Þjóðviljinn - 09.01.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 09.01.1985, Page 1
MENNING ATVINNULÍF Amánudag voru staðfestir samningar milli ísal og Eimskipafélagsins um flutninga á vörum fyrir ísal. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru um milli 100 og 120 þúsund tonn af fragt að ræða. Flutningarnir voru ekki boðnir út. Þess má geta að Halldór H. Jónsson er stjórn- arformaður beggja fyrirtækj- anna. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans mun Eimskipafélagið fá um 21 dollar fyrir tonnið. Ekki fékkst staðfesting á því hjá Isal: „Viðskiptaleyndarmál" svaraði Ragnar Halldórsson, forstjóri . Sé verðið í kringum 20 dollara á tonnið, sem fyrr er sagt, mun Eimskip fá yfir 80 miljónir ís- lenskra króna fyrir flutningana. Mjög góð reynsla hefur fengist að undanförnu með útboðum, þannig tókst SH að knýja Eim- skipafélagið til að lækka farm- gjöld á freðfiski um 40 til 50 pró- sent með útboði, einsog Þjóðvilj- inn hefur áður greint frá. Sambærileg farmgjaldalækkun til ísal hefði því ef til vill leitt til nær 40 miljón króna lækkunar á farm- gjöldum til ísal. Reyndir aðilar í útgerð sepi Þjóðviljinn hafði samband við töldu að með útboði hefði náðst mun lægra verð. Margir létu í ljós þá skoðun, að með þessu væri í rauninni verið að flytja hagnað ísal til Eimskipafélags- ins, og minnka þannig skatt- greiðslur ísal Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal, hefur verið ötull talsmaður frjálsrar samkeppni og þarmeð útboða, til að sem hagstæðust kjör náist hverju sinni. Hann er líka formaður Verslunarráðs, helsta batterís frjálshyggju- manna hér á landi. Þegar hann var spurður að því hvort þetta skyti ekki skökku við þá stað- reynd, að fyrirtæki undir hans stjórn stundaði ekki útboð og virtist því ekki vilja notfæra sér kosti hinnar frjálsu samkeppni, voru svör hans án tvímæla: Hann skellti á! - OS Eimskip fœr flutninga ísal án útboða. Samningur upp á 80-100 miljónir króna. Útboð hefði hugsanlega lœkkað farmgjöld um stórar upphœðir enda höfðu margir hug á að bjóða íflutningana. Sami stjórnarformaður í báðumfyrirtœkjunum. Forráðamenn dótturfyrirtækis Alusuisse á íslandi höfðu engan áhuga á að bjóða út flutninga á vörum fyrir álverksmiðjuna. Eimskip fékk 80-100 miljóna króna samning um flutninga. Oðrum ekki gefinn kostur á að bjóða í verkið. Hvað veldur? Ljósm. E.ÓI. Eskifjörður Mikil loftmengun Reykurinnfrá loðnubrœðslunni ligguryfir bœnum svo vart sér handaskil. Engar mengunarvarnir í loðnubrœðslunni sem ekki hefursótt um starfsleyfi síðan 1972. Kaffihneykslið Kaaber fékk bónus Við fengum hliðstæðan afslátt á kaffiinnflutningi okkar frá Brasilíu og Sambandið, og hann hefur skilað sér til neytenda, sagði Ólafur O. Johnson, fram- kvæmdastjóri O. Johnson & Kaa- ber í samtali við Þjóðviljann í gær. Hvernig stendur áþví að ykkar kaffi varþá ekki ódýrara en kaffið frá Kaffibrennslu Akureyrar? Ég skil nú ekki þessa spurn- ingu, sagði Ólafur. Verð á kaffit- egundum er eins mismunandi og verð á rauðvínstegundum. Ann- ars ættu verðlagsyfirvöld að geta frætt ykkur betur um þetta. ólg. Ibúar Eskifjarðar hafa mátt búa við einhverja mestu loftmeng- un sem nokkru sinni hefur komið þar undanfarna daga, þar sem reykurinn frá loðnubræðslunni hefur lagst yfir bæinn, byrgt alla sýn svo vart hefur verið fært um göturnar. Miklar stillur hafa verið í langan tíma fyrir austan og þok- uslæðingur og hefur það hjálpað til að gera mengunina verri en ella. Eskfirðingum, sem þó eru ýmsu vanir varðandi mengun frá loðnubræðslunni hefur ofboðið og bæjarstjórnin ítrekað ósk sína til Hollustuverndar ríkisins um að eitthvað verði gert í málinu. Þar ofan á bætist að heilsufar íbúa Eskifjarðar hefur verið bágborið að undanförnu og kenna margir þessari mengun um. Ólafur Pétursson hjá mengun- arvörnum Hollustuverndar ríkis- ins sagði það rétt vera að bæjar- stjórn Eskifjarðar hefði fyrir um það bil ári síðan óskað eftir því að mengunin frá loðnubræðslunni yrði rannsökuð með hollustu- vernd í huga. Sagði Ólafur að þeir hefðu verið vanbúnir tækj- um og auk þess mjög illa settir með mannskap, aðeins 3 starfs- menn. Nú væru tækin til að mæla þessa mengun til og stæði til að fara austur á næstunni. Ólafur sagði að eins og málin stæðu núna, væri það eina sem hægt væri að gera að stöðva bræðsluna, þegar skilyrði eru j eins og hefur verið undanfarna ; daga. Það gæti heilbrigðisnefnd Eskifjarðar gert ef hún vildi. - S.dór Flugleiðir Sigurgeir Jónsson forstjóri Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans mun vera afráðið að Sigurgeir Jónsson að- stoðarbankastjóri Seðlabankans verði næsti forstjóri Flugleiða. Hefur verið hart barist innan fyrirtækisins síðustu mánuðina og hinir fjórir framkvæmda- stjórar Flugleiða verið um hit- una. Sigurgeir Jónsson hefur um skeið verið fulltrúi ríkisins í stjórn Flugleiða. Sigurður Helga- son gerðist stjórnarformaður eftir lát Arnar O. Johnson í fyrra en þá var ákveðið að nýr forstjóri yrði ráðinn fyrir aðalfund félags- ins í vor. - v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.