Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þriðjudagur 15. janúar 1985 11. tölublað 50. órgangur DJOÐVIUINN Leigubílastríð Steindórsmenn fara í sendibílaakstur Steindór kaupir smábílafyrir bögglaflutninga. Stofna nýttfyrirtæki. Afnema hœrri taxta yfir bæjarmörk Við stefnum að því að vera innan skamms með litla sendi- bfla á Steindórsplaninu, svo og um allan bæ, sem flytja böggla og bréf gegn vægu gjaldi. Nokkrir leigubflar eru reknir héðan núna og þeir verða að sjálfsögðu áfram, sagði Guðmundur Ás- mundsson hjá Steindóri sf. við Þjóðviljann. „Þetta eru t.d. litlir Súsúki og Súbarú sendibflar sem eru ódýrir í innkaupum. Við telj- um ekkert óeðlilegt við að við- skiptavinirnir fái að njóta lægri Qármagsnkostnaðar okkar í lægra verði á þjónustunni.“ Af 30 manna hópi sem byrjaði með Steindóri sf. fyrir þremur árum síðan eru nú 9 eftir. Þeir hafa keypt meirihluta í fyrirtæk- inu „Sendibílar hf.“ sem starfaði fyrir 25 árum síðan og sótt um aðild að Trausta, félagi sendibíl- stjóra. Verður umsókn þeirra af- greidd í þessari viku. Taxti litlu sendibflanna verður lægri en leigubfla og venjulegra sendibfla. í þeim taxta sem nú er samþykktur eru sendibflar sem flytja 1500 kg 11% hærri en taxti leigubfla. Litlu bflarnir geta flutt um 500 kg og verður taxtinn væntanlega í samræmi við það. „Við ætlum einnig að fara fleiri nýjar og ótroðnar slóðir til hags- bóta fyrir viðskiptavini okkar. Við ætlum að líta á Stór-Reykja- víkursvæðið sem eina heild og af- nema brúartolla t.d. við Kópa- vogsbrú á leið til Hafnarfjarðar og einnig á leiðinni upp í Mos- fellssveit. Okkur finnst siðleysi að refsa fólki fyrir að búa utan einhverra gamalla marka sem sett voru þegar vegir utan þeirra voru nánast ófærir sveitavegir. Það er eðli félagsskapar sem hef- ur enga samkeppni, eins og Frami, félag leigubflstjóra, að viðhalda ríkjandi skipulagi. Við höfum aftur á móti skilning á því að þjónusta þurfi að vera í takt við tírnann", sagði Guðmundur Ásmundsson í gær. - jP- Vertíðin Ördeyða syðra en gott fyrir vestan Afli hefur verið æði misj afn hj á þeim bátum, sem byrjaðir eru á vetrarvertíð. Bátar frá Grinda- vík, Þorlákshöfn og Vestmanna- eyjum hafa sáralítinn afla fengið, en bátar frá Snæfellsnesi hafa veitt ágætlega. Sömuleiðis línu- bátar frá Sandgerði, sem lagt hafa vestur undir Jökli. Vertíð mun hvergi vera komin í fullan gang, nema þá á Snæfells- nesi. Þó hefur skortur á yfir- mönnum tafið að bátar gætu byrj- að róðra, vegna hinna nýju og ströngu reglna um undanþágur, sem tóku gildi um áramótin. - S.dór. Útvarp Starfs- menn vilja Ævar Rúmlega níutíu starfsmenn út- varps og sjónvarps skoruðu á Ævar Kjartansson varadagskrár- stjóra að sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra Rflrisútvarpsins. „Jú, þetta er rétt“, sagði Ævar við Þjóðviljann í gær, „ég fékk mjög drengilegar áskoranir sam- starfsmanna". Ævar er einn sjö umsækjenda. Guðmundur Jóns- son núverandi framkvæmdastjóri lætur af störfum um næstu mán- aðamót. - m Sjómannasamningarnir Jón Baldvin: Alþýðubandalagið er pólitísk flóttamannasamtök og Kvennalistinn rekur kynferðislega apartheidstefnu. ... Mynd EÓI. Jon Baldvin: Pólitísk straumhvörf framundan Hafnflrskir kratar ásamt flokksfélögum úr nágrannabæj- um og öðrum áhugamönnum um stjórnmál fjölmcnntu í Bæjarbíó í Hafnarflrði í gærkvöldi til að hlýða á boðskap Jóns Baldvins Hannibalssonar sem er nýkominn úr mikilli fundaherferð um Aust- firði. Jón sagði í upphafi máls síns að hann hefði flakkað um Austfirði á puttanum og náð tali af um 2000 íbúum, þar af hefðu um 150 ósk- að eftir að fá sendar frekari upp- lýsingar um stefnu Alþýðuflokks- ins, sem hann