Þjóðviljinn - 08.01.1985, Side 11

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Side 11
Gilda tvenn lög í landinu? rifS arS kpnna í Ino- — .o r:_ i Hvað er verið að kenna í lög- fræðideild Háskólans í 6 ár? Eru menn þar að læra lög eða eru þeir að læra hvernig eigi að fara í kringum lög? Eða er það kannski svo að það gildi tvenn lög í landinu - ein sett af Alþingi og þeim eigi hinn almenni borgari að hlýða og svo önnur sem settu eru af bönkum og einstökum lög- mönnum handa sjálfum sér og öðrum lögum þurfi þeir ekki að lúta? Ég nefni sem dæmi lög sem sett voru á Alþingi í apríl 1979 þar sem segir m.a. að „verðtryggðir sparifjárreikningar, kröfur og skuldbindingar séu ætíð skráðar á nafn“ og að „við endurlán verð- tryggðra peningalána standist verðtryggingarákvæði í aðalat- riðum í báðum samningum" o.s.frv.. Einnig má vitna í til- skipun konungs síðan 1798 (1. grein). Þessi lög eru ekki virt. Ef banki lánar peninga gilda þessi lög en í öðrum tilvikum gilda þessi lög ekki, t.d. hjá verðbréf- amörkuðunum. Ég gaf út bréf á nafn þar sem þau voru verðtryggð fyrir hlut sem ég var að kaupa en fékk ekki: eftir Kristjönu Guðmundsdóttur Þessi bréf voru ekki framseld á annað nafn af viðkomandi aðiia og því hans eign lögum sam- kvæmt. En þá bregður svo við að Ólafslögin gilda ekki fyrir mig og það má gera þau að handhafa- Allir vita það en cnginn sér það. T.d. veit ég um mann sem keypti bréf að höfuðstól ein milj- ón króna. Fyrir þessi bréf greiðir hann 550.000 til 750.000, - miðað við markaðsverð. Bréfin eru og ríkið verður að taka erlend lán til að fylla upp í það gat sent myndast á þennan hátt. Ef tekið væri á þessum vanda væri hægt að greiða 30% hærri laun án þess að breyta nokkru um tekjur ríkisins. Eru menn að lœra lög eða eru þeir að lœra hvernig á aðfara kringum lög? Eða erþað kannski svo aðþað gildi tvenn lög í landinu- ein sett afAlþingifyrir almenna borgara og önnur fyrir banka og einstaka lögmenn? bréfum. Ráðamenn þjóðarinnar, forsætisráðherrann og dóms- málaráðherrann, segja að lögin gildi og þeir viti ekki annað en það sé farið eftir þeim þótt þeim séu rétt sönnunargögn. Sem sagt, allir vita það en enginn sér það. Erum við kannski komin hér að brotalöm þjóðarinnar. verðtryggð. Á einu ári fær hann í vexti og verðbætur kr. 280.000. Tekjur af þessari einu milljón eru samanlagt kr. 530 þúsund að minnsta kosti og geta verið 730 þúsund! Af þessum tekjum þarf hann ekki að greiða neina skatta eða annað þannig að þessir pen- ingar eru óvirkir í þjóðfélaginu Ég hefi talað við alla þá menn sem sitja í æðstu stöðum landsins og allir segja þeir sömu setning- una: „Það er misskilningur hjá hinum almenna borgara að ég ráði einhverju". Því vil ég nú spyrja: Til hvers er verið að eyða fjármunum þjóðarinnar í kosn- ingar fyrst Alþingi ræður hvort eð er engu? En hvers vegna ræður Alþingi engu? Er það vegna þess að þeir sem eru ráðnir í embætti eru æviráðnir þannig að það séu orðnir eintómir æviráðnir smá- kóngar í hinum og þessum stofn- unum og því sé allt vald Alþingis rokið út í veður og vind? Hvernig væri nú að hinn almenni borgari stæði nú saman í næstu kosning- um og styddi þann flokk sein sýnir að hann vill breyta þessu í raun þannig að