Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 6
HEIMURINN
Blikkiðjan
lönbúð 3, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 46711
Bilson
Langholtsvegi 115
Mótor - hjóla og ljósastillingar.
Fullkomin tölvutækni.
Fast verð á Ijósastilingu.
Vönduð og góð vinna.
Sími 81090
H/TT
LdkhÚsíS
BÍÓ
7. syninq lauqardaq 26. jan. kl. 21.00.
8. sýninq sunnudaq 27. jan. kl. 21.00.
9. syninq manudaq 28. jan. kl. 21.00.
10. syninq þriöjudaq 29. jan. kl. 21.00.
1.1. syning miövikudag 30. jan. kl. 21.00.
F&
3
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
,u^
•s<
•SWP1
DOIIci
Snorrabraut 22
Útboð
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu á stálrömmum
undir þak Borgarleikhúss fyrir Byggingadeild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3 Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað fimmtud. 14. feb. n.k. kl. 11
f. hád.
innkaöpaStofnun reykjavikurborgar
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Prófarkalesarar
Alþingistíðindi óska að ráða prófarkalesara. Um er að
ræða hlutastörf, að mestu unnin á kvöldin. Æskilegt er
að umsækjendur hafi stundað nám í íslensku eða
lögfræði og hafi reynslu af prófarkalestri.
Umsóknir sendist skrifstofu Alþingis fyrir 1. febrúar
nk.
Skrifstofa Alþingis
Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem heiðruðu minningu
eiginmanns míns og föður okkar.
Jóhannesar V. Jensen
frá Lambanesi
og sýndu okkur vinarþel og hlýhug.
Helga Lárusdóttir
Lárus Jóhannesson
Unnar Þór Jóhannesson
Hrekur
kínverska
mafían
ítölsku
áflótta?
Mafían hefur eignast marga keppinauta ífátœkrahverfum stórborg-
anna en Kínverjar eru henni hættulegastir
Mafían ítalsk-bandaríska
hefur verið að breyta um svip
eins og rakið er hér að framan.
Breytingin er einkum fólgin í
því að með auknum umsvifum
Mafíunnar á eiturlyfjamarkaði
hefur hún tekið upp háskaleg
og tvísýn samskipti við yngri
mafíur, ekki síst þær sem ræt-
ur eiga meðal þjóðabrota úr
Asíu - Kínverja, Japana, Víet-
nama.
Hér áður fyrr stóðu hinar
gömlu, ítölsku Mafíufjölskyldur í
Bandaríkjunum í stöðugu stríði
innbyrðis um áhrifasvæði og yfir-
ráð yfir hefðbundnum tekju-
stofnum - vændi, veðmálastarf-
semi, okurlánum, fjárhættuspili
og fleiru þesslegu. En vissar regl-
ur giltu í þessu stríði sem gerðu
Mafíuna svotil að óvinnandi vígi
Of ef þú ekki borgar máttu búast við að fá kúlu í hausinn eða hníf í kviðinn....
fyrir utanaðkomandi árás -
t.a.m. fyrir áhlaupum lögregl-
unnar.
Útþensla
starfseminnar
Þetta hefur breyst. Gegn ráði
ýmissa hinna eldri „guðfeðra“
ákvað hin nýja kynslóð Mafíunn-
ar að reyna að sölsa eins mikið og
unnt væri undir sig af alþjóð-
legum eiturlyfjamarkaði og taka í
því skyni upp samskipti við eitur-
lyfjasala í Asíu og Rómönsku
Ameríku. Afleiðingin varð sú, að
Mafían breyttist úr þéttriðnu fjöl-
skylduneti í Bandaríkjunum og
Suður-Evrópu í miklu lauslegri
samtök og viðkvæmari, sem
breiddu sig allt frá Chicago til
Hongkong.
Sá agi sem hægt var að halda
uppi með útsmognum manndráp-
um á Sikiley og í New York, varð
miklu torfengnari þegar leikur-
inn barst um allan heim. Og
margt af því, sem Mafían hefur
aðhafst utan Bandaríkjanna sýn-
ist illa undirbúið og árangurslítið.
Um leið gerðist það á heimavíg-
stöðvum í Bandaríkjunum sjálf-
um að Mafían hefur í vaxandi
mæli lent í átökum við samkepp-
nisaðila í skipulagðri glæpastarf-
semi - og þá ekki síst Kínverja.
Án alla
miskunn
Mafían hefur lengi drottnað
yfir hverfum innflytjenda af ýmsu
tagi með því að ná undir sig helstu
tekjustofnunum sem þar er að
hafa: tekinn er skattur af börum
og veitingahúsum ef Mafían á fyr-
irtækin ekki sjálf, af vændi og
fjárhættuspilum, eiturlyfjasölu
og af vinnumiðlun á hverjum
stað. (Mörg dapurleg mál hafa
risið einmitt vegna þess, að Mafí-
an hefur náð ýmsum verklýðsfé-
lögum eða starfsmönnum þeirra
á sitt vald.) „Dátarnir" eru skatt-
heimtumenn glæpahringsins fyrir
undirforingja, guðfeður og ráð-
gjafa þeirra,- sem búa venjulega
langt frá vettvangi í ríkmannleg-
um húsum í virðulegum hverfum.
