Þjóðviljinn - 08.01.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Síða 2
FRETTIR Framtíð BÚH Komið aftan að starfsfólkinu 80starfsmenn BÚHóskuðu eftirfundi með bœjaryfirvöldum umfyrirhugaða sölu. Forseti bœjarstjórnar boðar fund daginn eftir að málið verður afgreitt. Hallgrímur Péturssonformaður Hlífar: Alveg eins gott að halda þá enganfund. Um 80 fyrrverandi starfsmenn Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar, sem hefur verið lokuð frá í byrjun október á sl. ári, sendu forseta bæjarstjórnar erindi á dögunum þar sem óskað var eftir fundi með bæjaryfirvöldum þar sem upplýst yrði hvað þau hyggð- ust varðandi framtíð BÚH. Arni Grétar Finnsson forseti bæjar- stjórnar og oddviti Sjálfstæðis- manna tilkynnti formanni Verka- mannafélagsins Hlífar að hann væri tilbúinn að ræða við starfs- fólkið síðdegis á morgun miðvik- udag. Hann iét hins vegar ekki vita af því að á bæjarstjórnar- fundi í kvöld verður tekin til af- greiðsiu tillaga sérstakrar starfs- nefndar bæjarins um málefni BÚH þar sem lagt er til að bæjar- útgerðin verði lögð niður og fyrirtækinu breytt í hlutafélag. „Þetta fyrirtæki er búið að vera lokað í 5 mánuði af síðustu 12 og það er ekki nema sjálfsögð krafa að starfsfólkið fái að fylgjast með því hvað bæjaryfirvöld eru að hugsa. Ef að það á hins vegar að standa svona að málum að bjóð- ast til að halda fund með okkur um það sem þegar er afgreitt, þá er alveg eins gott að halda engan fund“, sagði Hallgrímur Péturs- son formaður Hlífar í gær. Hann sagði að ekki hefði hvarflað að sér að afgreiða ætti málið í bæjarstjórn í kvöld óg forseti bæjarstjórnar hefði ekki haft nein orð um það er fundart- íminn var ákveðinn. -*g- Aft kvöldi þrettánda dags jóla var gengin friðarganga á Akranesi. Að henni stóðu samtök kvenna í bænum. Athöfnin hófst við dyr Akranes- kirkju þar sem sóknarprestur séra Björn Jónsson flutti ávarp. Því næst söng Kristján Elíasson einsöng, Friðarins Guð. Að því loknu var gengið upp Skagann að Sjúkrahúsi Akraness, þar sem Valborg Kristmundsdóttir flutti Ijóð eftir Davíð Stefánsson, en síðan sleit séra Björn Jónsson samkomunni og hópurinn söng Heims um ból. Ganganvarmjögfjölmennogfórafarvirðulegatram. - S.dór. Ríkisstjórnin Minnkandi líkur á breytingu Andstaða innan beggja flokka við breytingarnar á ráðuneytunum. Hagsmunaaðilar á móti. Ráðherrarfastirfyrir. Reynir á málið á þingflokksfundum nú í vikunni? Amk. tveir ráðherrar munu vera andvígir fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á ráðuneyt- um og líkur fara minnkandi á því að atlaga forystu Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins að ráðherrunum takist. Til að skipulagsbreytingarnar á ráðuneytunum verði að veruleika þarf lagabreytingar og þingflokk- arnir hafa ekki fengið málið til umfjöllunar, ekki heldur breyt- ingu á skipan ráðherra. Samkvæmt hugmyndunum er ætlunin að leggja viðskiptaráðu- neytið niður. Utanríkisviðskipti fara þaðan til utanríkisráðuneyt- isins, bankamálin fara undir ‘fjármálaráðuneytið en neytenda- og verðlagsmál undir iðnaðar- og verslunarráðuneytið. Matthías Á. Mathiesen er sagður eiga að verða samgönguráðherra. Félagsmálaráðuneytið verður einnig lagt niður. Samskiptin við launamannasamtökin (sátta- semjara og þul. fara undirforsæt- isráðuneytið, og sveitastjórnar- mál undir innanríkisráðuneytið). Málefni þroskaheftra fara undir heilbrigðisráðuneytið. Alexander Stefánsson yrði landbúnaðarráð- herra en Jón Helgason innanríkis- ráðherra. Til tals