Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 7
Upphaflega var talið að líftæknilegar aðferðir gætu nýst vel við lyfjaframleiðslu. Enn er þó bara eitt lyf, framleitt með slíkum hætti, komið á markaðinn. Það er bóluefni við ákveðinni veiki í alisvínum. Ýmis Ijón hafa birst á veginum, og ef til vill verður líftæknileg lyfjaframleiðsla ekki sú uppspretta merkilegra læknisdóma (og gróða) sem fyrrum var talið. Íslenskirvísindamenn vinna nú aö því aö framleiða lífræna ef nahvata - ensím - úrfiskslógi. Þessi starfsemi, sem fellur undir líftækni, er á byrjunarskeiði enn sem kom- iö er, en lofar góöu. ísíðustu viku skýröi Þjóðviljinn til dæm- is frá því, aö þá heföi nýlega tekist í fyrsta sinn að selja skammt af efnahvötum til út- landa fyrir dágótt verö. Vonir standa til aö af frekari sölu veröi síðar meir, og verið er aö framleiða fleiri tegundir líf- rænnaefnahvataúrslógi hér á landi. Ýmsir binda því sterk- ar vonirtil aö líftækniafurðir eigi eftir að skjóta styrkum stoöum undirefnahag lands- manna þegar f ram í sækir. Vonir daprast Erlendis hafa miklar vonir einnig verið tengdar líftækni. Framtíðarspámenn hafa um nokkurra ára skeið látið uppi þá skoðun að líftæknin muni innan skamms tíma gjörbylta ýmsum hefðbundnum atvinnugreinum. Þar eru einkum til nefndar ýmsar hliðar matvælaframleiðslu. Stær- stu vonirnar hafa þó verið tengd- ar framleiðslu á ýmsum mjög dýr- Líftækni Minnkandi bjartsýni erlendis Lyfjaframleiðsla með líftœkniaðferðum virðist erfiðari en œtlað var. Einungis eitt lyfkomið á markað. Bakteríur eru ekkijafn góðar „lyfjaverksmiðjur(< og fyrst var talið. um og fágætum lyfjum, sem með líftækniaðferðum var talið að mætti fjöldaframleiða. Með þeim átti að gera kleift að búa til lyf við háskalegum sjúkdómum á borð við krabbamein ýmis konar og sykursýki, svo dæmi séu nefnd, til mikilla hagsbóta fyrir mannkindina alla. Þessi bjartsýni varð þess vald- andi, að í fjármálaheiminum greip um sig mikið írafár. Fjöl- mörg líftæknifyrirtæki voru stofnuð til að framleiða lyf, sem síðan áttu að gefa skjótfenginn gróða. Enn hafa þó vonir ekki ræst. Um það bil 200 fyrirtæki hafa ver- ið sett á laggirnar til að nota líf- tækni til að framleiða lyf. Samt hefur einungis eitt slíkt lyf verið sett á markaðinn enn sem komið er. Það er bóluefni gegn sérstök- um sjúkdómi í alisvínum. Talið er að einungis fá af fyrir- tækjunum 200 muni ná því að verða stöndug í lyfjaframleiðslu. Þar eru efst á blaði Genetech og Cetus sem eru bæði staðsett í Kal- iforníu og eru hvort um sig talin 70 miljón sterlingspunda virði. Biogen í Massachusetts er af svip- aðri stærðargráðu. Til marks um erfiðleikana í bransanum má nefna, að Biogen rak nýlega um 60 starfsmenn, sem unnu að hagnýtum rannsóknum. Genaúrklippur Líftæknileg lyfjaframleiðsla byggist á nýlegum uppgötvunum í erfðafræði. Duglegum vísinda- mönnum tókst að þróa aðferðir til að „klippa“ úr litningum mannsfrumu tiltekin gen, sem innan frumunnar stjórna fram- leiðslu á sérstökum próteinum. Sum þessara próteina eru gífur- lega mikilvæg, og skortur sumra varðar líf eða dauða manneskj- unnar. Sem dæmi um slík efni má nefna vaxtarhormón, en einnig prótein sem sjá um blóðstorknun og önnur sem vinna að blóðþynn- ingu. Genaúrklippunum er svo