Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 6
VIÐHORF Tek aö mér nýsmíöi svo og viöhald og endurnýjun gamalla húsa. Þorsteinn Ingimundarson húsasmiður - sími 53324. LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinn starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstra óskast við Skóladagheimiliö Skála. Upplýsing- ar veitir forstöðumaöur viðkomandi heimilis eða um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar, í síma 27277. Nýir umboðsmenn Þjóðviljans í Keflavík og Njarðvík Vinsamlega athugið að nýir umboðsmenn hafa tekið við störfum. Keflavík: Guöríður A. Waage Austurbraut 1, sími 2883. Ingibjörg Einarsdóttir Suöurgötu 37, sími 4390. Ytri-Njarðvík: Kristinn Ingimundarson, Hafnargötu 72, sími 3826. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI 46711 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Fólk... Framhald af bls. 5 öll kerfin, allar stofnanirnar sömu augum og eru hættir að greina á milli „velferðarstofn- ana“ fyrir fólk og fiskafurðir. í vetur var talað fyrir því, að þúsund ára aðlögunartími ætti að gera sjávarútveginum kleift að standa sjálfur að og greiða þá þjónustu, sem Fiskifélagið veitir honum. Þá risu menn upp til handa og fóta og töluðu um árásir áfélagslegarþjónustustofnanir. í heild hefur umræðan tekið á sig þá mynd, að ýmsir virðast ekki gera greinarmun á samfélagslegri Þjóðviljinn... Framhald af bls. 5 atar skaðlegt, þegar tilviljunar- kennd tilfinningamál ráða rit- stjórnarstefnu blaðsins. Ef Þjóð- viljinn ætlar að halda uppi ein- hverri vitrænni umfjöllun um So- vétríkin, þá verður blaðið líka að móta ritstjórnarstefnu á ein- hverjum efnislegum forsendum, en ekki bara til að þóknast al- menningi og Morgunblaðinu. Ég til taka það fram, að ég hef verið afar gagnrýninn á Sovétrík- in í langan tíma. Ég lít hinsvegar á þau sem verkalýðsríki með sósí- alískan efnahagsgrundvöll, en af- bökuð af skrifræðisvaldi, sem hindrað hefur þróun þess þjóðfé- lags til sósíalísks lýðræðis og þjóðfélagslegrar fullkomnunar. Ég er hinsvegar algerlega and- vígur þeirri moðhausakenningu, sem tröllriðið hefur Þjóðviljan- um í langan tíma, sem byggist á því að leggja Sovétríkin og Bandaríkin að jöfnu. Slík kenn- ing er að minni hyggj u kolröng og ber vott um ópólitíska hugsun. Mér finnst bæði sjálfsagt og rétt að vinstri menn mótmæli inngripum Sovétríkjanna í Af- ganistan, en þeir verða þá að gera það sem vinstri menn og sósíalist- ar, en ekki í samfylkingu með Heimdallarskríl. Þetta verður að vera alveg á hreinu. Við eigum að stöðu barnadeildar Landsspítal- ans og Jarðborana ríkisins. Þarna á stóran hlut að máli hinn al- menni, gagnrýnislausi stofnana- átrúnaður. Við verðum einnig að spyrja okkur grundvallarspurninga um hlutverk samfélagsins. Ég tel að verkefni þess séu á sviði menntunar, heilbrigðis, húsnæð- ismála og almannatrygginga, málaflokka sem beint og milli- liðalaust varða velferð allra, ungra og aldraðra. Við eigum að gæta bróður okkar. Einsemd hans, fátækt eða sjúkleiki er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Menntun hans varðar okkur öll. benda á það, að verkalýðsríki megi aldrei í þann glæp rata, að grípa til aðgerða eins og Sovétrík- in hafa gert í Afganistan. Á þessu er reginmunur og því, að leggja Sovétríkin sýknt og heilagt að jöfnu við Bandaríkin. Slíkt er óþolandi tækifærisstefna og verður engum til góðs. ÁB gengur svo langt í sinni grein, að leggja að jöfnu Víet- Nam stríðið og inngrip Sovétríkj- anna í Afganistan, og spyr síðan sjálfan sig að því hversvegna mót- mæli við innrás Sovétríkjanna í Afganistan séu jafn máttlítil og raun ber vitni. Jafnframt harmar hann að vinstri og hægri menn geti ekki komið sér saman um aðgerðir. Ástæðan er sú segir ÁB, að hægri menn eru klíndir upp við Banda- ríkin og vinstri menn upp við So- vétríkin. Öll er þessi umfjöllun ÁB hin makalausasta. í