Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 9
MINNING Oddný Guðmundsdóttir Fædd 15. febrúar 1908 - Dáin 2. janúar 1985 Ég kynntist Oddnýju Guð- mundsdóttur, þegar ég var barn að aldri, en hún var þá komin nálægt fímmtugu. Hún var góðvinur foreldra minna og kom oft í heimsókn til þeirra, þegar hún var stödd í Reykjavík. Hún var þá farkenn- ari á veturna.Oddný hafði þannig áhrif á mig, að mér var ómögu- legt annað en að setjast niður og hlusta og horfa á hana. Hún var ólík öllum öðrum kon- um, laus við allt tildur og prjál, og hún talaði allt öðru vísi. Hún tal- aði um frelsi, jafnrétti, bók- menntir, sósíalisma og annað, sem þótti heldur ókvenlegt á þeirra tíma mælikvarða. Ég held að mér hafi bara þótt hún vera hálfskrýtin. Fundum okkar bar saman aftur þegar Oddný fluttist til Raufarhafnar fyrir tveimur árum síðan. Hún var þá komin hátt á áttræðisaldur og hafði lokið löngum starfsferli sem farkennari og sagðist vera sest í helgan stein. En sú var nú ekki athafnalaus. Hún var önnum kafin við að skrifa sögu Langnesinga og var á stöðugum ferðalögum til að afla sér upplýsinga varðandi Langa- nes, en þaðan var hún ættuð. Hún skrifaði margar greinar í dagblöðin, sérstaklega um ís- lenskt mál, og fátt virtist fara framhjá henni sem skrifað var um í dagblöð, eða sagt frá í útvarpi. Síðast en ekki síst, stóð hún fyrir stofnun friðarhreyfingar á Raufarhöfn. Hún var mikill friðarsinni og friðar- og afvopn- unarmál áttu hug hennar allan, síðustu mánuði ævi hennar. Hún sat oft hjá mér og ræddi fram og til baka, stundum döpur í huga um þennan sturlaða heim, og verst þótti henni, að landið henn- ar góða skyldi vera svo flækt í vígbúnaðarkapphlaupið. Hún unni Islandi og íslenskri tungu og ekkert féll henni verr en misnotkun á málinu og ill um- gengni við landið. Hafí mér þótt Oddný skrítin í æsku, þá breyttist fljótt sú skoðun við nýrri kynni. Reyndar held ég, að varla hafi ég kynnst göfugri og vandaðri manneskju. Hún dáði allt fagurt og gott, en féll þungt er eitthvað var gjört á hlut þeirra er minna mega sín, og hún fyrirleit allt, sem gerir menn- ina vonda. Oddný giftist aldrei og átti eng- in börn, en hún var mjög barngóð og þótti nemendum hennar vænt um hana og báru mikla virðingu fyrir henni. Heimili hennar var látlaust, nánast fátæklegt, enda mat hún meira hinn andlega auð en þann veraldlega. Hún var mikil sauma- og prjónakona og hafa vettlingarnir hennar áreið- anlega yljað margri barnshönd- inni. Ég ætla ekki að rekja æviferil Oddnýjar, né segja frá störfum hennar sem farkennara og rithö- fundar, það er efni í stóra bók. Mig langaði aðeins með fátæk- legum orðum að lýsa henni sem manneskju. Ég mun minnast Oddnýjar með söknuði og virðingu. Ætt- ingjum hennar sendi ég samúðar- kveðjur. Líney Helgadóttir Einar Benediktsson lyfsali Þegar síminn hringdi miðviku- daginn 2. janúar og mér var til- kynnt lát vinar míns, Einars Benediktssonar, þyrmdi yfir mig í fyrstu. Þessi símhringing var þó sú, sem ég hafði óttast í nokkurn tíma að hlyti að koma, eftir að hafa fylgst með veikindum Einars í gegnum árin. Hetjan var fallin. Það