kom- ið fyrir í bakteríum af sértakri tegund (E. coli), og tengdar inn í litninga þeirra með efnafræði- legum tengiaðferðum. Bakteríur eru þeim eiginláíkum gæddar að fjölga sér ótrúlega ört við hag- stæð skilyrði. Með því að rækta svo bakteríur sem búið er að tengja genaúrklippurnar inní, má þannig búa til „verksmiðju" sem hamast í óða önn við að framleiða hið eftirsótta prótein. Hugsunin var því sú, að með þessu mætti framleiða í bakterí- um ýmis mikilvæg efni sem mannslíkaminn þarfnast í litlum mæli. Skjótur gróði? Menn töldu því einfalt að græða á þessum aðferðum: fyrst þurfti bara að finna prótein sem er mjög nauðsynlegt fyrir mannslíkamann og skortur á í lyfjaformi. Síðan að finna leið til að fjöldaframleiða það í bakterí- unum. í sjálfu sér var auðvelt að finna heppilega kandídata. Vaxtar- hormón var fljótt tekið til reynslu víða. Það spornar gegn dverg- vexti, og er fáanlegt einungis í mjög litlum mæli enda unnið úr heiladinglum dauðra manna. Int- erferon, sem talið var lausnarorð í baráttunni við krabbamein, var líka vinsæll kandídat. Blóðstor- knunarefnið Faktor-8, sem er afar mikilvægt fyrir dreyrasjúka var talið sömuleiðis í hópi hinna álitlegustu vonarlamba og líka TPA (tissue plasminogen activat- or) sem stuðlar að því að leysa upp blóðtappa og vinnur gegn hjartaáfalli. Aukaverkanir Mörg fyrirtæki hófu tilraunir með framleiðslu á þessum og raunar mörgum öðrum efnum. Hins vegar varð eftirleikurinn ekki jafn auðveldur og upphaf- Framhald á bls. 8 UMSJÓN: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Talkennsla Tölva kennir málhöltum að tala Orðum er breytt í línur á skermi. Málhaltir líkja svo með rödd sinni eftir línum sem rödd kennarans framleiðir. Tæki til að hjálpa málhöltum og mállausum til að ná valdi á töluðu máli hefur verið hannað af japönskum vísindamönnum. Tal- ið er að það gefi góða möguleika á að aðstoða fólk sem sökum heyrnarleysis á erfitt með að læra að tala.Sjúklingar sem hafa misst málið vegna heilablóðfalls og þurfa að læra að tala upp á nýtt munu einnig hagnast af því. í framtíðinni kann tækið að reynast brúklegt við sjálfsnám í erlendum tungumálum. Tækið byggist á því að smá- tölva breytir töluðu máli í línur á tölvuskermi. Kennari sjúklings- ins talar ákveðinn texta, sem sjúklingurinn sér sem línur á skerminum framan við sig. Hann reynir síðan að segja sama texta og láta þau hljóð sem hann fram- leiðir líkjast línum sem rödd kennarans myndar á skerminum. Með því að fikra sig áfram nær sjúklingurinn smám saman að líkja eftir kennaranum og lærir þannig að segja orðin - og ákveð- in hljóð - á réttan hátt. Nemi í munni Til frekari aðstoðar er sérstak- -ur nemi í munni sjúklingsins sem skráir hreyfingar og stöðu tung- unnar og afstöðu hennar gagnvart gómnum hverju sinni, og flytur jafnframt upp á skerm- inn. Það auðveldar nemendunum talsvert að færa tunguna í þá stöðu sem best hæfir myndun sér- hvers hljóðs. Upphaflega var óttast að nem- inn í munninum myndi valda óþægindum en tilraunir sýna að það varð einungis óverulegt. Góður kostur þessa tækis er, að hægt er að skrá texta kenna- rans inná tölvuna, þannig að nemandinn getur æft sig í einrúmi hvenær sem er, án aðstoðar kennara. _ö§ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.