Þjóðviljinn - 09.01.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Miðvikudagur 9. janúar 1985 6. tölublað 50. árgangur
Norðurlandaráðsþing
700
gestir
Ping Norðurlanda-
ráðs verður
í Reykjavík í mars
Þing Norðurlandaráðs verður
að þessu sinni haldið í Reykjavík
dagana 4.-8. mars nk. Þingið
verður haldið í Þjóðleikhúsinu og
kemur mikill fjöldi norrænna
gesta til borgarinnar í því tilefni
eða um 500 fulltrúar og starfs-
menn og um 200 blaðamenn.
Páll Pétursson verður að þessu
sinni forseti þingsins en Snjólaug
Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar
Norðurlandaráðs verður fram-
kvæmdastjóri þess.
Á síðasta þingi í Stokkhólmi
var tekin upp sú nýbreytni að
gefa út þingtíðindi sem dreift var í
hvert einasta hús í borginni. Þetta
átti að gera enn á ný í Reykjavík
en fulltrúar íslands lögðust gegn
því að eyða stórfé í slíka blaðaút-
gáfu og sögðu að íslensk dagblöð
hefðu sýnt að þau væru einfær um
að sinna fréttaflutningi af þing-
inu.
-GFr
Fiskútflutningur
Ekkert
eftirlit
Enginn opinber aðili
fylgist með því hvort
uppgefið söluverð er
rétt eða rangt
Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj-
anum í gær, hefur vaknað grunur
um að uppgefíð söluverð á gáma-
físki og hörpuskelfíski hjá nokkr-
um aðilum sé ekki rétt. Hið raun-
verulega söluverð sé hærra en
það sem gefið er upp.
Þjóðviljinn innti Þórhall Ás-
geirsson ráðuneytisstjóra í við-
skiptaráðuneytinu eftir því
hvernig opinberir aðilar fylgdust
með hinu raunverulega söluverði
og því skilaverði sem frá söluaðil-
unum kemur. Sagði hann að eng-
inn aðili hér á landi fylgdist með
þessu hvað varðar ísfisk í gámum
og hörpuskelfisk. Aftur á móti
reyndi viðskiptaráðuneytið eftir
mætti að fylgjast með heims-
markaðsverði á ýmsum afurðum,
svo sem lýsi og mjöli. Það væri
auðveldara þar sem um fast
heimsmarkaðsverð er að ræða.
Aftur á móti er um uppboðsverð
að ræða í ísfisksölunni, sem væri
misjafnt frá uppboði til uppboðs.
Á síðasta ári voru meira en 10
þúsund lestir fluttar út af ísuðum
fiski í gámum og fer þessi útflutn-
ingur hratt vaxandi. Hér er því
ekki um neitt smámál að ræða
varðandi skatta og önnur gjöld,
ef það er rétt sem ýmsir halda
fram að skilaverð sé allt að helm-
ingi lægra en söluverðið.
-S.dór
UðÐVIUINN
Landssmiðjan
Ljótsaga
Árna Kristbjörnssyni sagt upp eftir
30 ára starf3 árum áður en hannfer
á eftirlaun - Tryggva Benediktssyni
sagt upp vegna þess að hann var
talsmaður starfsfólksins
Eins og komið hefur fram í
Þjóðviljanum var 15 manns
sagt upp störfum hjá Landssmiðj-
unni þegar nýir eigendur, flestir
fyrrum yfirmenn þar, keyptu
smiðjuna af ríkinu um áramót.
Varðandi tvo þeirra sem sagt var
upp störfum, er um Ijóta sögu að
ræða. Annar þeirra er Árni
Kristbjörnsson járnsmiður sem
hefur starfað í Landssmiðjunni í
30 ár. Hann er 64 ára gamall og
því aðeins 3 ár þar til hann fer á
eftirlaun.
Fyrir þetta fullorðinn mann,
sem þar að auki er heilsuveill er
ekki auðvelt að fá atvinnu.
Tryggva Benediktssyni sem starf-
að hefur um langt árabil í Lands-
smiðjunni var einnig sagt upp
störfum og var hann látinn gjalda
þess að hann hefur verið málsvari
þeirra starfsmanna sem ekki
vildu taka þátt í kaupum smiðj-
unnar og að auki er hann í stjórn
Félags járniðnaðarmanna.
Árni sagði í gær að það hefði
komið sér mjög á óvart þegar
honum var sagt upp störfum. Á
fundi sem kaupendahópurinn
hélt í september var lagður fram
listi með nöfnum þeirra sem ekki
Árni Kristbjörnsson: Uppsögnin eitt
það versta sem fyrir mig hefur komið.
Ljósm. —eik
yrðu endurráðnir. Það voru flest-
ir elstu mennirnir. Daginn eftir
sagði Árni að komið hefði til sín
einn af þessum mönnum og sagt
sér að hann fengi ekki vinnu
áfram frá og með 1. janúar 1985.
