Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 12
LANDIÐ Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 85001 Stálsmíði 66 og 132 kV háspennulínur. Opnunardagur 5. febrúar 1985, kl. 14.00. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 15. janúar 1985 og kostar hvert eintak kr. 300.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavík 14. janúar 1985 Rafmagnsveitur rikisins Rafeindatækni Jarðeðlisfræðistofa Raunvísindastofnunar Há- skólans óskar að ráða mann nú þegar til tímabundins verkefnis við smíði, viðgerðir og viðhald jarðskjálfta- mæla. Umsækjendur hafi samband við Henry Jo- hansen eða Pál Einarsson, Dunhaga 3, sími 21340. Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bók- menntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar- launa. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröf- um. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1985 nemur1150 þúsund krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. febrúar n.k.. Reykjavík 7. janúar 1985 Stjórn þýðingarsjóðs Svæðisskipulag Suðurnesja Samband sveilarfélaga á Suðurnesjum og Skipulags- stjórn ríkisins vilja ráða mann til að vinna að svæðis- skipulagi fyrir Suðurnes. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn hafi sérmenntun í skipulagsfræðum eða haldgóða reynslu á því sviði. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun útvega starfsaðstöðu á Suðurnesjum. Ráðningartíminn verður tvö ár eftir nánara samkomu- lagi og verður hugsanlega framlengdur síðar. Frestur til að skila umsóknum ásamt meðmælum og ýtarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf er til 10. febrúar n.k. Umsóknir skal senda til Skipulagsstjóra ríkisins Borg- artúni 7, Reykjavík. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Skipulagsstjóri ríkisins, Zóphónías Pálsson, Borgartúni 7, Reykjavík, sími 91-29344 og Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdarstjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj- um, Brekkustig 36 Njarðvík, sími 92-3788. F.h. S.S.S. og Skipulags ríkisins, Eiríkur Alexandersson, frkvstj., Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri. (GII Frá Gi9tarfé,a9' *- ■ íslands, Vinningar í jólahappdrætti féllu þannig: Ferðavinningar eftir vali: Nr. 5877 Kr. 30.000.- Nr. 9033 Kr. 50.000,- Nr. 9054 Kr. 50.000,- Nr. 15303 Kr. 30.000,- Nr. 15406 Kr. 30.000,- Nr. 16835 Kr. 30.000.- Nr. 17003 Kr. 30.000.- Nr. 20869 Kr. 75.000,- Þökkum félagsmönnum og öörum landsmönnum stuðning við Gigtlækningastöðina. Árlega eru flutt inn 70 þúsund tonn af fóöri fyrir búfé en á sama tíma hent 60 þúsund tonnum af slógi sem nota mætti til fóðurgerðar. Höfum við efni á þessu? Tímarit Búnaðarblaðið Freyr Sigurjón Arason deildarstjóri hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins fjallar í síðasta tbl. Freys um innlent hráefni til fóð- urgerðar og segir m.a.: „Árlega eru flutt inn um 70 þús. tonn af fóðri fyrir búfé. Mikið af þessu fóðri má framleiða úr hrá- efni sem nú er hent, og einnig er hægt að bæta nýtingu á því fóðri, sem nú þegar er aflað. Arlega er fleygt a.m.k. 60 þús. tonnum af Einhverjum kann að þykja forvitnilegt að vita hver var bú- fjáreign landsmanna í byrjun síð- astliðins árs. Hún taldist þá vera þessi: Nautgripir 68.540, þar af voru 33.198 mjólkurkýr. Sauðkindur voru 711.936, hross 52.056, svín 2.203, alifuglar 292.425, minka- læður 4.790 og refalæður 6.048. Gerð hefur verið bráðabirgða- Nýrækt hefur verið fremur lítil undanfarin ár enda naumast