allir borgara sitji við sama borð gagnvart lögum og reglum sem Alþingi setur og þessunt smákóngabisniss og mammonsdýrkun verði settar einhverjar skorður? Ég legg til að hinir almennu borgarar taki höndum saman og krefjist þess af einhverjum flokknum (ekki stofna enn einn) að hann setji á stefnuskrá sína raunhæfar leiðréttingar á lögum og reglum landsins og hinn al- menm borgari fylgi því síðan eftir að stefnunni sé fylgt eftir kosn- ingar. Þetta er hægt ef samstaða er. Kristjana Guömundsdottir er hús- móftir í Reykjavík. Opið bréf til nkisstjómar íslands frá SINE deildinni í Kaupmannahöfn Eins og mörgum er kunnugt heimsóttu námsmenn sendiráðin í Kaupmannahöfn, Osló og Stokk- hólmi þann 30. nóv. sl. Sama dag fóru námsmenn á Islandi í heim- sókn í menntamálaráðuneytið. Á hverjum stað voru afhentar kröf- ur til stjórnvalda og óskað svara samdægurs. Kröfur þær er settar voru fram voru: 1. Að fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (Lín) verði aukin þannig að fjárþörf sjóðsins verði fullnægt. 2. Áð hlutfallstala reiknaðrar fjárþarfar verði tryggð í 100% af framfærslukostnaði. 3. Að fyrsta árs nemum verði tryggð laun til jafns á við aðra lánþega. 4. Skylduaðild að Síne og bein innheimta félagsgjalda strax. Fyrstu svör ráðherra bárust sendiherra símleiðis. Túlkun svaranna var borin undir ráð- herra sent gerði engar athuga- semdir. Síðar um daginn bárust formleg svör frá menntamála- ráðuneytinu. Ákvörðun um fjárveitingu til sjóðsins vísaði ráðherra alfarið til alþingis en kvaðst jafnframt í krafti embættis síns berjast af öllum mætti fyrir tryggingu nægj- anlegs fjármagns. Hún taldi það skynsamlegt að hækka lánshlut- fallið í 100% en kvað það jafn- framt vera undir alþingi komið. Námsfólk vonar að alþingi taki einnig skynsamlega á þessum málum ognemi „bandorsmlögin“ úr gildi. Isvari menntamálaráðuneytis- ins við 3. kröfu námsmanna kom fram að 1. árs nemar nytu sama réttar og verið hefur lögum sam- kvæmt hvort sem víxlar eru af- greiddir af banka eða lánasjóði. Eftir reynslu 1. árs nema í haust sl. að dæma er þetta al- rangt. í bréfi frá menntamálaráðu- neytinu, sem birtist í Morgun- blaðinu 21. júní sl. segir svo: „Menntamálaráðherra hefur á Alþingi lýst því yfir, að hún muni beita sér fyrir samkomulagi við viðskiptabanka fyrir haustið um að þeir taki að sér vissa þætti heimildargreiðslna beint til námsmanna svo sem t.d. víxillán- in.“ Hverjar voru efndirnar? # Engir samningar voru gerðir milli bankanna og mennta- málaráðherra. # Engin trygging var gefin fyrir því að bankarnir veittu 1. árs nemum sömu fyrirgreiðslu og Lín hafði gert. # Litið var á 1. árs nema sem hverja aðra viðskiptavini og réðust lánamöguleikar þeirra af þeim viðskiptum sem þeir eða aðstandendur þeirra höfðu við viðkomandi banka. # Það var ekki gefið að bank- arnir gætu sinnt fjárþörf allra námsmanna er til þeirra leituðu og þeir tóku ekki mark á áætlun Lín um fjárþörf. Það er því hjóm eitt að halda því fram að 1. árs nemar hafi not- ið sama réttar og þeir á undan- förnum árum hafa notið hjá Lín. Jafnrétti til náms var fótum troðið sl. haust og ef ekki fæst nægjanlegt fjármagn til Lín verð- ur það sama uppi á teningnum næsta haust nema hvað vandinn verður enn