Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 5
Fólk eða fiskhausar Það hefur verið verkefni stjórnmála undanfarinna ára- tuga, að móta hér samfélag sem stuðlar að velferð fólksins. f því skyni hafa verið sett á fót kerfi, svo sem skólakerfi, heilbrigðis- kerfi og almannatryggingakerfi. Þau eiga að verja þegnana gegn fákunnáttu, sjúkleika og fátækt. Á beinan og milliliðalausan hátt er viðfangsefni þessara kerfa manneskjan, öryggi hennar, hamingja og velferð. Á þessum sömu árum höfum við líka komið okkur upp annars konar stofnunum og kerfum. Þótt lokatakmark þeirra flestra sé líklega bættur hagur einstak- lingsins, er munurinn sá að við- fangsefni þeirra eru önnur og leiðin til lokatakmarksins lengri. Af slíkum toga eru t.d. búnað- arfélag og fiskifélag, ferskfiskmat og Orkustofnun svo nokkur dæmi séu nefnd. Þörf eða réttlæt- ing þess háttar stofnana er gjarnan bundin ákveðnum að- stæðum. Landssmiðja var t.d. á sínum tíma eðlileg lausn til að fást við verkefni í samgöngu- og at- vinnumálum, sem enginn annar réði við. Innkaupastofnun ríkis- ins er einnig arfur frá þeim tíma er þekking á vörum og verði var á fárra höndum, verslun var háð alls kyns takmörkunum og innkaupastörfin sjálf voru tíma- frek og kröfðust sérþekkingar, sem færri höfðu en nú. eftir Guðmund Einarsson Menn hafa orðið þrœlar stofnana- hugsunar- háttarins og eru hœttir að greina sundur umbúðir og innihald. Umbúðir og innihald Ef við lítum í kringum okkur í dag er augljóst, að menn hafa orðið þrælar stofnanahugsunar- háttarins, og eru hættir að greina í sundur umbúðir og innihald. Það gleymist að stofnanirnar áttu að vera tæki til að ná takmarki. Spítalar áttu að vera tæki til að ná takmarkinu að bæta heilbrigði þjóðarinnar og búnaðarfélagið átti vafalaust að vera tæki til að ná því takmarki, að hér yrðu framleiddar sem ódýrastar land- búnaðarvörur. En smám saman hefur stofnun- in orðið ímynd takmarksins. Til að bæta heilbrigði þjóðarinnar er ausið fé til spítalanna og tillögur um breytingar á rekstursfyrir- komulagi búnaðarfélags eru túlk- aðar sem árás á landbúnaðinn. Menn gera lítið af því að skyg- gnast inn í umbúðirnar. Þeim er viss vorkunn, því þá verður yfir- leitt allt vitlaust. Stjórnmála- flokkar, sem telja sig skapara stofnananna, standa um þær vörð og hlutaðeigandi hagsmunafélög sömuleiðis. Þegartilraunireru þó gerðar til endurskoðunar virðist aðal áhuginn enn beinast að um- búðunum fremur en innihaldinu. Þannig hafa verið gerðar athug- anir á rekstarfyrirkomulagi Orkustofnunar og Landsvirkjun- ar. Menn spyrja ótal spurninga um fjölda starfsmanna og fyrir- komulag skrifborða. En það fer minna fyrir spurningum um hvort þær séu vísindalega traustar, hvort þær hafi innbyggt eða utan- aðkomandi gæðaeftirlit og hvern- ig það eftirlit reynist. Á sama hátt mætti spyrja spurninga um skólakerfið. Hver er sök þess á ástandi íslensks þjóðarbúskapar? Er öruggt mál að öll verstu vandamál þess séu fjármálalegs eðlis? Er t.d. öruggt eða h'klegt að það eina sem held- ur niðri rannsóknum í Háskólan- um sé fjárskortur? Gætum bróður okkar Annað hefur gerst. Menn líta á Framhald á bls. 6 Þjóðviljinn og utanríkismálin í kjölfar áramótanna hefur mátt kenna mjög undarlegrar slagsíðu á áherslu Þjóðviljans, í skrifum um utanríkismál. Þessi slagsíða veldur fleirum en mér áhyggjum yfir því hvert Þjóðvilj- inn er yfirleitt að stefna í skrifum um utanríkismál. Utanríkismálin hafa hingað til ekki verið beinlín- is minn geiri, hvað varðar pólitísk umfjöllunarefni, en umrædd slagsíða á blaðinu í kjölfar ára- mótanna og vægast sagt vafa- samir áherslupunktar knýja mig til að grípa penna í hönd. í þessu sambandi vil ég benda á greinar eins og grein Árna Berg- mann um Afganistan þar sem harmað er afskiptaleysi vinstri manna af mótmælum gegn veru Sovétríkjanna þar. Ég vil benda á grein Margrétar Björnsdóttur undir fyrirsögninni „Þurfa utan- ríkismál að sundra félagshyggju- fólki?