einvígi, sem Einar háði við hinn mjög svo skæða andstæðing og sem hlaut að lokum að sigra, lýsir slíku ein- stöku hugrekki og lífsþrótti, að þeir sem á horfa lúta í lotningu. Kynni okkar Einars hófust á unglingsárum okkar er við báðir hófum nám í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, gamla Stýrimanna- skólanum. Svo vildi til að hvorug- ur okkar var mjög kunnugur þeim ungmennum sem á þessu hausti settust á skólabekk, báðir úr öðru byggðarlagi, ef svo má að orði komast. Við urðum því sessunautar öll gagnfræðaskóla- árin og tengdumst vináttubönd- um, sem haldið hafa síðan og aldrei hefur borið skugga á. Einar var fæddur að Hofteigi á Jökuldal þar sem foreldrar hans bjuggu stórbúi. Þau voru Bene- dikt Gíslason bóndi, skáld og fræðimaður, gjarnan kenndur við Hofteig, og móðir hans Geir- þrúður Bjarnadóttir útvegs- bónda á Akranesi. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna sjálfsagt hin miklu umsvif sem Benedikt hafði í ritstörfum sín- um, bæði sem fræðimaður og rit- höfundur og lét hann oft til sín heyra í fjölmiðlum. Hann syrgir nú son sinn í hárri elli. Þegar fundum okkar Einars bar að, hafði fjölskylda hans flutt suður og búið sér heimili í Mjóstræti í Reykjavík í hjarta bæjarins, svo meiri Reykvíkingur gat Einar ekki orðið ef miðað er við stað- setningu. Reyndar grunar mig að Einar hafi alla tíð haft mjög sterkar taugar til gamla bæjarins. Ég minnist ótal ferða minna í gegnum Grjótaþorpið á leið í skólann, þar sem ávallt var kom- ið við hjá Einari og saman gengum við svo upp Öldugötuna. Þegar litið er til baka til þessara ára streyma minningarnar að. Ferðir okkar út í K.R.-heimili til að æfa handbolta, kvöld eftir kvöld. Keppnisferðir innan lands og utan. Gönguferðir kringum Tjörnina, hring eftir hring, þar sem lífsgátan var leyst án mikillar fyrirhafnar. Skíðaferðir, veiði- ferðir. í fáum fátæklegum orðum sem þessum verður maður að láta nægja minningu þessara yndis- legu ára. Einar var fágætur félagi. í félagslífinu varð Einar fljótt áberandi, enda félagslyndur, og með ríka tilfinningu fyrir gildi samstöðunnar, hvert sem litið var. Hann var manna giaðastur á góðum degi, og ég get auðveld- lega kallað fram í huga mér hlát- urinn hans, smitandi, hvellan og sterkan. Kannske með ofurlitlum stríðnisblæ, ef hann vildi svo við hafa. Eftir stúdentspróf við M.R., ákvað Einar að nema lyfjafræði, og lá því leiðin fljótlega til Dan- merkur í skóla þar. Leiðir okkar skildu því í bili. Báðir vorum við pennalatir á þessum árum, svo við létum nægja að hittast á sumrum og stórhátíðum. Alltaf var vinatr- yggð hans sú sama við okkur öll á Laufásveginum. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist Einar fyrri konu sinni, Stellu Jó- hannsdóttur, og þau giftu sig 1962 og eignuðust þrjú börn. Eru tvö á lífi, þau Arndís og Indriði. Mér er kunnugt um að oft var erfitt að vera námsmaður er- lendis á þessum árum, ekki síður en nú, en saman stóðu þau hjónin að því markmiði að koma heim að loknu námi og taka til höndun- um. Það gerðu þau svo 1967 og Einar hóf starf hjá Pharmaco, sem forstöðumaður lyfsölu- deildar. Á