Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 11
Fáskrúðsfjörður Fiskiðnaður undirstaðan Nauðsyn áfjölbreyttara atvinnulífi Við Fáskrúðsfjörð er 900 manna byggð. Þar af búa 800 í þéttbýliskjarnanum Búðum. Þar byggist nær öll atvinnustarfsemi á sjónum. Fiskvinnslufyrirtækin eru þrjú. H.F.F., sem rekur hraðfrystihús, saltfiskverkun, skreiðarverkun, bræðslu og tvo japanska togara. Pólarsfld, sem er með hraðfrystihús, saltfisk- ® verkun, skreiðarverkun, sfldar- vinnslu og þrjá 200 tonna alhliða fískibáta. Sólborg er með saitfískverkun, skreiðarverkun, sfldarvinnslu og einn 200 tonna alhliða fískibát. Að auki er svo nokkur smábátaútgerð en fer minnkandi vegna slæmrar að- stöðu. Pólarsíldar en umsvif þá minni. Hún er ekki með frystingu hefur hafið sfldarsöltun. Starfsfólk, bæði á landi og sjó, að mestu heimamenn. Þegar frá er talinn fiskiðnaður- inn er ekki um mikla iðnaðar- starfsemi að ræða. Helst er það þó byggingariðnaðurinn. Þar hef- ur horft þokkalega þótt ekki sé raunar mikið um það að einstak- lingar byggi íbúðarhúsnæði. Meira ber á byggingum, sem tengdar eru verslun og þá opin- berum framkvæmdum. Mikil þörf er á að koma á fót smáiðnaði og meðalstórum iðnfyrirtækjum svo að ekki þurfi að byggja jafn mikið á sjávaraflanum. Að sjálfsögðu hefur erfið greiðslustaða sjávarútvegsins dregið úr framkvæmdamögu- leikum sveitarfélagsins. Og þátt- taka hins opinbera í að byggja upp staðinn hefur, hin síðari árin, verið ákaflega lítil. Þar þarf að gera bragarbót einkum hvað snertir fjárfestingu í atvinnuskap- andi framkvæmdum. Má þar nefna: Smábátahöfn, til þess að auðvelda smábátaútgerðina, en hún býr við slæmar aðstæður, þótt þær séu að öðru leyti góðar frá náttúrunnar hendi. Dvalarheimili, sem nú er fok- helt orðið en staðið hefur á þátt- töku ríkisins í byggingarkostnaði. Leikskóli, sem nú er alltof lítill og veldur smæð hans erfiðleikum fyrir konur með að komast út á vinnumarkaðinn, sem full þörf er þó á. Ibúafjöldi 1. des. 1983 var 762. Heildaraukning frá 1971-1983 var 5,5%. Meðaltalsaukning á sama tíma var 0,4%. Mest fjölg- aði íbúum 1976 eða um 5,2%. Fækkun varð árin 1975, 1979, 1980 og 1983. Mest var fækkunin árið 1975, 3,2%. -mhg Byggðamerki Kuðungur og Keilir Merki Vatnsleysu- strandarhrepps Vorið 1983 efndi hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps til samkeppni um tillögur að byggðamerki fyrir hreppinn. Undirtektir voru mjög góðar og bárust alls 48 tillögur. Dagana 17., 18 og 19. júní sl. var svo haldin sýning á öllum til- lögunum. Var hún í Stóru- Vogaskóla. Fjöldi hreppsbúa kom á sýninguna og gafst sýning- argestum tækifæri til að greiða at- kvæði þeirri tillögu, sem best féll að smekk hvers og eins. Síðar valdi svo hreppsnefnd úr þeim til- lögum, sem flest atkvæði fengu. Tillaga sú, sem fyrir valinu varð, er eftir höfund, er æskir að nefna sig N.N.. Auglýsingastofu Krist- ínar, AUK hf., var svo falið að útfæra merkið eftir þeirri tillögu, sem valin var. Merkinu er lýst á eftirfarandi hátt: í forgrunni er hvítur kuðungur á bláum fleti sem myndar fjallið Keili í efri hluta merkisins. Keilir er í landi hreppsins og tóku sjó- menn mið af honum. Merkið er táknrænt fyrir líf og byggð á strönd. Form og tákn úr náttúr- unni eiu ráðandi í gerð merkis- ins. -mhg H.F.F. er stærsta fyrirtækið. Til jafnaðar er það