fyrsta lagi er það bæði pólitískur blind- ingsháttur og í rauninni siðlaust athæfi, að samsama VíetNam málið og Afganistan á þennan hátt, bæði hvað varðar hernaðar- legt umfang og heimspólitísk áhrif. f annan stað er það ekki spyrð- ing vinstri manna við Sovétríkin og spyrðing hægri rnanna við Bandaríkin sem veldur því, að þessi öfl ná ekki saman t.d. í mót- mælum gagnvart inngripum So- Sérgæska og sjálfsdýrkun sam- tímans má aldrei bitna á þessum verkefnum okkar. Við eigum að endurskoða umbúðir og inni- hald, takmark og leiðir, en um samfélagslega ábyrgð okkar verðum við að standa vörð. Sú dygga varðstaða á hins veg- ar ekki að ná til stofnana eða verkefna í ýmsum öðrum mála- flokkum. Afskipti af atvinnumál- um á t.d. að takmarka við rann- sóknir, stuðning við nýsköpun, svo og tímabundna aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja. En leiðarljósið á að vera að koma þeim öllum til þess þroska, að þau sjái um sig sjálf. vétmanna í Afganistan. Að minni hyggju eru það pólitísk grund- vallaratriði, - pólitísk hugmynda- fræði sem þar veldur mestu um en ekki Sovétveiki eins og ÁB held- ur fram. Ég held þó að umrædd Sovétveiki sé tiltölulega skaðlaus miðað við þann pólitíska sjúk- dóm sem ÁB virðist vera hald- inn, sem mér virðist vera þegar allt kemur til alls einhvers konar afbrigði af Sovétveiki, en með öðrum formerkjum en sú Sové- tveiki sem ÁB sakar aðra um. Mér er að verða það ljósara með degi hverjum, að það er Morgunblaðið og afturhalds- „pressan“ í landinu, sem stjórnar allri umræðu um utanríkismál hér á landi. Stöðugur áróður Morg- unblaðsins um Moskvuhollustu Alþýðubandalagsins og Þjóðvilj- ans hefur leitt til þess að Álþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn er á stöðugu undanhaldi í þessum málum. Hræðslan við að vera bendlaður við Moskvu, hræðslan við hugsanlegt atkvæðatap þess vegna virðist liggja til grundvallar skrifum Þjóðviljans um Sovétrík- in, en ekki efnisleg afstaða, þar sem sovéska samfélagið er krufið til mergjar á gagnrýninn hátt. Þetta verður að breytast ef Al- þýðubandalagið og Þjóðviljinn ætla að halda uppi sósíalískri stefnu í utanríkismálum. Guðmundur J. Hallvarðsson. Á DÖFINNI Verkfræð- ingar byggja Nú um áramótin tók Davíð Oddsson, borgarstjóri, fyrstu skóflustunguna að nýju húsi, sem Verkfræðingafélag Islands og líf- eyrissjóður félagsins reisa í sam- einingu. Húsið mun rísa norðan Suður- landsbrautar, - skáhallt móts við Hótel Esju. Fyrsti áfangi hússins verður þrjár hæðir og ris, - samtals 1246 fermetrar, og er áætlað að honum verði lokið fyrir næstu áramót. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þennan fyrsta áfanga verði um 25 miljónir króna. Teikningar af húsinu gerðu arkitektarnir Þórarinn Þórarins- son og Egill Guðmundsson, en þeir urðu hlutskarpastir í sam- keppni sem efnt var til. Ágúst Valfells, formaður Verkfræðingafélagsins, þakar Davíð Oddssyni, borg- arstjóra, fyrlr fyrstu skóflustunguna. Námstefna Iðnhönnun og arkitektúr Hér á landi er staddur franski iðnhönnuðurinn og arkitektinn Martine Bedin í boði Félags ís- lenskra iðnrekenda og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Vegna veru þessa heimsþekkta hönnuð- ar mun FÍI gangast fyrir nám- stefnu í dag um iðnhönnun þar sem Bedin flytur nokkra fyrir- lestra. Námstefnan hefst kl. 13.15 með því að Páll Kr. Pálsson hjá FÍI mun kynna Martine Bedin og setja námstefnuna. Auk fyrir- lestra Bedins mun Erna Ragnars- dóttir ræða um áhrif samstarfs við iðnhönnuði á rekstur iðnfyrir- tækja. Námstefnan fer fram í Ráð- stefnusal (Auditorium) Hótels Loftleiða. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu FÍI, sími 91-27577, fyrir kl. 11:00 í dag, 15. janúar. Verð pr. þátttakanda er kr. 600 fyrir félagsmenn FÍI og kr. 800 fyrir aðra. Þátttökugjald greiðist við innganginn. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.