Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Olíufélögin UU hlífir ríkisstjóminni Vilhjálmur Jónsson: Pýðir ekki að kenna Ijótum olíufélögum um allt og líta framhjá ríkisstjórninni. Kristján Ragnarsson hefur siglt með íslenska útgerð út í meiri niðurlœgingu en áður hefur þekkst Kristjáni JRagnarssyni for- manni LÍÚ hefur tekist að koma útgerð á íslandi í meiri niðurlægingu en nokkru sinni hefur þekkst áður með því að vera sífellt að berjast við vind- myllur. Auðvitað á hann að berj- ast fyrir rekstrargrundvelli út- gerðarinnar við ríkisvaldið, það þýðir ekkert að vera að berjast við okkur og segja þetta allt ljót- um olíufélögum að kenna. Slíkar árásir fría bara ríkisstjórnina af því að ganga í þessi mál og skapa heilbrigðan grundvöll fyrir út- gerðina, sagði Vilhjálmur Jóns- son forstjóri Olíufélagsins i sam- tali við Þjóðviljann í gær. Útgerðarmenn hafa mótmælt harðlega við ríkisstjórnina fram- komnum óskum olíufélaganna í verðlagsráði um stórhækkun á bensíni og olíum. Fara olíufé- lögin fram á 6% hækkun á bens- íni, 16% á gasolíu og 21% hækk- un á svartolíu. Hækkunarbeiðnin er til athugunar og umfjöllunar hjá verðlagsstofnun og verð- lagsráði. Meginástæðan fyrir hækkunar- beiðni olíufélaganna er 230 milj- ón kr. skuld á innkaupareikningi sem þau vilja jafna út á næstu þremur mánuðum. Við síðustu olíuverðshækkun í nóvember sl. var ákveðið í verðlagsráði að skuldin yrði jöfnuð út á 10 mán- uðum. Frá því þá hefur gengi krónunnar fallið um rúm 4% gagnvart bandaríkjadollar. „Ef við ættum ekkert inni á þessum reikningi þá þyrfti ekki að hækka neitt. Þessi beiðni okk- ar á ekki að koma neinum á óvart því þessir menn hafa allar þessar tölur fyrir framan sig og vita um þróun gengis eins vel og við. Eins og staðan er í dag þá getur þetta ekki gengið óbreytt. Við liggjum með þessa skuld á vanskilavöxt- um og miðað við þau vaxtakjör sem nú eru í gildi þá fara um 5.5 miljónir eingöngu í vexti af þess- ari skuld í hverjum mánuði'J sagði Vilhjálmur. -Ig. Jóhann Hjartarson skákmeistari tekur við 70.000 kr. verðlaunum úr hendi Lúðvíks Jósepssonar fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans. Ljósm. eik. Skák Landsbankinn verðlaunar Jóhann Friðarmál Delhi- fundurinn um helgina r Igær afhenti fyrrverandi for- maður bankaráðs Landsbanka íslands, Lúðvík Jósepsson, Jó- hanni Hjartarsyni alþjóðlegum skákmeistara, verðlaun að fjár- hæð kr. 70 þús. úr Verðlauna- sjóði Landsbankans til styrktar skákíþróttinni. Verðlaunasjóðinn kvað Lúð- vík Jósepsson hafa verið stofnað- an með bréfi í febrúar 1982, þar sem bankaráð Landsbankans til- kynnti Skáksambandi íslands, að bankinn gæfi kr. 100 þús. til myndunar sjóðs, er úr skyldi veita fé til skákverðlauna með tvennum hætti: 1. Til árlegra landsmóta um skólaskák en þátttakendur í slík- um mótum hafa verið um 5000. 2. Ákveðin fjárhæð til sérhvers ís- lendings er nær alþjóðlegum titli skákmeistara eða stórmeistara eftir stofnun sjóðsins. