Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Blaðsíða 6
BÓKMENNTIR í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar gat að líta grein eftir Gísla Sigurðsson sem hann nefndi „Eru nýjungar úr móð?“ Þar mátti meðal annars sjá eftir- farandi klausu: Ég tel það ekki í mínum verka- hring að benda á hvernig skuli skrifa bókmenntir. Ef höfundar þarfnast upplýsinga um það má benda á greinar Matthíasar Viðars Sæmundssonar, bók- menntafræðings. Hann hefur verið óragur við að benda á leiðir og sýnist mér það mikil bjartsýni að láta sér detta í hug að rithöf- undar komi hlaupandi á eftir og taki upp þá stefnu sem boðuð er af spámönnum utan að. Bók- menntafræðingar eiga lítið með að senda út slík fyrirmæli nema kannski helst til að vekja um- ræðu. (TMM 4/1984, 365). Ekki hef ég litið á sjálfan mig sem innblásna skáldafóstru hing- að til enda allsendis ókunnugt um að fyrirmæli sé að finna í þeim greinum sem Gísli vitnar til. Hins vegar má finna í þeim skoðanir sé að gáð enda álít ég að líkt og á- stríðuleysi sé höfuðsynd þá beri skoðanaleysi vott um andlegt ístöðuleysi eða heilaþoku. Rök- studd afstaða til bókmennta er að mínum dómi fremur kostur á gagnrýnanda en hitt svo framar- lega hún haldist í hendur við til- finningu eða hrifnæmi. Hér um gildir „hið heimsfræga jafnvægi á milli heilans og hjartans" eins og Sigurður A. Magnússon orðaði það eitt sinn. Við Gísli erum sam- mála um að hlutverk gagnrýnanda er ekki að bjóða skáldi en því síður ber honum að þjóna því í auðmýkt eins og stundum heyrist. Sæmilegur gagnrýnandi leitast við að tvinna saman innlifun og dómgreind í starfi sínu. Hann verður að trúa á réttmæti síns máls án þess þó að gera kröfu um að aðrir taki sjálf- krafa upp afstöðu hans - minnug- ur þess að engin skoðun er óum- deilanleg eða óbrigðul. Skorti hann þessar forsendur verður umfjöllun hans óhjákvæmilega hrokafuli eða blauð. í báðum til- vikum hefði hann betur setið heima. En þótt við höfnum fyrir- skipandi eða bjóðandi gagnrýni verður ekki hjá því litið að öll gagnrýni, hverju nafni sem hún nefnist, er fyrirskrifandi í ein- hverjum mæli. Hlutleysi er ekki til því rýni felur í sér að þú veljir úr, berir saman og takir afstöðu til: kjósir og hafnir. Gagnrýnandinn verður að gera sér grein fyrir þessu, svo og að í umfjöllun sinni setur hann fram persónulegt álit en ekki hlut- lægan sannleika. Flírurýni og önnur rýni Venjulega skiptum við bók- menntagagnrýni í tvennt. Annars vegar er sú sem tekur virkan þátt í daglegri menningarsköpun. Hún er dægurbundin og metur sam- tímaatburði á bókmenntasviði, spáir í ástandið og stuðlar að al- mennum skoðanaskiptum. Hins vegar er sú sem greinir innri þætti bókmenntaverka og skoðar þau í menningarlegu samhengi. Slík gagnrýni kannar af hvaða toga verkin eru runnin, kryfur sál- fræðilegar og félagslegar forsend- ur þeirra sem og vensl við bók- menntahefð. Hún skilgreinir tungumál bókmennta, grefst fyrir um sérkenni þess og stöðu gagnvart öðrum táknkerfum. Oft lítur slík gagnrýni í fortíð bók- menntanna, hleður upp þekking- arforða og skipulegur hann með ýmsu móti. Þótt iðja af slíku tagi vísi til fortíðar hefur hún samtímagildi takist vel til. Aukin þekking víkkar sjálfsskilning manna, auðgar menninguna og þar með samtíðina. Margar stefnur hafa komið upp innan fræðilegrar bók- menntagagnrýni í gegnum tíðina sem síðan hafa kallað á mismun- andi strauma innan dægurrýninn- Matthías Viðar Sœmundssori: Um gagnrýni og sítfhvað fleira ar. Sjálfur hef ég ekki trú á að nein þeirra sé hin rétta skilnings- leið að bókmenntum, flestar hafa eitthvað til síns gildis. Ég sé því til dæmis ekkert til fyrirstöðu að gagnrýnandi lesi ævi höfundar saman við bókmenntaverk sam- hliða ýtarlegri form- og hug- myndakönnun verksins sjálfs. Að hann um leið eða í annan stað skoði verkið í ljósi þeirrar texta- hefðar sem það er sprottið úr, reki formúlur þess, myndir og tákn til uppruna síns. Allar þess- ar aðferðir eru í sjálfu sér góðar og gildar enda bjóða góðar bók- menntir upp á margar túlkunar- leiðir og vísast finnst enginn lausnarlykill. Á seinni árum finnst mér þó mörgum fræði- mönnum hafa skotist hinn mann- legi þáttur í’notkun málsins með hugmyndum sínum um „hlut- læga“ greiningu og „afmarkaða" merkingu skáldskapar. skáldverk er ekki aðeins kerfisbundið sam- safn málgerða. Það er innblásið af ímyndunarafli einstaklings, einstætt og órætt í' aðra röndina þótt það hafi alltaf eitthvert er- indi að flytja. Hinn mennski og huglægi