Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR TORGIÐ Finnbogi Jónsson Umframorion ekki eðlileg Glórulaus fjárfesting í umframorku Öryggisorku œtti ekki að binda í vatnsafli |% egar ég tala um 750 gígawatt- ■ stunda umframorku þá er búið að reikna með þeirri sveiflu sem orðið getur af völdum þur- rka, sagði Finnbogi Jónsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Orkuvinnslugetan er mörg- hundruð gígawattstundum meiri en nemur þessum 750 gWst umframorkugetu í vatnsríkum árum. Það er því tómur blekking- arleikur að halda því fram að þessi umframorkugeta þjóni þess- um óvissuþætti.“ - Forstjórar Landsvirkjunar segja í Morgunblaðinu að þegar Hrauuneyjarfossvirkjun var tekin í gagnið hafi myndast um 700 gWst árleg umframorkugeta og að þetta hafi verið í samræmi við áætlanir. Hvað sýnist þér um það? Ef það er eðlilegt að 750 gíga- Húsavík Mikið að gera hjá Rœkjuvinnslunni í lok síðustu viku landaði tog- arinn Júlíus Hafstein rúmlega 20 tonnum af rækju á Húsavík og togbáturinn Geir Pétur 17 tonn- um. Er því geysimikil vinna hjá Rækjuvinnslunni nú um stundir, unnið alla daga og á vöktum. Kolbeinsey kom inn í gær- morgun með 130 tonn af fiski. Vinna við frystingu hófst þegar hjá Fiskiðjusamlaginu. Veðrið er til hreinnar fyrirmyndar svo að línubátar hafa getað sótt sjóinn af kappi, en afli hjá þeim hefur ver- ið frekar tregur. Þessum fréttum skaut Aðal- steinn Baldursson að okkur í gær. ab/mhg. wattstundir séu til í umframorku 4 árum eftir að Hrauneyjarfoss- virkjun var tekin í gagnið - en hún skilar 850 gWst þá hlýtur á- kvörðunin um að taka þessa virkjun í gagnið að hafa verið röng. Þessi umframorka getur með engu móti talist eðlilegar leifar frá þessari virkjun. - En hvað með Sultartanga? Ég tel að orkuspá hafi ekki sýnt að Sultartangastífla hafi verið nauðsynleg. Búrfellsvirkjun hafði verið keyrð með góðum ár- angri í á annan áratug án þessarar stíflu þannig að röksemdin um öryggisþátt stíflunnar í rekstri Búrfells fær ekki staðist að mínu mati. - Og hvað með Kvíslaveiturn- ar? í umræðum um framkvæmda- þörf Landsvirkjunar á árinu 1984 dró ég í efa og bókaði fyrirvara um þörf allra þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar voru á því ári. Nú er ljóst að þá þegar lágu fyrir upplýsingar sem hefðu sýnt að orkuaukandi framkvæmdir voru ónauðsynlegar. - Hvað með 250 gígawatt- stunda öryggisforðann? Er rétt að taka mið af þörfum Norð- manna eða Nýsjálendinga í þeim efnum? Ég sé ekki hvers vegna ætti frekar að bera okkur saman við Nýsjálendinga en Noreg. Ég held að við eigum bara að miða við Húsbyggjendur Sækið um lán fyrir 1. feb. H úsnæðisstofnun ríkisins hefur vakið athygli húsbyggjenda á því að 1. febrúar nk. rennur út frestur til að sækja um lán til ný- bygginga. Enginn kemur til greina við úthlutun lána nema umsóknir berist fyrir janúarlok. lán þau sem hér um ræðir eru greidd út á árinu 1985 og eru til kaupa eða byggingar á nýjum íbúðum, til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða eða dagvist- arstofnana, til bygginga í stað heilsuspillandi íbúða, til fram- kvæmdaaðila í byggingariðnaði og til tækninýjunga í iðnaðinum. Umsækjendur skulu tilgreina í umsóknum sínum hvenær megi vænta þess að byggingarnar verði fokheldar. Umsóknareyðublöð liggja frammi að Laugavegi 77 og hjá skrifstofum sveitarfélaga um land allt. - v. I Orkuskorturinn 1979-1982 Stóriðjan bar skerðinguna Jóhannes Nordal telur að virkja þurfifyrir afgangsorku til stóriðjunnar gangsorka, 164,2 gWst afgangs- orka, 1982: 21,3 gWst forgangs- orka, 50,7 gWst afgangsorka. Samkvæmt þessu fór skerðing á forgangsorku vegna vatnsskorts mest upp í 215,6 gWst árið 1981. Ef litið er til þess á hverjum orkuniðurskurðurinn bitnaði, þá kemur í ljós að hann kom sára- lítið niður á almenningsveitun- um, eða sem hér segir: 1980:16,4 gWst, 1981: 34,3 gWst, 1982: 1,9 gWst. Orkuskorturinn bitnaði þó ekki á almenningi, því orku- veiturnar sáu