Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Valsaramir seigir Það voru engar smá-stjörnur sem sýndu sig með b-liði Vals gegn Ak- urnesingum er liðin áttust við í bik- arnum í gærkvöldi. Hvorki fleiri né færri en níu fyrrverandi landsliðs- menn léku með Valsliðinu sem þrátt fyrir að vera nokkuð þungir, léku oft skínandi handbolta. Peir höfðu þrjú mörk umfram Skagann í hálfleik, 15- 12 en misstu það forskot fljótlega í síðari hálfleiknum. Hinir leikreyndu Valsstrákar voru þó hvergi bangnir og voru mun betra liðið í lokakaflan- um. Er upp var staðið munaði sex mörkum á liðunum, 29-23, og Val- sliðsins bíða þá fleiri viðfangsefni í bikarkeppninni. í>að er erfitt að gera upp á milli Valsara. Hermann Gunnarsson var atkvæðamikill í horninu og þá vöktu línusendingar hans mikla athygli. Þeir Ólafur og Bjarni Jónssynir sýndu einnig gamalkunna takta. Af Skagamönnum var Egill Steinþórsson þjálfari og leikstjórn- andi bestur. Pétur Ingólfsson stóð einnig fyrir sínu. Mörk Vals: Hermann 8, Gísli Blöndal 5, Gunnsteinn Skúlason, Stefán Gunnars- son, Ólafur og Bjarni 3, Jón H. Karlsson 2, Ágúst ögmundsson og Hörður Hilmarsson 1. Mörk ÍA: Pétur5, Kristinn Rúnarsson og Þorleifur Sigurösson 4, Egill og Hlynur Sig- urbjörnssynir 3, Magnús Kristjánsson 2, Pétur Björnsson og Engilbert Púróarson 1. KR-ingar sigruðu Þórara frá Eyjum nokkuð örugglega í tilþrifalitl- um bikarleik í gærkvöldi, 18-14. Jakob Jónsson var atkvæðamestur KR-inga með fimm mörk en Jóhann- es Stefánsson var skammt á eftir með fjögur. Fyrir Eyjamenn skoruðu þeir Steinar Tómasson og Páll Scheving mest, þrjú mörk hvor. Fram munaði lítið um að slá ÍR- inga út úr bikarkeppni HSÍ í gær- kvöldi. Yfirburðir þeirra voru mjög miklir. Lokatölur 32-19 eftir að for- ysta Fram hafði verið 13-6 í hléi. Hermann Björnsson var marka- hæstur Fram, skoraði sex mörk en þeir Egill Steinþórsson og Agnar Sig- urðsson gerðu fimm. Fyrir IR skoraði Bjarni Bessason átta og Stefán Arnarsson fjögur. -Frosti England Tottenham á Anfield Það verður Tottenham sem fer til Liverpool á sunnudaginn og leikur þar við Englandsmeistar- ana í 4. umferð ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Tott- enham vann í gærkvöldi 2:1 úti- sigur á nágrönnunum Charlton. Tony Galvin og Mark Falco komu Tottenham i 0:2, en Ronny Moore svaraði fyrir Charlton úr víta- spyrnu á lokamínútunni. Úrslit urðu þessi í Englandi í gærkvöldi: FA-bikarinn, 3. umferð: Charlton-T ottenham 1:2 Cr. Palace-Millwall 1:2 Huddersfield-Wolves 3:1 Norwich-Birmingham 1:1 Mjólkurbikar, 8 liða úrslit: Ipswich-QPR 0:0 Watford-Sunderland 0:1 Úrslit fengust ekki í leik Norwich og Birmingham þráttfyrir framleng- ingu. Billy Wright kom Birmingham yfir en Paul Haylock jafnaði fyrir Norwich. Trevor Aylopp kom Gryst- al Palace yfir, en Les Briley og Steve Lovell komu 3. deildarliði Millwall áfram. Mark Lillis skoraði tvívegis fyrir Huddersfield gegn Wolves. Sunderland komst óvænt í undan- úrslit Mjólkurbikarsins með sigri í Watford. Clive Walker skoraði sigur- markið með skoti af 20 metra færi á 51. mínútu. Watford var mikið betra, en rétt eina ferðina kom Chris