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í maí 1983, vegna úrslita- keppni skólaskákar, sem haldin var í Hafnarfirði. Lúðvtk Jóseps- son, þáverandi formaður banka- ráðs Landsbankans, afhenti verðlaunin, sem voru farseðlar á úrslitamótið og einnig á skákmót erlendis. Önnur úthlutun var með sama hætti er úrsiitainót fór fram í Bol- ungarvík í maí 1984, en þá afhenti útibússtjóri Landsbankans á ísa- firði verðlaunin. -mhg Þjóðviljinn 50%, aukning á ísafirði Nú stendur yfir útbreiðsluátak hjá Þjóðviljanum og hefur vösk sveit manna á vegum blaðsins unnið við að afla því fleiri áskrif- enda. Árangur hefur verið góður og má nefna sem dæmi að um síðustu helgi var blaðið kynnt á ísafirði og fólki boðin áskrift með þeim árangri að 50% aukning varð á áskrifendatölunni! Und- anfarin kvöld hafa starfsmenn út- breiðsludeildarinnar einnig hringt vítt og breitt um land og boðið sérstaka kynningaráskrift og hafa undirtektir fólks verið afar góðir. -v. Nicaragua - fundur Hér á landi er nú staddur bandarískur stáliðnaðarmaður frá Houston í Texas, Dick McBri- de að nafni. I nóvember fór hann um Nicaragua sem fararstjóri í hópferð bandarískra stáliðnaðar- manna og kom meðal annars á víglínuna. í kvöld mun hann segja frá ferðalögum sínum í Nicaragua, og lýsa lífi þeirra sem búa nálægt víglínunni. Hann tók fjölda skuggamynda, sem hann mun jatnframt sýna. Fundurinn hefst klukkan 20.30 að Hverfisgötu 105 í kvöld. Elfa Björk skipuð Menntamálaráðherra valdi Elfu Björk Gunnarsdóttur til að gegna framkvæmdastjórastöðu við útvarpið í stað Guðmundar Jónssonar. Sjö sóttu um starfið. Elfa Björk tekur við um næstu mánaðamót, og lætur þá af störf- um sínum sem borgarbókavörð- ur. Akureyri Fasteignagjöldum mótmælt Bœjarstjórnin ákvað að leggja gjöldin á með 25 % álagi í gær lagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Alþjóðlegu þingmannasamtakanna PWO í ferð áleiðis til Nýju Delhi þar sem verður fundur þjóðarleiðtoganna sex um friðarmál. Þingmannasamtökin hafa átt veg og vanda af undirbúningi þessa fundar sem verður um næstu helgi í Indlandi. Að aflokn- um þessum fundi munu nokkrir leiðtoganna, vísindamenn og trú- arleiðtogar halda vinnuráðstefnu í Aþenu og hafa samtökin einnig undirbúið þann fund. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið virkan þátt í undirbúningi þess- ara funda og verður á þeim báð- um. -ÖS Nærri þúsund fasteignaeigend- ur á Akureyri mótmæltu álagningu fasteignagjalda í bæn- um, sem þcir telja hækka mjög óeðlilega á yfírstandandi ári. Samkvæmt upplýsingum Sig- ríðar Stefánsdóttur bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins á Akureyri, hefur bæjarstjóm ákveðið að leggja á fasteignagjöld með 25% álagi í stað 12,5% álags á sl. ári Sagði Sigríður að þetta þýddi að raunhækkun gjaldanna yrði um 9%. Aðspurð um mótmælin sagði hún að sveitarfélag eins og Akureyri þyrfti á öllum tekjum sínum að halda ef sæmilega þjón- ustu ætti að veita. Hún kvað meirihluta bæjarstjórnar ekki hafa tekið ákvörðun um hve há útsvarsprósentan yrði og vissu- iega væri hugsanlegt að hafa út- svarsprósentuna eitthvað lægri til þess að koma til móts við íbúða- eigendur. Þá væri einnig hugsanlegt að hækka þjónustugjöld t.d. á barn- aheimilum og víðar. Því kvaðst hún algerlega andvíg, og þó að álagning á Akureyri væri vissu- lega nokkuð há þá mætti ekki gleymast að menn yrðu að velja á milli þess að bærinn veitti sæmi- lega þjónustu og gæti staðið í nauðsynlegum framkvæmdum s.s. skólabyggingum o.fl. þá yrði að innheimta veruleg gjöld. Bætt þjónusta skapaði auk þess betri lífskjör fyrir hina lægst launuðu. hágé. ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.