með 200 manns á launaskrá. Allir starfs- menn eru heimamenn. Vinna hefur verið nokkuð stöðug og jöfn. Bræðslan er á fallanda fæti og þarfnast mikillar fjárfestingar ef bræða á loðnu. Á dagskrá er bygging nýrrar vélsmiðju, sem ætla má að leiddi af sér aukningu aðfenginna verkefna. Hjá Pólarsíld er vinnuaflsþörf- in breytilegri eftir árstímum. Hefðbundin vetrarvertíð stendur fram á vorið. Sitt af hverju hefur verið reynt yfir sumartímann og nú hefur fyrirtækið fengið leyfi til rækjuvinnslu. Á haustin er það sfldin og hefur Pólarsfld um ára- bil verið með hæstu söltunar- stöðvum austanlands. Á sfldar- vertíðinni starfa allt að 180 mans hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið er langflest heimamenn en á bátun- um er um helmingur áhafnanna aðkomumenn. Sólborg er að ýmsu hliðstæða UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Landbúnaður Stjómvöld snúa góðæri segir Þorgrímur Starri Fyrir nokkru birtist í Þjóðvilj- anum frétt um hraklega afkomu bænda. Sífellt kemur betur í Ijós, að þar var síst of fast að orði kveðið. Þannig mælti Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, er hann leit hér inn á blaðið laust fyrir síðustu helgi. - Það liggur nú fyrir, að meiri hluti bænda í Þingeyjarsýslu gat ekki jafnað reikninga sína við Kaupfélag Þingeyinga nú um ára- mótin, þrátt fyrir einstakt góð- æri, sagði Þorgrímur Starri. Venjulega hefur góðæri fleytt bædnum fram á leið efnalega, enda væri annað óeðlilegt. Nú hrekkur það einu sinni ekki til þess að halda í horfinu, heldur hríðversnar afkoman, sem aftur hlýtur svo að þoka kaupfélaginu í átt að gjaldþrotsbarminum. Hér eiga stjórnvöld alla sök. Kaupskerðingin hjá viðmiðunar- stéttunum er nú að bitna á bænd- um. Launaprósenta bænda í verðlagsgrundvellinum fer lækk- andi, kemur kannski til með að hanga í 30% núna. Og verðlagið er bundið eins og kaupið. Við skulum taka dæmi þessu til skýringar: Bóndi með sauðfjárbú leggur inn 500 dilka. Ætli það sé ekki í nánd við viðmiðunarbúið? Meðalfallþungi dilkanna er 15 kg og mun vera vel í lagt þegar á heildina er litið. Uppbætur á 500 dilka frá árinu áður ná ekki 500 kr. á dilk. Uppbæturnar, til við- bótar útborgun í haust, ná ekki 2000 kr. á dilk. En setjum nú svo samt sem áður að greiðslan nái því. Þá gerir þetta 1 milj. kr. alls. Þetta er nú tekjuhliðin. Nú eru allar horfur á því að til bóndans renni ekki nema 20-30% af grundvallarverðinu. Kaup bóndans er þá 200-300 þús. kr. Það er nú allt og sumt, sem hann hefur til þess að lifa af. Ofan á þetta bætist svo það, að ávallt er undir hælinn lagt að grundvallar- verðið náist. Annars er þessi svonefndi verðlagsgrundvöllur að ýmsu leyti rangur vegna þess, að kostn- aðarliðum er sleppt svo sem fjármagnskostnaði og áburðar- liðurinn vanreiknaður, svo að eitthvað sé nefnt. Til viðbótar öðrum góðverkum stjórnvalda í garð bændastéttar- .innar kemur svo lækkun á niður- greiðlsunum. Það tiltæki hefur orðið til þess að stórspilla mark- aðinum. Formaður Stéttarsamb- >ands bænda, Ingi Tryggvason, lét þau orð falla á kjörmannafundi í Þingeyjarsýslu í haust að lækkun niðurgreiðslna á mjólk þýddi 3ja milj. samdrátt í mjólkursölu fram til síðustu áramóta. Má sjá minna grand í mat sínum. Og Framsókn er víst með land- búnaðrráðherrann. -mhg Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.