Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 7
Tímarnir eru erfiðari en oft áður fyrir einræðisherra Róm- önsku Ameríku: lýðræðisþró- un sýnist hafin í Uruguay, áður var herforingjastjórn fallin í Argentínu og nú er Pinochet, einræðisherra Chile, orðinn mjög hræddur um sig. Hann á nú orðið svo fáa vini, að síð- ustu fregnir herma, að hann óttist jafnvel að bandaríska leyniþjónustan CIA, löngum fyrr hans haukur í horni, sé nú farin að efla til samsæra gegn sér. Það er reyndar ekki ólíklegt að svo sé: ef Bandaríkjamenn telja að dagar Pinochets séu taldir, munu þeir reyna að bræða saman borgaralega stjórnarandstöðu sem gæti tekið við - það er skárri kostur fyrir þá en hatrið sem sóp- ar burt einræðisherranum leiði vinstriflokka til valda aftur í landinu. En það gæti hæglega gerst í landi þar sem sósíalistar og kommúnistar eiga sér sterkar rætur og miklar vinsældir. r „Til bjargar frelsinu" Pinochet greip, eftir því sem á leið árið 1984, æ oftar og hörku- legar til lögregluofbeldis gegn vaxandi andspyrnu gegn stjórn sinni. í nóvember lét hann mest- alla stjórnina segja af sér undir því yfirskini að hann þyrfti „meira svigrúm". Áður en nokk- urn veginn sömu ráðherrar og áður höfðu setið tóku við í nýrri stjórn lýsti hann „umsátursá- standi“ um allt landið, sem á Vopnaða lögregluliðið lætur gremju sína og ótta koma fram í vaxandi harðn eskju við andófsmenn. Chile andúð þess. Þessir menn eru argir út í herinn, sem þeir telja að hrifsi til sín bestu bitana af borði Pinoc- hets og búi þar að auki við tiltölu- legt öryggi. Sjálfir eru þeir í hásk- anum, eiga á engu góðu von síðarmeir, þegar að skuldadög- um kemur. Og þeir bregðast við eins og margar pólitískar bófa- sveitir fyrr og síðar: með vaxandi heift í garð fólksins sem gerir þeim lífið leitt. Með hörkulegri barsmíðum og grimmdarverkum -sem að sínu leyti herða andstöð- una meðal fólksins. Frelsunar- guðfræði Eitt af því sem gerir Pinochet mjög erfitt um vik er mannréttindabarátta kirkjunnar, sem hefur, þegar á heildina er litið, staðið sig mjög vel. Eða hvað getur lögreglan gert þegar prestar og nunnur efna til mótmælafunda fyrir utan bæki- stöðvar leynilögreglunnar gegn pyntingum? Frelsunarguðfræðin svonefnda, sem páfi hefur verið að vara við, á sér formælendur marga í kaþólsku kirkjunni í Chile. „Við marxistarnir eigum okkur sameiginlegt markmið“, segir einn slíkur, sér Guido Pet- ers: „frelsun. Hvers vegna ættum við ekki að geta notað í samein- ingu þætti kristilegrar kenningar og marxískrar þjóðfélagsskil- greiningar?“ Tvær fylkingar Meðal andstöðunnar fer sam- staðan vaxandi. Að vísu er um að ræða tvær andstöðublokkir. Annarsvegar er Alianza Democr- atica, Lýðræðisbandalagið - þar eru Kristilegir demókratar, þjóð- legir íhaldsmenn, frjálslyndir, hægrisósíalistar og fleiri, en NDP, Lýðræðislega alþýðuhreyf- ingin, sameinar vinstrisósíalista, kommúnista, og MIR, sem kenn- ir sig við marx-leninisma. En margar aðgerðir þessara afla allra eru samræmdar í „Þjóðarnefnd til varnar lýðræðinu". Formaður Kristilegra demókr- ata, Valdés, er ekki síst fulltrúi þeirra borgaralegu afla sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með