Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Vinnueftirlit Ótrúlega lítill áhugi Verkamannasambandið: hörð gagnrýni settfram á Vinnueftirlitið Úr nýju versluninni í Síðumúla. Ljósm. -eik. Samkeppnin Grænmetis- verslunin bætir þjónustu „Verslunin er beint framhald af markaðnum sem var hjá okkur í afgreiðslunni við Fellsmúla“, sagði Rúnar Guðmundsson vers- lunarstjóri í nýrri verslun Græn- metisverslunar landbúnaðarins á horni Síðumúla og Fellsmúla. „ Við erum að koma til móts við neytendur og bæta þjónustu okk- ar með því að hafa fleiri afbrigði af kartöflum á boðstólum og fjöl- breyttara úrval grænmetis“. Rúnar sagði að verslunin hefði verið opnuð fyrir mánuði síðan. í gær voru 5 afbrigði af 1. fiokks kartöflum í sölu í versluninni auk 5 annarra afbrigða. Kartöflurnar eru seldar í lausasölu en einnig í sekkjum. „Við stefnum að því að hafa hér kynningu á matreiðslu- aðferðum þessarar vöru“, sagði Rúnar. -jp r Inýlegu fréttabréfi Verka- mannasambands íslands kem- ur fram að einungis sex af fimmtíu og fjórum félögum í sam- bandinu hafi hirt um að svara fyrirspurnum frá skrifstofu sam- bandsins um skipan öryggistrún- aðarmanna og samskipti við Vinnueftirlit ríkisins. Þjóðviljinn hafði samband við Lárus S. Guð- jónsson starfsmann Verka- mannasambandsins og innti hann eftir líklegum skýringum á sinnu- leysi verkalýðsfélaganna. - Mér sýnist að til viðbótar við algengt sinnuleysi að svara bréfum bætist það að fólk á vinnustöðum sýni vinnueftirliti lítinn áhuga og þrýsti ekki á um úrbætur þar sem þeirra er þörf. - Nú koma fram alvarlegar á- sakanir frá ykkur á Vinnueftirlit ríkisins. Hver hafa viðbrögð þess verið? - Engin, enda erum við í raun líka að fjalla um innanhússvanda- mál hjá okkur, en því er auðvitað ekki að leyna að til okkar hefur borist hörð gagnrýni á Vinnueft- irlitið og ýmsa starfsmenn þess. Ég get nefnt dæmi um vinnu- brögð sem ekki eru til fyrirmynd- ar; kallað var á eftirlitsmann til að taka úr notkun ónýt og háska- leg flutningabretti. Éftirlitsmað- urinn kom að rúmu ári liðnu en þá vorun menn sem betur fer búnir að taka umrædd bretti úr notkun. Ástand vinnustaða er víða bágborið. Kári Kristjánsson eftirlitsmað- ur hjá Vinnueftirlitinu svaraði þvi til að starfsmenn embættisins þyrftu að vera að minnsta kosti helmingi fleiri ef sæmilegur ár- angur ætti að nást. Vinnustaðirn- ir skiptu þúsundum. Mikið vant- Sjómenn 6,4 miljónir til öiyggismála Sérstök herferð í vor-nýr styrktarsjóður-sjóprófstokkuð upp. Anæsta ári verður 6,4 miljón- um varið til öryggismála á sjó. Af þeim eru 3,4 á fjárlögum, og í fyrradag samþykkti ríkisstjórnin að verja 3 til viðbótar úr gengis- munasjóði til þess arna. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem samgönguráðherra hélt fyrir helgi til að kynna á- fangaskýrslu þingmannanefndar um öryggismál sjómanna, sem skilað var í október sl. Nefndin Lést af slysförum Jón Yngvi Yngvason lést síð- astliðinn fimmtudag í umferðar- slysi í Reykjavík. Jón var fertugur, ókvæntur, lætur eftir sig dóttur og aldraða móður. gerir 15 tillögur um úrbætur í þessum efnum. Meðal þeirra eru: endurskoðun laga um Siglinga- stofnun, öryggisnámskeið í öllum helstu verstöðvum, efling Til- kynningaskyldunnar, mælingar á stöðugleika eldri skipa, upp- stokkun á sjóprófum, heimild til Landhelgisgæslu um að skyndi- skoða