meiri. Ráherra taldi þetta fyrirkomu- lag námsmönnum á ýmsan hátt hagstæðara og er hún sennilega ein um þá skoðun, allavega hafa námsmenn ekki komið auga á kosti þessa frumskógarfyrir- komulags. Hvað 4. kröfu námsmanna varðar virðist ráðherra ekki skilja gildi og þýðingu samtaka ís- lenskra námsmanna erlendis (Síne) fyrir námsmenn og telur vega mest þá skerðingu sem þeir verða fyrir vegna beinnar inn- heimtu Lín á félagsgjöldum. Nú er það svo á íslandi að þeir sem hafa aðalatvinnu á starfssviði félags eru skylduaðilar í félaginu. Nokkur hluti þjóðarinnar hefur nám að aðalatvinnu sinni og verður því ekki séð að samtök námsmanna eigi að vera einhver undantekning frá meginreglunni. Velflest skólafélög og náms- mannasamtök búa við skylduað- ild, t.d. Stúdentaráð H.í. og hef- ur réttur þess til innheimtu fé- lagsgjalda verið staðfestur fyrir dómi. Síne er eina hagsmunafélag námsmanna erlendis og hefur unnið mikið starf fyrir þá. Sam- bandið á fulltrúa í stjórn Lín og fer mikið af tíma hans og starfs- manns Síne til að sinna málefnum einstaklinga í sjóðnum. Fundur Síne-deildar Kaup- mannahafnar, haldinn í Jónshúsi 1. des. sl., mótmælir harðlega þeirri ákvörðun menntamálaráð- herra að afnema skylduaðild að Síne og fer fram á að hún verði tekin upp aftur. Með þessum kröfum viljum við benda á að ef haldið verður áfram á braut niðurskurðar til Lín stefn- ir það námsmönnum erlendis í mikla hættu. Þessar leiðir verða einungis til þess að fólk verður að hætta námi eða hætta við fyrir- hugað nám. Hingað til hefur ver- ið sagt að menntun sé ein besta fjárfesting sem hvert þjóðfélag getur lagt í, því það er gömul og ný staðreynd, að menningará- stand og lífsgæði þjóða fara eftir menntunarstigi þeirra. Það ætti því að vera Islendingum kapps- mál að mennta þjóð sína sem mest óháð búsetu og efnahag. Til þess að það sé hægt verður Lín að hafa nægilegt fjármagn til þess að geta staðið við lagalegar skuld- bindingar sínar. Námsmenn munu á næstunni beita öllum samtaka- og áróðurs- mætti sínum til að hrinda þeirri árás sem ríkisstjórnin hefur hafið á þann rétt fólks að geta leitað menntunar óháð efnahag og bú- setu. í stað þess á að innleiða frumskógarlögmálið þar sem klíkuskapur, efnahagur aðstand- enda og „maður þekkir mann“ kerfið á að ráða um hverjir mennta sig en ekki hæfileikar hvers og eins. Það hefur sýnt sig með átakan- legum hætti á síðastliðnum vikum hvernig raunverulegt innræti (eða getu- og viljaleysi) stjórnar- innar er. Sá árangur sem BSRB hafði náð í löngu og hatrömmu verkfalli var þurrkaður út að miklu leyti með pennastriki. Fyrsta árs nemar og samtök námsmanna erlendis hafa þegar orðið fyrir pennastriksaðferð- inni. Eins og málin standa í dag eru líkur á að margra ára strit verði að engu hjá fjölda fólks sem hverfa verður frá námi áður en því er lokið, sökum fjárskorts hjá Lín. Þar er fjölskyldufólk við- kvæmast fyrir. Námsmenn skora á ríkisstjórn og Alþingi að taka „skynsam- lega“ og yfirvegaða afstöðu til fjárhagsvanda Lín og annarra krafa námsmanna en láta ekki skammtímasjónarmið og skiln- ingsleysi ráða ferðinni í þessum málum. Stjórn Síne-deildar Kaupmannahafnar I . Þriðjudagur 8. januar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.