Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 8
HEIMURINN Villo Siguröson sem krot á húsvegg samkvæmt forskrift menningarborgar- stjórans. Myndinaf róttæka borgarstjóranum Eftir margra ára þrefer mynd af Villo Sigurd- son komin á sinn stað í ráðhúsi Kaupmanna- hafnar Árum saman hefur staðið togstreita um mynd sem átti að hengja upp í ráðhúsi Kaupmannahafnar af Villo Sigurdson, borgarstjóra og Vinstri sósíalista - en það er einmitt út af Villo sem Vinstri sósíalistar ætla kannski að rjúfa þá grundvallarreglu í sín- um flokki, að enginn megi gegna launuðu starfi á vegum flokksins í meira en sjö ár, eins og sagt er frá hér við hliðina. Allir virðast sælir með úrslit þessa myndamáls. Eða eins og blaðið Information segir: „Ráð- húsið fékk mynd eftir þeirri uppskrift sem óskað var eftir, list- amannahópurinn Annar maí og Villo Sigurdson fengu einnig vilja sínum framgengt að því er varðar skiptingu á fé því sem greitt var fyrir myndina og hefur nú loksins tekist að koma sér niður á mál, vigt og verðlagningu á góðri danskri borgarstjóralist". Vildi ekki mynd af sér Mál þetta hófst fyrir nokkrum árum þegar ákveðið var að panta mynd af Villo Sigurdson sem hengja átti upp í ráðhúsi Kaupmannahafnar við hliðina á öðrum vísum feðrum borgarinn- ar. En Villo, sem er af íslenskum ættum og fyrsti borgarstjóri hins róttæka flokks Vinstri sósíalista vildi heldur veita þær 30-40 þús- und krónur sem greiddar hefðu verið fyrir málverkið til að styðja einhverja listamannahópa sem höfð sótt um styrk frá borginni og ekki fengið. Þá var stungið upp á málamiðl- un: Listamannahópurinn Annar maí tók að sér að gera myndina og hét því um leið að láta helming greiðslunnar fyrir hana renna til þeirra listamannahópa sem frá hefði verið vísað - voru fimm slíkir upp taldir í samkomulaginu sem gert var. En svo kom babb í hinn list- ræna borgarstjórnarbát. Ekki svona mynd! Þegar myndin sjálf- máluð eft- irlíking á ljósmyndaskeytingu, kom til Ráðhússins, þá sagði borgarstjóri sá sem fer með menningarmál, Nebelong heitir hann, nei takk. Þetta, sagði hann, er ekki list. Verkið fór síðan á flakk milli sérfróðra og kom nteðal annars fyrir stofnun sem heitir hvorki meira né minna en Akademíu- ráðið. Og það var deilt og skegg- rætt um listrænt eðli myndverks- ins. Auk þess hafði myndin þann galla, að hún var ekki af þeirri réttu borgarstjórastærð og pass- aði því ekki á það veggpláss sem henni var ætlað. Sættir Listamannahópurinn Annar maí var ekki á því að gefast upp. En svo fór að lokum eftir langt þóf, að það tókst að gera samning við borgarstjórnina um nýja mynd, sem fylgdi forskrift þeirri sem menningarborgastjórinn vildi fylgja. Samið var um stærð myndarinnar upp á sentimetra, um stærð andlitsins á Villo, um staðsetningu þess á myndfletin- um og þar fram eftir götum. Hér var semsagt komin opinber pöntun eftir málbandi. Og nú er semsagt búið að hengja upp myndina þar sem hún á heima. Höfundurinn er Lars Bahl Andersen, einn af þeim listamönnum sem mynda Annan maí. Hún sýnir Villo Sigurdson sem „graffiti“ á húsvegg. Og þóknuninni til listamannsins mun, eins og áformað var, skipt á milli Annars maí og annarra hópa og menningarmiðstöðva sem illa eru haldin af fjárskorti. Byggt á Information. Miðjuvinstristjóm í Færeyjum Eitt aðalmál hennar deilurnar um yfirráð yfir Langri stjórnarkreppu í Fær- eyjum er lokið: Atli Dam leið- togi sósíaldemókrata hefur myndað stjórn sem verður að heita vinstristjórn í saman- burði við þá sem áður sat. Þjóðveldisflokkurinn, eini flokkurinn sem hefur beitt sér fyrir fullum aðskilnaði Færeyja frá Danmörku, á aðild að stjórninni en auk þess Sjálf- stjórnarflokkurinn og annar tveggja þingmanna Kristilega Fólkaflokksins, sem nú mun klofinn. Það var skömmu fyrir nýjár, að Atli Dam, sem nú verður lög- maður Færeyja, gat tilkynnt að í grundvallaratriðum hefði náðst samkomulag um stjórnarmyndun í Færeyjum. Þá var gert ráð fyrir að nýja stjórn styddu átta þing- menn Sósíaldemókrata, sex þing- menn Þjóðveldisflokksins, tveir þingmenn Sjálfstjórnarflokksins og tveir frá Kristilega Fólka- flokknum. Alls átján af 32 þing- mönnum sem sæti eiga á þingi. Nú hefur þeim fækkað um einn við klofning hjá Kristilegum og er meirihlutinn því næsta naumur. Hér er, sem fyrr segir, um nokkra vinstrisveiflu að ræða. landgrunninu Atli Dam er lögmaður hinnar nýju stjórnar Þeir tveir flokkar sem helst verða borgaralegir kallaðir og