skip, lög um lágmarkshvíld á sjó, björgunarnetið Markús verði skyldubúnaður, víðtæk á- róðursherferð um öryggismál. Nefndin lagði einnig til að stofna sérstakan lána- og styrkt- arsjóð í sjávarútvegi og hefur slíkur sjóður þegar verið stofnað- ur til að tryggja námsaðstoð þeim sem hafa unnið við skipstjórn á undanþágu en vilja fá réttindi, en þessar undanþágur hafa verið taldar afar óheppilegar öryggi á sjó. LÍÚ samþykkti á síðasta þingi að leggja fram eina miljón í þennan sjóð, sem að öðru leyti verður fjármagnaður með sér- stöku undanþágugjaldi á rétt- indalausa, þúsund krónur á mán- uði. Ekki fengust á blaðamanna- fundinum upplýsingar um verk- skiptingu þessa sjóðs og Lána- sjóðs námsmanna, en talið er að Lánasjóðurinn gagnist ekki þess- um hópi. Ráðherra hyggst í framhaldi af þessari skýrslu skipa tvær nefnd- ir, aðra til að endurskoða lög um Siglingamálastofnun, hina til að athuga ákvæði um sjópróf. Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri er formaður beggja. A fundinum kom fram að í ráði er að öryggisherferðin fari í gang síðla vetrar eða í vor. í þingmannanefndinni sem starfar út þetta ár að minnsta kosti eru: Pétur Sigurðsson for- maður, Árni Johnsen, Guðrún Agnarsdóttir, Karvel Pálmason, Kolbrún Jónsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmunds- son, Svavar Gestsson og Valdi- mar Indriðason. Ráðherra hrós- aði nefndinni fyrir störf sín og taldi hana gefa gott fordæmi. -m Skák Karl vann Karl Þorsteins vann 28. helgarskákmótið sem nú var háð í Kópavogi. Karl fékk 6Vi vinning. I öðru sæti varð Þröstur Þór- hallsson með 6 vinninga og þriðja sætinu skiptu á milli sín Haukur Angantýsson og Kristján Guð- mundsson með 5Vi vinning. Skákstjóri var Jóhann Þórir Jóns- son. Biskup Einar þrír; Karl Þorsteins gegn Kristjáni Guðmundssyni í síð- ustu umferð helgarskákmótsins í Kópavogi. Mynd: -eik. Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 3 aði á að öryggistrúnaðarmenn hefðu verið skipaðir, svo sem lög stæðu til. Leggja þyrfti aukna áherslu á félagslegu hliðina og veita öryggistrúnaðarmönnum og starfsfólki á vinnustöðum miklu meiri aðstoð en nú væri tök á að gera, með þeim fjárveiting- um sem tiltækar væru. -hágí Skák Larsen og Agdestein efstir Margeir _ Pétursson stendur best að vígi íslendinganna á svæð- ismótinu í Gausdal í Noregi. Að tveimur umferðum óloknum er Margeir í 3.-4. sæti, hálfum vinn- ingi á eftir þeim Larsen og Agde- stein. 1 7. umferð á laugardag tapaði Jóhann Hjartarson fyrir Agde- stein, Helgi Ólafsson gerði jafn- tefli við Moen og Margeir jafn- tefli við Ernst. A sunnudag tap- aði Margeir fyrir Agdestein, Helgi og Schussler skildu jafnir en Jóhann vann Moen. I gær vann Margeir Moen, Jóhann gerði jafntefli við Schussler og Helgi við Vesterinen. Staðan er nú þannig í svæðis- mótinu eftir níu umferðir: 1.-2. Larsen (D) og Agdestein (N) - 6 v., 3.-4. Margeir og Schussler (S) - 5Vz v., 5.-7. Helgi, Jóhann og Ostenstadt (N)-5 v.,8. Emst (S) - 4V2 v., 9.-10. Hansen (D) og Vesterinen (F) - 4 v., 11. Yrjolá (F) - 3 v., 12. Moen (N) - Vz v. Svæðismótið í Gausdal er liður í heimsmeistarakeppninni og vinnur efsti maður sér rétt til að tefla á millisvæðamóti, en sá sem hreppir annað sætið teflir við annarssætismann úr öðra svæðis- móti um sæti í millisvæðamóti. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.