftir þá heimsókn er ekki að vita nema þessi fallegi dalur, sem nú hefur naumast nema af farandfólki að segja, verði á ný athvarf starfsfúsra og bjartsýnna landsnámsmanna. Leiðarlok Við höfum nú riðið út dalinn vestanverðan. Áð er um stund hjá Sleitustöðum. Norðankuls tekur að gæta er við nálgumst sjó- inn og þokubólstrar byrgja him- in. Þegar komið er vestur í Við- víkursveitina skilja Hjaltdælir við hópinn, og halda heimleiðis. Þeir voru góðir ferðafélagar. Förinni er hraðað fram í Hofs- staðasel. Þar bíður kaffið.Karl vinnumaður í Seli er mættur nið- ur við veg. Hann lítur eftir hest- unum meðan við tefjum. Og þeir mega vera meira en lítið óstýri- látir ef Kalli missir af þeim. í Hofsstaðaseli bíður okkar hrok- að borð hinna ágætustu veitinga. Og það er fjörugt baðstofulíf þennan klukkutíma, sem staðið er þar við. Og nú tekur að slitna méir og meir úr hópnum og hver heldur heim til sín. Áreiðanlega sér eng- inn ferðafélaganna eftir því að hafa ekki látið úrfellið og norðan- belginginn hamla för sinni í gær. - mhg. Ferðasaga fundin a lúnum blöðum Ottó Þorvaldsson með tvo gæðinga sína. Sunnudagur 2. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.