ástæða til annars eins og horfir. Talið er þó að á sl. ári hafi hún numið 2.250 hekturum. Hinsvegar varð aukning á endurvinnslu túna og grænfóð- urrækt jókst verulega. Var græn- fóðurfræi sáð í samtals 6.970 ha. Nú hefur verið gerður samn- ingur milli Iðnaðardeildar SIS og svissneska fyrirtækisins Steiger um kaupleigusamning á nýrri, háþróaðri prjónavél, sem prjón- ar fatnað þannig, að ekki þarf að sníða að prjóni loknu. slógi, 5 þús. af grásleppu, 6 þús. tonnum af vambagor, 3 þús. tonnum af blóði, 30 þús. tonnum af mysu og er þó ekki allt talið.“ Já, við höfum efni á ýmsu, ís- lendingar. Meðal annars efnis, sem í blað- inu er að finna, er ritstjórnar- grein, þar sem sagt er frá fundi um gróður og beit, sem Líffræð- ingafélag íslands efndi til 9. nóv. sl. Þá er fróðlegt viðtal við ungan könnun á þeim forðagæslu- skýrslum. sem borist hafa Búnað- arfélagi Islands frá því í haust. Samkvæmt þeim hefur mjólkurk- úm fjölgað á sl. ári um 3%, kvíg- um um 2%, geldneytum um 12% og kálfum um 10%. Ám hefur hinsvegar fækkað um 2% en ásettum lömbum fjölgað um Framræsla jókst um 20-30% mið- að við árið 1983. Mjög dró úr öllum byggingar- framkvæmdum til sveita nema votheysgeymslum. Þær jukust hvorki um meira né minna en 90% miðað við það, sem þær voru árið áður. Þetta þýðir að vélin prjónar einstök stykki í því formi, sem þau eiga endanlega að hafa. Má ætla, ef vel tekst til, að vélin spari 20-25% af hráefnisnotkun prjónadeildar væru slíkar vélar notaðar eingöngu. - mhg. bónda, Eymund Magnússon í Vallanesi á Héraði, en hann hóf búskap þar 1979 ásamt konu sinni, Kristbjörgu Kristmunds- dóttur (systur Sigríðar Dúnu alþ.m.). Ekki eru þau með stórt bú, stefna að 20 kúm auk 20-30 kálfa. „Þar með erum við komin með þá bústærð, sem við teljum okkur henta“, segir Eymundur í Vallanesi. En ekki er Iífsbaráttan efiðleikalaus því árið 1983 fóru 45-50% brúttóteknanna í vexti og verðbætur. Agnar Guðnason blaðafulltrúi segir frá Búvörusýningunni í haust. Árni G. Pétursson hlunn- indaráðunautur greinir frá æð- arbúskap sínum á Vatnsenda á Melrakkasléttu á sl. ári en þar hefur Árni gert athyglisverðar til- raunir með uppeldi á æðarungum um nokkurt skeið. Axel V. Magnússon ylræktarráðunautur segir frá reynslu af notkun akr- yldúks við ræktun kartaflna og grænmetis sl. sumar. Reyndist dúkurinn flýta uppskerunni allt frá 2 og upp í 4 vikur. Guðmund- ur Eiríksson hjá Vinnueftirliti ríkisins greinir frá niðurstöðum könnunar á öryggisútbúnaði bú- véla, sem gerð var 1983. Baldur Símonarson, Guðrún Eiríksdótt- ir, Sigurður Sigurðsson og Þor- steinn Þorsteinsson, starfsmenn Tilraunastöðvarinnar á Keldum, skrifa um selenskort og selen- eitrun. Þá er rætt við Helga Arn- grímsson, framkvæmdastjóra Álfasteins hf. í Borgarfirði ey- stra, en 1982 hóf fyrirtækið að framleiða verðlaunagripi og ým- iss konar skilti úr steini og vegnar vel. Loks eru birt nöfn og heimil- isföng þeirra búfræðinga, sem út- skrifuðust frá Hvanneyri sl. vor. Voru þeir 49, þar af 15 stúlkur. - mhg. Mjólk Fjögur hæstu Þau fjögur mjólkurbú sem tóku á móti mestri mjólk á sl. ári eru þessi: Mjólkurbú Flóamanna 39,1 milj. Itr., Mjólkursamlag KEA rúmlega 22 milj. ltr., Mjólkur- samlagið í Borgarnesi 9,5 milj. ltr. og Mjólkursamlagið á Sauðárkróki 8,6 milj. ltr. - mhg. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985 Búfé Kúm fjölgar Ám fækkar Framkvœmdir Meira grænfóður og vothey - mhg Þarfaþing Ný prjónavél til SÍS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.