Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Réttindaleysi fiskverkunarfólks Þjóöviljinn hefur undanfarna daga vakiö ræki- lega athygli á því óþolandi réttindaleysi sem íslenskt fiskverkunarfólk býr viö. Óréttlát lög valda því, að hægt er að segja fólki í þessari mikilvægu starfsgrein upp meö einungis viku fyrirvara. í rauninni er þó lagabókstafurinn enn vitlausari en þetta, því samkvæmt honum er hráefnisskortur lagður aö jöfnu viö skipstapa og bruna, og leyfilegt aö taka fólk án nokkurs fyrirvara út af launaskrá, gerist eitthvaö af þessu þrennu. Kauptryggingasamningur-per- sónulegur ráöningarsamningur sem allir eiga rétt á til að gera eftir fjögurra vikna starf- veldur því hins vegar aö fólk hefur þó í rauninni viku uppsagnarfrest. Vegna þessa hafa nú á annað þúsund manna vítt um landsbyggðina verið atvinnulaus svo vikum skiptir. Þannig eru á þriöja hundrað manns sviptir atvinnunni út af þessu á Akranesi, svipaöur fjöldi í Hafnarfiröi, og á Suðurnesjum hátt á sjötta hundrað manns. Sökum þess hvernig kynjaskipting er innan fiskverkunarinn- ar, þá hefur þetta einnig í för meö sér aö þessi vitlausi lagabókstafur bitnar langharðast á kon- um. Þaö eru þær sem í flestum tilvikum missa atvinnuna. Vert er aö benda á þá einföldu staöreynd, að það er tæpast hægt aö benda á neinn annan starfshóp í landinu, þar sem jafn fáir skapa jafn mikil verömæti en einmitt fiskverkunarfólk. Skýtur þá ekki skökku viö, aö einmitt þessi hóp- ur skuli í raun búa viö miklu meira öryggisleysi en allir aörir? Aö sjálfsögðu leiöir þetta til þess aö afkomu fjölmargra fjölskyldna er stefnt í voða. Þaö hafa einungis örfáar fjölskyldur efni á að missa tekjur annarrar fyrirvinnunnar svo vikum skiptir. Og þaö er rétt aö benda sérstaklega á einn hóp: einstæðar mæöur. Þær eru ófáar í hópi fiskverk- unarkvenna, og þaö þarf auðvitað ekki aö fara mörgum orðum um hvernig þessi grái, en lög- legi leikur, fer meö fjárhag þeirra. I annan staö er vert aö vekja eftirtekt á því, að öryggisleysið sem fiskverkunarfólk býr við leiðir til þess, aö þeir sem stunda slík störf aö Borgarstjórí og Davíð Oddsson borgarstjóri á nú í deilum viö flokksbræður sína í Kópavogi útaf fyrirhugaðri hraðbraut um Fossvogsdal, sem þeir hafa lagst öndverðir gegn. Hann hefur því brugðist ó- kvæöa viö fréttum Þjóðviljans um aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi frestaö friölýsingu Elliðaárdalsins, til aö leggja þar enn eina hraö- staöaldri reyna aö sjálfsögðu aö koma sér í aðrar atvinnugreinar, sé þess nokkur kostur. En fólk sem vinnur í fiskiðnaði aö staöaldri er ein- mitt það fólk sem hefur mesta reynslu og er því duglegasta starfsfólkið. Þannig veldur þetta óvissa atvinnuástand því að hæfasti kjarninn glatast atvinnugreininni. Þetta ástand er meö öllu óþolandi. Verka- lýðssamtökin eiga aö gera haröa hríð aö þess- um lögum, eins og formaður VMSÍ, Guðmundur J. Guðmundsson, sagöi við Þjóðviljann í vik- unni. Það er skoðun Þjóöviljans aö lagaheimild- ina til aö taka fólk út af launaskrá sökum hráefn- isskorts eigi að afnema algerlega, þannig að um fiskvinnslufólk gildi einungis venjuleg uppsagn- arákvæöi. hraðbrautimar brautina. í tilefni af ofstækisfullum viöbrögöum Davíðs, sem birtast í bréfi hans til Þjóðviljans í dag, þá hefur blaðiö einungis eina spurningu: A sínum tíma greiddi Davíö atkvæöi með stofnun fólkvangs í Elliðaárdal. Hvaða ástæður eru fyrir því aö hann hefur nú skipt um skoðun í málinu? -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Frjálst,óháð dagblað f DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 19. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 BROT A SAMKOMULAGI STJÓRNARFLOKKANNA „Stétt með stétt“ Þorsteinn Pálsson varpaði fram nýstárlegum hugmyndum á fundi á Höfn um daginn um lausn alls vanda þjóðarbúsins; efna- hagasvandamál, ríkisstjórnar- vandamálið, Þorsteinsvandann og þar fram eftir götum. Hin kynngimagnaða kenning um lausnina var orðuð svona: „Ef fylgt er kjörorðum Sjálfstæðis- flokksins um atvinnufrelsi, frelsi einstaklingsins og stétt með stétt er hægt að leysa þann vanda sem að steðjar“. Framkvæmdastjóri með framkvæmda- stjórum í frétt í Morgunblaðinu um flokksstarf á vegum Sjálfstæðis- flokksins kemur glögglega fram hvernig flokkurinn raungerir þessar hugmyndir um stétt með stétt. Á ráðstefnu sem miðstjórn Flokksins ákvað að halda hafa eftirtaldir verið valdir til að halda framsögu: Kjartan Gunnarsson framkvœmdastjóri, Sveinn H. Skúlason framkvœmdastjóri, Einar J. Guðfinnsson fram- kvœmdastjóri, Friðrik Friðriks- son framkvœmdastjóri, og Einar K. Jónsson framkvœmdastjóri. Auk þeirra koma fram Asdís Rafnar lögfrœðingur og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson lög- frœðingur og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, og Esther Guð- mundsdóttir sem titluð er sem þjóðfélagsfrœðingur