stjórnsýslu Pinochets og „Chic- agostráka" hans (lærisveina Friedmans í efnahagsmálum). Valdés lofar því fyrir sína parta, að Kommúnistaflokkurinn verði aftur leyfður, enda hafi hann alltaf starfað á lýðræðislegum grundvelli í Chile. Valdés vonast til að hægt sé að mynd rnjög breiða fylkingu um að koma Pin- ochet á kné og að herinn muni ekki vernda hann í alvöru. En ýmsir þeirra sem til vinstri eru í litrófinu telja, að varla geti farið hjá því í Chile að til blóðugra átaka komi áður en tekst að flæma Pinochet frá völdum. AB tók saman. auðvitað að „bjarga lýðræðinu og frelsinu". Óll var sú notkun tungumálsins í anda skáldsögu Orwells 1984. Til að bjarga frelsi og lýðræði var sett útgöngubann um nætur í borgum, óþægilegir þegnar landsins voru settir í gæsluvarð- hald og geymdir þar eða sendir í útlegð til afskekktra setuliðsbæja í eins langan tíma og yfirvaldinu þóknaðist. Náttúrlega eru símar ‘\j hleraðir, bréf opnuð eftir geð- • þótta. Strangri ritskoðun var komið á og blöð voru bönnuð. Andóf í Pinochet með ráðgjöfum sínum: Hann treystir ekki einu sinni CIA lengur. mörgum myndum En Pinochet má súpa af beiskum kaleik sem margir aðrir einræðisherrar hafa fyrr smakkað á. Þegar andóf gegn grimmu og óbilgjörnu valdi er komið á visst stig, þá er eins og engar hótanir böa refsingar virki lengur. And- ófið seytlar fram í ótal myndum. Gömul og svöng kona fellur í ómegin á götu og umsvifalaust hefur fólkið, sem safnast í kring- um hana, breyst í mótmælafund. Vikublöðin beita allskonar skemmtilegri hugkvæmni til að fara í kringum ritskoðunina eða snúa á hana - eins og þegar „ An- álisis" birtir grein um umferðar- merki og setur á forsíðuna um- ferðarmerkið „Pare“ í rauðum átthyrningi. Það þýðir „Stopp“ - en það getur líka þýtt „Farið í verkfall". Andófið getur komið fram í því að farandsöngvarar koma inn í strætisvagna þegar fólkið er á leið í vinnuna á morgn- ana og fá hlý bros og einhverja aura fyrir pólitíska mótmæla- söngva - en af þeim er Chile einkar ríkt land. Andófið getur meira að segja notað sér vídeó- tíma til að snúa á eftirlit yfirvalda með kvikmyndahúsum: í umferð eru margar spólur af hinni frægu Chilemynd Costa-Gavras „Týnd- ur“ og þær eru sýndar í félags- heimilum og menningarhúsum sem enn lifa frá fyrri og betri lýð- ræðistíð. Og ef lögreglan leggur hald á spólu þá er hægur vandi að fjölfalda einhverja aðra. Þetta andóf getur líka komið fram í að láta hart mæta hörðu eins og hvað eftir annað hefur gerst í götubardögum við lögregl- una. Eða með því móti að ungir menn sitja fyrir mönnum úr hin- um vopnuðu sveitum lögreglunn- ar, carabineros, þegar þeir eru á heimleið og berja þá eins og fisk. Lögregla í klípu Semsagt: Pinochet á sér for- mælendur fáa. Það er ekki meira en svo að hann geti treyst á her- inn sér til fulltingis lengur. Vopn- aða lögreglan er í mestri klípu: þeir menn búa ekki út af fyrir sig í herstöðvum heldur innan um fólkið og fá óspart að kenna á Pinochet er hræddur um sig Stritast samt við að sitja áfram ískjóli valdamaskínu sem margir brestir eru komnir í. UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN ... Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.