Turner Sunderland áfram með stórkostlegri markvörslu. Badmintonlandsliðið sem keppir á Helvetia Cup. Badminton Landsilðið í Póllandi Leikur við Finnland og Wales í Helvetica Cup á morgun í dag hefst í Varsjá í Póllandi Helvetia-Cup keppnin í badmin- ton og er ísland meðal þátttak- enda að vanda. íslenska liðið leikur í riðli með Walesbúum og Finnum og ætti að eiga mögu- leika á að komast í úrslit um efstu sætin. Alls taka 13 þjóðir þátt í mót- inu sem er óopinber B-keppni Evrópu þar sem sex bestu bad- mintonþjóðir álfunnar fá ekki að taka þátt. Landsliðið skipa níu leikmenn úr TBR, Þórdís Edwald, Kristín Magnúsdóttir, Kristín B. Krist- jánsdóttir, Elísabet Þórðardóttir, Broddi Kristjánsson, Guðmund- ur Adolfsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Jóhann Hjartarson og Sigfús Ægir Árnason. Þjálfari og liðsstjóri er Hrólfur Jónsson. Liðið hélt utan í gær og er vænt- anlegt heim á mánudaginn. ís- land mætir bæði Walesbúum og Finnum á föstudaginn og leikur síðan um helgina til úrslita um 1.-4., 5.-8. eða 9.-13. sæti. -VS Skíði Daníel 8. Daníel Hilmarsson frá Dal- vík varð í gær áttundi á alþjóð- legu svigmóti í Vestur- Þýskalandi. ísfirðingurinn Guðmundur Jóhannsson hafnaði í 18. sæti en Árni Þór Árnason frá Reykjavík féll úr keppni. V. Þýskaland Köln vill Woodcock Áfall hjá Stuttgart-Óvissa hjá Dusseldorf- Allofs meiddur.... Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: FC Köln er nú í stöðugu sam- bandi við enska landsliðsmið- herjana Tony Woodcock frá Arsenal. Samningur hans við Arsenai rennur út í vor og Köln- arar vilja endilega krækja í hann aftur en Woodcock lék með Köln um tíma áður en hann fór til Arse- nal. Vestur-Þjóðverjar mæta Ung- verjum í vináttulandsleik á þriðj- udagskvöldið og Franz Becken- bauer hefur bætt þremur leik- mönnum í landsliðshóp sinn. Pi- erre Littbarski frá Köln er loksins kallaður til á ný og tveir nýliðar frá Frankfurt eru í hópnum, Thomas Kroth og hinn tvítugi varnarmaður Thomas Berthold. Stuttgart hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Nú meiddist bak- vörðurinn Gúnther Scháfer á hné og missir af fyrstu leikjum liðsins í Bundesligunni á þessu ári. Klaus Allofs frá Köln, sem ný- lega var útnefndur besti sóknar- maður V.Þýskalands 1984 af Kicker, er meiddur og verður lík- lega skorinn upp. Hann gat ekk- ert leikið með Köln í æfingaferð* liðsins til Hondúras nú á dögun- um. Köln vann landslið Hondúr- as 3-0 en tapaði síðan fyrir því 0-2. Holger Hioronymus, hinn sterki varnarleikmaður Ham- burger SV, hefur orðið að hætta að leika knattspyrnu vegna meiðsla. Hann er aðeins 25 ára gamall. Mikil óvissa ríkir um hvað ger- ist hjá Fortuna Dússeldorf í vor. Eins og hjá Stuttgart, renna samningar flestra bestu leik- manna liðsins út í vor og í þeim hópi eru Atli Eðvaldsson, Ralf Dusend, Gerd Zewe og Manfred Bockenfeld. Dússeldorf varð í öðru sæti í innanhússmóti um síðustu helgi, tapaði fyrir Bayer Uerdingen í úrslitaleik. Dússeldorf hefur undanfarið tekið þátt í þremur innanhússmótum og hefur hafn- að í öðru sæti í þeim öllum. Frakklandsferð Sextán valdir Vafi með Þorberg og Bjarna en Karl er til vara Bogdan Kowalczyck landsliðs- þjálfari í handknattleik hefur val- ið 16 leikmenn til keppnisferðar- innar til Frakklands í næstu viku. Þar verður leikið gegn Ungverj- um, Tékkum, A- og B-liði Frakka og fsraelsmönnum frá miðvikudegi til sunnudags. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Brynjar Kvaran, Stjörnunni Einar Þorvarðarson, Val Jens Einarsson, KR Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, Essen Atli Hilmarsson, Bergkamen Bjarni Guðmundsson, W.Eickel Geir Sveinsson, Val Jakob Sigurðsson, Val Kristán Arason, FH Páll Ólafsson, Þrótti Sigurður Gunnarsson, Koronas Sigurður Sveinsson, Lemgo Valdimar Grímsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Vafi er á hvort Þorbergur og Bjarni komast með en Karl Þrá- insson kemur inní hópinn ef ann- arhvor eða báðir heltast úr lest- inni. Liðið fer utan á mánudag en leikmennirnir sem koma erlendis frá og FH-ingarnir, sem koma beint úr Evrópuleiknum í Hol- landi, koma til móts við félaga sína í Lyon í Frakklandi þar sem liðið mun hafa aðsetur. -VS Víkingar „Við eigum möguleika“ Höfum leikið betur í Evrópukeppni en deildakeppni í vetursegir Bogdan „Víkingar hafa leikið mun bet- ur í Evrópukeppninni en í deildakeppninni á þessu keppnis- tímabili og ég tel að við eigum möguleika á að slá júgóslavneska félagið Crewenka útúr keppn- inni,“ sagði Bogdan Kowalczyck þjálfari bikarmeistara Víkings í handknattleik um Evrópuleikina í Laugardalshöll á föstudags- og sunnudagskvöld. „Þetta eru bikarmeistararnir frá þeirri þjóð sem varð Ólympí- umeistari í sumar. Júgóslavar eru mjög tekniskir og leika hraðann og áferðarfallegan handbolta. En Tony Woodcock - aftur til Kölnar? það eru alltaf möguleikar fyrir hendi, það sýndi sig best á Ól- ympíuleikunum þar sem við gerðum jafntefli við Júgóslava og vorum óheppnir að sigra ekki,“ sagði Bogdan. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni annað kvöld kl. 20.30 og sá síðari á sama stað og tíma á sunnudagskvöldið. -Ig/VS Handbolti IR-ingar ömggir Það er orðið ansi öruggt að ÍR- ingar fylgja Týrurum í úrslit 3. deildarinnar í handknattieik úr B- riðlinum. ÍR-ingar sigruðu Keflvíkinga á dögunum 24-21 í Selj- askólanum og eru í öðru sæti, fimm stigum á undan næsta liði, Selfyssing- um. Bjarni Bessason er að byrja að leika með lR á ný og verður liðinu góður styrkur í úrslitakeppninni. Úrslit frá áramótum í 3. deild hafa orðið þessi: A-rlðlll Njarðvlk-ReynirS 21-25 Afturelding 4 4 0 0 109-68 8 IA 5 4 0 1 143-94 8 ReynirS 6 4 0 2 189-125 8 Njarðvík 6 2 0 4 157-151 4 Sindri 2 0 0 2 25-87 0 ögri 5 0 0 5 55-153 0 B-rlðlll Selfoss-Skallaarímur 15-14 IR-IBK 24-21 Týr ...6 6 0 0 120-93 12 IR ...6 5 0 1 136-116 10 Selfoss ...6 2 13 116-116 5 IBK ...6 2 0 4 136-133 4 IH ...6 2 0 4 112-138 4 Skallagrímur ...6 0 1 5 112-136 1 Reynismenn áttu í vandræðum með Njarðvíkinga, sérstaklega gerði þeirra gamli þjálfari, Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðublaðsrit- stjóri, þeim lífið leitt en hann stýrir nú liði Njarðvíkinga og leikur með því. -VS Fimmtudagur 24. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.