næstu árum gegndi Einar ýmsum trúnaðarstörfum fyrir LFÍ og ritaði fjölda greina og hugleiðinga í blöð og tæknirit. Hann var í stjórn LFÍ um tíma. Árið 1977 stofnsetti Einar svo lyfjaverslun í Hveragerði og þá með aðstoð seinni konu sinnar, Önnu Guðlaugar Ólafsdóttur, lyfjatæknis. Þau reistu sér glæsi- legt heimili þar eystra og önnuð- ust lyfjasölu til nærliggjandi byggða. Þau eignuðust eina dótt- ur, Órnu Guðlaugu. Einar starf- aði í Hveragerði allt til dauða- dags af mikilli elju, ósérhlífni og sjálfsaga, ekki síst þegar tekið er tillit til þess, að fljótlega fór að bera á hinum vonda sjúkdómi. Við hlið hans stóð þá Anna og er ekki að efa að hennar mikla hjálp og hvatning hafi hjálpað til að gera Einari kleift að heyja sína baráttu, enda talaði hann mikið um umhyggju hennar í síðasta sinn sem ég hitti hann, þá á sjúkrahúsi hér í borg. Einnig bar hann þakkarhug til stéttarbræðra sinna, sem ávallt voru reiðubúnir til hjálpar. Ég kveð vin minn með þakk- læti í huga fyrir samverustundirn- ar og við Fríða sendum, öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Þ. Stephensen. A DÖFINNI Leiklist „Orða í auga“ { kvöld 15. janúar kl. 20.30 mun Theatr Taliesin halda sér- staka sýningu á verkinu „Orð í auga“ (A Word in the Stargazer’s Eye) til styrktar íslandsdeild Amnesty International á Kjar- valsstöðum. Viðfangsefni leiksins er því miður sígilt. Af- skipti orðsins manna og heimspekinga af stjórnmálum eru talin óæskileg þegar hræddir harðstjórar halda um stjórnvöl- inn. Þetta gilti fyrir 2000 árum þegar indverski sagnabálkurinn Panchatantra (Fimmdægra), sem leikritið er byggt á, var skrifaður og þetta gildir enn þann dag í dag. Síðast liðið haust var Dr. Hassan Zafar Arif prófessor í heimspeki við háskólann í Karachi í Pakist- an handtekinn fyrir þátttöku í stjórnmálum. íslandsdeild Amnesti Internat- ional er sönn ánægja og heiður að því að þiggja boð leikstjórans og leikarans, þeirra Stuarts COX og Nigels WÁTSON, um sérstaka sýningu á verkinu „Orð í auga“ til styrktar íslandsdeildinni. Boð þessara erlendu gesta og innihald leikritsins undirstrika að baráttan fyrir frelsi pólitískra fanga er sí- gild og alþjóðleg. Theatr Taliesin hefur sýnt hér undanfarið í boði Alþýðuleik- hússins á Kjarvalsstöðum. ís- Iandsdeild Amnesti International færir þessum stofnunum sínar bestu þakkir. (Fréttatilkynning) HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1984 Miðaverð 100 krónur. Nr. 1 7200 VINNISGAR: 1 Corona tölva 2. Farseðill frá Sarrnmnuferdum-Landsy n 3. Húsgögn frá Islenskum husbúnadt hf. 4. Húsgögn frá Furuhúsinu hf. 5. Húsgögn frá Arfelli hf 6. Heimilisurki frá Fomx sf. 7. Hljómuekt frá JapLs-hf 8. -13. Bókaúnektir hjá Bókautgáfu Mals og menningar kr. 5.000.00 hver VtrÖgúdt kr. 92 000 00 30.000 00 30 OOO UO 30 000 Ot > 30.000.00 30 000.00 30 000 00 30.000.00 Dregið verður 21. janúar 1985. Upplýsingar i síma 81333. Samtals kr '02 000 lK> Fjoldt rtuda 32.000 Vinntngar óskast sótnr fynr 23 juni 1985 Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiðnum í síma 81333. Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.