Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN LANDIÐ ÍÞRÓTTIR Hafnarfjörður Bæjarfulltrúar gera út Leynifundur bœjarfulltrúa í Ráðhúsinu á sunnudag. Útgerðarfélag Hafnfirðinga stofnað um rekstur B UH. 9 af 11 bœjarfulltrúum keyptu hlut og stjórnafélaginu. Rannveig Traustadóttir: Vekur tortryggniþegar menn eru aðpukrast. Bæjarfulltrúar I Hafnarfirði voru boðaðir til skyndifundar á skrifstofu bæjarstjóra á sunnu- daginn þar sem formlega var gengið frá stofnun hlutafélagsins Utgerðarfélag Hafnfirðinga h/f sem á að taka við rekstri bæjarút- gerðarinnar. Bæjarsjóður er skráður fyrir 51% hlutafjár í hinu nýja fyrirtæki en að auki fjárfestu í hlutabréfum 9 bæjar- fulltrúar af 11, bæjarstjóri og hafnarsjóður bæjarins. „Þessi leynifundur í Ráðhúsinu lýsir því mjög vel hvernig staðið er að öllum málum varðandi sölu BÚH og stofnun þessa hlutafé- lags. Að sjálfsögðu átti að aug- lýsa stofnfund slíks félags og gefa öllum kost á að sækja slíkan fund! Það hlýtur að vekja tortryggni þegar bæjarfulltrúar eru að pukr- ast með þetta einhvers staðar í felum“, sagði Rannveig Trausta- dóttir bæjarfulltrúi AB sem sat fundinn. Hún keypti ekki hluta- bréf né heldur Sólveig Ágústs- dóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Bæjarfulltrúarnir létu skrá sig fyrir 5000 kr. hlut hver en minnsti hlutur verður 1000 kr. Hörður Zophaníasarson bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins var meðal þeirra er keyptu bréf og lét hann jafn- framt skrá 5000 kr bréf á Guð- mund Árna Stefánsson bæjar- fulltrúa og ritstjóra Alþýðublaðs- ins en hann sat ekki fundinn. Hafnarsjóður keypti bréf fyrir 100 þús. kr. og hiutur bæjarins er 35,7 miljónir. Enn eru því óseld bréf uppá rúmar 34,8 miljónir. Að loknum hlutafjárkaupum skiptu bæjarfulltrúar með sér verkum í stjórn og varastjórn hins nýja hlutafélags. Stjórnin mun sitja til 30. júní n.k. en þá verður boðað til framhaldsstofn- fundar. -Ig Biðsalurinn Spmngur í stjóminni Skruðningar og neistaflug útaf kjarnfóðri og húsnœðislánum Fann Framsókn mál til að slítaá? Þingflokkar ríkisstjórnarinnar héldu báðir fundi í gær um hugs- anlegar breytingar á stefnu ríkis- stjórnarinnar og ástandið í efna- hagsmálum. Alexander Stefáns- son lýsti yfir í sjónvarpi sem stefnu ríkisstjórnarinnar að ætl- unin væri að koma á sérstökum sjóði til aðstoðar íbúðakaupend- um og -byggjendum og fjármagna hann með því að leggja á sérstak- an stóreignaskatt og skyldusparn- að á hátekjur. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að hér sé einfaldlega um bragð Fram- sóknar að ræða til að finna mál sem hægt væri að slíta stjórnar- samstarfið á. Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannsson, halda utan í dag til Frakklands. Á meðan reyna menn í báðum flokkum að snúa fléttur og ríða gildrur í „biðsaí dauðans“. Auk húsnæðismálsins, hafa þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Helgason farið í hár saman opin- berlega vegna kjarnfóðurgjalds- ins. óg. Sjá bls. 4. FH-íngar eiga mjög góða möguleika á að komast í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða í handknatt- leik. Þeir sigruðu hollensku meistarana Herschi 24-16 í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld og hafa því átta marka forskot fyrir seinni leikinn í Hollandi 27. janúar. Á mynd -eik brýst Þorgils Óttar Mathiesen í gegnum vörn Herschi og skorar eitt marka FH. Sjá bls. 9-12. Umframorka Landsvirkjunar Glórulaus fjárfesting Hjörleifur Guttormsson: Ábendingar Finnboga réttmœtar Ef stóriðjunni væri boðið upp á það öryggi í vatnsaflsorku sem stjórnendur Landsvirkjunar tala um gegn kostnaðarverði myndu þeir ekki þurfa nema eina mínútu til að reikna það út að þetta væri glórulaus fjárfesting, segir Finn- bogi Jónsson í samtali við Þjóð- viljann í dag í samtalinu segir Finnbogi enn- fremur að búið sé að taka tillit til sveiflna í framleiðslugetu vegna mismunadi árferðis þegar um- framorkugetan er reiknuð 750 gWst á ári. Jóhannes Nordal segir í samtali við blaðið að hagrænt mat hafi farið fram á nauðsyn 250 gWst. umframorkugetu af öryggisá- stæðum og bendi niðurstöður sérfræðinga Landsvirkjunar til þess að umræddur orkuforði sé nauðsyn. Hjörleifur Guttormsson segir í samtali við blaðið að ábendingar Finnboga Jónssonar séu rétt- mætar og í samræmi við hans eigin niðurstöður. Orkuskorturinn 1980-82 kom ekki niður á almenningi en varð mestur 34,3 gWst. gagnvart al- menningsveitunum 1981. Þetta kemur m.a. fram í umfjöllun Þjóðviljans í dag um orkumálin. Sjá bls. 2, 4 og 19. Alþýðubankinn Tveir nýir aðstoðar- banka- stjórar Tveir nýir aðstoðarbanka- stjórar hafa verið ráðnir að Al- þýðubankanum, þeir Guðmund- ur Ágústsson hagfræðingur, sem hóf störf um áramótin, og Ólafur Ottósson, skrifstofustjóri Búnað- arbankans, sem byrjar ekki fyrr en um mitt árið. Að sögn Benedikts Davíðs- sonar formanns bankaráðs Al- þýðubankans á sér nú stað mjög aukin tölvuvæðing og almenn kerfisbreyting í bönkunum og þá sérstaklega hið svokallaða beinlínukerfi, eins og Iðnaðar- bankinn er þegar búinn að setja upp. Auk þess fer mjög vaxandi sjálfstæð tölvuvinnsla hjá bönku- num. Annar þessara aðstoðar- bankastjóra mun sjá um tölvu- vinnsluna. Þá benti Benedikt á að nokkrir lykilmenn Alþýðubankans væru að hætta hjá bankanum bæði vegna aldurs og til að taka við öðrum störfum. Því var ákveðið að ráð tvo aðstoðarbankastjóra, sagði Benedikt. -S.dór. Nýjung Rauðhetta í dag ríður Rauðhetta, nafn- laus eiturpenni, á vaðið í föstum dálki sem rciknað er með að birt- ist á þriðjudögum eftirieiðis á bls. 5. Þá vekur blaðið athygli á nýrri uppsetningu aðsendra greina í Viðhorfi, - en Þjóðviljinn hefur leitað til valinkunnra höfunda til að skrifa greinar undir þessum formerkjum. Auk þess verða að- sendar greinar eftirleiðis sem hingað til birtar í blaðinu undir merkjum „Viðhorfs". Sjá bls. 5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.