“, en þessi grein felur í sér fráhvarf frá þeirri stefnu, sem ís- lenskir sósíalistar hafa fylgt í ára- tugi varðandi baráttuna fyrir úr- sögn íslands úr Nató. Ennfremur vil ég benda á viðtal við þann ít- alska Giovanni Berlinguer í sunnudagsblaði Þjóðviljans, þar sem haft er eftir þessum þokkap- ilti, að einhliða úrsögn einstakra ríkja úr Nató myndi auka á spennuna í heiminum og væri þar af leiðandi neikvætt fyrirtæki. Hvað er að gerast? Þess vegna spyr ég og fleiri: eftir Guðmund J. Hallvarðsson Er baráttumálið um úrsögn íslands úrNatóekki lengur talið jafn œskilegt og áður, að mati Þjóðviljans? Hvað er að gerast á Þjóðviljan- um? Eru allir að verða vitlausir eða hvað? Hvað þýða þessar áherslubreytingar blaðsins nú í kjölfar áramótanna? Ere.t.v. svo komið fyrir málgagni „þjóðfrels- is, sósíalisma og verkalýðshreyf- ingar“, að gamla baráttumálið um úrsögn Islands úr Nató sé ekki lengur talið jafn æskilegt og áður var, að mati ritstjórnar Þjóðviljans? Eða eru e.t.v. á- kveðin öfl innan ritstjórnar og flokks þeirrar skoðunar, að gamla baráttumálið um úrsögn Islands úr Nató muni ekki gera flokkinn að nægilega eftirsóknar- verðum samstarfsaðila „félags- hyggjuaflanna“? Skortir flokkinn e.t.v. áþreifanlegan miðju- „karakter" fyrir næstu kosning- ar? Mörgum munu eflaust finnast þessar spurningar í hæsta máta ósmekklegar og bera vott um dyl- gjur gagnvart félögunum og vafa- saman þegnskap. Því er til að svara, að mér hafa hreinlega blö- skrað þessi skrif, sem hefur verið hellt yfir mann að undanförnu. Með þessari grein ætla ég ekki að kveða upp neinn stóradóm yfir því fólki, bæði á Þjóðviljanum og í flokknum, sem greinilega er afar öndvert mér í skoðunum um þessi mál. Eg vil hinsvegar fá að vita hvað veldur þessari áhcrslu- breytingu einkanlega hvað varð- ar Nató. Er hér um mótaða stefn- ubreytingu að ræða á ábyrgð ábyrgra stofnana flokks og blaðs? ÁB og Sovétríkin Annar ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, skrifar pistil í kjölfar áramótanna um Afganist- an og virðist tilefnið vera mót- mælastaða nokkurra íhalds- manna fyrir utan sovéska sendi- ráðið, en þessi mótmælastaða var afskaplega fámenn og virðist ÁB hafa sérstakar áhyggjur út af því. Skrif ÁB á undaníörnum árum um málefni Sovétríkjanna hafa farið sérstaklega í taugarnar á mér og raunar valdið mér stund- um bæði þunglyndi og leiða. Það sem mér finnst hafa einkennt þessi skrif fyrst og fremst er ekki mótuð pólitísk greining á sovéska samfélaginu, ekki mótuð pólitísk stefna og afstaða á grundvelli hennar, heldur huglæg, persónu- leg afstaða ÁB sjálfs og það er RAUÐ HETIA Freyjukaffi íslendingar eru sem kunnugt er snautlega tregir til kirkjusóknar. Hins vegar hefur hið yfirskilvit- lega, og órannsakanlega, lengi fangað hugi þeirra, og ófáir eru þeir landar, sem eytt hafa hrollvekjandi sælustundum við andaglas eða á miðilsfundi. Boð- endum guðsótta og góðra siða hefur því gengið vonum framar, að fá þjóðina til að una þeirri at- hyglisverðu staðhæfingu, að veg- ir guðs séu órannsakanlegir. Svo einlæg er þjóðin, í aðdáun sinni á hinu óskiljanlega, að hún lætur sér fátt um vegi þessa heims finn- ast. Menn skulu þess vegna ekki Iáta sér bregða, þó henni þyki lítið til flókinna krákustíga við- skiptaheimsins koma, enda þykir þeim, sem rata um það völundar- hús, einatt skynsamlegast að vitna til hins órannsakanlega. Oddvitar Sambands íslenskra samvinnufélaga hafa um árabil séð þjóð sinni fyrir verulegum hluta þess kaffis sem hún hefur í lífsgleði sinni neytt. Kaffibrenns- lu Akureyrar, sem að sögn kunn- ugra er í eigu SÍS og Kaupfélags Eyfirðinga, hefur verið falið að brenna baunir og mala, en SÍS hefur aftur á móti séð um inn- flutninginn frá Brasilíu, fyrir hóf- lega þóknun. Komið hefur í ljós að Brasilíumenn eru miklir sóma- menn í viðskiptum, og veita ríf- legan rabbat, sé vel að þeim far- ið. Ef keypt eru hundrað tonn af baunurr. eitt árið, má sem hægast reikna með fjörutíu tonnum fyrir ekkert á því næsta, þannig að drekka megi fjóra af hverjum tíu bollum frítt. En vegleysur við- skiptanna eru því miður næsta torgengnar, og vandrataðar. Þannig reyndist lengi ókleift að koma hinum ríflega afslætti Bras- ilíumanna frá SÍS til Kaffibrenns- lu Akureyrar. Undir farsælli handleiðslu skattrannsóknar- manna hefur þetta nú lukkast, að mestu. Leiðin frá Kaffibrenns- lunni til neytandans er á hinn bóginn fullkomlega lokuð, og segja þeir sem til þekkja að svo muni verða áfram. Af þessu til- efni hafa illa þenkjandi kaffiunn- endur rifjað upp kaup Sambands- ins á Fiskiðjunni Freyju, á fjörð- um vestur, en þá tókst leiðtogum samvinnumanna að töfra fram á- litlega summu til kaupanna, úr „sérsjóðum“ samvinnuhreyfing- arinnar. Til eru þeir sem þykjast sjá samhengi milli svona atburða, og hafa stungið upp á því að sam- vinnumenn minnist fimm ára höfðingsskapar Brasilíumanna, með því að nefna Bragakaffið framvegis „FREYJUKAFFI". Þriðjudagur 15. januar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.