hefur komið að Guðmundur Bjarnason leysi ann- an hvorn þeirra af hólmi. Samkvæmt hugmyndunum yrði Sverrir Hermannsson þá verslunar- og iðnaðarráðherra, Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra og önnur skipan óbreytt. Skipulagstillögur þurfa ekki að þýða að ráðherrar verði að víkja úr ríkisstjórninni, og því gæti niðurstaðan útúr atlögunni m.a. orðið sú, að Albert Guð- mundsson hefði enn meira vald en áður í stjórninni. Á það mun væntanlega reyna í atkvæða- greiðslu í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Þegar hefur verið boðaður fundur í þingflokki Framsóknar- flokksins á fimmtudaginn um breytingu á skipan ráðherra, en þar er Alexander mjög fastur fyrir gegn breytingum samkvæmt heimildum Þjóðviljans. Matthías Á. Mathiesen mun einnig vera mjög andvígur þessum fyrirhug- uðu breytingum, en Þjóðviljan- um tókst ekki að ná sambandi við þá Alexander og Matthías Á. í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans í gær var talið líklegt að atlaga Þorsteins og Friðriks hefði þegar mistekist og að víðtæk and- staða væri gagnvart fyrirhuguð- um breytingum á ráðuneytum meðal t.d. útflytjenda, fagfólks í ráðuneytunum og innan þing- flokka beggja stjórnarflokkanna. Þegar þeir eru búnir að borga okkur kaffið getur maður sest inná veitingahús, fengið sér kaffibolla - og rukkað þjóninn um tíkall! Kaffihneykslið Innflutnings- skjöl vefengd Þar sem ýmislegt bendir til þess að Kafíibrennsla O. Johnson & Kaaber hafi notið sama afslátt- ar af kaffibaunainnflutningi sín- um frá Brasilíu og SIS, beindi Þjóðviljinn þeirri spurningu til Guðmundar Sigurðssonar hjá Verðlagsstofnun, hvort stofnunin myndi gera frekari rannsóknir á innflutningsgögnum fyrirtækis- ins í Ijósi þess að hún ákvað á sínum tíma hámarksverð á kafll á forsendum þeirra gagna. Guð- mundur sagðist ekki vita til þess að slíkt væri í deiglunni, enda hefði stofnunin vart bolmagn til þess. Var það hámarksverð sem stofnunin ákvað á sínum tíma ekki óeðlilega hátt miðað við hin- ar háu umboðstekjur Sambands- ins? Það var ekki hátt miðað við heimsmarkaðsverð, en miðað við þessar upplýsingar má segja að það hafi verið of hátt. Bendir þetta ekki til að þau innflutningsgögn sem þið miðuð- uð við frá O. Johnson & Kaaber hafi gefið ranga mynd af verði vörunnar? Ég veit ekki hvort við fengum rétt gögn, en það er kannski ekki óeðlilegt að álykta út frá þessum upplýsingum að svo hafi ekki ver- ið. Væri þá ekki ástæða til að kanna gögn þessi betur? Það má ef til vill segja svo, en það kann hins vegar að vera erf- iðleikum bundið, þar sem pappír- ar fyrir þessum viðskiptum liggja trúlega ekki fyrir. Ekki reyndist unnt að ná sam- bandi við Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóra í gær, og aðrir starfsmenn embættisins vildu ekki svara fyrirspurnum Þjóðviljans um málið. ólg. Hafnarfjörður Fékk kínverja í augað Á þrettándadagskvöld gerðist það slys í Hafnarfirði að ungur maður fékk kínverja í augað. Var hann fluttur á slysadeild Borgar- spítalans þar sem gert var að sár- um hans. Þaðan var hann fluttur á augndeild Landakotsspitala en frekari upplýsingar um líðan hans hafa ekki fengist. í miðbæ Hafnarfjarðar var nokkuð um ölvun og óspektir. Rúður voru brotnar og nokkur jólatré eyðilögð. Voru þar að verki bæði unglingar og fólk á þrítugsaldri og er það nýnæmi að sá aldurshópur taki þátt í hefð- bundnum þráttándadagsóspekt- um að sögn iögreglunnar í Hafn- arfirði. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.