en hlýtur að vera framkvœmdastjóri. Þannig er Sjálfstæðisflokknum gert að framkvæma þá hugsjón sína að stétt skuli standa með stétt, sem þýðir nánast að lög- fræðingarnir megi ekki bregðast framkvæmdastjórunum. „Ekki treystandi“ Innanbúðarvandi ríkisstjórn- arinnar heldur áfram af sama kappi í dagblöðum gærdagsins. Steingrímur Hermannsson segir Morgunblaðið hafa farið með rangt mál um tillögur forsætisráð- herra, hann hafi ekki lagt fram tillögur um skattahækkanir. í öðru lagi upplýsir Steingrímur að tillögurnar hafi verið merktar rækilega sem trúnaðarmál. Steingrímur segir um þetta atriði að sér þyki það „mjög leitt til að vita, að þingflokkunum sé ekki treystandi fyrir trúnaðarmálum; þau leki þaðan út“. Svona lýsing á sambúðinni nægir ein sér til að efast um að stjórnin haldi margar vikur út, - hvað þá mánuði. Hvernig er hægt að vera í stjórn með flokki sem er , „ekki treystandi“? Láku Framsóknarmenn? í viðtalinu við Morgunblaðið sem hér er til vitnað, sagði Steingrímur að trúnaðarskjalinu hafi verið dreift til þingmanna stjórnarflokkanna á þingflokks- fundum þeirra, - „en safnað sam- an að nýju, að minnsta kosti hjá sjálfstœðismönnum eftir því sem mér er tjáð“. Annað hvort er því um það að ræða að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafi skotið sínu eintaki undan (og ekki skilað Þorsteini því sem gleymdi að telja), - ellegar þá að einhver þingmanna Framsóknarflokksins hafi afhent Morgunblaðinu trún- aðarskjalið til birtingar. Og það væri ekki síður undarleg uppá- koma. Er trúlegt að einnig sé trúnaðarbrestur milli hins al- menna þingmanns Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra? Fleiri stjórnar- slitamal Stjórnarslitamálin hrannast upp hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum og er greini- lega að koma í þá kosninga- skjálfti. Flokkarnir keppast við að koma sér upp málaflokkum til að slíta á. Haraldur Ólafsson þingmaður Framsóknarflokksins í Reykja- vík nefndi nokkra hugsanlega málaflokka sem hægt væri að slíta á um daginn á stjórnmálafundi í krá nokkurri í Reykjavíkurborg. Haraldur mun hafa nefnt til sög- unnar viðamikla málaflokka: utanríkismál, skattamál, hús- næðismál, landbúnaðarmál og sjálfsagt sitthvað fleira. Brot segir Blöndal Halldór Blöndal varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er heldur ekkert að spara stóru orðin í DV í gær, þar sem segir í tveggja hæða fyrirsögn þvert yfir forsíðuna: „Brot á samkomulagi stjórnarflokkanna", - ef Búseti fær lán úr Byggingasjóði verka- manna. Það er ekki lítið sagt, hjá þing- manninum og bankaráðsmannin- um. Hvað gerist þegar samkomu- lag stjórnarflokka er brotið hvað ofan í annað? Þá er samkomu- laginu slitið, stjórnin segir af sér og boðað verður til kosninga. Ekki má gleyma því í þessu sambandi, að á undanförnum dögum og vikum hefur hvert mál- ið á fætur öðru verið kallað „brot á samkomulagi stjórnarflokk- anna“. Og nú hrannast upp málin til að slíta á: Húsnæðismál, Bú- seti, kjarnfóðurskatturinn, skattamál, trúnaðarmál, Þor- steinsvandinn, Albertsvandinn, sjávarútvegsvandinn, efnahags- vandinn og hænsnavandinn. Enginn arangur - nýjar kosningar Sverrir Hermannsson sagði líka á fundinum á Höfn að ríkis- stjórnir ættu ekki að bíða lengi sjálfdauðar í valdastólum. Hann gerir sér grein fyrir því að enginn árangur hefur náðst, meira að segja eftir þeim mælikvarða sem stjórnarflokkarnir sjálfir mæla getu sína eftir. Þess vegna segir Sverrir: „Þessi ríkisstjórn á ekki að fara einsog sú síðasta, sem varð sjálfdauð. Það kemur ekki til mála að sitja meðan sœtt er, ef árangur nœst DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útg«fandi: Útgófufélag Þjóöviljans. Rttstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rttstjómarfulftrúi: Oskar Guömundsson. Fréttást)óii: Valþór Hlööversson. Blsösmsnn: Álfheiöur Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guöjón Friöriksson, Jóna Pólsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir Sigurösson (íþróttir). yósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Útftt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrfta- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjórl: Guörún Guömundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýslngaatjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýalngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guömundsdóttir. Afgraiöaluatjóri: Ðaldur Jónasson. Afgraiöala: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjónsdóttir. Húamœöur: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhaimtumann: Brynjólfur Vilhjólmsson, ólafur Björnsson. Útfcayrala, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö I lausaaölu: 30 kr. Sunnudagaverö: 35 kr. Áakrtftarverö á mánuði: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 24. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.