um að uppfylla þessa þörf með framleiðslu orku með dieselstöðvum. Staðhæfingar Jóhannesar Nor- dal um orkuskortinn sem for- sendu 250 gWst umframorku á ári fá því ekki staðist gagnvart almenningsveitunum. Talan 700 gWst sem Jóhannes nefnir er summa orkuskerðingar á 4 árum þar sem um helmingur er í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag segir Jó- hannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjunar að nauðsynin fyrir 250 gígawattstunda umframorku á ári á kerfi Lands- virkjunar stafi fyrst og fremst af þeirri hættu sem stafl af vatns- skorti. Þannig hafí Landsvirkjun þurft að skerða orkusöluna um 700 gígawattstundir á árunum 1979-1982, sem þýddi verulegan kostnað fyrir viðskiptamenn Landsvirkjunar. Þjóðviljinn kannaði hvernig þessi orkuniðurskurður hefði skipst niður á milli ára og á milli forgangsorku og afgangsorku og á milli stóriðju og almennings- veitna. Niðurskurður orkusöl- unnar var samkvæmt ársskýrslum Landsvirkjunar sem hér segir: 1979: 49 gWst, 1980: 102,7 gWst, forgangsorka, 98,9 gWst afgangs- orka, 1981: 215,6 gWst for- afgangsorka. Af orðum hans verður vart annað skilið en að þessi varaorka Landsvirkjunar sé því fyrst og fremst til þess að mæta þörfum stóriðjpnnar fyrir bæði forgangsorku og afgang- sorku. Nú eru um það ákvæði í samningnum við Alusuisse að skerða megi forgangsorkuna um 15% eða sem samsvarar um 200 gWst þegar illa árar. Forsendan fyrir 250 gWst. öryggisorkuforða virðist því að verulegum hluta vera sú að mæta afgangsorkuþörf stóriðjunnar. Fróðlegt væri að vita hvað sú orka kostar í fram- leiðslu og hvað stóriðjan greiðir fýrir þá orku. Ef Landsvirkjun er ætlað að standa með óstarfræktar virkjanir til þess að mæta afgang- sorkuþörf stóriðjunnar, hver borgar þá þann kostnað? Hefur hann verið reiknaður inn í kostn- aðarverð raforkunnar til stór- iðju? ólg. okkar eigin þarfir. En ef tekið er mið af Nýsjálendingum fæ ég ekki séð að við ættum að hafa meira en 100 gWst í umframorku. Ef hins vegar er lagt hagfræði- legt mat á hve mikil þessi öryggis- orka eigi að vera í formi fjárfest- inga í vatnsaflsvirkjana þá munu menn komast að þeirri niður- stöðu að hún eigi ekki einu sinni að vera 100 gWst., heldur núll. Við getum skapað það öryggi, með mun hagkvæmari hætti, sem þarf til að mæta árferðissveiflum. Ef við eigum að geyma umfram- orku í ónýttum virkjunum handa stóriðjunni til öryggis verður að krefja stóriðjuna um eðlilegt gjald fyrir slíkt öryggi. Ef stóriðjunni væri boðið upp á þetta öryggi gegn því verði sem það kostar myndu þeir ekki þurfa nema eina mínútu til að reikna út að þetta væri glórulaus fjárfest- ing. ólg. Nýi Tíminn þegir um kaffi- hneykslið, DV þegir um Bíldu- dalshneykslið, Sjónvarpið þegjr um orkuhneykslið, - en Alþýðublaðið þegir ekki um Jón Baldvin. Kartöflur Metuppskera Það gekk aldeilis bærilega með kartöfluræktina í sumar. Upp- skeran reyndist vera 22 þús. lestir eða flmm sinnum meiri en árið 1983 og er þetta algjört met. Það ár, sem næst kemst þessu með kartöfluuppskeru, var árið 1980. Meiri uppskera var á gul- rófum, hvítkáli og blómkáli en um langt árabil. Og af flestum tegundum grænmetis- og gróður- húsaafurða varð uppskeran all- góð. " mh8- Helga Gunnarsdóttir félagsráðgjafi með strákinn sinn í fanginu hlýðir á mál framsögumanna. (Mynd Á. Kjartanssor,). Alþýðubandalagið Husfyllir á Homafirði Húsfyllir var á fundi Alþýðu- bandalagsins í Sindrabæ, á Höfn í Hornafirði, þarsem Svav- ar Gestsson og Gerður Óskars- dóttir höfðu framsögu. Svavar gerði að umtalsefni stjórnmálaástandið, hugsanlegar kosningar á árinu og þ.u.l.. Gerður fjallaði um Kvennaárat- uginn, stöðu kvenna í lok hans og fleira. Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan alþingismenn Al- þýðubandalagsins í kjördæminu mættu á fundinn. Fjöldi manns tók til máls á fundinum og að sögn tíðindamanna var rífandi stemmning. -óg. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.