Það mun nokkuð víst að í hús-
um hinna miskunnarlausu höfð-
ingja glæpaiðnaðarins megi sjá á
áberandi stað líkneski af Kristi
hinum miskunnsama. Því
grimmd hefur Mafíósa aldrei
skort. Allmörg nýleg dæmi má
finna um það, að unglingar í
ghettóunum (Harlem og víðar)
hafi verið skotnir til bana eða
skornir á háls fyrir að skila ekki
réttstundis peningum fyrir eitur -
lyfsem þeiráttu að innheimta
fyrir Mafíuna.
Fleiri til leiks
Þessir hópar hafa reynt að
brjóta á bak aftur einokun Mafí-
unnar, ekki síst á sviði eiturlyfja-
sölu. Til þessa hafa einkum svert-
ingjar og Púertóríkanir eða aðrir
„spænskir“ reynt þetta. Mafían
hefur annaðhvort þurkkað út
þetta einkaframtak, eða gleypt
það. Ýmsir „dátar“ sem starfa
fyrir Mafíuna í viðkomandi
hverfum eru blökkumenn eða
„spænskir". En það er sjaldgæft
að þeim sé treyst fyrir mannafor-
ráðum, vegna þess að þeir eru
ekki í þeim fjölskyldutengslum,
sem Mafían vill hafa til að geta
nokkurnveginn treyst því að liðs-
menn þegi, hvað sem á gengur.
Sterk staða
Kínverja
Það er í Kínverjahverfum
bandarískra borga sem Mafían
hefur fundið sína erfiðustu keppi-
nauta, og er það reyndar ekkert
nýmæli að Kínverjar reynist maf-
íunni harðir undir tönn. Þeir eiga
sér jafnvel énn öflugri hefð en
ítalir í þéttriðnu fjölskylduneti,
sem hnýtt er saman með þagnar-
skyldu og hefndarskyldu. Ný
kynslóð kínverskættaðra glæpa-
manna í New York gefur Mafí-
unni ekkert eftir í ofbeldi, en það
sem bætir samkeppnisstöðu
þeirra er aukinn innflutningur
fólks frá Asíu. Eftir að innflytj-
endalögunum var breytt í þá
veru, að það varð ekki erfiðara
fyrir Asíumenn að flytjast til
landsins en Evrópumenn, þá hef-
ur hvert Kínahverfi í bandarískri
borg blásið út af nýju fólki frá
Tævan eða HongKong. Og
eiturlyfjasalar Asíu eignuðust
þar með öflugri bækistöðvar í
Bandaríkjunum en þeir áður
höfðu.
Kínverska Mafían hefur stjórn
á miklum hluta eiturlyfjastreymis
frá hinum svokallaða Gullna þrí-
hyrningi í Thailandi, Burma og
Laos, en þaðan koma um 70% af
öllu heróíni sem brúkað er í
heiminum. Þetta gefur þeim kín-
versku mikið tromp í hönd. Mafí-
an ítalska ræður ekki yfir slíkum
uppsprettum hráefnis og verður
að koma sér fyrir í hlutverki
dreifingaraðila.
Valt
samkomulag
Talið er að nú sé komið á eins-
konar samkomulag milli Mafí-
unnar og hinna kínversku keppi-
nauta, eða að minnsta kosti eins-
konar rammasamningur um
skiptingu áhrifasvæða og mark-
aðshlutdeildar - til að koma í veg
fyrir allsherjar stríð, sem alrík-
islögreglan, FBO, mundi náttúr-
lega fagna á sinn hátt. Talið er að
Mafían hafi samvinnu við kín-
versku glæpafélögin (sem eiga sér
rætur í HongKong og Tævan) um
eiturlyfjasölu og fjárhættuspil - á
hinn bóginn hefur Mafían tekið
saman höndum við japönsku
Mafíuna Jakuza um að leysa
frjáls markaðsverkefni á sviði
klámiðnaðar, vopnasmygls og
eiturlyfjasmygls.
Þetta bandalag við Kínverja
gæti staðið þangað til að þeir telja
sig orðna nógu sterka í Banda-
ríkjunum til að komast af án Maf-
íunnar. Þá gæti komið til mann-
skæðara bófastríðs en Bandarík-
in hafa þekkt til þessa og eru
menn þar þó ýmsir vanir. Þeir
sem sérfróðir eru í málum þess-
um telja vel líklegt, að Kínverjar
geti jafnvel hrakið Mafíuna frá
kjötkötlunum.
AB tók saman.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1985