Þá sögðu forráðamenn fyrir-
tækisins Árna frá því að maður
frá iðnaðarráðuneytinu, Halldór
Kristjánsson ætti að annast mál
þeirra sem ekki yrðu endurráðnir
og yrði Árna sinnt alveg sérstak-
lega sem manni með langan
starfsaldur. „Ég hef ekkert frá
þessum manni heyrt um að út-
vega mér atvinnu“, sagði Árni.
„Þegar farið var að tala um að
starfsmenn keyptu fyrirtækið
sagði ég strax að ég væri orðinn of
gamall til að taka á mig fjárskuld-
bindingar varðandi kaup á fyrir-
tæki. En ég vonaðist hinsvegar til
að fá að vinna þarna áfram þau 3
ár sem eftir eru þar til ég fer á
eftirlaun, en sú von brást. Það
sem mér sárnaði mest var að
verkstjóri minn, sem er einn af
kaupendunum vissi af því lengi
að ég yrði ekki endurráðinn, en
hann lét mig aldrei vita neitt um
það. Ég skal játa að uppsögnin
var mikill skellur fyrir mig, eitt
það versta sem ég hef orðið
fyrir,“ sagði Árni Kristbjörnsson
að lokum. „ .,
Aldraðir
B-álman bíður enn
Mikill skortur á sjúkrarúmum fyrir aldraða fyrirsjáanlegur.
Aðeins 8 milljónum veitt til B-álmu.
Þörfin 61,5 milljón til að verkinu miði skv. áœtlun
Illa horfír með styttingu biðlista
á sjúkraplássum fyrir aldraða.
A fjárlögum þessa árs stendur að-
eins til að vcita 8 milljónum til
etta margbrotna bákn, Sjálf-
stæðisflokkurinn, verður á
einhvern hátt að leysa sín innan-
búðarmál. Fyrr verður hann ekki
nothæfur í stjórnarsamstarf“,
segir í leiðara NT, málgagni for-
sætisráðherra í gær. Farið er afar
hörðum orðum um samstarfs-
flokkinn í ríkisstjórn og ríkis-
stjórnina sjálfa:
„Ríkisstjórnin er innbyrðis
veik, mest vegna þess að stærri
stjórnarflokkurinn hefur alls ekki
byggingar B-áimu Borgarspítal-
ans sem miklar vonir voru bundn-
ar við að lokið yrði á árinu 1986,
og hefði bætt úr skorti á sjúkra-
þann innri styrk til að geta
heilshugar tekið þátt í stjórnar-
samstarfi. Þar standa nú yfir log-
andi illdeilur og átök“.
í leiðaranum er sagt að allt
flokkakerfið sé í deiglunni og tek-
ist á um grundvallarmál í Alþýðu-
bandalaginu, Sjálfstæðisfloickn-
um og Alþýðuflokknum.
„Þannig virðist kreppan í þjóð-
arbúskapnum knýja á um upp-
gjör í gömlu og grónu flokkun-
um. Uppgjör sem vissulega er
rúmum til muna. 61 milljón þyrfti
að renna til B-álmunnar á þessu
ári ef áætlun ætti að standast. Úr
framkvæmdasjóði aldraðra, sem
nauðsynlegt, því að í mörgum til-
fellum virðast menn innan flokka
eiga minna sameiginlegt en menn
milli flokka. Flokkakerfið hér
minnir rneira á ættbálkabanda-
lagskerfi, en að það skipti
mönnum niður eftir því hvaða
lífsviðhorf þeir aðhyllast“.
-óg
Sjá bls. 4.
landsmenn allir greiða nefskatt í,
verður cinungis varið 16,5
milljónum til hjúkrunardeilda
aldraðra á þessu ári.
„Núverandi ríkisstjórn hefur
fyrst og fremst komið í veg fyrir
að hægt væri að standa við áætl-
anir um uppbyggingu B-
álmunnar, með alltof lágum fjár-
veitingum í fyrra og ennþá lægri í
ár“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir
varaformaður Framkvæmda-
sjóðs aldraðra við Þjóðviljann.
Ríkið á skv. lögum að fjár-
magna 85% af byggingu sjúkra-
húsa og sveitarfélögin 15%.
„Ríkissjóður sparar sitt framlag á
þessum lið. Fjárveitinganefnd sá
um útdeilingu fjármagnsins og af-
greiddi ekki nema 8 milljónir til
B-álmunnar. í fyrra fékkst einnig
miklu minna en þurfti til verksins
svo áætlanir stæðust.
Adda Bára sagöi að 30% af
fjármagni Framkvæmdasjóðs
aldraðra væri varið til hjúkrunar-
deilda. „Af sjálfu leiðir að þær
16,5 milljónir sem til þeirrar ráð-
stöfunar eru á árinu geta ekki all-
ar runnið til B-álmunnar. En þótt
þær rynnu allar þangað yrðu fjár-
veitingar alls til B-álmunnar ekki
nema 22,5 milljónir sem eru 37%
af þörf þessa árs.“ _.
Sjúkdómslýsingar
Ónothæfur flokkur
Leiðari málgagns forsœtisráðherra:
Sjálfstœðisflokkurinn ónothœfur í stjórnarsamstarfi.
Ríkisstjórnin innbyrðis veik