sagði róttækustu stefnuyfirlýsingu flokksins frá 1933. „Við erum ekki gamall kerfis- flokkur, heldur róttækur um- bótaflokkur. Það eru pólitísk straumhvörf framundan og fólkið býður eftir sterkum flokki sem sameiningarafli jafnaðarmanna. Þar á meðal þúsundir óánægðra Sj álf stæðismanna". Hann sagðist ekki fara í ríkis- stjórn með Alþýðubandalaginu nema sú ríkisstjórn væri stjórn um eitthvað. Alþýðubandalagið væri pólitísk flóttamannasamtök og Kvennalistinn byggði á kyn- ferðislegri apartheidstefnu. -4g. Enginn árangur Forystumenn SSÍgengu áfundforsœtisráðherra ígær Nýr samningafundur boðaður áföstudaginn Nákvæmlega enginn árangur hefur orðið á þeim tveimur samn- ingafundum sem sáttasemjari hefur haldið með deiluaðilum. Sá síðari var sl. föstudag og nýr fundur hefur verið boðaður næsta föstudag. 1 gær gengu forráðamenn Sjó- mannasambandsins á fund Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra til að skýra fyrir honum stöðuna og afstöðu sjómanna í þessari deilu. Að sögn Hafþórs Rósmundssonar starfsmanns SSÍ var fundurinn gagnlegur. Hafþór sagði að í raun væri kjaradeila sjómanna nú fjórþætt. Það sem að SSÍ snýr er kjaradeila undirmanna bæði á fiskiskipum og farmskipum og svo yfirmenn bæði á fiski- og farmskipum. f gær var haldinn fyrsti sáttafundur hjá yfirmönnum, en með þeirra mál fer Farmanna- og fiskimannasambandið. Hafþór sagði eðlilegt að málið allt færi hægt af stað, þar sem um fjögur mál væri að ræða. - S.dór. Bíldudalur Ekkert róið Sjómenn: viljum fá borgað eftir matsnótum, -nýtingin miklu betri en Rœkjuver segir. Sáttatilraunir sjávarútvegsráðuneytisins snerta aðeins filuta afdeilunni. Rœkjuver býðurgerðardóm Rækjubátar reru ekki frá Bíldudal í gær vegna deilu sjó- manna og Rækjuvers hf. um upp- gjör. Sjávarútvegsráðuneytið reyndi í gær að sætta aðila en til- lögur þess snúast aðeins um einn þátt deilunnar. Einsog Þjóðviljinn skýrði frá fyrir helgi er hiti í sjómönnum á Bfldudal vegna aðferða Rækju- vers við uppgjör á hörpudiski í haust. Bátarnir eru nú komnir á rækju, en áhafnir og útgerðar- menn ákváðu að hætta veiðum þangaðtil leiðrétting fengist. I verkfallinu var ekkert fiskmat og hefur sjávarútvegsráðuneytið að sögn Jóns B. Jónassonar skrif- stofustjóra lagt til við deiluaðila að uppgjör þann tíma miðist við mánuðina á undan og eftir. Sjómenn segja verkfallsmán- uðinn aukaatriði í deilunni. „Að- almálið er að í allt haust hefur Rækjuver tekið frá okkur í sjó og sand, sem hvergi kemur fram á matsnótum“, sagði Guðmundur Þ. Ásgeirsson skipstjóri - „við viljum fá borgað eftir matsnótunum. Þó að Rækjuvers- menn gefi upp einhverjar tölur um nýtingarprósentu er ekki einsog guð almáttugur sé að segja það. Við vitum að nýtingin er miklu betri en Rækjuversmenn segja“. Eyjólfur Þorkelsson fram- kvæmdastjóri Rækjuvers var í gær í Reykjavík og ræddi meðal annars við ráðuneytismenn. Hann neitaði því við Þjóðviljann að nýtingarprósentan væri röng í Rækjuversútreikningum og sagð- ist hafa boðið útgerðarmönnun- um aðgang að útreikningunum. Það hefði ekki verið þegið. Rækjuver hefði gert samkomulag við formann bátafélagsins um þessi mál „en þeir vildu ekki bekenna það“. Bátarnir fimm sem stöðin skiptir við væru ekki með hreinsivélar um borð en fengju þó sömu kjör og bátar Rækjuvers, þrír að tölu. Eyjólfur sagði þá Rækjuversmenn hafa lagt til að gerðardómur úrskurð- aði um málið. Vegna spurninga sem vaknað hafa um kvótamál í þessu sam- bandi tók framkvæmdastjórinn fram að Rækjuver hefði fengið 700 tonna brúttókvóta í fyrra og nýtt af honum 660 tonn. Enginn rækjubátanna átta lætur úr Bfldudalshöfn í dag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.