þáttur allrar gagnrýni hefur einnig viljað gleymast. Lestur er ævinlega fordómafullur því lesandinn er mótaður fyrir- fram af öðrum textum, viðtekn- um viðhorfum og tilfinningum. Hjá því getur ekki farið að hann lesi sjálfan sig að einhverju leyti inn í verkið - meðvitað eða ó - meðvitað. Skáldverk er eins og lífið sjálft, heimur þess möguleiki sem tekur meira eða minna á sig mynd lesandans. Það verður til í lestrinum og er í sjálfu sér ekki til utan hans. Þessi huglægi þáttur er ein af ástæðum þess að öll gagnrýni er að einhverju leyti fyrirskrifandi, ekki síst sú sem verður til á vettvangi dagsins. Gagnrýnandinn er, líkt og hver annað lesandi, fullur af orðum sem takast á við textann. En vissulega þarf hann að lifa sig inn í verkið og láta eigin orð ekki skyggja um of á það, athuga hvað fyrir skáldinu vakir og opna sig fyrir viðhorfum þótt þau gangi í þverbága við hans sjálfs. I starfi sínu ber honum að stefna að sem mestri hlutlægni þótt endanlegu marki verði aldrei náð. Fyrrnefnd grein Gísla Sigurðs- sonar er vitnisburður um það sem að ofan er sagt. Hann agnúast útí nýraunsæismenn fyrir að sækja fyrirmyndir sínar í sagnaform sem síðan á 19du öld hafa „seytlað niður í neðri lög bók- menntanna og eru nú orðin allra gögn í reyfurum og framhalds- þáttum í sjónvarpi“, bendir síðan á að „á okkar dögum verði að leita nýrra leiða“ og hefur að best verður séð módernismann í huga, fullyrðir í því sambandi að enginn höfundur „hafi komið fram í þessu landi, sem tekst á við efni- við sinn af sömu alvöru og „mo- deme“ höfundar á borð við Guð- berg Bergsson, Jakobínu Sigurð- ardóttur, Steinar Sigurjónsson, Svövu Jakobsdóttur og Thor Vil- hjálmsson.“ Þessi gagnrýni Gísla er í fyllsta máta „fyrirskrifandi" og byggist á lestrarreynslu hans og bókmenntasmekk. Hann bendir á að ákveðnar aðferðir séu úreltar en aðrar tímabærar og framsæknar. Bjóði einhver þá er það Gísli sjálfur. Ljóst má vera af framansögðu að gagnrýnandi er hvorki dómari né lærimeistari að mínu áliti. Hann er bundinn sömu tak- mörkunum og hver sá sem reynir að ráða í og flokka umheim sinn - eigin reynslu, þekkingu, sjónar- horni. Iðja hans er einungis hluti af almennri menningarsköpun - og nauðsynleg sem slík. Það er ekkert nýnæmi að menn geipi um aðra gagnrýnendur en sjálfa sig. Fæstir kunna að taka krítík sem leitast við að sundra viðteknum gildum og fordómum. Það sýna viðtökurnar við Bréfum til Láru, Alþýðubókinni og Tóm- asi Jónssyni svo dæmi séu nefnd. Viðkvæmnin á ekki síst við um marga þá sem gefa af sér í list og skáldskap. Þekktur rithöfundur orðaði þetta einhvern tíma svo að listamaðurinn óttaðist gagnrýn- andann líkt og slóttugur sjúk- lingur geðlækni. Hann kvað það stafa af ótta listamannsins við eigin nekt. Vafalaust talar höf- undurinn hér út frá eigin hjarta en ekki má gleyma að kenndin er iðulega gagnkvæm. í litlu málsamfélagi óttast gagnrýnandinn oftar en ekki manninn að baki listaverkinu og myndar við hann hræðslubanda- lag hálfkveðinnar vísu. Gagn- kvæmur ótti af þessu tagi birtist á stundum í samleik fordildar og flíru; ekið er seglum eftir vindi og augum lokað fyrir hæfileikaleysi og flatneskju, væntanlega með það í huga að blindum verður ei sjón að synd. Sem betur fer hefur dregið úr flírurýni hérlendis á undanförnum árum þótt öðru hverju heyrist ennþá beðið um hana. Að mínum dómi gegnir gagnrýni veigamiklu hlutverki því án sífellds endurmats er hætt við að menningin staðni og dagi jafnvel uppi í sjálfsdýrkun og andlegri leti. Það á ekíci síst við um bókmenntir þar sem sjálfs- ímynd hennar verður að nokkru leyti til. Sumir klifa reyndar á því að vondar bókmenntir deyi af sjálfu sér svo allar reikistefnur séu óþarfar. Þeir hafa nokkuð til síns máls sé litið til lengri tíma. Það breytir því þó ekki að slæmar bókmenntir geta kyrkt skapandi viðleitni í fæðingu, alið á annesja- hætti og valdið ómældum skaða í augnablikinu, jafnvel brenglað menningarlíf þjóðar um nokkurt skeið. Hlutverk bókmenntagagn- rýni er meðal annars að sporna gegn slíkri þróun, taka upp vörn fyrir skáldskapinn sem sífellt á í vök að verjast, vekja athygli á og hlúa að nýsköpun. Hún kemur nefnilega ekki af skýjum ofan heldur verður til við ákveðnar að- stæður. Villigróður og sníkjugróður Skapandi bókmenntir hafa þá náttúru að gagnrýna sjálfar sig innan frá um leið og þær þróast líkt og villigróður - að eigin lögum. Þær eiga hins vegar ávallt á brattann að sækja bæði félags- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.