mynd- uðu kjarna fráfarandi stjórnar eru nú í stjórnarandstöðu: Sam- bandsflokkurinn og Fólkaflokk- urinn, en þeir hafa sjö þingmenn hvor. Með þeim í stjórn var Sj álfstj órnarflokkurinn. Talið er að sú stjórn sem nú verður mynduð verði gagnrýnni á sambandið við Danmörku en frá- farandi stjórn, en ekki er búist samt við neinum meiriháttar breytingum á því, enda þótt Þjóðveldismenn séu í stjórn. Danska blaðið Information út- skýrir þetta með því, að hin nánu tengsli færeyskra sósíaldemó- krata við Danmörku tryggi ó- breytt átand. í viðtali við sama blað nýverið segir Atli Dam, að eitt erfiðasta og um leið þýðingarmesta málið, sem bíði afgreiðslu hinnar nýju stjórnar, séu samningar við Dani um réttinn til landgrunnsins í kringum eyjamar. Danir hafa viljað halda við þá skipan, að þeir eigi sinn rétt á móti Færeyingum til auðlinda sem kunna að finnast á hafsbotni á færeyska land- g'runninu, en í Færeyjum hafa menn mikinn hug á að lýsa fullum yfirráðum Færeyinga yfir land- grunninu. Fyrri stjórn setti á sín- um tíma nefnd til að kanna allar lögfræðilegar hliðar málsins og er nú beðið eftir áliti hennar. Þá segir Atli Dam, að ræða þurfi um að færa greiðslur danska ríkisins til Færeyja „í einfaldara og nútímalegra form“ - hvað sem það nú þýðir. -áb Danmörk Vinstrisósíal istar í klípu Á skiptareglan að skáka bestu mönnum þeirra úr borg- arstjórn og af þingi? VS, Vinstrisósíalistarnir dönsku, eru nú að velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að rjúfa eitt af þeim boðorðum sem þeir settu sér sjálfir um að vera öðruvísi en aðrir flokkar - boð- orðið um að enginn meðlimur flokksins gæti verið í launuðu starfi á hans vegum í meira en sjö ár. Málið snýst um Villo Si- gurdsson, einn færasta og vinsælasta mann flokksins, sem verið hefur skipulags- mála-borgarstjóri í Kaup- mannahöfn við góðan orðstír. Hans sjö ár eru út runnin, en iiðsmenn hans í Kaupmanna- höfn eru samt að velta fyrir sér að veita undanþágu frá regl- unni og leyfa honum að bjóða sig fram til borgarstjóra í nóv- ember. Málið vekur að sjáífsögðu upp allharðar deilur í flokki Vinstri- sósíalista.Ekki síst vegna þess að VS varð að sjá á bak tveim af fremstu talsmönnum sínum á þingi,Steen Folke og Preben Wil- hjelm, við þingkosningarnar í janúar í fyrra. Samkvæmt skipt- areglunni mátti ekki lengur bjóða þá fram til þings. Þá þegar voru VS-menn tvístígandi.því að þeir óttuðust að brotthvarf Prebens Wilhjelms gæti ef til vill kostað þá svo mikið af atkvæðum að þeir hyrfu af þingi.2%atkvæða þarf til að komast á þing í Danmörku og VS hefur verið í námunda við það lágmark í skoðanakönnunum. Á betri tímum flokksins hefur hann Preben Wilhjelm : flokkurinn hefur þegar orðið fyrir skakkaföllum vegna reglunnar góðu. haft 3-4 % atkvæða. Preben Wilhjelm telur sjálfur að menn eigi að halda fast við skiptaregluna, eins þótt hann viðurkenni að það gæti kostað VS eina borgarstjóraembættið sem þeir eiga í Kaupmannahöfn (í Kaupmannahöfn eru nokkrir kosnir borgarstjórar og fer hver með sitt starfssvið). Enga atvinnumenn! VS varð til við klofning á SF, Sósíalíska alþýðuflokknum,fyrir tæpum tuttugu árum. Þá stóð ágreiningurinn á vinstri armi danskra stjórnmála um afstöðu- na til ríkisstjórnar sósíaldemókr- ata.VS varð upp úr því athvarf fólks sem hafði mikinn hug á að halda byltingarsinnaðri vinstri- kenningu hreinni, tryggja vald- dreifingu í flokknum og skiptar- eglan átti að vera veigamikill þáttur í þeirri viðleitni, ma. með því að koma í veg fyrir að flokk- urinn eignaðist „atvinnu- stjórnmálamenn”, sem þá ættu á hættu að ánetjast kerfinu. Og Græningarnir En VS lendir þá í nýjum vanda: að tryggja samhengi í starfi flokksins,sem rofnar þegar sífellt þarf að skipta um þá sem hafa nokkra þjálfun hlotið í pólitísku starfi og málarekstri.Þeir eru þó ekki eins illa settir og Grænin- gjarnir í Vestur-Þýskalandi,sem hafa sett sér þá reglu að þing- menn og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins skulu ekki einu sinni sitja heilt kjörtímabil, heldur víkja á því miðju fyrir varamanni sínum. Vegna þess að Græning- jar eru ekki fjölmenn hreyfing víða, þótt þeir hljóti mikið af mótmælaatkvæðum, hefur það komið fyrir í borgum og hé- ruðum, að þeir eigi ekki einu sinni nóga flokksbundna menn til að setja í þær nefndir og stjórnir sem þeir eiga rétt til - ef haldið er fast við þeirra skiptareglu. ÁB. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.